Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar ' Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Betur má ef duga skal að eru mikil hyggindi í heil- ræðinu: „með lögum skal land byggja“! Það er jafn þarfur vegvísir landsmönnum og lands- feðrum sem fyrrum. Ekki hvað sízt þegar fjárlögin, viðamesta verkefni hvers löggjafarþings, eiga í hlut. Því miður er það þó ekki einsdæmi að fjárlög ríkisins fari verulega úr böndun- um í höndum framkvæmda- valdsins, ríkisstjórna og ráðu- neyta. Þar um vitna frumvörp til fjáraukalaga, sem lögð eru fram ár hvert, til að leita síðbúins samþykkis á margs konar eyðslu, langt umfram heimildir og tekjur. Þar um vitnar saman- safnaður ríkissjóðshallinn, sem hlaðizt hefur upp í opinberum skuldum, hérlendis og erlendis. Frumvarp til fjáraukalaga 1991 stendur til þess, að halli ríkis- sjóðs verði tæpir níu milljarðar króna og hrein lánsfjárþörf rúmir tólf milljarðar. Þetta er langt umfram fjárlagaáætlanir. Yfirskoðunarmenn ríkis- reiknings fyrir árið 1989 hafa sett fram margs konar athuga- semdir um ríkisfjármálin. Meðal þess, sem fundið er að, eru ákvæði í 6. grein fjárlaganna, sem fela í sér heimildir til að eyða opinberu fé, án þess að binda þær við ákveðnar fjár- hæðir. Þeir telja að þrengja- þurfi verulega heimildir ríkis- stjórna að þessu leyti. Þeir gagnrýna og ýmsar rikisstofn- anir fyrir það að hafa ekki sinnt tilmælum um að gera skilmerki- legar eignaskrár og hafa ekki á fullnægjandi hátt eftirlit með viðveru starfsmanna. Þá er inn- heimtu gjalda til ríkisins talið verulega ábótavant hjá sumum embættum. Það kemur fram í athuga- semdum yfirskoðunarmanna að heildarskuldir A-hluta ríkissjóðs hafi aukizt með ólíkindum á undanförnum árum. „Miðað við verðlag í árslok 1985 hefur raunaukning á skuldum ríkis- sjóðs á árunum 1985—1989 verið 264%.“ „Astæða er til að vara við því að ótilbærir aðilar séu látnir taka lán sem vitað er að ríkis- sjóði ber að greiða um síðir,“ segja yfirskoðunarmenn. „Þá ber einnig að vara við því að Ríkisábyrgðasjóður sé notaður til að veita dulbúnar fjárveiting- ar til aðila, sem ekki hafa hlot- ið beinar fjárveitingar á fjárlög- um.“ Ríkisendurskoðun gagnrýnir sem yfirskoðunarmenn inn- heimtu ýmissa opinberra gjalda. Þannig átti ríkissjóður í árslok 1989 útistandandi rúmlega 21 milljarð króna í opinberum gjöldum, þar af gjaldfallnar skuldir til innheimtu um 12 milljarða. „Ekki verður lengur undan því vikizt," segja yfir- skoðunarmenn, „að taka inn- heimtumál ríkisins til gagngerr- ar endurskoðunar." Yfirskoðunarmenn ríkis- reiknings endurtaka fyrri at- hugasemdir, þess efnis, að „hætta beri að selja áfengi og tóbak úr ÁTVR á svonefndu kostnaðarverði til æðstu stofn- ana þjóðfélagsins“, þar eð „tvö- föld verðlagning á vörum býður ævinlega heim möguleika á mis- notkun“. Þeir ítreka og fyrri tilmæli um nauðsyn þess að endurskoða gildandi reglur vegna ferðakostnaðar ríkisins. . Ríkisendurskoðun segir að svo virðist sem algengt sé að ríkisstofnanir gæti ekki aðhalds sem skyldi og farið sé á svig við fjárlög og annan lagabók- staf. Settar eru fram athuga- semdir við kostnað vegna heim- sókna á vegum opinberra aðila. Sem og að farið hafi verið langt fram úr fjárlagaheimildum í fjárfestingum. Það er og talið „óeðlilegt að færa kostnað vegna sérfræðiaðstoðar við þingmenn á rekstur aðalskrif- stofu forsætisráðuneytis", eins og gert var þegar aðstoðarmað- ur „þingflokks" Stefáns Val- geirssonar átti í hlut. Þá telur Ríkisendurskoðun að lögbrot hafi verið framið með rúmlega hálfs milljarðar lántöku Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins árið 1989 hjá þremur viðskiptabönk- um til að fjármagna uppgjör við bændur vegna gjaldfallinna út- flutningsbóta. Þrátt fyrir tiltæka tækni og þekkingu hefur fjárlagagerð síðustu ára, einkum útgjalda- áætlanir, ekki reynzt eins traustar og vera ber. Fram- kvæmd fjárlaga hefur og farið umtalsvert úr böndum í höndum framvæmdavaldsins. Athuga- semdir yfirskoðunarmanna ríkisreiknings og Ríkisendur- skoðunar benda og til þess að víða sé pottur brotinn hjá stofn- unum ríkisins. Það er því eðlileg krafa skattgreiðenda, sem borga brúsann, að betur verði á málum haldið í framtíðinni. Óveðrið á Vestfjörðum: Vegir eru sums staðar orðnir ófærir vegna snjóa VEGIR á Vestfjörðum voru sums staðar orðnir ófærir vegna snjóa síðdegis í gær, samkvæmt upplýsingum Vegagerðar ríkisins. Hrafns- eyrarheiði er ófær og verður ekki mokuð fyrr en eftir helgi, og Dynjandisheiði er þungfær. Hún verður opnuð um leið og Hrafnseyrar- heiðin. Nokkuð tjón varð í óveðrinu sem gengið hefur yfir Vestfirði síðustu sólarhrinffa. Mikill snjór er á Breiðadals- og Botnsheiði, en Vegagerðin lét moka heiðarnar í gær. Fært er til Þingeyr- ar frá ísafirði. Vegagerðin átti eftir að kanna færð á Kletthálsi og leið- ina til Reykhóla. Veðurstofan spáir áfram snjókomu á Vestfjörðum, einkum norðan til. Spáð er norðan hvassviðri eða stormi um allt land í dag, jafnvel roki á stöku stað. Vegagerðin ráðleggur fólki að vera ekki á ferð yfír fjallvegi að óþörfu. Mikil hálka er þar á vegum og flest- ir bílar á sumardekkjunum ennþá. Tvær bílveltur í Reykhólasveit Tvær bílveltur urðu í Reykhóla- sveit í gær þegar stóiviðri gekk þar yfír, en það olli allmiklu tjóni í sveit- inni. Skólabíllinn fauk út af vegin- um hjá Gróustöðum í Gilsfirði, en skólabílstjórinn, Þórður Jónsson Árbæ, var einn í bílnum og slapp hann ómeiddur. Þá fauk Range- Rover bíll út af veginum milli Klukkufells og Gillastaða og fór hálfa aðra veltu, en ökumaður og tveir farþegar sluppu án meiðsla. Skólabíllinn fór eina veltu og er hann mjög mikið skemmdur, ef ekki ónæytur. Tveir bílar aka öllum börnum til og frá skóla, og sá þriðji ekur börnum úr Gufudalssveit i veg fyrir skólabílana. Hér er því komið upp vandamál, þar sem ekki er gripinn upp nýr skólabíll í snarhasti. Eigandi og ökumaður Range- Rover bílsins, sr. Bragi Benedikts- son sóknarprestur á Reykhólum, segir bílinn vera ónýtan. Með hon- um í bílnum voru Bjarni P. Magnús- son sveitarstjóri Reykhólum og dóttir hans, Guðrún Ásta. í óveðrinu fauk út í veður og vind heimilisgróð- urhús hjá Bjarna, og einnig lítið flugskýli á flugvellinum á Reykhól- um. Gamalt sláturhús fauk á Barðaströnd Gamla sláturhúsið á Skjaldvarar- fossi fauk í miklu roki sem gerði á á Barðaströndinni á fimmtudags- kvöldið. Eitthvað af tækjum var í húsinu, sem undanfarið hefur meðal annars verið notað sem geymsla. Hnútur virðist hafa komið á hús- ið, sem var um 300 fermetrar að stærð, og sprengt út efri hlið þess ásamt þaki. Brak úr húsinu barst upp í fjallshlíðina fyrir ofan það, og lenti það meðal annars á pallbíl, sem fokið hafði nokkra tugi metra og farið eina veltu á veginum við Skjaldvararfoss aðfaranótt fimmtu- dagsins. Ekki er kunnugt um aðrar skemmdir af völdum óveðursins, sem er með því versta sem gerst hefur á Barðaströndinni. Raf magnstruflanir í Árneshreppi íbúar í Árneshreppi hafa ekki farið varhluta af óveðrinu sem geys- að hefur á landinu síðustu sólar- hringana. Veðrið skall á á miðviku- dagskvöld og hefur geysað óslitið síðan. Samfara hvassviðrinu var Norska kvikmyndin „Til hins óþekkta“ opnunarmynd Kvikmyndahátíðar: Innblásin af minni persónulegu reynslu - segir norska kvikmyndagerðarkonan Unni Straume OPNUNARMYND kvikmynda- hátíðar Listahátíðar, sem hefst í dag, er „Til hins óþekkta" eft- ir norsku kvikmyndagerðar- konuna Unni Straume. Straume segir í samtali við Morgunblaðið að menn skuli ekki búast við neinni spennumynd, hún sé fremur ljóðræn frásögn. „Myndin er um ferðalag, bæði í ytri og innri skilningi. Ung stúlka ferðast frá Osló heim til æsku- stöðvanna í Vestur-Noregi. Á ferð- inni endurupplifir hún margar af bernskuminningum sínum,“ sagði Straume. Sjálf kemur hún frá Vestur-Noregi og segir að myndin sé á margan hátt mjög persónulegt verk. „Þetta er kannski ekkfævi- söguleg mynd, en hún er tvímæla- laust innblásin af minni persónu- legu reynslu." Myndin er fyrsta leikna mynd Straume, en hún hefur áður gert nokkrar stuttmyndir. Hún segir að fieiri myndir séu á leiðinni: „Eg er að skrifa handrit, sem að ein- hveiju leyti er byggt á Draumleik Strindbergs, og nú er bara að sjá hvort ég fæ peninga til að gera mynd eftir því.“ Straume segir að sér sé mikill heiður að því að mynd sin skuli hafa verið valin sem opnunarmynd á Kvikmyndahátíð. Myndin mun fara víða. Straume er nýkomin af hátíð í 'San Sebastian á Spáni, T Morgunblaðið/Þorkell Norska kvikmyndagerðarkonan Unni Straume. næstu viku verður myndin sýnd á evrópskri kvikmyndahátíð í Frakk- landi og síðan fer hún til Varsjár og á hátíð „hinna myndanna“ í Belgíu, auk þess sem hún verður sýnd í kvikmyndahúsum í Kaup- mannahöfn og París á næstunni. úrhellisrigning til að byrja með sem breyttist síðan í éljagang og nú er orðið alhvítt yfir að líta. Mikla rafmagnstruflanir hafa orðið í Árneshreppi hátt í sólarhring og má segja að ragmangslaust hafi verið að miklu leyti síðan aðfarar- nótt föstudagsins. Samkvæmt upp- lýsingum frá Orkubúi Vestíjarða á Hólmavík er ekki vitað hvað veld- ur, en búist við að um ísingu og jafnvel sjávarseltu geti verið að ræða. Starfsmenn Orkubúsins höfðu í gærkvöldi árangurslaust reynt að koma rafmagni á aftur, en því sló ætíð jafnóðum út á ný. í fyrrákvöld datt sjónvarpið út og sást ekkert af kvölddagskránni a.m.k. á sumum bæjum. Ekki er vitað um neinar skemmd- ir á mannvirkjum af völdum óveð- ursins, og ekki er heldur vitað hvort vegaskemmdir hafa orðið. Morgunblaðið/GJA Lækirnir fossuðu upp ímót Það hvessti duglega á Grundarfírði á fimmtudaginn, eins og víða ann- ars staðar á Iandinu. Þegar þessi mynd var tekin, um kl. 18, varhelst að sjá sem læknirnir streymdu beint til himins, þegar vindurinn reif í þá á ijallabrúnunum. Milljónatjón þegar Röst SK fékk á sig brotsjó: Mestu máli skiptir að allir sluppu óskaddaðir - sagði Sigurður Jónsson skipsljóri þegar skipið kom til hafnar Skagaströnd. RÖST SK 17 kom til hafnar á Skagaströnd kl. 14.30 í gær, eftir að skipið hafði fengið á sig brotsjó úti í Húnaflóadýpi í fyrrinótt. Við það brotnaði gluggi í brúnni og sjór flæddi inn með þeim afleiðingum að flestöll tæki í brúnni eyðilögðust, en einnig rifnaði kompás af festingum sínum á brúarþakinu. Eina siglingartækið sem virkaði eftir óhappið er staðsetningartæki, sem tekur við merkjum frá gervihnöttum og reiknar út staðsetningu skipsins eftir þeim. Röst er í eigu Dögunar á Sauðárkróki og er með sex manna áhöfn, en skipið er á rækjuveiðum. Að sögn Finns Sigurbjörnsson- ar stýrimanns, sem var einn á vakt í brúnni þegar óhappið varð, var veður kolbrjálað og óhemju sjór. Þeir á Röstinni voru þá ný- komnir út, og ekki búnir að taka nema tvö höl. Var skipinu siglt á hægri ferð upp í veðrið um 40 mílur frá landi, og var ætlunin að taka veðurspána áður en ákveðið yrði hvort halda skyldi í var eða bíða af sér veðrið á miðun- um. „Allt í einu reis hnúturinn upp framan við skipið, og ég hafði ekíri tíma til neins nema að slá af. Hnúturinn var jafnhár og frammastrið og skall svo ofan á brúna. Hann var svo krappur að framdekkið var þurt, því hann kom bara á brúna og þar fyrir aftan,“ sagði hann. Einn glugginn bakborðsmegin í brúnni splundraðist, og plexigler dreifðist um allt. „Plexiglerið er 10 mm þykkt og eitt brotið eins og 30 sm hnífur í laginu lenti feti fyrir áftan mig þar sem ég stóð við stólinn stjórnborðsmeg- inn. Krafturinn var svo mikill að karmurinn í glugganum brotnaði í tvennt, og þar með fór auðvitað glerið. Sjórinn flseddi inn yfir öll tækin, og niður yfír töfluskápana fyrir tækin í brúnni,“ sagði Finn- ur. Sigurður Jónsson skipstjóri sagði að eftir að búið var að loka glugganum með krossviði hafi þegar verið haldið af stað til lands. Um klukkan tfu í gærmorgun var Röstin svo komin í var við Kálfs- hamarsvík á Skaga, en þaðan var svo dólað inn moð skaganum til!| hafnar á Skagaströnd þar sem skipið var bundið kl. 14.30. Ekki var búið að kanna skemmdirnar á tækjunum í brúnni þegar Morg- unblaðið átti tal við þá félaga, en þeir sögðu ljóst að tjónið næmi milljónum eða jafnvel tugum millj- óna króna. „Það skiptir nú mestu máli að allir sluppu frá þessu óskaddaðir, því tækin eru jú bara spurning um peninga," sagði Sig- urður Jónsson skipstjóri að lokum. Ó.B. Rækjubáturinn Röst SK 17 fékk á sig brotsjó djúpt út af Húnaflóa í fyrrinótt N -------- Kolku- grunn Röst komst fyrir eigin vélarafli til Skagastrandar skömmu eftir hádegi í gær og bíður nú lags til að sigla fyrir Skaga til Sauðárkróks Bygging ráðhúss: Ekki er rétt að miða við kostnaðaráætlun frá 1987 •• segir Markús Orn Antonsson borgarsljóri Kostnaðaráætlanir vegna bygg- ingar ráðhúss við Tjörnina voru ræddar á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í fyrradag. Markús Orn Antonsson borgarstjóri svar- aði á fundinum fyrirspurnum frá borgarfulltrúum Nýs vettvangs. Hann lagði áherslu á að þær áætl- anir sem lagðar hefðu verið fram haustið 1987 um byggingu ráð- hússins hefðu verið lauslegt mat og því ekki rétt að miða við þær þegar verið væri að fjalla hve mikið ráðhúsbyggingin hefði farið fram úr kostnaðaráætlun. Hin eig- inlega áætlun um byggingarkostn- að ráðhússins hefði verið lögð fram í febrúar 1989. Davíð Odds- son, fyrrverandi borgarstjóri, benti á það á fundinum að í fram- kvæmdaáætlun borgarinnar frá 1988 kæmi fram að upphafleg áætlun við byggingu ráðhússins upp á 750 milljónir hefði verið lauslegt mat. I fyrirspurnum borgarfulltrúa Nýs vettvangs, sem borgarstjóri svaraði á fundinum sagði m.a. að fyrrver- andi borgarstjóri héldi því nú fram, að kostnaðaráætlun við ráðhúsið sem lögð var fram í borgarstjórn 1. októ- ber 1987 og hljóðaði upp á 750 millj- ónir, hefði verið „skot“ og við fram- lagningu hennar hefði mönnum verið gert Ijóst, að ekki ætti.að taka mark á henni. Fulltrúar Nýs vettvangs spurðu hvar þetta hefði komið fram í ræðu borgarstjóra 1. október 1987, er hann mælti fyrir tillögu í borgar- stjórn um að reist skyldi ráðhús. Markús Örn Antonsson, borgar- stjóri, svaraði fyrirspurnum borgar- fulltrúanna og sagði m.a.: „Borgar- stjórn samþykkti á fundi sínum hinn 1. október 1987 að byggja ráðhús fyrir Reykjavíkurborg á grundvelli teikningar, sem hlotið hafði 1. verð- laun í samkeppni um bygginguna. Þessi samþykkt var nauðsynleg for- senda fyrir hönnunai’vinnu og gerð áætlana um byggingarkostnað. Fyrr- verandi borgarstjóri lagði málið fyrir borgarstjórn með þeim hætti að ekki fór á milli mála að einvörðungu voru nefndar lauslegar ágiskanir um kostnað þegar reynt var að leggja mat á útfærslu verðlaunatillögunnar. I ræðum fyrrverandi borgarstjóra hefur síðan ítrekað komið fram, að eina eiginlega áætlunin um bygging- arkostnað ráðhússins var lögð fram í febrúar 1989.“ Guðrún Ágústsdóttir, varaborgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, gagn- íýndi meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn og sagði fyrrverandi borgarstjóra hafa blekkt Reyk- víkinga og sjálfan sig með kostnaðar- tölum um fáðhúsið. Hún sagði Davíð Oddsson ekki hafa gert neina fyrir- vara við það að bygging ráðhússins myndi kosta 750 milljónir, þegar hann talaði fyrir málinu í borgar- stjórn í október 1987, og ekki hefði verið minnst á það fyrr en löngu síðar að um „skottölur út í loftið" hefði verið að ræða. „Fólk í borginni er orðið mjög þreytt á því hvernig farið er með fé þess,“ sagði Guðrún og bætti því við að goðsagan um hina traustu fjár- málastjórn sjálfstæðismanna væri hrunin. Kristín Ólafsdóttir lagði á fundin- um fram bókun frá borgarfulltrúum Nýs vettvangs, þar sem sagði m.a. að í svari sem aðstoðarborgarverk- fræðingur lagði fyrir boi'garráð 24. september sl. hefði rangt verið farið með staðreyndir. í svari hans hefði komið fram að kostnaður í septemb- er 1987 hefði verið metinn út frá samkeppnistillögu sem var um 20% minni en síðar hefði orðið raunin. Hið rétta væri að ráðhúsbyggingin hefði minnkað um 22% frá því að kostnaðarmat var sagt 750 milljónir króna. í bókuninni sagði: „Ráðhúsævin- týri sjálfstæðismanna er enn ejtt dæmið um ábyrgðarlausa stjórnsýsiú meirihlutans í borgarstjóm Reykjavíkur. Perlan og ráðhúsið, framkvæmdir sem kosta a.m.k. helmingi meira af almannafé en áætlað var þegar ákveðið var að ráð- ast í þær, tala skýru máli um óviðun- andi fjármálastjórn sjálfstæðis- manna.“ Davíð Oddsson, fyrrverandi borg- arstjóri og núverandi forsætisráð- herra, mætti á fundinn og benti á að í framkvæmdaáætlun borgarinnar frá 1988 kæmi fram að upphafleg áætlun við byggingu ráðhússins upp á 750 milljónir hefði verið lauslegt mat sem þáverandi fuiltrúum minni- hlutans í borgarstjórn hefði verið. ljóst. í ræðu sinni sagði Davíð að fram- kvæmdir vinstri meirihlutans 1982 hefðu farið allrækilega fram úr áætl- un. Bláfjallaskálinn um 100% og úti- taflið við Lækjargötu hefði á nokkr- um mánuðum farið um 750% fram úr áætlun. Guðrún Ögmundsdóttir, varafull- trúi Kvennalista, lagði fram bókun á fundinum þar sem sagði m.a. að mikilvægt væri að endurskoða verk- áætlanir og verklok hvað lokafrá- gang viðviki til þess að fyrirbyggja og koma í veg fyrir enn meiri auka- kostnað en orðinn væri. „Kvenna- listakonur hafa lagt til að ef endur- skoðun bendir til þess að kostnaðar- lega hagkvæmara reynist að fresta áætluðum vígsludegi 14. apríl 1992, kl. 15.00 verði það gert.“ Oddi: Fulbright-stofnunin kynnir bandaríska háskóla í dag Fulbright-stofnunin stendur fyrir kynningu á bandarískum háskólum í Odda í dag og stendur hún frá kl. 13-16. Sérstaklega verða kynntir um 20 háskólar sem íslenskir námsmenn hafa sótt mikið síðustu ár og verða kynn- ingarfulltrúar eða fyrrum nem- endur frá flestum skólanna til að svara spurningum, auk þess sem kennsluskrár og aðrar upplýs- ingar munu liggja frammi. Full- trúi frá Lánasjóði íslenskra náms- manna verður á staðnum og svar- ar spurningum um úthlutunar- reglur sjóðsins. Á skrifstofu Fulbright-stofnun- arinnar er hægt að fá upplýsingar um flesta háskóla í Bandaríkjun- um, en þeir eru rúmlega 3.000 talsins. Grunnupplýsingar um bandaríska skóla, sem mikið hafa verið sóttir af íslendingum é Skóli lleildarfjöldi Staðsetning Skólagjöld í fyrri liluta náms nemenda skóla- (undergratuate) Umsóknarf restur árið ’89—’90 Háskólinn í Alabama (University of Alabama) Alabama 4.486$ á hvetju námsári 15. júní v/næsta skólaárs 18.347 Ríkisháskólinn í Arizona (Arizona State University) Arizona 6.546$ á hveiju námsári 15. júní v/næsta skólaárs 43.546 Sjúkranuddskólinn í Boulder (Boulder School of Massage Therapy)' Colorado Enginn augl. umsóknarfr. — Háskólinn í Colorado (University of Colorado — Boulder) Colorado 8.609$ á hveiju námsári 1. mars v/næsta skólaárs 24.364 Tækniháskólinn í Flórída (Florida Institute of Technology) Florida 8.865$ á hveiju námsári 1. júní v/næsta skólaárs 6.754 Tækniháskólinn í Georgíu (Georgia Institute of Technology) Georgia 6.064$ á hveiju námsári 1. febr. v/næsta skólaárs 12.090 Purdue háskólinn (Purdue University) Indiana 6.764$ á hveiju námsári 1. maí v/næsta skólaárs 35.817 Háskólinn í Iowa (University of Iowa) Iowa 6.220$ á hveiju námsári 15. apríl v/næsta skólaárs 28.884 Brooks ljósmyndaskólinn (Brooks Institute of Photography) Kalifornía 5.450$ á hveiju námsári Enginn augl. umsóknarfr. 621 Kvikmyndaskólinn í Kólumbíu (Columbia College — Hollywood) Kalifornía 4.500$ á hveiju námsári Enginn augl. umsóknarfr. 220 Háskólinn í Kaliforníu (Santa Barbara) University of California Kalifornía 7.567$ á hveiju námsári 30. nóv. v/næsta skólaárs 19.081 Háskólinn í S-Kaliforníu (University of Southern California) Kalifornía 13.446$ á hverju námsári 1. apríl v/næsta skólaárs 26.440 Boston háskólinn (Boston University) Massachusetts 15.215$ áhverju námsári 1. maí v/næsta skólaárs 24.762 Tækniháskólinn í Massachusetts (Massachusetts Institute of Technology) Massachusets 15.600$ á hveiju námsári 1. janúar v/næsta skólaárs 9.536 Háskólinn í Minnesota (Twin Cities) (University of Minnesota) Minnesota 5.703$ á hveiju námsári 1. apríl v/næsta skólaárs 58.569 Princeton háskólinn (Princeton University) New Jersey 15.440$ á hveiju námsári 2. janúar v/næsta skólaárs 6.294 Spartan flugtækniskóli (Spartan School of Aeronautics)' Oklahoma Enginn aug. umsóknarfr. — Háskólinn í Oregon (University of Oregon) Oregon ■ 5.697$ á hvet'ju námsári 15. apríl v/næsta skólaárs 17.818 Háskólinn í Virginíu (Virginia Commonwealth University) Virginia 6.699$ á hveiju námsári 1. apríl v/næsta skólaárs 21.391 Háskólinn í Wisconsin (Madison) (University of Wisconsin) I öllum skólunum er tekið inntökupróf í ensku, svokailað Toefl-próf. ' í þessum sérskólum eru skólagjöld byggð á heildarnámstímanum, en ekki eftir námsárum. Wisconsin 6.490$ á hveiju námsári 1. febr. v/næsta skólaárs 41.100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.