Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTOBER 1991 37 Krístín Magnúsdóttir Isafírði - Minning Fædd 22. ágúst 1898 Dáin 26. september 1991 Látin er á ísafirði tengdamóðir mín, Halldóra Kristín Magnúsdóttir. Foreldrar hennar voru hjónin Helga Tómasdóttir og Magnús Ólafsson prentsmiðjustjóri. Þau áttu heima í Sólgötu á ísafirði. Systkini Kristínar voru átta. Sys- turnar Lára, Sigrún og Elín eru látnar, en Arnþrúður býr á Isafirði. Bræðurnir Ólafur, Tómas og Hall- dór búa í Reykjavík, en Jónas á heima á ísafirQi. Æskuheimili Kristínar var rómað menningarheimili, þar sem bók- menntir og listir voru í hávegum hafðar. Leiklistin og sönglistin voru í öndvegi á heimilinu og með fjöl- skyldunni allri. Foreldrarnir og bömin og frændlið þeirra voru virk- ir þáttakendur í söng- og leiklist- arlífi ísafjarðar og víða um landið. Ísaíjörður við Skutulsfjörð var ekki aðeins afkastamikil verstöð á fyrri hluta aldarinnar og vettvangur pólitískra átka, heldur dafnaði þar einnig blómlegt menningarlíf, sem setti mark sitt svo eftirminnilega á félags- og listalíf annarra byggðar- iaga. Uppeldishættir æskuáranna eru mótandi fyrir manninn. Það leyndi sér ekki í framkomu og viðmóti Kristínar, hvers koanr uppeldi hún haðfi hlotið og hvernig það hafði samofist eðliskostum hennar, þar sem glaðværðin, góðvildin og hóg- værðin voru svo ríkir þættir. Krist- ín tók þátt í kórstarfí á ísafírði í hálfa öld. Hún söng í ísafjarðar- kirkju og Sunnukórnum, söngstjór- inn var móðurbróðir hennar, Jónas Tómasson tónskáld. A 90 ára af- mælinu söng Kristín enn með sínu fólki. Kristín Magnúsdóttir giftist árið 1923, Þórði Jóhannessyni, úrsmið og kaupmanni á ísafirði. Heimili þeirra stóð í Hafnarstræti 4, þangað var gott að koma, heimilið hið glæs- ilegasta og heimilshaldið í föstum skorðum og fjölskylduböndin traust. Kristín og Þórður eignuðust sex börn. Elstur er Högni, fyrrv. bankastjóri á ísafirði, kvæntur Kristrúnu Guðmundsdóttur, Hjördís íþróttakennari, gift Áma Guð- mundssyni á Laugarvatni, Anna bókavörður í Borgarnesi, gift Bjarna Bachmann, Helga póstfull- trúi í Reykjavík, var gift Hallgrími Njarðvík en þau skildu, Ólafur, hann lést fyrir einu ári, kvæntur Ragnhildi Guðmundsdóttur, Magn- ús nú búsettur í Noregi, býr með Maríu Jóhannsdóttur. Barnabömin eru 16 og barnabarnabörnin 23, sum þeirra eru búsett erlendis eða við nám þar. í Tungudal var annað heimili fjöl- skyldunnar. Þar byggðu þau Kristín og Þórður fallegt sumarhús, mitt í faðmi hinna bláu fjalla. Húsið þeirra í skóginum var umvafið blómskrúði og stóð í skjóli hávaxinna tijáa. Inni í skógi dvaldist Kristín sumar- langt, árum saman, meðan börnin voru enn ung. Þangað flutti fjöl- skyldan á vorin, en Þórður sótti vinnu sína í bæinn, en kom heim í þennan helgireit að loknu verki dag hvern. Systkinin minnast dvalarinn- ar í Tunguskógi með hlýhug og þakklæti og oft heyrði ég á Krist- ínu, ekki síst í seinni tíð, hvað hún átti góðar minningar úr Tungu- skógi. Eftir lát Þórðar 1979, bjó Kristín áfram í Hafnarstræti 4. Magnús sonur hennar og kona hans fluttu í húsið nokkru seinna. Á milli þeirra mæðginanna var einkar kært. Högni og Kristrún fylgdust vel með Kristínu, heimsóttu hana daglega, ! sátu hjá henni og ræddu við hana og veittu henni það öryggi sem gamalt fólk er í svo mikilli þörf fyrir. Frændfólkið lagði líka leið sína til ömmu sinnar, því Kristín var áfram húsmóðir á sínu heimili. Kristín var lengst af við góða heilsu, að öðru leyti en því, að sjón hennar dapraðist er á leið ævina. Nú seinast dvaldist Kristín til skipt- is hjá börnum sínum. Það kunni hún vel að meta og þar leið henni vel. Við Hjördís og Árni, nutum þess að fá að hafa Kristínu á heimili okkar á Laugarvatni um tíma. Hug- ur hennar var samt mjög mikið bundinn við ísafjörð og þangað lá leiðin aftur , fyrst heim til Högna og Kristrúnar, uns hún þurfti á sjúkrahúsvist að halda. Þar var Kristín í góðum höndum lækna og hjúkrunarfólks, sem verí er að þakka fyrir frábæra umönnun, en svo kom kallið nokkuð skyndilega. Við fráfall Kristínar Magnúsdótt- ur er mér éfst í huga söknuður og þakklæti fyrir samfylgdina og svo er með okkur öll sem þekktum hana, systkinin, börnin hennar, barnabörnin og frændfólkið allt og fjöldamarga samferðamenn. Laugardaginn 5. október verður Kristín Magnúsdóttir jarðsungin frá ísafjarðarkapellu og jarðsett við hlið eiginmanns síns, Þórðar Jó- hannssonar. Það er komið haust á Vestfjörð- um. Laufvindar þjóta um sviðið. Litadýrð birkiskógarins, reynitij- ánna og beijalyngsins í Tunguskógi er í algleymingi. Með hækkandi sól vaknar Tunguskógur á ný eftir vetrarsvefninn. Þannig er það með allt sem lifír, en hefur sofnað, það vaknar aftur og rís upp í fyllingu tímans. Guði sé þökk fyrir. Blessuð sé minning Kristínar Magnúsdóttur. Árni Guðmundsson í dag verður jarðsungin frá ísafirði amma okkar, Kristín Magn- úsdóttir. Við bræðurnir vorum það lánsamir að alast upp í sama húsi og amma og afí bjuggu í á Hafnar- stræti 4. Sjálfsagt hefur oft verið erfítt að hafa stjóm á íjórum athafnasöm- um drengjum sem oft og tíðum fóru hratt yfír. En amma hafði sérstakt lag á að ná athygli okkar og tókst á sinn hægláta hátt að kenna okkur umgengnisvenjur sem hún vildi í heiðri hafa í Hafnarstrætinu. Ávallt gaf amma sér tíma til að ræða við okkur, leiðbeina og að- stoða á sinn einstaka hátt og aldrei vorum við skammaðir. Margar góðar minningar eigum við frá því við bjuggum í Hafnar- strætinu. Þegar skólinn byijaði á haustin var það föst regla hjá okkur að’ koma við hjá ömmu í kaffifrímínút- um og fá hjá henni mjólk og kök- ur. Kæmi fyrir að við kæmum ekki á tilsettum tíma var ávallt spurt hvar við hefðum verið. í þessum kaffitímum hlustaði amma á það sem gerst hafði í skólanum og hafði gaman af. Hvort sem við vorum sjö eða sextán ára var farið til ömmu í kaffi. Á bolludaginn ár hvert var mikið að gera hjá foreldrum okkar sem ráku bakarí í Hafnarstræti. Bakað- ar voru bollur langt fram á nótt og auðvitað vildum við hjálpa til. Ut- haldið var að sjálfsögðu mismikið en amma fylgdist með öllu og færði drengina í rúmið er þeir lognuðust út af. Það veganesti sem amma gaf okkur mun fylgja okkur alla tíð. *Fyrir það viljum við þakka af alúð. Blessuð sé minning hennar. Guðmundur, Þórður, Gunnar Bjarni og Magnús Olafssynir Kristín Smma er látin, 93 ára gömul og södd lífdaga. Eftir situr ljúfsár minning liðinna æskudaga okkar, sem eru svo óijúfanlega tengdir henni. Segja má, að ekki hafi liðið sá dagur öll okkar barndóms- og ungl- ingsár, að við litum ekki inn hjá ömmu og afa í Hafnarstræti 4. Það tilheyrði lífsins gangi og þurfti ekki að skrifa í stundaskrána. Við, og önnur barnabörn hennar búsett á Isafirði, áttum okkar fasta pláss við eldhúsborðið hennar og fengum gjarnan „volgt-og-gott“ í kaffífrímínútum skólans, eða, það sem var ennþá betra, á frostköldum vetrum eftir ærsl og leiki dagsins var þar tekin af okkur skýrsla um „afreksverkin" þann daginn. Ömmu þótti leiðinlegt að skamm- ast. Henni lá betur við að veita fortölum og kunni gott lag á því að gera gott úr hlutunum. Henni lá aldrei vont orð til nokkurs manns og vissi ekkert verra en illmælgi og baktal. Vonandi hafa sifræðifyr- irlestrar ömmu komist til skila hjá okkur. Á leiðinni út frá henni, afþídd, mett og sæl, heimsóttum við afa á úrsmíðaverkstæðið á neðri hæðinni, horfðum á hann rýna í úrverkin stutta stund og meðtókum pistil dagsins um heiðarleika og dugnað í leik og starfí. Ef langt var um liðið skráði afí þá sentimetra á dyr- akarminn hjá sér, sem við höfðum bætt við okkur í hæðina frá því síðast var mælt. í hvert sinn er við fengum ein- kunnaspjöldin í skólanum var hlaupið með þau til yfirprófdómar- anna, ömmu og afa, sem grand- skoðuðu þau og gáfu sína munnlegu einkunn. Spjöldin voru einhvern veginn ekki fullgild án þeirra. Ekki bætti úr skák, að afí gaukaði alltaf að okkur aur í viðurkenningar- skyni, eða í sárabætur. Hjá ömmu var gríðarstórt háa- loft sem var vettvangur óteljandi ævintýraleikja og dagdrauma okk- ar. Um kjallarann var okkur minna gefíð. Þar var Svarta skonsa! Lítil, dimm kjallaradýlfíssa, til geymslu á óþekkum krökkum að því er okk- ur var sagt. Ekki minnumst við þess, að amma og afi hafí nokkurn tímann notað hana til þess arna. Ömmu var jafn illa við hana og okkur. En afi nefndi hana stundum á nafn þegar mikið lá við, og það var næg viðvörun. Við minnumst næturgistinga í ömmuholu og kvöldbænanna sem ætíð enduðu á því að syngja Ó, Jesú bróðir besti. Á þennan hátt tóku amma og afi virkan þátt í lífi okkar og upp- eldi. Fyrir það getum við aldrei fullþakkað þeim. Heimili ömmu var ekki bara mið- stöð okkar krakkanna. Það var í alfaraleið í hjarta bæjarins og þar litu margir inn daglega. Vinir, ætt- ingjar, börn og tengdabörn. Sjálf aðfangadagskvöldin voru ekki ekta í þá daga, nema með stórfjölskyld- unni heima hjá henni, með jóla- sveini, gjafaflóði og sulli, eins og afi kallaði gosdrykkina. Sumarheimili ömmu og afa á þeim árum, Þrastarlundur í Tungu- skógi, var okkur ekki síðri sælureit- ur. Bestu stundir æsku okkar eni tengdar skóginum og sumarlangri dvöl þar. Við minnumst fijálsræðis- ins, sólarinnar, Ieynistíga kjarr- skógarins, rifsbeijanna í garðinum, afa með gráa hattinn sinn og ömmu — fasta punktinum í tilverunni — með nýbakaðan pönnukökustafl- ann. Er við hleyptum heimdra ganum hélt amma áfram að fylgjas t með okkur af sama áhuganum og áður. 1 heimsóknum til Isafjarð- ar var fyrsti viðkomustaður okkar alltaf hjá henni og hún var síðust kvödd er haldið var á braut. Börnunum okkar auðnaðist að kynnast ömmu lang, eins og þau kölluðu hana, og orna þau sér nú við hlýjar minhingar um hana og nammiskápinn hennar í borðstof- unni. Við þökkum ömmu alla hennar elsku og umburðarlyndi á liðnum árum. Blessuð sé minning hennar. Hörður, Þórður, Kristín og Guðmundur Látin er á ísafirði, Halldóra Kristín Magnúsdóttir í hárri elli 93 ára að aldri. Kristín eins og hún var jafnan nefnd í daglegu tali, fæddist á ísafirði 22. ágúst 1889. Ilún var dóttir hjónanna, Helgu Tómasdótt- ur frá Hróarsstöðum í Fnjóskárdal og Magnúsar Ólafssonar prentara frá Selakirkjubóli í Önundarfírði. Kristín var elst níu systkina. Eftir lifa, Ólafur, Arnþrúður, Halldór, Tómas og Jónas. Lára, Sigrún og Elín eru látnar. Heimili þeirra Helgu og Magnús- ar var mikið menningarheimili. Þar voru leiklist og söngur í hávegum höfð, enda hjónin virkir þátttakend- ur í söng og leiklistarlífí á ísafirði. Isfírðingar muna hjónin, Helgu og Magnús þegar leiklsit og söngur eru annars vegar, slíkt var framlag þeirra til þessara listgreina í bæjar- lífínu á ísafirði. Menn muna einnig Sigrúnu Magnúsdóttur leikkonu, systur Kristínar, sem markaði spor í sögu leiklistar á íslandi. Kristín ólst upp með systkinunum átta, það kom í hlut elstu systurinn- ar að gæta þeirra og vernda ásamt foreldrunum og það gerði hún svo sannarlega af þeirr alúð sem henni einni var lagið. Hún vann lengi við verslunar- störf hjá móðurbróður sínum Jónasi Tómassyni, söngstjóra og tón- skáldi. Á nútímamáli væri sagt að hún hefði verið sá starfskraftur sme yfirmenn óskuðu sér helstan að hafa í sinni þjónustu, samviskusöm, dugleg og afburða greind. Kristín giftist 4. ágúst 1923, Þórði Jóhannsyni úrsmíðameistara ættuðum frá Eiðshúsum í Mikkla- holtshreppi. Þau eignuðust 6 börn: Högna frv. bankaútibússtjóra, kvæntur Kristrúnu Guðmundsdótt- ur' hjúkrunarfræðingi, Hjördísi, íþróttakennara, gift Árna Guð- mundssyni skólastjóra, Önnu hús- móður, gift Bjarna Bachmann kennara og fyrrverandi safnverði, Helgu póstfulltrúa, Ólaf tollvörð, látinn 10. okt. 1990 giftur þeirri sem þetta skrifar, Magnús úrsmið sambýliskona María Jóhannsdóttir. Barnabörnin eru 16 og barnabarna- börnin 26. Kristín og Þórður bjuggu allan sinn búskap á ísafirði. í mikið var ráðist þegar þau byggðu Hafnar- stræti 4. Þar réði, mikill dugnaður, fyrirhyggja og myndarskapur sem fylgdi þeim og öllum þeirra verkum, Birna Torfadóttir lést 24. sept- ember sl. langt um aldur fram eftir erfiða baráttu við alvarlegan sjúk- dóm. Mig langar til að kveðja þessa sómakonu sem barðist svo hetju- lega, með svo mikilli stillingu og æðruleysi að aðdáunai-vert er. Ég kynntist Biddu er hún hóf störf í Svansprenti, þá hafði hún þegar farið í eina erfiða aðgerð. Það var liður í hennar baráttu að fara út á vinnumarkaðinn, hafa eitthvað fyrir stafni, sagði hún, þar sem börnin tvö voru nú uppkomin og farið að róast á heimilinu. Hún sagðist vera hálf kvíðin að takast á við þessa vinnu vegna þess að hún væri búin að vera heimavinnandi í næstum alla tíð, enda hjónin samhent og störfin léku í höndum þeirra. I Hafnarstræti 4 rak Þórður úra- og skartgripaverslun til dauðadags. Hann andaðist 13. des 1979. Þórður Jóhannsson var mikill hagleiksmaður. Árið 1934 hóf hann að byggja sumarbústað í Tungu- skógi við ísafjörð og gaf hann sinni ektakvinnu í afmælisgjöf árið 1936. Sumarbústaðurinn í Tunguskógi var griðastaður fjölskyldunnar og Kristínu ákaflega kær. Allir voru þangað velkomnir og þar var hlúð að gróðri og öllu lífi. Þar dvöldu þau með barnahópinn sinn á sumrin þegar börnin voru lítil. Þar dvöldu þau einnig þegar börnin fullorðnuðust og við hópinn bættust, tengdabörn og barnabörn, alltaf var nóg pláss hvergi þrengdi að slíkt var hjartarúm þeirra beggja. Mikill fengur er af slíkum konum sem Kristínu. Ilennar andlegu verð- mæti voru slík. Hún var alltaf söm og jöfn hvað sem á dundi æðrulaus og sterk. Alltaf tilbúin til að hlusta, gefa góð ráð miðla fróðleik varpaði birtu á allt og alla sem í kringum hana voru með tilveru sinni. Hún var félagsmálamanneskja og tók mikinn þátt í félagslífínu á ísafírði. Starfaði um árabil í Góð- templarareglunni var félagi í kven- félaginu Hlíf og sat þar í stjórn. Söng í kirkjukórnum um 25 ára skeið og Sunnukórnum jafnlengi. Þjóðmálin voru henni ofarlega í huga og var hún þar vel heima. Málefni sem viðkomu ísafirði lét hún ekki fram hjá sér fara, enda ísafjörður hennar staður. Þar dvaldi hún ævina alla utan tveggja ára er hún dvaldi með foreldrum sínum í Reykjavík og líkaði vistin þar ekki sérlega vel. Nú þegar Kristín tengdamóðir mín er öll, hlýt ég að setjast niður og draga fram sjóð minninganna. Ógleymanleg verður mér sú stund, er ég í fyrsta sinn kom í hús tengdaforeldra minna. Þar mætti ég fríðri konu og léttri á færi með svo falleg brún augu að mér fannst þau vera sem stjörnur og vörpuðu frá sér birtu, birtu sem ég mun lengi muna. Okkar leiðir lágu saman og þar bar aldrei skugga á. í 10 ár voru heimili okkar í sama húsi. Gott var að hafa hana sér við hlið þegar drengirnir okkar Óla (eins og hún nefndi þá jafnan) fæddust hver af öðrum. Saman unnum við ýmis heimiiis- störf. Við störfín urðu oft miklar umræður um hvað eina og víða komið við, hún veitandi og ég þiggj- andi. Stundum kom fyrir að við þurflum að fletta upp í bókum í heimilisbókasafninu, svo sem Arn- ardalsættinni, og lentum því stund- um í tímaþröng. Dægurþras og rígur voru ekki í hennar lífsmynstri, hún var yfír það hafin. Gott var að halda í höndina henanr styrku síðastliðið haust. Hún var veitandi og ég þiggjandi sem fyrr. Hafí mín kæra tengdamóðir þökk fyrir samfylgdina á vegferð lífsins. Ragnhildur Guðmundsdóttir tuttugu ár. En Bidda mín þurfti ekki að vera neitt kvíðin því hún hafði svo góða verkkunnáttu og skipulag til allra hluta að við sem fyrir vorum lærðum mikið af henni. Ég vil þakka forsjóninni fyrir að fá að kynnast Biddu og vera henni samferða síðustu árin þvi hún gaf mér svo mikið sem gefur lífínu skilning og gildi. Nú er hennar baráttu lokið og loksins hefur hún öðiast frið. Elsku Ásgeir, Hrund og Ásgeir Nikulás, rnegi algóður Guð styrkja ýkkur í sorg ykkar. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sirrý Minning: Birna, Torfadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.