Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 31
0s 31 <<!>•:: 8r.iiora-> írja'í.ajEí.ííTf.! tdnííjactiKMOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991 Afmæliskveðja: Jóhann Hermannsson skattsljóri, Húsavík Jóhann Hermannsson, skattstjóri þeirra Þingeyinga, stendur nú á sjötugu og er kominn í endastöð starfsaldurs hjá ríkinu. Hver sá sem hefur kynni af Jóhanni sannfærist um að maðurinn er ekki ellimóður og líklegur tii að taka eina „rúb- ertu“ í viðbót. Verður hann áfram einskonar „grand old man“ í sinni skattstofu, til að tryggja henni líf- daga eða velur hann þann kostinn að taka sprettinn á nýjum vett- vangi. Þetta er óskrifað blað á þess- ari stundu. Eitt er þó ljóst að Jó- hann er ekki sestur í helgan stein. Starfsævi Jóhanns má í stórum dráttum skipta í tvo hluta eða tvö „game“, eins og bridsspilarar myndu orða það. I báðum hálfleikj- um reyndist hann dijúgur „sagna- maður“ og glöggskyggn á hvað bjó í „blindum". Störf hans hafa verið gæfusöm og maðurinn verið ótrú- lega fljótur að átta sig á aðstæðum í tilvikum líðandi stundar. Sá sem þessar línur ritar var samferðamaður Jóhanns um árabil í bæjarmálum Húsavíkur og átti sinn þátt í því að snuða í gegnum kerfið skattstofu á Húsavík. Svo höguðu atvikin því að ég réðst til Húsavíkur sem bæjarstjóri á útmánuðum 1958. Þannig hagaði til, að vegna uppsagnarfrests á fyrra starfi, gat ég ekki komið til starfa, þegar eftir ráðningu mína. Það kom í hlut Jóhanns Hermanns- sonar að gegna starfi bæjarstjóra um nokkurra vikna skeið. Eg tók því við starfi mínu úr hendi Jó- hanns og naut leiðsagnar hans um fyrstu sporin í nýju starfi. Jóhann hafði setið í bæjarstjórn Húsavíkur frá upphafi bæjarstjóm- ar 1950, og var því vel sjóaður á þessum vettvangi. Hann sat í bæj- arstjórn og gegndi m.a. forseta- störfum þau tvö kjörtímabil, sem ég var bæjarstjóri á Húsavík. Öll árin átti hann sæti í bæjarráði. Samstarf okkar var því mjög náið á mörgum sviðum. Jóhann er afburðagóður bókari „gerðra hluta“ á fundum. Jafnframt reyndist hann glöggskyggn á leiðir til lausnar á málum, sem voru í senn ásættanleg- ar og tryggðu málefnum fullt gengi. Þekking hans var yfirgripsmikil á mönnum og málefnum, bæði heima fyrir og í kerfinu. Málafylgja hans var í senn rökvís og háttvís og þann- ig sett fram að hún náði athygli þeirra er við var skipt. Það tók nokkur ár að rýmkun landhelginnar, með lokun fjarða og flóa fyrir Norðurlandi, sýndi ávöxt í mannlífinu við Skjálfandaflóa. Hópur framsækinna manna sætti sig ekki við þau álög að róa ekki til fískjar fyrr en snjórinn var farinn úr Dagmálaláginni. Þessi hópur knúði á um stofnun Utgerðarfélags Húsavíkur og útgerð „Hagbarðs“ til vetrarróðra frá Húsavík. Þetta gaf tóninn. Margir sneru heim á ný, eða hættu vertíðarferðum og réðust í heiisárs útgerð frá Húsavík. Sá er nú stendur á sjötugu var fyrir þessum hópi. Það var þeirra verk að haldið var úti vetrarútgerð frá Húsavík, þegar enginn hafði trú á heilsársútgerð. Þetta átti eftir að valda byltingu í atvinnulífinu á Húsavík. Það var 1958, sem byltingin hófst. Fiskiðjusamlagið gekk allt árið og gat á einu ári rétt við öfug- an höfuðstól, eftir mörg samdrátt- arár. Atvinnulífið lifnaði við á heim- aslóð. Margir leituðu eftir búsetu á Húsavík. Kaupstaður utan þjóðbrautar komst á landakortið, sem einn mesti framfarabær landsins. Húsavík skaust fram úr hliðstæðum bæjum um fólksfjölgun á þessum árum. I hönd fór átakatími, sem að sjálfsögðu setti svip sinn á bæjar- málin, sem og önnur málefni samfé- lagsins. Spurning var hvort Húsa- vík ætti að notfæra sér uppsveifluna í atvinnulífinu, einnig í bæjarmálun- um. Hér þurfti forystu, sem væri órög við að taka á málum og nýtti sér þá möguleika, sem góðærið bauð upp á. Það kom í hlut minn, sem bæjar- stjóra, að leiða þetta starf, en ég naut til þess margra góðra liðs- manna sem voru reiðubúnir að taka á sig óvinsældir, sem fylgja nýjum starfsháttum. Einn þeiiTa manna sem fastast stóð í þessari baráttu var Jóhann Hermannsson, sem nú stendur á sjötugu. Fleiri nöfn mætti nefna. Hér skal ekki rakinn gullaldarþátt- urinn í sögu Húsavíkur. Það læt ég eftir öðrum, sem nú fást við að færa sögu Húsavíkur í letur. Þá er það síðara „geimið" hjá Jóhanni vini mínum. Svo varð úr að Jóhann annaðist störf fyrir skatt- anefnd Húsavíkur í umboði mínu, sem fonnanns skattanefndar. Smátt og smátt jukust þessi störf. Iðulega var hann kallaður til starfa á skattstofunni á Akureyri og fyrir kom að hann vann störf á vegum skattstofanna syðra. Með afnámi skattanefndakerfís- ins varð Jóhann Hermannsson um- boðsmaður skattstjóra á Ilúsavík. Hann flutti skattstarfsemina á neðri hæð íbúðarhúss síns við Lauga- brekku. Skattstjórinn á Akureyri fól honum skattamálin í hreppum Þingeyjai-sýslu, austan Ljósavatns- skarðs. Öll þessi störf vann hann í umboði og undir bréfhaus 'skatt- stjórans á Akureyri. Með mikilli elju og færni í starfi urðu verkefni Jóhanns æ fleiri þeg- ar tímar liðu fram. Starf hans varð í raun sjálfstætt, þar sem hann réð yfrir aðstoðarfólki. Skrifstofan á Húsavík hefur öðlast sérþekkingu á bændaframtölum og framtölum minni útgerðaraðila. Jóhann hefur lagt sál sína í þetla starf. Það er leitt til þess að hugsa, ef aldurshámark Jóhanns verður notað sem skálkaskjól til að veita þessari starfsemi á Húsavík náðar- höggið. Þar sem málið var mér tengt í upphafí taldi ég mér skylt að benda þáverandi bæjarstjóm á Húsavík á leiðir til að tryggja fram- tíð skattadeildarinnar á Húsavík. Þau ráð voru ekki þegin. Við þennan leiðarstein vil ég þakka þeim Jóhanni og Guðrúnu mér mjög dýrmæt kynni. Eg minn- ist góðra stunda heima í „GarðUr" Askell Einarsson L - INNRETTING Plan hvítl: 84.115,- stgr. Hvítt m/kciki: 99.892,- stgr. 118.910,- U-INNRÉTTING Plan livílt: 118.910,- stgr. Hvítt m/beiki: 152.125,-stgr. FATASKAPUR 100 x 210 x 60 cm. Tvískiptur m/hattahillu, fatahengi og þremur hillum. MlLH 1 LAluGARl). KL líi-Lt fl. KL 13-17 VID BJÓÐUM ALLTAF BETRA DG BETRA VERD V ið svöruns satnkopiinisaNihnn okkar i>g bjóilmn vkkur. ágíylii vtMipUvinir. bctra vrrð á Iv\ IK innréttsnguin. Þjniiustan í ömlvegi nirð raögjiil' íaginanna innanlnis'sarkiti'kta Muniö ..lii-iitlarlaiiMiina' GÓÐ GREIÐSLUKJÖR - STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI m BÆJAUHRAUNI 8 HAFNARFIRDI - SÍMI 651499

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.