Morgunblaðið - 10.10.1991, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 10.10.1991, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1991 Morgunblaðið/KGA Hópur 12 ára nemenda afhenti Kára Arnórssyni blómvönd í tilefni afmælis Fossvogsskóla. Fossvogsskóli 20 ára MIKIÐ var um dýrðir í Fossvogs- skóla í gær er nemendur, kennarar og foreldrar héldu upp á 20 ára af- mæli skólans. Dagurinn byijaði á skrúðgöngu um Fossvogshverfið, sem leið þó fyrir úrhellisrigningu í gærmorgun. Boðið var upp á tertur í tilefni dagsins og elztu nemendurn- ir afhentu skólastjóra Fossvogsskóla, Kára Arnórssyni, blómvönd á þessum tímamótum. Gengið var fylktu vogshverfið. um Foss- VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 10. OKTÓBER YFIRLIT: Um 400 km vestur af Reykjanesi er vaxandi 990 mb lægð á leið norðaustur en hæðarhryggur milli fslands og Skotlands þok- ast suðaustur. SPÁ: Suðvestankaldi og skúrir vestanlands, en sunnanstrekkingur eða hvassviðri og rigning austast á landinu. Síðdegis styttir upp og léttir síðan smám saman til austanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Suðvestlæg eða breyti- leg átt. Skúrir víða um land, einkum þó á sunnan- og vestanverðu landinu. Hiti verður á bilinu 4-9 stig að deginum. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TÁKN: Heiðskirt LéttskýjaS Hálfskýjaö Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * f * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * ■J 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur [T Þrumuveður / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hKf veður Akureyri 6 alskýjað Reykjavík 6 rígning Bergen 13 skýjað Helsinki 11 þoka Kaupmannahöfn 16 hálfskýjað Narssarssuaq 4 rigning Nuuk 1 slydda Ósló 11 þokumóða Stokkhólmur 17 þokumóða Þórshöfn 7 skýjað Algarve 17 háifskýjað Amsterdam 14 þokumóða Barcelona 23 þokumóða Berlín 21 léttskýjað Chlcago 11 téttskýjað Feneyjar 18 léttskýjað Frankfurt 13 þokumóða Glasgow 12 skýjað Hamborg vantar London 16 mistur Los Angeles 16 þoka Lúxemborg 16 léttskýjað Madríd 13 súld Malaga 16 rigning Mallorca 26 hálfskýjað Montreal 9 hátfskýjað NewYork 12 léttskýjað Orlando 21 alskýjað París 14 alskýjað Madeira 19 skúr á s. ktst. Róm 24 léttskýjað Vfn 14 skýjað Washlngton 10 skýjað Winnipeg 4 léttskýjað Framboðið á þrem- ur fiskmörkuð- um 28 tonn í gær „Er að verða sjálfhætt hjá óháðum verkendum,” segir Sigurður Garðars- son, fiskverkandi í Vogum „EINS og ástandið er á fiskmörkuðunum verður brátt sjálfhætt hjá óháðum fiskverkendum. Aflamiðlun eða útvegsmenn senda útlendingum fiskinn, það, sem þeir telja hæfilegt vegna verðsins, en síðan má restin fara inn á fiskmarkaðina,” sagði Sigurður Garðarsson, fiskverkandi í Vogunum, í samtali við Morgunblaðið. Sigurður er með 25 manns í vinnu og til að verða sér úti um hráefni fór hann í gærmorgun á þtjá markaði á suðvestursvæðinu, fiskmarkaðina í Þorlákshöfn og Hafnarfírði og á Faxamarkað. „Á þessum þremur mörkuðum voru boðin upp samtals rúmlega 28 tonn, 14 tonn á Faxamarkaði, 12 í Þorlákshöfn og 2,4 tonn í Hafnarfirði. Um þetta bitust 50-60 kaupendur en á sama tíma var verið að fylla sex eða sjö gáma fyrir utan Faxamarkað. Það fara 13-15 tonn í gáminn þannig að þetta hafa verið um 90 tonn. Vinn- an er bara send til Hull °S Grimsby. Hugsanlega hafa ein- hverjir náð í fisk, sem dugir í hálf- an dag, en það, sem kom í minn hlut, voru 96 kíló. Þau komust fyrir í tveimur plastpokum,” sagði Sigurður. Sigurður sagði, að ástandið á mörkuðunum í gærmorgun hefði ekki verið neitt einsdæmi og stað- an hjá mörgum óháðum fiskverk- endum þannig, að brátt yrði sjálf- hætt. Fiskverkunarfólkið sæti heima heilu og hálfu dagana og hjá mörgum hefði ekkert verið unnið þessa vikuna. Ingi Ú. Magnússon Sigurður Skarphéðinsson Nýr gatnamálastj ó r i ráðinn BORGARRÁÐ hefur samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum. að ráða Sigurð Skarphéðinsson aðstoðargatnamálasljóra í stöðu gatnamálastjóra frá og með næstu áramótum í stað Inga Ú. Magn- ússonar gatnamálastjóra, sem óskað hefur eftir að láta af emb- ætti vegna aldurs. A fundi borgarráðs kom fram tillaga frá minnihluta um að stað- an yrði auglýst laus til umsóknar. Tillagan var felld en jafnframt samþykkt að auglýsa stöðu yfír- verkfræðings við hönnunardeild gatnamálastjóra lausa til umsókn- ar. Sjávarútvegsráðherra: Hlutafélag um rekst- ur Síldarverksmiðja ríkisins um áramót STEFNT er að stofnun hlutafélags um rekstur Síldarverksmiðja ríkis- ins um næstu áramót. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra kynnti frumvarp þessa efnis í ríkisstjórninni á þriðjudag. Þorsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið að undirbúningurinn að þessu máli hefði verið unninn af nefnd skipaðri fulltrúum þriggja ráðuneyta og nú lægi lagafrumvarp þessa efnis fyrir. „Það er stefnt að því að hægt verði að stofna hlutafé- lag um rekstur Síldarverksmiðjanna um næstu áramót,” sagði sjávarút- vegsráðherra. Sjávarútvegsráðherra gerði ríkis- stjórninni jafnframt grein fyrir stöðu á endurskipulagningu á stjórnsýslu í sjávarútveginum. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið. að - þsec-breytingar- sem -}>ar- væru helstar í farvatninu væru að ýmis veigamikil verkefni væru tekin út úr sjávarútvegsráðuneytinu og sett á lægra stjórnsýslustig. Réttar- öryggi yrði tryggt betur en áður, þar sem ekki yrðu sömu aðilar sem úthluta réttindum og hafa eftirlit með þeim og úrskurða síðan í ágreiningsefnum. „Við erum nú að hefja viðræður við Fiskifélagið um hugsanlegt samstarf um þessar breytingar, sern varða framkvæmd á úthlutun veiði- Ieyfa, veiðieftirlit, aflaskýrslur og Ríkismat sjávarafurða,” sagði sjáv- -arútvegsráiðherrar------------

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.