Morgunblaðið - 30.10.1991, Page 5

Morgunblaðið - 30.10.1991, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1991 5 Sjóslysið við Hornafjörð Lífsviljinn hélt okkur gangandi - segir Guðni Valþórsson „EG VAR staddur stjórnborösmegin í brúnni, við hlið stýrimanns- ins, er brotið reið yfir bátinn,” segir Guðni Valþórsson einn af pilt- unum fimm sem björguðust giftusamlega þegar skólaskipið Mímir fórst við Hornafjarðarós í fyrradag. „Við vorum á leiðinni í land og komnir til móts við Suðurfjörutanga er við sáum stórt brot hell- ast yfir okkur. Allt varð skyndilega myrkt og það liðu einar tíu mínútur þar til við sáum ljósglætu aftur. Ég held það hafi verið lífsviljinn sem hélt okkur gangandi allan tímann.” í máli Guðna kemur fram að strax eftir að brotið reið yfir hafi þeir piltarnir í stýrishúsinu athugað hvort ekki væru allir heilir og síðan farið að huga að því að koma sér frá þorði. „Eftir að báturinn fór að rétta sig af aftur var ég þriðji maðurinn út úr stýrishúsinu, einn okkar fór að taka til björgunar- hring en við tveir fórum að blása upp gúmbjörgunarbátinn. Okkur tókst að blása bátinn upp en ekki að halda honum við skipshlið í öldu- rótinu og hann flaut í burtu. Þá var ekki annað eftir en að synda í land.” Guðni segir að þótt þeir hafi verið skammt frá landi hafi tekið nokkurn tíma að koma sér í gegn- um brimgarðinn. „Við fleyttum okkur áfram á öldunum í gegnum brimið og ég var svo heppinn að lenda á öldu sem skolaði mér alla leið í land.” Aðspurður segir Guðni að þeir piltarnir hafí verið tiltölulega róleg- Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Oskar Sigurðsson. arvesti hefði þessi saga fengið ann- an endi,” segir Óskar. ir allan tímann meðan á þessu stóð en kannski strekktir og æstir innra með sér. „Um leið og ég komst í land fór ég að huga að hinum pilt- unum og þegar ég sá að við höfðum allir komist á þurrt var ekki um annað að ræða en bíða rólegur eft- ir björgunarmönnunum, en þá dreif að skömmu síðar,” segir hann. Guðni hefur ekki mikla reynslu af sjó en segir að hann hafi áður farið í stutta túra að degi til í góðu veðri og einu sinni sigldi hann til Eyja með Herjólfi. Hann stundar nú nám í grunnskólanum á Höfn og reiknar með að ljúka honum í vor. Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Guðni Valþórsson. Bj örgunarbátnum hvolfdi yfir okkur - segir Óskar Sigurðsson „ÉG STÓÐ í dyrunum á stýrishúsinu er brotið reið yfir bátinn og hvolfdi honum. Við það skolaðist ég inn í stýrishúsið sem fylltist af sjó,” segir Óskar Sigurðsson, einn af piltunum fimm sem björgð- ust úr sjóslysinu við Höfn í Hornafirði. „Við komumst út á dekk þegar báturinn fór að rétta sig við en þegar við gátum losað björg- unarbátinn hvolfdi honum yfir okkur og við misstum hann frá okk- Óskar segir að eftir að björgun- arbátinn rak frá þeim hafi hann reynt að busla í sjónum og hugsað um að halda sér á floti. "Kuldinn var svo mikill að ég dofnaði eftir stutta stund,” segir Óskar. „Síðan gerðist það að mig rak upp í fjör- una en þá var ég orðinn svo lerkað- ur að ég gat ekki hreyft mig. Ég var mjög feginn að sjá svo björgun- armennina koma í fjöruborðið.” í máli Óskars kemur fram að hann hafi verið í björgunarvesti, eins og hinir piltarnir, og það hafi bjargað lífi hans. „Ég er viss um að ef ég hefði ekki verið í björgun- Mímir RE-3 sem fórst við Hornafjarðarósi í fyrradag var 15 lesta plastbátur, smíðaður á Skagaströnd árið 1985. Báturinn var frá upphafi í eigu sjávarútvegsráðuneytisins og skrásettur í Reykja- vík. Var notaður við sjóvinnukennslu víðsvegar um landið. Hann kom til Hafnar fyrir seinustu helgi. Vífilfell hf.: Páll Kr. Pálsson ráð- inn framkvæmdastjóri PÁLL Kr. Pálsson, forsljóri Iðn- tæknistofnunar, hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri Verk- smiðjunnar Vífilfells hf. Tekur hann við starfinu af Símoni Á. Gunnarssyni, endurskoðanda, sem hefur gegnt því frá 1. ágúst sl. Hefur Símon þegar látið af störfum. Pétur Björnsson forstjóri Vífilfells sagði í samtali við Morgunblaðið að Símon hefði aðeins verið ráðinn til bráðabirgða þegar Lýður Friðjóns- son, fyrrv. framkvæmdastjóri, hélt til starfa í Noregi til að vinna að markaðsmálum fyrir Coca Cola á Norðurlöndum, og hafi Símoni verið ætlað að brúa bilið þar til Páll tæki við. „Símon hætti þegar Páll gat gefið vilyrði um að taka við starfinu. Páll er að taka við þessu til frambúðar. Símon hefur í mörg herrans ár verið endurskoðandi okkar og kom þess vegna inn í þessu millibilsástandi,” Páll Kr. Pálsson. sagði Pétur. Símon sagðist ekkert hafa um þetta mál að segja þegar Morgun- blaðið hafði samband við hann í gær. Kirkjuþing: Ríkistjómin hvött til að stöðva búseturöskun Á KIRKJUÞINGI í gær hófust seinni umræður mála, sem jafnframt er sú síðasta. Nefndir kirkjuþings skiluðu áliti sínu á ýmsum málum og er umræðum þeirra því lokið. Meðal mála sem samþykkt voru í gær var álit allsherjarnefndar kirkju- þings um þingsályktunartillögu um könnun á ástæðum sjálfsvíga meðal ungmenna. í nefndaráliti segir að kirkjuþing beini þeim tilmælum til kirkjuráðs að leita samvinnu við vætanlega nefnd Alþingis, jafnframt því sem stofnanir og starfsmenn kirkjunnar eru hvött til að veita þeim sem eiga sárt um að binda vegna sjálfsvíga, ráðgjöf og stuðning eftir öllum tiltækum leiðum. í nefndaráiiti allsheijarnefndar um þingsályktunartillögu varðandi kirkjuskjól sem samþykkt var, segir að söfnuðir séu hvattir til að opna kirkjuskjól. Einnig var samþykkt þingsá- lyktunartillöga um að hvetja ríkis- stjóni íslands að stöðva þá búsetu- röskun sem átt hefur sér stað í land- inu. í greinargerð tillögunnar segir m.a. að fámenn byggðarlög eigi það skilið að kirkjuþing skori á ríkis- stjórnina að hið harða peningasjón- armið verði ekki látið ráða byggða- stefnu þessa lands. Vióbólar saeti____ til Kanaríeyja um jolin og í janúar á ótrúlegu verði Jólaferð 19. des.................2 vikur 60 viðbótarsæti 2. janúar.......................3 vikur 38 viðbótarsæti 9. janúar 3 vikur..........uppselt 23. janúar 3 vikur......12 sæti laus Brottfarir ífebrúar og mars.laus sæti Verð frá kr. 39.800,- Hjón með 2 börn, 2-11 ára, Playa Flor, 2. janúar. Verð frá kr. 56.900,- Hjón með 2 born, 2-11 ára. PÍaya Flor, 19. desember. 'Verð innifelur flug, gistingu, ferðir til og frá flugvelli erlendis og islenska fararstjórn. Ekki er innifalinn flugvallarskatt- ur á íslandi og á Spáni og forfallagjald. Verð frá kr. HHBflMIBSTflSIN 72.200,- Tveir í ibúð, 19. desember. AUSTURSTRÆT117,101REYKJAVÍK. SÍMI: (91)622011 & 622200 33S9SSSÍS3S

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.