Morgunblaðið - 30.10.1991, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1991
Harðsótt glíma dr. Benjamíns
Bækur
Björn Bjarnason
Hér og nú. Höfundur: Benjamín
H.J. Eiríksson. Útgefandi: Höf-
undur. 429 blaðsíður, með nafn-
askrá.
Morgunblaðið/Sverrir
Þorbergur Halldórsson í verslun sinni G 15 Gullsmiðja og Gallerí.
Gullsmiðja og gallerí
undir sama þaki
ÞORBERGUR Halldórsson, gullsmiður, hefur opnað G 15 Gullsmiðja
og Gallerí að Skólavörðustíg 15. í gullsmiðjunni sameinast verk-
stæði og verslun, þar sem áhersla er lögð á hönnun og sérsmíðaða
muni. Auk þess smíðar Þorbergur fálkaorðuna.
Þorbergur hóf nám árið 1979 hja
Óskari Kjartanssyni guilsmið á gull-
smíðaverkstæði Kjartans Ásmunds-
sonar. Árið 1984 fór hann í nám í
Schuola Lorenzo di Medici í Flórens
á Ítalíu og árið 1989 hóf hann nám
í Gullsmíðaháskólanum í Kaup-
mannahöfn og útskrifaðist þaðan
síðastliðið vor. Vorið 1990 hlaut
hann Kunsthandværkerprisen, sem
veitt er af Danadrottningu. Síðustu
tvö ár hefur Þorbergur séð um
smíði Fálkaorðunnar.
„Ég ætla að bjóða upp á sér-
smíði, en það er mikill grundvöllur
fyrir því hér. Ég hef ákveðið að
binda mig ekki við neinn einn
ákveðinn stíl, en ég hef bæði gaman
að klassískum stíl og nútíma hönn-
un. Það gefur manni líka skemmti-
lega breidd,” segir Þorbergur.
I galleríinu verður áhersla lögð
á sýningar á verkum og hönnun
gullsmiða, en jafnframt verða í boði
sýningar sem tengjast öðrum hönn-
unar- og listgreinum t.d. grafískri
hönnun, ljósmyndun og arkitektúr.
G 15 Gullsmiðja og Gallerí verður
opið alla virka daga frá kl. 10-18.30
og laugardaga kl. 10-16 fram að
jólum.
Allir sem betjast fyrir einhveij-
um málstað sem þeim er kær eða
taka þátt í opinberu lífi komast
fljótt að raun um að oft er erfitt
að tryggja framgang sannleikans.
Lítið nýlegt dæmi má nefna, þar
sem lygi eða hálfsannleikur hefur
verið á sveimi í fjölmiðlum. í
Reylq'avíkurblöðunum hafa und-
anfarna daga birst frásagnir af
kjöri formanns utanríkisnefndar
Alþingis, sem hafa gefið til kynna,
að eitthvað óeðlilegt hafi verið við
það, að sjálfstæðismenn í nefnd-
inni stungu ekki upp á Eyjólfi
Konráði Jónssyni, flokksbróður
þeirra, til formennskunnar heldur
gerði Steingrímur Hermannsson
framsóknarmaður það. Sam-
kvæmt óskráðum reglum í þing-
nefndum var það ekki hlutverk
sjálfstæðismanna að koma með
þessa uppástungu. Blöðin virtust
þó ekki hafa áhuga á þeim þætti,
enda voru sum þeirra að ýta und-
ir pólitískar slúðursögur. Höfund-
ur þeirrar bókar sem hér er til
umræðu hefur skrifað mikið í
Reykjavíkurblöðin á undanfömum
árum. Vinnubrögð hans eru í hróp-
legri andstöðu við þeirra, sem tala
í hálfkveðnum vísum. Hann er
rökfastur og leitast við að gera
flókin mál einföld.
Dr. Benjamín H.J. Eiríksson
Dr. Benjamín H.J. Eiríksson
hefur verið ódeigur við að halda
því fram í opinberum umræðum,
sem hann telur satt og rétt. Er
þetta önnur bókin, þar sem endur-
birtar eru blaðagreinar frá síðustu
árum eftir dr. Benjamín. Hin fyrri
kom út árið 1983 og heitir Ég er.
Auðvelt er að hrífast af mála-
fylgju dr. Benjamíns og rökfimi.
Einkum þegar hann ræðir um
efnahagsmál og segir skoðanir
sínar á kommúnisma og sósíal-
isma. Hann aðhylltist kommún-
isma, þegar hann var ungur, en
eftir dvöl í Sovétríkjunum á fjórða
áratugnum áttaði hann sig á þeim
hörmungum, sem sósíalisiminn
hafði í för með sér þar. Hann gekk
UR HUGSKOTI
Ingimar Erlendur Sigurðsson rithöfundur
Annars konar perla
nú seyðið af því, í stað náðarald-
ar er runnin upp nýöld — og
brunnhafar lifandi vatns hrópa
til heimsins i nafni kirkjunnar:
má ég vera með. Kristur sagði
hinsvegar: fylg þú mér — sem
var og er boð og fyrirheit um
hjálpræði til handa mannssálum.
Ýmsum blöskraði þegar ágæt-
ur guðsmaður blessaði Perluna,
nýjasta þjóðartákn glaums og
eyðslu. Sú blöskran var bæði af
stjómmálalegum og trúarlegum
toga, þó aðallega pólitískum —
til þess að dæma Davíð í leið-
inni, sem foringjalausir vinstri-
menn þola ekki í fátækt sinni
og umkomuieysi.
Er það ekki hlutverk kristi-
legra guðsmanna að blessa hið
jarðneska og veraidlega, en
tilbiðja hið himneska og guðlega,
tala til heimsins en biðja til him-
ins, guðs á himnum?
Mjói vegurinn, einstigi trúar-
innar, er vandrötuð leið og villu-
gjörn. Fyrr en varir er reikul
vitund manna orðin veglaus: tal-
ar til himins og tilbiður heiminn,
blessar og biður — Mammon.
Slíkt endar í stjarnlausri ver-
aldarhyggju og stöðnuðum
kristindómi; eða óstöðug og rík-
isborgaralaus vitund, athvarfs-
laus svo á jörðu sem á himni,
tekur að tala til sjálfrar sín —
eins og guðdóms. En það endar
í vegleysu jógadýrkunar og
tískubundnu trúardaðri nýaldar-
sinna: hinum gamalkunna víta-
hring sjálfsupphafningar. Trúar-
líf villuráfandi nútímamanna,
vankristinna og kristinna, stend-
ur ýmist á þeim veglausu vega-
mótum eða krosslausum kross-
götum.
Höfundur kristindóms og
krossberi mannkyns sagði: ég er
vegurinn, sannleikurinn og lífíð;
hvorki meira né minna. Kristin
guðfræði er og á að vera vitnis-
burður og innihald þessara stóru
orða.
Eftir fleygan lestur í þeirri
fræði, sem oft og tíðum hefur
endað með vængbroti, hef ég
sannfærst um að guðfræði er
merkilegri skáldskapur en skáld-
skapurinn.
Þegar ég segi skáldskapur á
ég ekki við lygi — lífslygi; góður
skáldskapur og jist á lítið skylt
við hana, þó íslendingar hafí
löngum ruglað saman reytum
listar og lygi, sbr. að skálda —
Ijúga.
Mikilsverður bókmenntalegur
skáldskapur er skilvís tjáning
þess að fínna til — á veginum,
í sannleikanum og lífínu. Guð-
fræði gengur þó lengra; hún er
vörðumar og vegurinn með
Kristi, vitnisburður um sannleika
Krists, ódauðleiki lífsins í Kristi.
Hún sameinar jörð og himin,
heim og himnaríki, mann og guð
— í gegnum sköpunargáfu, and-
ríki og orðlist sem skín og skygg-
ir á veraldlegri skáldskap, venju-
legar bókmenntir; hún er sjáandi
skáldskapur, en þær blindur
skáldskapur.
Því miður verður þetta ekki
sagt um íslenska guðfræði nema
að litlu leyti. Helstu undantekn-
ingar eru: Vídalínspostilla, Pass-
íusálmar — þar sem fræði og
ljóðlist fara saman — og hirðis-
bréfíð Ljós yfir land; ásamt stöku
trúarljóðum góðskálda, gamalla
og nýrra.
Onnur guðfræði íslensk er
næsta gagnslaus til hjálpræðis —
sálum í tilgangssljóum nútíma-
heimi, þar sem holdleg velmegun
eykur gjaman andlega vannær-
ingu, svo hastarlega sem það
hljómar, ýtir jafnvel undir tor-
tímingarhvöt; sjálfsmorðstíðni
meðal íslensks æskufólks er
geigvænleg.
Það fínnur ekkert sem gæti
brúað bilið milli innri og ytri
veruleika, milli veraldar og
vitundar, brúað tortímingarbilið
milli allsnægta og örvæntingar;
finnur ekki guð kristindómsins,
frelsara mannssálarinnar, sem
kom í heiminn til að byggja brú
á milli tóms og fyllingar.
Það er tilgangslaust að segja
við sálir á barmi örvæntingar,
að guð sé góður að gefa þeim
blómin og hve gott sé að varð-
veita bamstrúna, sem hefur gert
þorra kristinna manna að því
sem Páll postuli kallar brjóst-
mylkinga er melta ekki fasta
fæðu trúarinnar. Sá raunsæi
guðsmaður, sem jafnframt var
altekinn yfimáttúrulegum gáf-
um, vissi að trú og tilvera er
hörð undir tönn, að kristindómur
er ekki væmni og veruleikaflótti,
heldur kross og karlmennska, er
býður þeim frelsun sem búast
við að farast.
Hin svokallaða bamstrú full-
orðinna manna, snuð þeirra og
bleia, er auðvitað sama barnstrú-
in, sama barnið og Halldór Lax-
ness kallar í stjómmálum: stein-
bam — barnið sem aldrei vex.
Að öðra leyti er íslensk guð-
fræði orðin að félagsfræði, eins-
konar háskóli í meira og minna
tilbúnum vandamálum — gælu-
verkefnum trúleysingja — sem
skilja leitandi mannssálir eftir
hjálpræðislausar, hvort sem
vandamál leysast eða ekki, enda
söm en sýndarný birting þeirra
ætíð á dagskrá, eins og höfuð-
fæðandi ófreskja sem aldrei
verður hálshöggvin til fulls.
Of margir íslenskir prestar
hafa undanfarin ár, jafnvel ára-
tugi, prédikað eins og leiðarahöf-
pndar dagblaða, á meðan trú-
þyrstar sálir, einkum ungt fólk,
hafa leitað að uppsprettum innri
veruleika, dauðuppgefnar á ker-
fiskrönum samfélagsins.
Kirkjunnar menn hafa ekki
þekkt sinn vitjunartíma og súpa
Æskan og jafnvel fullorðnir
gera lítinn sem engan greinar-
mun á Kristi og Búddha og kirkju
og Snæfellsjökli. Hvernig á ann-
að að vera? Þjóðin veit ekki leng-
ur hvað kristindómur er, eðli
hans og kjarni. Islensk guðfræði
hefur brugðist — bæði mönnum
og guði.
Þó er til eitt guðfræðilegt rit,
ein íslensk nútímabók opin öllum
mönnum, sem skýrir með ljósum
og lifandi hætti dýrlegar leyndir
kristindóms. Þessi bók er perla;
öðravísi perla en sú á Öskjuhlíð-
inni. Þessi litla og tæra perla
endurspeglar allan kristindóm
frá öndverðu og ofanverðu; dýpt
hans, heim og himin, mann og
guð. Þessi perla, þessi lífsbók,
stendur á bjargi, ekki Öskjuhlíð-
inni heldur Biblíubjargi, bjargi
Krists — kirkjunni, sem hann
stóð á þegar hann flutti fjallræð-
una: leitið og þér munuð finna,
knýið á og fyrir yður mun upp-
lokið verða.
Því mætti segja: flettið og þér
munuð fræðast — um þá guð-
fræði, um þann skáldskap, sem
skaparinn leiddi í bijóst höfundar
þessarar bókar, úr uppsprettu
hennar, Biblíunni. Hið brenn-
heita lífsins vatn — þeirrar guð-
fræði — rennur ekki úr vatnsg-
eymum á Öskjuhlíð, heldur úr
einlægu og trúheitu hjarta, fullu
af andagift og orðlist; mannleg-
um skáldskap sem nálgast skap-
arann — og íslensk kirkja ætti
að leiða sem hitalögn í hvert
kalið hjarta.
Þessi bók — þessi perla — ber
nafnið Ljós yfir land, og er eftir
Sigurbjörn Einarsson, biskup,
sem margt hefur snilldarlega ort
á orðsins vegi, en ekkert sem
þetta, þessa dýru perlu.
ekki með þá glýju í augum fram
á síðustu ár eins og margir hér
og erlendis, að miðvikudagar í
Moskvu myndu breytast í sunnu- |
daga fyrir tilverknað Kommúni- *
staflokks Sovétríkjanna. Er dr.
Benjamín ómyrkur í máli um þá, k
sem kynntust Sovétríkjunum á “
sama tíma og hann, en höfðu ekki
þrek til þess að segja satt og rétt j
frá því sem þeir sáu.
Bókin skiptist í sex hluta, sem
heita: Þættir úr ævisögu, Efna-
hagsmál, Stjórnmál, Trámál,
Skógrækt og Málið og menningin.
Hún er rituð á skýru og einföldu
máli og lesandinn þarf aldrei að
fara í grafgötur um skoðanir höf-
undarins. Sumt í bókinni er mér
þó með öllu óskiljanlegt. Til dæm-
is hef ég aldrei áttað mig til fulls
á þeirri fæð, sem dr. Benjamín
hefur lagt á Davíð Oddsson, eink-
um hin síðari ár. Virðist mega
rekja óvildina til þess að Davíð
beitti sér fyrir því að koma stjórn
á hundahald í borginni með því j
að horfið var frá banninu, sem
enginn virti, til strangra reglna,
sem framfylgt er með skipulegum }
hætti.
Ein greinanna í bókinni hefst á
þessum orðum: „Ég er hamslaus
af reiði.” Þessi mikla reiði á rætur
að rekja til hundamálsins. í grein-
inni, sem birtist í Morgunblaðinu
4. júlí 1984, stendur meðal
annars:„Ég hefi lýst þeirri skoðun
minni á öðrum vettvangi, að
Reykjavík eigi að vera hrein borg.
Hundurinn er óhreint dýr, segir
Biblían. Hann er rítueít óhreint
dýr, og því bannaður af Gyðing-
um.” Er það ástæðan fyrir heift
dr. Benjamíns, að hann getur ekki
átt heima í borg, þar sem hundar
eru leyfðir? Era hundarnir í
Reykjavík í andstöðu við megin-
boðskap dr. Benjamíns? Þessi boð-
skapur er, að hann sé Kristur,
kominn til að dæma heiminn, svo
sem segir á blaðsíðu 298 í bók-
inni. Fullyrðingar af þessu tagi
eiga allir venjulegir menn auðvitað
erfítt með að skilja og í bókinni
ræðir höfundur opinskátt um að
læknar hafi lýst hann geðveikan
vegna þeirra. Hann hefur slíkar
yfirlýsingar að engu og leggur sig
fram um að sanna réttmæti full-
yrðinga sinna með því að benda á
alls kyns tákn. Hann minnir til
dæmis á, að frá því að bók hans
Ég er kom út 1983 hafi orðið al-
gjör straumhvörf í stjómmála-
ástandi heimsins. Risaveldin hafi
kúvent. Og þau hafi gert meira
en það: „Tveir hugmyndastórir
menn, oddvitar risaveldanna,
komu hingað sjálfír til Reykjavíkur
til þess að tengja þessi miklu
straumhvörf nafni Reykjavíkur,
nafni íslands.”
Dr. Benjamín er vissulega ekki
eini íslendingurinn sem vill hefja
Reykjavíkurfund Reagans og
Gorbatsjovs í eitthvert æðra veldi,
af því að hann var haldinn hér.
Hvað á hins vegar að segja um
ótrálegar staðhæfingar um hlut-
verk hans sjálfs? Á boðskapur af
þessu tagi nokkurt erindi í fjölm-
iðla eða bækur? Mér finnst hann
spilla fyrir öðru í bókinni. Hafí
höfundur rétt fyrir sér í þessu efni
hlýtur það að sannast í fyllingu
tímans og án þess að rökræður
um málið eða flókin sönnunar-
færsla sé nauðsynleg.
Þeir sem undrast lygi eða hálfs-
annleika í blöðum vegna hvers-
dagslegs formannskjörs í utanrík-
isnefnd Alþingis eiga léttvægt
verk fyrir höndum við að halda
hinu sanna fram miðað við hinn,
sem vill sanna, að hann sé Krist-
ur. Mesti vandi þess manns er
auðvitað, að fá aðra til að taka
sig alvarlega. Glímu dr. Benjamíns
við þann vanda lýkur ekki með
þessari bók.