Morgunblaðið - 30.10.1991, Side 16

Morgunblaðið - 30.10.1991, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1991 Forræðismál tveggja íslenskra telpna í Tyrklandi: Ottast að sjá dætur mín- ar aldrei aftur á lífi - segir Soffía Hansen, móðir telpnanna SIÐAN í ágúst 1990 hefur staðið yfir forræðisdeila vegna tveggja telpna, níu og tíu ára að aldri, en faðir þeirra nam þær af landi brott í fyrra- sumar án þess að úrskurður lægi fyrir um forræði þeirra. íslensk yfir- völd hafa dæmt móðurinni, Soffíu Hansen, bráðabirgðaforræði en þrátt fyrir það hefur faðirinn, ísak Halim Al, ekki í hyggju að leyfa telpun- um að fara frá Tyrklandi. Fyrr í þessum mánuði fór Soffía ásamt Sigurði Pétri Harðarsyni til Tyrklands þar sem ætlunin var að kanna mála- rekstur fyrir tyrkneskum dómstóli en þess í stað urðu þau að verjast ákæru um barnsrán. Vegna þeirrar ákæru var Sigurður Pétur handtek- inn og haldið í sex tíma í tyrknesku fangelsi. Dætur Soffíu og Halim, Rúna (t.v.) og Dagbjört. Soffía kynntist ísaki Halim A1 árið 1980 en þá vann hann við kjöt- vinnslu hérlendis. Þau hófu sambúð og eignuðust skömmu síðar tvær dætur, þær Dagbjörtu og Rúnu, sem eru nú níu og tíu ára gamlar. Þau giftu sig árið 1984 og segir Soffía að þau hjónin hafí haldið góðu sambandi við fjölskyldu Ha- lims og meðal annars farið með dæturnar í heimsókn til Tyrklands á hvetju sumri. „Við ætluðum í eitt slíkt sumarleyfi um miðjan júní í fyrra en vegna veikinda móður minnar komst ég ekki með. Við hjónin ákváðum því að Halim færi með telpurnar með sér en þær kæmu aftur áður en skólinn byrjaði hér heima. Þrátt fyrir að skilnaður hafi legið í loftinu á milli okkar hjóna um hríð grunaði mig aldrei að hann myndi neita að skila þeim aftur heim til íslands. Það var því gífurlegt áfall þegar hann hringdi til mín 15. ágúst og sagði að telp- urnar yrðu um kyrrt í Tyrklandi, kæmu aldrei aftur til íslands og að ég fengi aldrei að sjá þær aftur. Hann sagði að mér væri fyrir bestu að gleyma þeim og hann myndi láta drepa mig ef ég reyndi að nálg- ast þær eða léti yfir höfuð sjá mig í Tyrklandi. Hann sagði það lítið mál að standa við það því að hann hefði bæði tyrknesku lögregluna og mafíuna á sinu bandi. Hann sagðist ennfremur myndu henda öllum bréfum eða pökkum sem ég reyndi að senda dætrum mínum og hafa sagt þeim að ég væri látin. Ég reyndi að leiða honum fyrir sjónir að eðlilegast væri fyrir okkur að skilja og leysa þessa forræðisdeilu fyrir dómstólum en hann brást hinn versti við, neitaði að samþykkja skilnað og sagðist frekar drepa sjálfan sig og dætur okkar en að láta þær af hendi.” Soffía segir að allur síðasti vetur hafí liðið án þess að hún gæti graf- ið nokkuð upp um afdrif telpnanna. Hún kveðst hafa leitað aðstoðar hjá dómsmálaráðuneyti og utanríkis- ráðuneyti en fengið litla sem enga aðstoð að öðru leyti en því að í jan- úar fékk hún skilnað við Halim að borði og sæng ásamt bráðabirgða- forræði yfír telpunum. Ráðuneytisúrskurður nægir ekki í Tyrklandi A liðnu vori komst Soffía í sam- band við norskan lögmann sem er kunnugur rekstri forræðisdeilu fyrir tyrkneskum dómstólum. Hann mælti með því að Soffía færi til Tyrklands, hefði upp á telpunum, fengi sér síðan góðan tyrkneskan lögmann og freistaði J)ess að fá málið dómtekið ytra. „Eg ákvað að hlíta þessum ráðum og fór til Tyrk- lands nú í október ásamt gömlum fjölskylduvini, Sigurði Pétri Harðar- syni, en hann hefur verið mér ómet- anleg hjálp í þessum þrengingum,” segir Soffía. „Við fórum því til Tyrklands en vegna fyrri morðhót- ana létum við það vera að láta Halim vita af för okkar. Þegar til Istanbul var komið höfðum við sam- band við tyrkneska lögmenn sem hafði verið mælt með við okkur. Þeir staðfestu það sem við höfðum svo sem heyrt áður að líklega væri ekki hægt að fá málið dómtekið fyrir tyrkneskum dómstóli nema að áður væri genginn dómur á íslandi um að ég hefði forræði yfír telpun- um. Gallinn er sá að á íslandi geng- ur ráðuneytisúrskurður um forræð- ismál en slíkur úrskurður dugir skammt þar suður frá.” Flúið undan lögreglumönnum vopnuðum vélbyssum „Eftir samtal okkar Sigurðar Péturs við lögmanninn ákváðum við að reyna að hafa uppi á telpunum. Ætlun okkar var að ná tali af þeim og sjá hvemig þeim liði. Við ákváð- um að bíða þeirra dag einn við skól- ann sem þær ganga í. Á skólanum eru tveir útgangar og beið ég við annan en Sigurður Pétur við hinn. Eftir nokkra stund sér Sigurður Pétur Rúnu, yngri systurina, koma út úr skólanum. Hún brosti þegar hún sá hann og sótti Dagbjörtu, eldri systurina. Meðan á þessu stendur birtist allt í einu kennari telpnanna sem mig grunar að faðir þeirra hafi mútað til að fylgjast sérstaklega með þeim þegar þær era í skólanum. Kennslukonan varð mjög æst þegar hún sá Sigurð Pét- ur, hljóp til og fór með telpurnar inn í skólann eins og hún væri hrædd um að það ætti að ræna þeim. Sigurður Pétur gekk þá að hinum inngangnum þar sem ég beið en um leið birtist kennslukonan með telpurnar á leið út um hann. Þegar hún sá okkur þar sneri hún við en skömmu síðar birtust tveir lögreglumenn vopnaðir vélbyssum ásamt tyrkneskri ömmu telpnanna sem var að sækja þær í skólann. Þegar lögreglumennirnir stukku að okkur með byssurnar á lofti, sáum við þann kost vænstan að flýja og láta okkur hverfa í mannfjöldann sem við og gerðum. Eins og gefur að skilja vorum við mjög „sjokker- uð” eftir þessa uppákomu en ég tel víst að faðir telpnanna hafi átt von á því að ég kæmi til Tyrklands og reyndi að ná tali af þeim og því verið búinn að gera sínar ráðstafan- ir og segja kennaranum hvernig ætti að bregðast við ef framandi fólk sæist nærri telpunum. Sex tímar í tyrknesku fangelsi Eftir að Soffía og Sigurður Pétur höfðu jafnað sig á atvikinu við skól- ann, ráðfærðu þau sig við tyrknesku lögmennina. Áð ráði þeirra var ákveðið að kreljast þess að Soffía fengi að hitta bömin undir lögreglu- eftirliti á hótelherbergi og freista þess að ná þeirri kröfu fram fyrir dómstólum ef ekki vildi betur til. Vitað var að slíkt gæti tekið ein- hvern tíma og var ákveðið að Sig- urður Pétur færi heim tii íslands þar sem hann þurfti að mæta til vinnu. Það skipti hins vegar engum togum að þegar hann var á leið í gegnum vegabréfaskoðun á flug- vellinum, var hann handtekinn og færður rakleiðis á næstu lögreglu- stöð. „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið og fékk engar skýring- ar,” segir Sigurður Pétur. „Vega- bréfið var tekið af mér og ég var gjörsamlega mállaus þar sem ég kann ekki tyrknesku. Ég gat þó lagt fram nafnspjald tyrknesku lög- mannanna. Lögreglumönnunum virtist ekki liggja á að skýra mér frá ástæðum handtökunnar og eftir að leitað hafði verið á mér, var mér hent beint í svartholið. Þar mátti ég dúsa í ógeðslegum fangaklefa sem ég hélt að væri bara til í kvik- myndum. Hitinn var kæfandi og magnaði upp saurlyktina sem lagði upp um gat á gólfínu sem forverar mínir höfðu gert stykki sín í. Klef- inn var mjög þröngur og harður steinbekkur eina húsgagnið í hon- um. Eini félagsskapurinn var ýmsar tegundir ógeðslegra skordýra sem nærðust á skítnum í þröngum klef- anum. Eftir sex klukkutíma, sem virtust heil eilífð, var mér loksins sleppt lausum og túlkur gaf mér þær skýringar að ég hefði verið handtekinn vegna gruns um barns- rán en komið væri í ljós að skýrsla sú sem handtakan var byggð á væri uppspuni,” segir Sigurður Pét- ur. Soffía vöruð við morðárás Víkur nú sögunni til Soffíu þenn- an sama dag. Hún hélt að Sigurður Pétur væri á leiðinni til íslands en þegar hún kom til lögfræðingsins til að ræða næstu aðgerðir er henni tjáð að Sigurður Pétur hafi verið handtekinn vegna gruns um bams- rán og sitji í fangelsi. Lögreglan virtist þó fljótlega gera sér grein fyrir því að handtakan ætti ekki við nein rök að styðjast en þó var Soffíu tjáð að Sigurði Pétri yrði ekki sleppt fyrr en hún kæmi í yfir- heyrslu hjá lögreglunni. „Vegna fyrri hótana Halims var ég að sjálf- sögðu hrædd við að fara til lögregl- unnar og ráðfærði mig við lögfræð- ingana. Þeir réðu mér frá því að fara til lögreglunnar því að hugsan- lega væri Halim búinn að beita mútum innan hennar í því skyni að mér yrði stungið beint í fang- elsi. Þar gæti ég allt eins verið lát- in dúsa í nokkrar vikur án dóms en á þeim tíma væri hægðarleikur að ráða leigumorðingja til að ganga frá mér innan fangelsismúranna. Þegar ljóst var að Sigurði Pétri yrði ekki leyft að yfírgefa landið fyrr en ég mætti til yfírheyrslu, ákvað ég þó að gefa mig fram upp á von og óvon. Greinilegt var af þeim lögreglumönnum sem yfir- heyrðu mig að heyra, að þeir höfðu verið mataðir á lygum og rang- færslum af Halim. Hann hafði sagt þeim eitthvað á þá leið að ég væri eiturlyfjaneytandi og ynni fyrir mér með vændi á íslandi en væri í Tyrk- landi til að ræna telpunum. Ég held að mér hafi tekist nokkuð vel að skýra mál mitt fyrir lögreglunni, að minnsta kosti varð þeim fljótt ljóst að tortryggni þeirra gagnvart okkur Sigurði Pétri var gjörsamlega á misskilningi byggð. Eg útskýrði einnig fyrir þeim að Halim ætti óuppgerðar sakir á íslandi þar sem hann sveik út peninga og vörur fyrir fleiri milljónir skömmu áður en hann flutti til Tyrklands. Sem betur fer rættust ekki hrakspár Iög- fræðinganna um að mér yrði stung- ið inn og eftir yfirheyrsluna var mér sagt að ég væri laus allra mála. Þegar ég kom til lögmann- anna eftir yfirheyrsluna var mér tjáð að hringt hefði verið frá lög- reglunni til þess að vara okkur við því að Halim væri á höttunum eftir leigumorðingja til að ráða mig af dögum. Lögreglan hafði komist á snoðir um þetta og vildi vara mig við en treysti sér samt ekki til að gera neitt í málinu. Að svo stöddu ákvað ég að fara rakleiðis aftur til íslands og fór frá Tyrklandi daginn eftir, 18. október.” Óvíst um málalok „Allt frá því í ágúst í fyrra hefur mér liðið eins og í martröð og voru það mikil vonbrigði að þessi ferð skyldi ekki breyta neinu þar um. Samt er ég ekki á því að gefast upp og er ég nú að vinna að því að fá forræðisúrskurðinn staðfestan með dómi hér heima. Það mun eflaust taka sinn tíma og á meðan veit ég ekki hvernig dætrum mínum reiðir af. Maður verður að vona hið besta en ég óttast það eitt að sjá dætur mínar ekki aftur á lífí,” seg- ir Soffía Hansen. KM Sigurður Pétur Harðarson og Soffía Hansen. KÆU- OG FRYSTISKÁPAR íwged' ÍSKALT HAUSTTILBOÐ ■#Œ£> Gerð: RF 181/80 - Verð kr. 41.900,- stgr. ATLAS fr Rúmmál Haeð Verð 1 ÍSSKÁPAR lítrar cm staðgreitt MR 284 með innbyggðu frystihólfi 280/27 145 36.900 MR 243 með innbyggðu frysuhólfi 240/27 122 31.»00 VR 156 með innbyggðu frystihólfi 150/15 85 26.900 KÆLISKÁPAR RR29I án frystihólfs 280 143 34.900 RR 247 án frystihólfs 240 120 29.900 RR 154 án frystihólfs 150 85 24.900 KÆLI- / FRYSTISKÁPAR RF 365 tvískiptur, frystir að ofan 300/60 160 44.900 MRF 289 tviskiptur, frystir að ofan 280/45 145 39.900 i RF 181180 tviskiptur, frystir að neðan 280/80 144 41.900 FRYSTISKÁPAR #C££> VF-223 fimm hillur 220 145 39.900 VF 123 fjórar hillur 120 85 29.900 ■J Nýkomin sending af Atlas kælitækjum á einstöku verði! RÖNNING SUNDABORG 15 ^91 -685868

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.