Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 6. DESEMBER 1991
verurétt barnsins.
Allt er þá þrennt er. Nú vill svo
til að barnið, sem hér er fylgst
með, hefur dvalist á íslandi aðeins
stutta stund af árinu síðastliðin ár.
Samt hefur það farið svo, að þrisvar
sinnum hefur einhver fjölmiðlanna
birt boðskap, sem borist hefur til
eyrna barnsins, um félagslega for-
dóma, almennt kallaðir kynþáttafor-
dómar. Jafnvel þótt slíkt hafi senni-
lega snert fáa sem engan, þá verður
þetta út frá sjónarmiði barnsins, að
kallast ískyggilega mikið af slíkum
boðskap, einum of mikið af hinu
góða eða hitt þá heldur. Vitaskuld
er hér um tilviljun að ræða en það
verður að segjast vera ískyggileg
tilviljun. Fyrst var það eitthvert
dagblaðið, sem eitt sinn birti grein,
sem var jafnóafsakanleg og viðtal
það, sem flutt var í útvarpinu einn
febrúar- eða marsmorgun í ár. í
fáum orðum sagt var innihaldið í
báðum tilfellum fullt af fordómum
í anda nasismans og gefin var hroll-
vekjandi heimskuleg skýring á stað-
setningunni á ríkidæmi og fátækt
heimsbyggarinnar. Jafnframt var
berlega gefið í skyn að ekki væru
allir jafnvelkomnir til landsins. (í
útvarpinu var gagnstæð skoðun lát-
in í té strax á eftir.) í þriðja sinnið
var það aftur útvarpið með fáein
neikvæð sör við spurningunni, sem
getið var hér í upphafi: „Myndir þú
vilja að dóttir þín eða sonur giftist'
svertingja?”
Nú er það vitað mál og mikil-
vægt, að hvorugur þessara fjölmiðla
er formælandi slíkra fordóma, er
hér um ræðir, þvert á móti. Á hinn
bóginn grafa þeir slíkum fordómum
farveg út í samfélagið eða með öðr-
um orðum; opinberir fjölmiðiar
standa opnir fyrir skoðunum þeirra,
sem fordómafullir eru gagnvart íbú-
um sumra heimshluta en upphefja
aðra. Nú er það eða ætti að vera,
viðmið opinberra fjölmila að birta
ekki þann boðskap er yrði einhveij-
um ærumeiðandi. En í tilfelli bams-
ins, sem sárnaði við útvarpið, fékk
þessi hugsun ekki haldið gildi sínu.
AÐGÁT
Um börn og fjölmiðla and-
spænis fordómum
eftir Sólveigu
Kjartansdóttur
Aðgát, fjöimiðlafólk, aðgát skal
höfð í nærveru sálar. Barn vaknar
grátandi. Þó er þetta stórt barn.
Sex ára er hún. Og þó hafði leikur
hennar verið hamingjusamlegur
daginn áður. Hún hafði komið svo
glöð og ánægð að sínu kvöldverðar-
borði, er einhver hóf upp rödd sína
í gegnum útvarpið og óvænt, eins
og þruma úr heiðskíru lofti, fylltist
herbergið með útvarpsspurning-
unni: „Myndir þú vilja að dóttir þín
eða sonur giftist svertingja?”
Það dró skugga fyrir gleði barns-
ins. Það var skuggi sársaukans. Það
var skuggi minninga og reynslu.
Barnið hafði reynslu af andúð Evr-
ópumanna á svo mörgu öðru fólki.
Samt kom spurningin óþægilega á
óvart og var særandi, virtist auð-
virðileg. — Hvílík skömm fyrir for-
eldrana að hafa ekki útlistað fyrir
barninu, á undan fjölmiðlinum, þá
fordóma, sem þjóðfélagið er hún var
stödd í, kynni að bera í skauti sér
gagnvart henni. En hún er það, sem
Islendingar almennt kalla svertingja
en sem sumir myndu kalla Eritrea
vegna þjóðernis hennar, á sama
hátt og Islendingur er kallaður ís-
lendingur en ekki eitthvað annað.
Alla vega, það sem hér hafði gerst,
var það, að fjölmiðillinn hafði gripið
fram fyrir hendur foreldranna. Þó
eru foreldrar þessir ekki hugsunar-
lausir. Þeir höfðu meðvitað valið að
grípa ekki fram í fyrir reynslu
barnsins, sem það myndi verða fyr-
ir í heimi barnanna, og sem það
ætti að geta ráðið við með góðri
aðstoð ef eitthvað myndi bjáta á.
Þetta val stafaði af því, að foreldr-
arnir þóttust vita, að fordómum
Evrópubúa á ýmsu fólki annarra
heimshluta fer hægt og hægt þverr-
andi, víkjandi. Já, ef litið er á sam-
skipti einstaklinganna og aðstöðuna
í þjóðfélaginu til náms og vinnu,
bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum,
þá hlýtur að mega segja, að fordóm-
arnir fara víkjandi ef miðað er við
fyrri hluta aldarinnar. Samt vissu
þessir foreldrar af eigin og sárri
reynslu, að fordómarnir eru langt,
langt, langt í frá útdauðir enn.
Víkjum aftur að baminu. Spurn-
ingin í útvarpinu fól í raun í sér
fleiri spumingar, sem viðkoma barn-
inu, svo sem: Myndir þú vilja að
barnið þitt væri vinur minn? Myndir
þú ekki vilja hafa mig fyrir barna-
barn eða bam? Utvarpsspumingin
og þessar spurningar snerta grund-
vallaratriði í sjálfsvirðingu og sjálfs-
öryggi þessa barns. Þær snerta og
tilverurétt barnsins. Tilveruréttur,
sjálfsöryggi og sjálfsvirðing em
sjálfsögð mannréttindi allra bama.
Og þegar svona sjálfsögðum grund-
vallaratriðum mannlegs eðlis er snú-
ið upp í spurningar bæði særandi
og meiðandi. Ærumeiðandi. Æm-
meiðandi, að því leyti, að þær særa
sjálfsvirðingu, sjálfsöryggi og til-
Á þetta fólk þá ekki að
njóta skoðanafrelsis?
Svarið er: Jú, jú, það
getur bæði talað og-
skrifað. En skipulegir,
víðtækir, félagslegir
fordómar, sem snerta
ærumeiðandi lítillækk-
un á íbúum heilla
heimshluta eru ekki
lýðræðislegir í eðli sínu.
Þversagnarkennt, þar sem börn eða
barn á í hlut en satt. Það verður jú
að ræða félagslega fordóma af öllu
tagi í ijölmiðlunum, líka þá er bein-
ast óbeint eða beint að manneskju
frá öðmm heimshluta, sem heim-
sækir Island. En hvernig þeir eru
ræddir hlýtur að skipta miklu máli.
í daglegu lífinu á íslandi bendir
ýmislegt til hvoru tveggja: að hinir
fordómafullu haldi sig ekki mikið í
frammi, alla vega ekki þeir grimm-
ustu og að slíkir séu ef til vill af-
markaður hópur. Hér að framan er
hallast að því að fordómum Evr-
ópubúa á öðrum heimshlutum fari
hægt og hægt þverrandi. Um leið
og það er sagt er það eiginlega
ekki sannleikur augnabliksins, helf-
ur vonandi sannleikur tímans, þró-
unarinnar. í Norður-Evrópu er fólk
ennþá myrt í krafti slíkra fordóma.
En þeir, sem myrða og efna til þess
konar hryðjuverka eru afmarkaðir
hópar. Oft, þó ekki alltaf, eru þetta
hópar, sem búa við sérstakar félags-
legar aðstæður; erfiðar - og búa
þá samtímis yfir þeirri þörf að upp-
heíja sjálfa sig á kostnað þess að
lítilækka aðra.
Spurning er, hvort slíkir afmark-
aðir hópar, sem boða skipulega, víð-
tæka, félagslega fordóma, öðru
nafni kynþáttafordóma, ættu að
hafa sjálfsagðan aðgang að opinber-
um, rótgrónum fjölmiðlum, sem eiga
sér troðnar slóðir inn á heimili og
opinbera staði. Nú reka sjálfsagt
einhveijir upp óp-og kveinstafi og
ákalla lýðræðið og skoðanafrelsið. A
þetta fólk þá ekki að njóta skoðana-
frelsis? Svarið er: Jú, jú, það getur
bæði talað og skrifað. En skipuleg-
ir, víðtækir, félagslegir fordómar,
sem snerta ærumeiðandi lítillækkun
á íbúum heilla heimshluta eru ekki
lýðræðislegir í eðli sínu. Andstæðan
er innifalin í hugtökunum sjálfum:
félagslegir fordómar á heilum
heimshlutum eru andstæðir lýðræði.
Slíkir fordómar eiga því ekkert
erindi í fjölmiðla, sem vilja ganga
undir merkinu lýðræðislegir.
Ef gengið er skref fyrir skref um
jörð þessa hnattar, þá er hvergi
milli skrefanna hægt að draga línu
milli einkenna fólks, þau renna sam-
an eins og vatn, sem rennur. Vatni,
sem rennur er ekki hægt að skipta
í hluta, það er ein heild. Hið sama
gildir um bæði manneskjuna og
mannkynið, hvoru tveggja er ein
heild. Þó snúast fordómar heims-
hluta á heimshlutum um það, að
mannkynið sé deilt, svo og svo,
hátt og lágt. En þessir fordómar
eiga sér um svo margt rætur að
rekja öld eða aldir aftur í tímann ■
til nýlendukúgara og þrælasölu. Og
það -er svo margt í málfari þessa
„liðnu” tíma, sem lifir enn, ekki síst
í ljölmiðlunum. í þessu málfari er
svo margt sem ætti að breytast.
Daglega málið ætti að kasta skýr-
ara ljósi á hinn efnahagslega þátt
í myndum fordómanna. Og er málf-
arið hefur endurnýjast og heitin:
kynþáttur, svertingi, ættbálkur
víkja fyrir hugtökunum arðrán, kúg-
un, þjóðríki, þjóðheiti, þá verður hin
ómælanlega þjáning, sem orðið hef-
ur afleiðing félagslegra fordóma
heimshluta á heimshlutum, litin af
vestrænum íjölmiðlum í réttara og
nærgætnara Ijósi. Með breyttu málf-
ari gerist það sjálfkrafa að þeirri
þjáningu verður sýnd meiri virðing
og meiri gát. Aðgát skal
höfð .. .fjölmiðlafólk. Við slíkar að-
stæður, þ.e.a.s. við auðsýnda aðgát,
munu minni líkur á, að sagan, eða
réttara sagt staðreyndin, um barnið
og útvarpið og þau sögulegu sár,
sem þar ýfðust, muni endurtaka sig
á sama hátt í framtíðinni.
Framtíðin? Framtíðin lofar góðu
í augum þeirra, sem bjártsýnir eru
á að. fordómarnir dvíni, en litið á
Evrópu, þá virðist augnablikið geig-
vænlegt. í augnablikinu á íslandi
eru áformin um aukið efnahagssam-
starf evrópskra ríkja í brennidepli í
ijölmiðlum. Þar í má greina þungan
ískyggilegan undirtón hjá flestum
aðilum. Sá tónn beinist ekki að er-
lendu kapítali heldur að vinnandi
höndum! Höndum, sem hugsanlega
munu taka þátt í þjóðarframleiðsl-
unni: erlent verkafólk. Hvað þessi
þungi, ískyggilegi undirtónn felur í
sér, mun ekki skilgreint hér, sjálf-
sagt kennir þar margra ólíkra grasa
en hugum að því, sem áskorun á
framtíðina, að Martin Luther átti
sér draum. Það er alþjóðlegur
draumur. Sá draumur hefur ekki
enn náð fullkomnum tökum á veru-
leikanum. Menn hafa setið áratugi
í fangelsi fyrir það eitt að vinna
fyrir þann draum. Mandela og fleiri.
Þess væri óskandi að-sjá íslenska
fjölmiðla í framtíðinni vinna með
þeim draumi en ekki á móti. Það
er mikilvægt í sínu víðara sam-
hengi. Það er mikitvægt í samhengi
við aukin samskipti milli heimshluta
og í samhengi við þá baráttu, sem
er háð gegn því misrétti og niður-
læginu, sem er afleiðing þeirra
félagsiegu fordóma, sem kynþátta-
fordómar eru.
Smátt og smátt nær draumurinn
vonandi tökum á veruleikanum.
Réttlætið ryður sér rúms. Samt
vaknar barn á íslandi grátandi, þann
14. nóvember 1991, í minningu sinni
um útvarpsspurninguna, sem særði
kvöldið áður. Fyrir hönd þessa barns
og allra annarra í sömu stöðu,
mætti benda hinum fordómafullu á
eftirfarandi vísu Katrínar Einars-
dóttur:
Ef að þótti þinn er stór
þá er von að minn sé nokkur.
Blóðið sama er í okkur,
dropar tveir en sami sjór.
Höfundur er verkakona.
Nýi tónlistarskólinn:
Bach og pólsk jóla-
lög á tónleikum
ALINA Dubik, mezzosópran og söngkennari í Nýja tónlistarskólanum
og Ragnar Björnsson organleikari og skólastjóri skólans halda tón-
leika í tónleikasal skólans, Grensásvegi 3, miðvikudaginn 11. desemb-
er kl. 20.30.
Ragnar leikur á orgel skólans,
prelúdíu og fúgu í Es dúr sem er
síðasta stóra orgelverk Bachs. Verk
þetta er samið sem umgjörð um
Orgelmessu en í þessu tilfelli leikur
Ragnar alla aðventu- og jólaforleiki
Bachs, 16 talsins, á milli prelúdíunn-
ar og fúganna þriggja sem táknað
geta hina heilögu þrenningu, föður,
son og heilagan anda. Lesnar verða
skýringar milli sálmforleikjanna, til
glöggvunar á tónmáli Bachs. Til
gamans má geta þess að Ragnar
flutti alla sálmforleikina úr Litlu
orgelbókinni í Dómkirkjunni fyrir
20 árum.
Alína Dubik, sem er pólsk óperu-
söngkona, lýkur tónleikunum með
pólskum jólalögum, sem hún syngur
við orgelundirleik Ragnars. Áætlað
er að koma á nokkuð reglulegu tón-
leikahaldi í hljómgóðum og skemmti-
legum tónleikasal skólans, og næstu
tónleikar eru áætlaðir í janúar. Að-
göngumiðar verða afhentir við inn-
ganginn. (Frcttatilkynning)