Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1991 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson f lok sýningar voru kennarar á hrossaræktarbraut kallaðir fram og þeim klappað lof í lófa en þeir Sýning nemenda hófst með því að tveir knapar þau Jón Sveins- eru frá hægri talið Magnús Lárusson, Éyjólfur ísólfsson og Egill Þórarinsson. son og Kolbrá Höskuldsdóttir riðu inn með íslenska fánann und- ir dynjandi tónlist. Hestamennska og hrossarækt á Hólum: Fyrirboði reiðskólans langþráða? _________Hestar_____________ Valdimar Kristinsson „FÁKSSPOR til framtíðar” var yfirskrift kynningar sem nem- endur á hrossaræktarbraut bændaskólans á Hólum gengust fyrir á dögunum á náminu I hrossarækt og hestamennsku. Ástæður þess að boðið var upp á þessa kynningu nú má rekja til þess að nemendum fannst almenningur vita lítið um hversu umfangsmikil og fjöl- þætt kennslan er orðin á Hól- um. Á undanförnum árum hefur aðstaða til kennslu í greininni verið stórbætt. Á staðnum er 40 hesta hús sem er reyndar að verða of lítið fyrir starfsemina. í bygg- ingunni eru einnig kennslustofur fyrir bæði bóklegt nám og.verk- legt og síðast en ekki síst er ný- byggð vönduð reiðskemma með 20x40 metra gerði og aðstöðu þar í kring fyrir áhorfendur. Kennarar eru Magnús Lárus- son og Eyjólfur ísólfsson en þeir sjá um bæði verklega og bóklega kennslu. Egill Þórarinsson tamn- ingamaður aðstoðar auk þess við kennslu í tamningum. Eyjólfur og Magnús skipulögðu námsefnið fyrir rúmu ári í samvinnu við Jón Bjarnason skólastjóra sem nú er í árs leyfi. í fjarveru hans gegnir Sveinbjörn Eyjólfsson stöðunni. Árið 1987 var námið í hrossarækt 4 einingar eða 104 kennslustund- ir en er nú komið í 29 einingar sem gera 754 kennslustundir. Tamningar og reiðmennska eru fyrirferðarmesti hlutinn í verklegu kennslunni. Frumtamningar eru kenndar á fyrstu önn auk veru- legrar reiðkennslu og járningar. Á annarri önn fara nemendur í verk- nám til bænda eða tamninga- manna og eru þar í þrettán vik- ur. Nemendur taka verulegan þátt í fóðrun og hirðingu hross- anna á búinu á seinna ári og er þeim þá úthlutað hrossi sem þau þjálfa frá grunni og taka hluta af prófinu á þeim að vori. Eiga nemendur þá að geta riðið þeim hlýðniæfingar-B með tilskildum árangri. Kennd er erfða- og kyn- bótafræði seinni veturinn sem er grunnur að umfjöllun um kynbót- amat, blendingsrækt, stofnrækt og skyldleikarækt. Þá er farið í kynbótadóma, bæði byggingu og hæfileika. Einnig er kennd rekstr- arfræði og landnýting en Svein- björn skólastjóri sagði markmiðið að nemendur Bændaskólans á Hólum þekktust af grænum beit- arhögum en ekki brúnum rótnö- guðum sveltihólfum. Boðið var upp á sýningu nem- enda þar sem gat að líta þver- skurð af því sem þeir fást við í tamninganáminu auk þess sem slegið var á létta strengi á milli. Sýnd voru m.a. trippi á ijórða vetri sem nemendur hafa verið að frumtemja í rúman mánuð og mátti þar sjá fagleg og samhæfð Allir verða að læra járningar og þar með að slá til skeifur og stelpurnar líka. Hulda Sig- urðardóttir glímir hér við eina skeifuna og fór létt með. vinnubrögð þar sem mikil áhersla er lögð á grunnvinnu. Á annað hundrað manns sótti Hóla heim þennan dag og voru undirtektir góðar. Duldist engum að áhugi nemenda á viðfangsefninu er mik- ill og námið stundað af miklu kappi. Virðist Hólaskóli vera á góðri leið með að breytast í fyrsta reiðskólann þar sem kennd er hrossarækt og reiðmennska í sinni víðustu mynd. Miðað við þá þróun sem orðið hefur í landbúnaði al- mennt og hestamennsku í landinu er ekki óeðlilegt að megin áhersl- an verði lögð á hestamennsku þar á bæ og jafnvel að skólinn verði alfarið lagður undir slíka starf- semi. 011 aðstaða er þarna fyrir hendi og greinilegur vilji skólayf- irvalda til að ýta undir þá þróun. í samtölum við nemendur kom greinilega fram að þeim þykir vanta að með náminu fáist ein- hver áþreifanleg réttindi til starfa við hestamennsku. Á kynninguna mættu fulltrúi frá stjórn Land- sambands hestamannafélaga og Félagi hrossabænda en fulltrúa frá Félagi Tamningamanna var hinsvegar sárt saknað af mörgum bæði nemendum og velunnurum skólans. Ekki fer milli mála að þeir Eyjólfur og Magnús hafa unnið merkt starf í samvinnu við skóla- stjóra og vonandi að þar verði framhald á. Sá orðrómur hefur verið á kreiki að Eyjólfur væri á förum frá Hólum til reiðkennslu í Reykjavík en í samtali við hann kom fram að þetta væri ekki als- kostar rétt því ljóst væri að hann yrði með annan fótinn á Hólum. Þó kvað hann ekki alveg frágeng- ið hvaða fyrirkomulag yrði þar á. Athygli vekur að stúlkur eru nú í meirihluta á Hólum og ljóst að ekki á lengur við að tala um Hólasveina eins og tíðkaðist á þeim tímum þegar stúlkur fóru í húsmæðraskóla og strákar í bændaskóla. Kann þar að valda aukið vægi hestamennsku í nám- inu og líklegt að svipuð þróun eigi sér stað og gerst hefur erlend- is en þar eru stúlkur í miklum Sá nemandi á hrossaræktar- braut sem hvað bestum árangri hefur náð í faginu að sögn mun vera Geirþrúður Hildibrands- dóttir og var hún að sjálfsögðu aðalnúmerið í sýningunni þar sem hún geystist um salinn á fimu og léttu lulli á gráum gæðingi sem greinilega var kostamikil skepna. Að sjálf- sögðu sat hún í söðli að hætti hefðarkvenna og í lokin hleypti hún gamminum á flugskeið út úr Salnum. meirihluta í hestamennskunni. Utlendingar sækja nokkuð í að komast í nám á Hólum og nú eru þar þijár stúlkur frá Svíþjóð, Noregi og Hollandi. Þá er ein stúlka frá Englandi í sérhæfðu verknámi. ~ Það sem er að gerast á Hólum verður að teljast góð tíðindi fyrir hestamennskuna í landinu og spurning hvort ekki sé að rætast langþráður draumur íslenskra hestamanna um öflugan og metn- aðarfullan reiðskóla? S' Við bjóðum nú takmarkað magn afþessum gæðatækjum frá TOSHIBA á einstöku verði. B • Textavarpsmóttaka MEÐ ÍSLENSKUM STÖFUM. • NICAM STEREO móttaka (Stereoútsendingar hefjast um áramót). • Flatur, kantaður skjár með fínni upplausn (625 línum). • Tölvustýrð litgreining (CAI), skarpari skil milli lita. • Fullkomin fjarstýring, allar aðgerðir birtast á skjánum, en hverfa að 5 sek. líðnum. • SUPER VHS og SCART tengi fyrir myndbandstæki, hljómtæki, tölvurog gervihnattamóttöku. m Jt m & m f m Þetta er tímamótatæki á einstöku verði, búið öllu því nýjasta! f!S TOSHIBA Einar Farestveit & Co hf. Borgartúni 28-S 622901 og 622900 * Staðgreiðsluverð Afborgunarverð er kr. 119.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.