Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 28
no28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGÚR 6. DESEMBER 1991 EFTIR VERÐLAUNAÐAN OG MARGFALDAN METSÖLUHÖFUND EÐVARÐ INGÓLFSSON Gegnum bernskumúrinn er spennandi unglingabók sem fjallar um Birgi 15 ára. Móðir hans á við drykkjuvandamál að atríða og hann tekur það nærri sér. Hann þorir aldrei að bjóða félögum sínum heim af ótfa við að upp komist. Inn I söguna fléttast ástamál, samskipti við skólafélagana— gleði þeirra og vonbrigði með tilveruna. Eðvarð er höfundur metsölu- bókanna Fimmtán ára á föstu, Sextán ára í sambúð, Haitu mér — slepptu mér! svo að einhverjar séu nefndar. Eðvarð hlaut verðlaun Skóla- málaráðs Reykjavíkur fyrir bestu frumsömdu barna- og unglingabókina 1988, Meiri- háttar stefnumót. GEGNUM BERNSKUMURINN ER POTTÞÉTT UNGLINGABÓK Má hringvegnr- inn missa sig? eftirGrím Norðdahl I. kafli í sumar rættist langþráður draumur minn að komast upp á Vatnajökul. Að aka þar um hjarn- breiðurnar í sumarhita, er ógleym- anlegt. Að auki að fara um jökullón- ið, er eins og að vera kominn út á grænlenskan fjörð með borgarísjök- um. Jöklaferðum á Homafirði á ég að þakka að draumurinn rættist. En þessu fylgdi annað og óskemmtilegra; skilningur á því að ef ekkert verður að gert mun enginn hringvegur vera til eftir ótrúlega fá ár. Mælingar sem gerðar hafa verið á Hala í Suðursveit sýna það ljós- lega. Arið 1978 eru 138 metrar frá vegi að sjávarkambi, 1990 eru eftir 62 metrar og vestan Jökulsár, þar sem 1978 voru 385 metrar, eru árið 1990 eftir 277 metrar. Þá hefur í sumar orðið mikil landeyðing, þrátt fyrir óvenju mild veður. Jökullónið hefur stækkað gífurlega, ef til vill vegna óvenjulegra hita og blíðviðris, sem þýðir að á flóðinu fellur sjórinn í vaxandi mæli inn í jökullónið, og svo þegar fjarar, fer hann með ógur- legum straumþunga til baka. Það er ekki fyrir óstyrkta sandbakka að standast slík átök. II. kafli Vestfirsk frásögn er til af pilti, sem gekk fyrir forvaða, undir björg- um sem aðeins var fært um fjöru, til þess að biðja sér konu, fann stúlku og bar upp erindið: „Vilt þú eiga mig, Gunna?” Stúlkan var hljóð og svaraði fáu. Þá sagði piltur: „Segðu já eða nei, — sjórinn bíður ekki eftir.” Nú stendur íslensk þjóð frammi fyrir því að segja já, eða nei. Vill hún bjarga hringveginum eður ei. Svarið verður að koma fljótt, — sjórinn bíður ekki. Vegagerðin í Austur-Skaftafells- sýslu, ber vitni um mikla verkkunn- áttu, fyrirhyggju og rökrétt vinnu- brögð. Hringveginum verður að þjarga. Hvað sem það kostar. Jafn sjálfsagt er að leita allra hugsanlegra leiða til að gera það á sem hagkvæmastan og öruggastan hátt. Eini ljósi punkt- urinn við þann mikla kostnað, sem hlýtur að fylgja þessum fram- kvæmdum, er það sem drengskapar- maðurinn Ólafur Thors sagði um einhver útgjöld: „Það er tekið úr einum vasanum og látið í hinn.” Mikið af kostnaðinum er atvinnu- tekjur þeirra sem verkið vinna. Ég efa að almenningur geri sér ljóst hvað það er stutt síðan að vegagerð hófst á landi hér. Faðir minn var verkstjóri við að leggja Hverfisgötuna árið 1904, frá Læknum, þar sem nú heitir Lækjar- torg og inn að Rauðárá, þar sem nú er Hlemmur, sem og veginn upp Mosfellssveit að Laxnesi. Einnig _fyrstu vegi frá nokkrum kaupstöð- um, til dæmis frá Akureyri fram að Grund. Nú er vitað að fjármunum ríkisins eru takmörk sett og vel má vera að það þurfí að vinna að þjóðarsátt um að fresta þörfum framkvæmdum annars staðar, meðan þetta for- gangsverkefni er unnið. Þjóðin má gjarnan taka sér í munn það sem Vigdís, amma mín, sagði oft: „Ekki grípa í rass á góðum degi.” III. kafli Það mun hlægja Islendinga ef Ægir konungur og hans hvítfextu og freku dætur komast að raun um að íslendingar eiga harðari og hald- betri efni handa þeim að fást við, en mjúkan, skaftfellskan ljörusand, ef þeim er það kappsmál að vinna óbætanleg skemmdarverk á vega- keffí þjóðarinnar. Höfundur er bóndi & Úlfarsfelli í Mosfellsbæ. ------» ♦ ♦---- Aðalfundur bókmennta- félagsins AÐALFUNDUR Hins íslehska bókmenntafélags verður haldinn í Iðnaðarmannahúsinu við Tjörn- ina (Iðnó), laugardaginn 7. des- ember 1991, kl. 14.00. Dagskrá: Venjulega fundarstörf, sbr. 18.-21. gr. félagslaga. Að þeim loknum mun Eyjólfur Kjalar Emils- son dósent flytja erindið: Sólin og heillirinn í Ríki Platons. (F réttatilky nning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.