Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 37
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1991 JHtttgtiuMfiMí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. * Islandssag’a og ná- ungakærleikur Skýrsla Ríkisendurskoðunar um afskriftir á lánum og ríkisábyrgðum: Talið að allt að 10% ábyrgða og lána ríkissjóðs sé tapað fé Morgunblaðið/Þorkell Friðrik Sophusson fjármálaráðherra, Magnús Pétursson ráðuneytis- stjóri og Sigurgeir Jónsson, forstjóri Lánasýslu ríkisins, kynna skýrslu Ríkisendurskoðunar á fréttamannafundi í gær. I innihluti þjóða og mann- kyns býr við þær aðstæð- | ur, sem fela í sér bæði stjórn- arfarslegt og efnalegt sjálf- \ stæði. Mörg hundruð milljónir einstaklinga búa við kjör langt undir fátæktarmörkum á vest- rænan mælikvarða. Mörg \ hundruð milljónir í þriðja heim- inum svokallaða búa við eða horfa fram á hungursneyð að | öllu óbreyttu. Flóttamanna- | vandamálið í veröldinni hefur aldrei verið stærra en á okkar [ tímum, á síðasta áratug tuttug- ‘ ustu aldarinnar; aldar hagsæld- ar, menntunar og þekkingar að flestra dómi. Þjóðir Sovét- ríkjanna, sem eru að leysa af ' sér hina rauðu fjötra alræðis- ‘ ins, horfa fram í óráðna og ( óvissa framtíð þar sem marg- víslegar hættur leynast. Hungursneyð og hörmungar víða um veröld eiga sér margs konar rætur: illt stjórnarfar, t styrjaldir, fáfræði, náttúru- hamfarir og uppskerubresti. • En hveijar sem orsakir eru verða afleiðingar einar og sam- : ar: mannleg neyð í sínum ömur- I legustu myndum og ótímabær | dauði milljóna einstaklinga. Það hefur að vísu harðnað á dalnum í íslenzkum þjóðarbú- skap, bæði hjá almenningi og atvinnuvegum. Það er að vísu staðreynd, sem ekki má horfa fram hjá, að mitt í íslenzkri velmegun eru ófáir einstakling- ar er sárlega þarfnast aðstoð-” ar, bæði fjárhagslegrar og fé- lagslegrar. Flestir viðurkenna þó í orði og fjölmargir á borði, að mikill meirihluti landsmanna getur að ósekju látið eitthvað af hendi rakna til meðbræðra og -systra í þeim heimshlutum sem búa við nánast „landlæga” hungursneyð. Þungamiðja hjálparstarfs við hungursvæði heimsins á að vera hjálp til sjálfshjálpar. Sú hjálp felst meðal annars í miðl- , un á menntun, þekkingu og | tækni, en einnig í breytingu á þjóðfélagsgerðinni, sem oft er [ forsenda hagsældar. En eftir sem áður hrópar viðblasandi þörf í íjölmörgum heimshorn- um á neyðarhjálp - skyndihjálp - til að bjarga lífum og lina þjáningar. Farvegir fyrir hjálp- til sjálfshjálpar sem og neyðar- hjálp eru ýmsir. Einn þeirra er Hjálparstofnun kirkjunnar, sem enn á ný leitar til íslenzks almennings, fyrirtækja og stofnana um fjárhagslegan stuðning undir kjörorðunum „Brauð handa hungruðum heimi”. Fólk spyr eðlilega, hvort fjármunir, sem það lætur af hendi rakna, komist til þeirra verkefna, sem brýnust eru; hvort þeir lendi ekki í höndum spilltra valdhafa í vanþróuðum ríkjum? Og það spyr ekki að ástæðulausu. Það er mikilvægt að hafa hjálparfaryeg sem hægt er að bera traust til. Sem dæmi um störf Hjálparstofnun- ar kirkjunnar má nefna að hún varði hátt í 20 m.kr. á þessu ári í ýmis neyðarhjálparverk- efni. Helztu verkefnin voru aðstoð við flóttamenn frá írak, meðal annars Kúrda, sem hröktust frá landinu vegna Persaflóastríðsins. Neyðarhjálp var og veitt til hungursvæða í Afríku og til Bangladesh. í Indlandi sér Hjálparstofnunin um uppeldi og skólagöngu 350 barna í suðurhluta landsins. Hún hefur jafnframt fjármagn- að 40 manna sjúkrahús í Keth- anakonda í Suður-Indlandi, séð um uppbyggingu heilsugæzlu- stöðvar í Voitó-dal í Eþíópíu og kostað fræðslu hóps kvenna í Nairobi í Kenýa, sem hafa orðið illa úti vegna áfengis- og eiturlyfjaneyzlu. Þessi upptaln- ing er engan veginn tæmandi um verkefni stofnunarinnar. Sú var tíðin að íslendingar áttu ekki úr háum söðli að detta í lífskjörum; að hungurvofan knúði á flestra dyr. Fyrir rúm- um tvö hundruð árum gengu mikil harðindi yfir þjóðina og eftir Skaftárelda, á árunum 1783-1785, féllu um 9.000 manns, eða tæplega fimmti hver íbúi landsins. Fyrir rúmun hundrað árum, á síðustu ára- tugum 19. aldarinnar, þegar íbúatala landsins var innan við 80 þúsund manns, voru almenn lífskjör með þeim hætti að á milli 10 og 15 þúsund íslend- ingar fluttu til Ameríku í leit að daglegu brauði sínu. Islendingar hafa vissulega rétt myndarlega úr kútnum á tuttugustu öldinni, þótt á skorti að þeir hafi treyst sem vert væri hornsteina afkomu sinnar og velferðar. Þeir eiga samt sem áður þann sögulega veru- leika að bakgrunni, sern m.a. tíundar mikið mannfall í hung- ursneyð eftir Skaftárelda og umtalsverðan landflótta til Ameríku í iok síðustu aldar. Þeir væru ekki sú söguþjóð sem þeir vilja vera láta ef þeir sinntu ekki kalli Hjálparstofnunar kirkjunnar í ljósi íslandssög- unnar, náungakærleikans og hungurs í heiminum á líðandi stundu. í SKÝRSLU Ríkisendurskoðunar um fjárhagsstöðu Ríkisábyrgða- sjóðs og endurlán ríkissjóðs er lagt mat á innheimtuvirði útistandandi krafna og gerð tillaga um afskrift- ir þeirra. I árslok 1990 námu ábyrgðir ríkissjóðs og veitt lán alls um 74,1 milljarði kr. Þar af voru veittar ábyrgðir um 39 milljarðar og lán, sem ríkissjóður hefur veitt ríkisfyrirtækjum, sveitarfélögum eða atvinnufyrirtækjum, um 35,1 milljörðum. Heildarupphæðin skiptist þannig að til opinberra lán- asjóða fóru 52,5 millj., 6,5 millj. til ríkisfyrirtækja, sveitarfélaga og hitaveitna 8,3 millj. og 6,8 millj. til atvinnufyrirtækja. Stofnunin legg- ur til að afskrifaðar verði um fjögurra milljarða kr. kröfur auk þess sem ætla megi að 2,7 milljarð- ar tapist vegna Leifsstöðvar og vegna ferja og flóabáta. Ríkisendurskoðun telur að 512 milljónir kr. vegna ríkisábyrgðar og yfirtöku lána sem veitt voru vegna raðsmíðaskipa séu tapað fé. í fjárlögum fyrir árið 1990 var fjár- málaráðherra heimilað að ganga frá uppgjöri á vanskilum Skipaútgerðar ríkisins við ríkissjóð og Ríkisábyrgða- sjóð. Ríkisendurskoðun telur að af- skrifa verði beint 113 milljónir auk vaxta að fjárhæð 398 millj. eða sam- tals 511 millj. vegna Skipaútgerðar- innar. Vegna uppgjörs á þrotabúi Þör- ungavinnslunnar á Reykhólum sem var úrskurðað gjaldþrota 1986 falla 33 milljónir kr. á ríkissjóð sem Rík- isendurskoðun telur að þurfi að af- skrifa. Innleystar hafa verið , ábyrgðir vegna tveggja lána sem ríkið ábyrgð- ist að upphæð 179 millj. vegna Arnar- flugs sem var úrskurðað gjaldþrota á síðasta ári. Sjóðurinn hefur einnig greitt 37 millj. vegna kostnaðar við þotu félagsins sem sjóðurinn eignaðist og seldi aftur ári síðar. Þá leysti Ríkis- ábyrgðasjóður til sín fasteign Am- arflugs í Lágmúla og á auk þess veð í annarri flugvél Arnarflugs. Gert er ráð fyrir að veðin skili sjóðnum 20 milljónum en það sem eftir stendur þegar búið er að taka tillit til sölu- verðs þotu og fasteignar er lagt til að afskrifaðar verði samtals 196 millj. kr. Ríkisendurskoðun telur að afskrifa þurfi 50 millj. kr. kröfu á hendur Útveri hf. í Ólafsvík og stofnunin tel- ur eðlilegt að afskrifa 95 millj. kr. kröfu vegna ríkisábyrgðar á lánum sem Gullskipið hf. tók vegna leitar að flaki skipsins Het Wapen van Amsterdam á Skeiðarársandi. Stofn- unin bendir á að félagið sé eignalaust og árangurslaust fjárnám hafí farið fram. Þá eru taldar yfírgnæfandi líkur á að afskrifa þurfi 32 millj. kr. vegna gjaldþrots Stálvíkur hf. Ábyrgðir og kröfur ríkissjóðs vegna Ábyrgðadeildar fiskeldislána nema á fjórða hundrað millj. Telur Ríkis- endurskoðun að afskrifa verði samtals 293 millj. vegna gjaldþrota tíu físk- eldisfyrirtækja en hæstu upphæðirnar eru vegna Isþórs hf. (55,6 millj.), Laxalóns hf. (43,4 millj.), Smára hf. (44,8 millj.) og Isl. fískeldisfélagsins hf. (44,3 millj.). í árslok 1990 voru kröfur vegna endurlána ríkissjóðs án áfallinna vaxta 26,3 milljarðar. Eftir að hafa metið innheimtuvirði veittra lána hjá ríkissjóði leggur Ríkisendurskoðun til að kröfur að fjárhæð 1.140 millj. verði afskrifaðar beint. Þar á rneðal er 110 millj. kr. krafa á hendur sveitarfélaga vegna Hitaveitu Rangæinga, sem stofnunin telur að verði að afskrifa. Vanskil Skipaútgerðar ríkisins við endurlán-ríkissjóðs námu um 90 millj. um síðustu áramót, sem Ríkisendur- skoðun leggur einnig til að verði nú afskrifuð. Ríkisendurskoðun bendir á að fjár- hagsstaða hagræðingar- og fram- kvæmdadeildar Fiskveiðasjóðs hafí verið slæm og hún lent í vanskilum við endurlán ríkissjóðs. Telur stofnun- in að a.m.k. 359 millj. geti tapast en að Fiskveiðasjóður sjálfur telji að tap- ið geti orðið meira. Lagt er til að sú upphæð verði afskrifuð. Þá er lagt er til að 148 millj. kr. verði afskrifaðar af endurlánum vegna Sjóefnavinnsl- unnar hf. 1,4 milljarðar vegna ferjuskipa Lán vegna feija og flóabáta fá sér- staka umfjöllun hjá Ríkisendurskoð- un. Samtals námu lán vegna flóabáts- ins Baldurs, Skallagríms, Hríseyjar- feija og Heijólfs hf. 682 millj. kr. í árslok 1990. Vanskil námu 346 millj. á sama tíma. Ríkisendurskoðun telur að rekstur feijanna muni ekki standa undir afborgunum af þessum lánum en ríkissjóður á veð í feijunum vegna þeirra. Skuld vegna Baldurs nemur 401 millj. án dráttarvaxta, skuld vegna Hríseyjarfeija er komin í 83 millj., skuld Skallagríms hf. nemur 165 millj. og talið er að ný Vest- mannaeyjafeija muni kosta 1,4 millj- arða kr. „Miðað við afkomu um- ræddra fyrirtækja fæst að mati stofn- unarinnar líklega ekkert endurgreitt vegna þessara lána,” segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. I skýrsiunni er einnig gerð úttekt á annarri lánafyrirgreiðslu ríkissjóðs, þ.á m. vegna skuldabréfa sem gefin eru út til ríkissjóðs vegna eignasölu og til greiðslu á skattskuldum. Veitt löng lán af þessu tagi námu samtals 8,8 milljörðum kr. í árslok 1990. í nokkrum tilvikum er um veitt lán án heimildar að ræða. Leggur Ríkis- endurskoðun til að 966 miiljónir verði afskrifaðar beint og 123 millj. færðar á afskriftareikning. Meðal þessara töpuðu útlána eru 98 millj. vegna Amarflugs hf. og 185 milljónir vegna Álafoss hf. Rík- isendurskoðun bendir m.a. á að engar heimildir hafí verið fyrir víkjandi lán- um sem veitt voru til Álafoss hf. og Hildu hf. á grundvelli samkomulags á milli Iðnlánasjóðs og ríkissjóðs en bæði fyrirtækin hafa verið lýst gjald- þrota. Tap vegna Þormóðs ramma 169 millj. Gjaldþrot Sigló hf. og fasteignavið- skipti ríkissjóðs með eignir þrotabús- ins leiða til að áætlað er að ríkissjóð- ur tapi 175 millj. kr. Ríkisendur- skoðun telur rétt að afskrifa 240 millj. kr. kröfu vegna skuldar Sjóefnavinnsl- unnar á Reykjanesi og 169 millj. kr. kröfu vegna lána sem ráðstafað var upp í áskrift ríkissjóðs á hlutafé í Þormóði ramma hf. Meðal fyrirtækja sem fengið hafa skuldbreytingar á opinberum gjöldum, en þær kröfur eru nú taldar tapað fé, eru: 15,2 millj. vegna Tré smiðj. Víðis en fjármálaráðuneytið samþykkti á sínum tíma að kaupa skuldabréf af fyrirtækinu vegna skattskulda sem var tryggt með 47. veðrétti í fasteign trésmiðjunnar. 13,1 millj. krafa á hendur þrotabúi Haga hf. á Akureyri vegna nauðasamninga og 14,4 millj. vegna skuldabréfs sem fjármála- ráðuneytið samþykkti að taka af Garðskaga hf. til greiðslu á opinberum gjöldum, tryggt með 32. veðrétti í fiskverkunarstöð í landi Kothúss I, Garði. Þá er talið að krafa uppá 12,8 millj. vegna gjaldþrots Samkomuhúss Vestmannaeyja hf. sé töpuð og beri að afskrifa í ríkisbókhaldinu. Yfirlit vfir afskriftir endurlána íslenski gagnagr. 34.740.973 34.740.973 Miðað við stöðu Dr. 31.12.90 Stálvík hf. 22.004.428 22.004.428 Nafn: Krafa án drv.: Afskriftir: Trésmiðjan Víðir hf. 15.215.529 15.215.529 Hitaveita Rangæinga 118.606.101 110.421.788 Hagi hf. trésm. 14.571.797 13.114.617 Grænf. verksmiðjur 47.436.420 47.436.420 Garðskagi hf. 14.437.719 14.437.719 Hafnamálastofnun ríkisins 98.000 98.000 Samkomuhús Vestm. 12.770.540 12.770.540 Ríkissjóðurv/187501 32.000 32.000 Versl. Sigurðar Pál. Ásgeir hf. 11.442.699 11.128.355 Skipaútgerð ríkisins 260.899.796 89.709.563 10.202.208 10.202.208 Landshöfn Þorlákshöfn 1.704.105 1.704.105 Húseiningar hf. 10.514.390 10.514.390 Fiskveiðasjóður íslands 533.555.890 358.555.890 Vík hf. 7.216.735 4.900.000 Siglufjarðarkaupstaður 234.134.356 98.708.662 Veitingamaðurinn hf. 6.060.190 6.060.190 Grindavíkurkaupstaður 13.918.755 13.918.755 Vísir hf. 3.993.605 3.993.605 Hitaveita Hjaltadals 8.901.504 8.901.504 Blikkver hf. 4.018.355 4.018.355 Rafveita Snæfjalla 2.308.522 2.308.522 Húsvíék matvæli hf. 3.298.995 3.298.995 Sjóefnavinnslan hf. 148.413.625 148.413.625 Skemmtigarðurinn hf. 3.250.626 3.250.626 Norðurstjarnan hf., Hafnarfírði 322.617 322.617 Tækjabúðin hf. 10.900.911 2.000.000 Þorgeir og Ellert hf. 84.291 84.291 Vogur hf. 2.687.712 2.687.712 Söltunarstöðin Nóatún 56.155 56.155 Jón Eðvaldsson hf. 2.885.046 2.885.046 Vörðurhf. 56.828 46.828 Rörverk hf. 2.433.326 2.433.326 Dagstjarnan hf. 40.000 40.000 Vélsmiðjan Þór hf. 2.281.849 2.281.849 Fiskiðjusamlag Þórshafnar 1.131 1.131 Nesco 2.532.666 . 2.532.666 Fiskimjöl Evrbvgsia hf. 240 240 Pólstækni hf. 1.940.341 1.940.341 Annað: Vallhólmurhf. 47.232.476 47.232.476 Ræktunarsamband Austurl. 1.788.941 1.109.001.052 1.788.941 965.998.042 Þörungavinnslan 15.016.756 15.016.756 V/Þormóðs ramma 114.443.262 114.443.262 Kikisabyrgdir V/Ríkisútvarpsins 83.559.038 83.559.038 Kröfur Beinar afskriftir Samtals 1.630.811.868 1.140.011.628 Raðsmíðaskip 512.258.254 512.258.254 Rafmagnsveitur rík. 72.122.212 72.122.212 Veitt löng- lán ríkissióðs Skipaútgerð rík. Þörungavinnslan 544.132.551 33.416.008 510.788.548 33.416.008 Lántaki Krafa án dr.vaxta: Bein afskrift: Arnarflug hf. 321.241.723 196.089.130 Sjóefnavinnslan hf. 353.232.482 240.521.455 Útver hf. 113.243.229 50.000.000 Þormóður rammi hf. 174.712.712 169.184.042 Gullskipið hf. 95.373.619 95.373.619 Álafoss hf. 96.115.801 96.115.801 Stálvík hf. 32.078.145 32.078.145 Hilda and Álafoss 97.618.203 89.028.070 Ábyrgðard. fískeldisl. 367.730.876 292.555.741 Arnarflug hf. 98.297.448 98.297.448 Landnám ríkisins 5.740.801 5.740.801 Sigló hf. 87.834.815 84.650.815 2.098.346.418 1.800.431.458 . MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 6; .DESEMBER1Ö91 8' Tvístefna í Thorvaldsensstræti Ákveðið hefur verið að breyta og fækka bílastæðum í Thoi-valdsens- stræti eftir að tvístefnuakstur hefur verið tekinn upp í götunni. Að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar aðstoðargatnamálastjóra, er verið að brenna eldri merkingar af götunni en framvegis verða bílastæði með gangstéttinni við Austurvöll. Ekið verður inn og út frá Kirkjustræti, þar sem Vallarstræti hefur verið breytt í göngugötu. Gert er ráð fyrir að hægt verði að snúa bifreiðunum við enda götunnar. „Þetta verður svona til bráðabirgða,” sagði Sigurður. „Það er nánast búið að ákveða að endurbyggja næsta sumar Thorvaldsensstræti, Vallarstræti, Kirkju- stræti og Aðalstræti að Ingólfstorgi í framhaldi af frekari framkvæmd- um í Kvosinni.” Spástefna Stjórnunarfélags íslands: Stjóraendur fyrir- tækja spá 7,6% verðbólgu 1992 VERÐBÓLGAN verður 7,6% á næsta ári samkvæmt meðaltali af sp forsvarsmanna 30 fyrirtækja sem kynnt var á Spástefnu Stjórnunarft lags Islands í gær. Þar af telja forsvarsmenn 14 fyrirtækja að ver< bólgan verði á bilinu 4-8% á næsta ári og tólf að hún verði 8-12°/ í nýrri þjóðhagsáætlun, sem gerð var eftir að ljóst varð að álversfran kvæmdum yrði frestað, er gert ráð fyrir 5,1% verðbólgu. Þess bt að geta að spá forsvarsmanna fyrirtækjanna 30 var gerð áður e frainkvæmdum var frestað. Meðaltal af spá forsvarsmann- ánna gerir ráð fyrir að gengi dollars í árslok 1992 verði 61,2 krónur og gengi þýsks marks 37,3 krónur. Miðað við meðaltalsspá forsvars- mannanna um launaþróun á árinu hækka atvinnutekjur á mann um 4,5%. í þjóðhagsáætluninni er gert ráð fyrir 1,2% tekjuhækkun, en í þjóðhagsáætlun sem gerð var í haust, fyrir frestun álversfram- kvæmda, var hins vegar spáð 3% hækkun atvinnutekna. Skv. meðaltali af spám fyrirtækj- anna um hagvöxt á næsta ári verð- ur hann neikvæður um 2,0%, en þjóðhagsáætlun gerir ráð fyrir nei- kvæðum hagvexti upp á 3,6%. Eldri þjóðhagsáætlun gerði ráð fyrir að hagvöxtur yrði neikvæður um 1,5%. Þá er því spáð að raunvextir verði 8,2% í árslok 1992. Forsvarsmenn fyrirtækjanna gera ráð fyrir 2,6 atvinnuleysi á næsta ári og er þa sama niðurstaða og gert er ráð fyr í þjóðhagsáætlun. Aðspurðir um langtímahorfur íslensku efnahagslífí töldu forsvari menn 14 fyrirtækja þær vera slæn ar og jafnmargir sögðu þær vera meðallagi. Enginn taldi horfurna vera góðar. Mikill meirihluti foi svarsmanna fyrirtækjanna 30, eð 22, spáðu áframhaldandi þjóðarsát niðurskurði lánsfjárþarfar og stöc ugleika þegar þeir voru spurðir ur kjarasamninga. Þegar spurt var um ríkisbúskai inn sögðust 11 forsvarsmenn ger ráð fyrir að jafnvægi næðist me því að hækka skatta í stað niðui skurðar útgjalda. Einkavæðing yrc takmörkuð. Ættingjar Warhols telja mistök læknahafa valdið dauða hans Islenskur skurðlæknir meðal þeirra sem krafinn er um hundraða milljóna króna bætur BIRNI Þorbjarnarsyni, fyrrum yfirlækni skurðlæknisdeildar The New York Hospital, hefur ásamt forsvarsmönnum sjúkrahússins og læknum og hjúkrunarfólki úr starfsliði þess verið stefnt fyrir rétt á Manhattan í New York af ættingjum listamannsins Andy Warhols, sem lést á sjúkrahúsinu fyrir tæpum fimm árum, 58 ára gamall. Málaferlin standa yfir þessa dagana. Lögmenn ættingj- anna hafa gert kröfur uin skaða- bætur sem nema tugum milljóna bandaríkjadala, hundruðum millj- óna eða milljörðum króna, og rekja dauða Warhols til mistaka við skoð- un og meðferð þá sem honum var veitt á sjúkrahúsinu þegar Björn og læknir Warhols, Cox að nafni, fjarlægðugallblöðrulistamannsins daginn áður en hann lést. Lögmenn sjúkrahússins vísaöllum ásökunum á bug. Mál þetta hefur vakið mikla at- hygli vestra. Ættingjarnir saka læknana um að hafa látið gefa Warhol of mikinn vökva eftir að- gerðina án þess að huga að því að vökvinn safnaðist fyrir í líkaman- um með þeim afleiðingum að lista- maðurinn hafi drukknað af „of- vökvun” („over-hydration”). Við réttarhöldin í gær sagði Glen Dopf lögmaður læknanna að kenningin um „ofvökvun” ætti ekki við rök að styðjast. Bruce Habian lögfræð- ingur spítalans, sagði að vegna mistaka læknaritara hefði Iáðst að færa inn vökvagjafirnar. The New York Times hefur eft- ir lögfræðingi ættingjanna, Bruce Clark, að við dauða sinn hafi War- hol vegið um 10 kílóum (22 pund- um) meira en við komu á sjúkrahús- ið tveimur dögum fyrr og að lungu hans hafi þá verið tvöfalt þyngri en eðlilegt megi telja. Björn, sem búsettur hefur verið vestra um áratuga skeið, er nú bandarískur ríkisborgari og sestur í helgan stein að loknum löngurn og glæsilegum starfsferli. Þegar Andy Warhol Morgunblaðið náði sambandi við hann í gær, sagðist hann ekki ræða þetta mál við blaðamenn. Jonathan Weil, talsmaður sjúkra- hússins, sagði hins vegar við Morg- unblaðið að sjúkrahúsið hafnaði því alfarið að nokkuð væri athugavert við meðferð þá sem listamaðurinn fékk á sjúkrahúsinu og rangt væri að starfsfólki þar hefðu orðið á mistök. Dauða Warhols megi rekja til óvæntra hjartsláttartruflana og vísar sjúkrahúsið í því sambandi til viðkomandi réttarlæknisemb- Björn Þorbjarnarson ættis, sem annaðist krufningu. Málstaður ættingjanna, þeirra á meðal tveggja arflausra bræðra Warhols, styðst meðal annars við framburð sérfræðings, sem síð- ustu daga hefur dregið í land frá upphaflegum yfirlýsingum sínum um hin meintu læknamistök, að því er fram kemur í The New York Times. Andy Warhol lést á The New York Hospita! 22. febrúar 1987 af hjartaslagi. Daginn áður hafði gallblaðra hans verið fjarlægð með skurðaðgerð, sem New Yor. Times segir að einkalæknir lista mannsins, fyrrnefndur Cox, hai frestað þar til í lengstu lög, meða annars vegna hræðslu Warhols vii sjúkrahús og lækna. Að sögi blaðsins var þó um fremur ein falda aðgerð að ræða og ekki mui um það deilt í málinu að Warho hafi í fyrstu virst á eðlilegum bata vegi eftir að aðgerðinni lauk, með al annars horfði hann á sjónvarj og notaði símann. Á hálfri annan klukkustund hrakaði honum hin vegar skyndilega, féll í dá og lés um nóttina. I rannsóknarskýrslu sem unnin var á vegum heilbrigðis ráðuneytis fylkisins, var sjúkra húsið gagnrýnt fyrir að hafa ekk rannsakað Warhol nægilega vé fyrir aðgerðina og fyrir að haf; ekki fylgst nægilega með ástand hans eftir aðgerðina. Auk sjúkra hússins og læknanna, Björns 04 Cox, er hjúkrunarkonu sem vakt yfir Warhol og fleirum ú; starfsliði sjúkrahússins stefnt málinu. Eftir dauða Warhols, sem varc víðfrægur og í hávegum hafður í tímum pop-listar 7. áratugarins voru eigur hans seldar á uppboð og rann andvirðið til sérstakrai stofnunar sem kennd er við nafr hans. Þá eftirlét listamaðurinr móður sinni lífeyri, en bræðrs hans tveggja var að engu getið 1 erfðaskránni. Húsavík: Björgunarsveitin sótti slasaðan mann Húsavík. SLASAÐUR sjómaður var sóttur um borð í Svan RE um hádcgisbil- ið í gær, en skipið var þá statt um 45 sjómilur frá llúsavík. Það voru félagar í björgunarsveitinni Garðari á Ilúsavík sem sóttu manninn á björgunarbál sveitar- innar, og var hann fluttur á sjúkrahúsið þegar komið var með hann i land. Varaformanni björgunarsveit- arinnar, Þresti Brynjólfssyni, barst beiðni frá skipstjóranum á Svan um að sækja skipveija sem slasast hafði á handlegg, en skipstjórinn taldi að koma þyrfti manninum undir lækn- ishendur sem fyrst. Þrír félagar úr Garðari fóru á bát björgunai’sveitar- innar til að sækja manninn, 0g tók siglingin að Svan um eina og hálfa klukkustund. Komið var með mann- inn, sem reyndist vera handleggs- ; brotinn, á sjúkrahúsið laust fyrir klukkan hálf þijú. fréttar. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.