Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 34
S8,
34
teei ítaaMagaa .ð atpAauTaöa GiaAjaviushom
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 6. DESEMBER 1991
Tillögur um fiskveiðikvóta EB:
Framkvæmdastj óm-
in boðar frekari nið-
urskurð á næsta ári
Kvóti í helstu fisktegundum hefur ver-
ið minnkaður um 75% á fimm árum
Bru'ssel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins birti í gær tillögur
sínar um hámarksafla á helstu fisktegundum innan EB á næsta
ári. Ljóst er að enn verður að draga úr sókn í fiskistofna banda-
lagsins en veiðiheimildir á helstu nytjategundum hafa dregist
saman um allt að 75% á síðustu fimm árum.
Inn í tillögur framkvæmda-
stjórnarinnar vantar aflamörk á
svæðum sem falla undir sam-
skiptasamning JNoregs og banda-
lagsins en innan þeirra eru margir
af mikilvægustu aflakvótum EB-
flotans. Erfitt er að leggja mat á
niðurstöður tillagnanna fyrr en
samningar EB við Norðmenn eru
í höfn en þeir hafa gengið mjög
erfíðlega.
Tillögurnar gera ráð fyrir 31
þúsund tonna aflamarki á þorski
við Grænland sem er þijú þúsund
tónnum minna en veiðiheimildir
EB flotans á yfirstandandi ári.
um til bandalagsins. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins leggur
framkvæmdastjórnin til að heimil-
aður verði innflutningur á rúmlega
50 þúsund tonnum af saltfíski á
7% tolli og tvö þúsund tonnum af
söltuðum flokum á 10-11% tolli.
I frétt frá .Reufers-fréttastof-
unni segir að framkvæmdastjórnin
vilji einnig að á fundi sjávarút-
vegsráðherranna verði ákveðið
200 daga veiðibann á þorski og
ýsu í Norðursjó til að minnka
ásókn í þá stofna en þeir eru sagð-
ir vera í mjög slæmu ástandi.
Terry Anderson ásamt Sulome, dóttur sinni, sem hann var að sjá í
fyrsta sinn, og systur sinni, Peggy Say.
Norður-Irland:
17 særast í
sprengjutil-
ræði í Belfast
Belfast. Reuter.
SAUTJÁN manns særðust þeg-
ar sprengja sprakk í Belfast á
miðvikudagskvöld og er talið
að írski lýðveldisherinn (IRA)
hafi staðið fyrir tilræðinu.
Sprengjan var falin í bifreið
fyrir utan Europa-hótelið og
sprakk um 25 mínútum eftir að
hringt hafði verið í útvarpsstöðvar
til að vara við tilræðinu. Verið var
að koma fólki í burtu af svæðinu
þegar sprengjan sprakk. Átta lög-
reglumenn, tveir hermenn og sjö
óbreyttir borgarar særðust.
Hola kom á götuna og gat á
hótelið þegar sprengjan sprakk
en í henni voru hundruð kílóa af
sprengiefni. Talsverðar skemmdir
urðu á öðrum byggingum á stóru
svæði.
IRA hefur að undanförnu hert
baráttuna gegn yfirráðum Breta
yfir Norður-írlandi og komið fyrir
sprengjum í verslunum í miðborg
Lundúna.
Hámarksafli EB á karfa á Bandaríski blaðamaðurinn Terry Anderson:
Grænlandsmiðum er óbreyttur frá
þessu ári eða 53.320 tonn. Afla-
mark EB á grálúðu við Grænland
verður 5.600 tonn, heimilt verður
að veiða 200 tonn af lúðu og 30
þúsund tonn af loðnu verði tillög-
urnar samþykktar.
Sjávarútvegsráðherrar EB
munu ræða tillögurnar á fundi 17.
og 18. desember í Brussel. Annars
vegar fjalla ráðherrarnir um heild-
araflamagn einstakra tegunda og
hins vegar úthlutun kvóta til aðild-
arríkjanna. Á sama fundi verða
afgreiddar tillögur um innflutn-
ingsheimildir á m.a. saltfíski og
söltuðum flökum á lækkuðum toll-
„Stórkostlegt að vera frjáls
þetta var svo langiu- tíini”
Var lengst af hlekkjaður í gíslingunni en stytti sér
stundir við að leika á flöskur og leggja kapal
Wiesbaden, Frankfurt, Sameinudu þjóðunum. Reuter.
„ÉG á ekki orð til að lýsa tilfinningum mínum. Það er stórkostlegt
að vera frjáls, þetta var svo langur tími,” sagði bandaríski blaðamað-
urinn Terry Anderson þegar hann kom til Wiesbaden í Þýskalandi
í gær, laus úr meira en sex ára gíslingu hjá mannræningjum í Líban-
on. Voru nokkur hundruð manns saman komin til að fagna honum
og þá vantaði ekki systur hans, Peggy Say, en í allan þennan tíma
unni hún sér aldrei hvíldar við að fá bróður sinn lausan.
ERLENT
Peggy hljóp á móti bróður sínum
þegar hann kom út úr flugvélinni
og þau systkinin föðmuðust lengi
og innilega. Var Peggy grátandi
þegar þau slitu loks faðmlaginu. Á
bandaríska herflugvellinum í Wi-
esbaden var einnig Sulome, sex ára
gömul dóttir Andersons, og móðir
hennar, Madelaine, en Sulome
fæddist þremur mánuðum eftir að
Anderson var rænt.
Skömmu eftir komuna birtist
Anderson aftur á svölum hersjúkra-
hússins og þá ásamt tveimur lönd-
um sínum og fynverandi gíslum,
þeim Joseph Cicippio og Alann Ste-
en. Skiptist Anderson á nokkrum
orðum við fréttamennina fyrir neð-
an og sagði, að það væri stórkost-
legt að eiga svona systur eins og
Maxwell dró sér 54 millj-
arða í eigu lífeyrissjóða
Lundúnum. Reuter, The Daily Telegraph.
BRESKI fjöhniðlajöfurinn Robert Maxwell dró sér 526 milljónir
punda (54 milljarða ISK) af eignum lífeyrissjóða starfsmanna sinna
og af reikningum fyrirtækja undir hans stjórn síðustu vikurnar
sem hann lifði, að sögn Daily Mirror, eins af dagblöðunum sem
voru í eigu hans.
Blaðið sagði að ritsjóri þess
hefði tjáð starfsmönnunum að nú
væri því sem næst öruggt að
nýir eigendur tækju við rekstri
blaðsins.
Maxwell fannst látinn 5. nóv-
ember undan strönd Kanaríeyja,
þar sem hann hafði verið á lysti-
snekkju sinni. Eftir dauða hans
kom í ljós að fyrirtæki hans, þar
á meðal Mirror-dagbiaðahópurinn
og Maxwell Communication
Gorporation, skulda 2,5 milljarða
punda (260 milljarða ÍSK).
Daily Mirror sagði að aðeins
væru 100 milljónir punda (10,4
milljarðar ISK) eftir af lífeyris-
sjóðum þessara fyrirtækja og
markaðsrannsóknafyrirtækisins
AGB. Áætlað er að sjóðirnir hafi
átt 530 milljónir punda í maí.
Talið er að Maxwell hafi einnig
dregið sér fé fyrirtækja, sem selja
hlutabréf á almennum markaði,
til að greiða eigin skuldir.
Talið er fuilvíst að fjölskylda
Maxwells tapi öllum fyrirtækjum
hans. Bankastjórar 30 banka
koma saman í dag til að ræða
framtíð einkafyrirtækja hans en
nokkrir þeirra hafa þegar beitt
sér fyrir því að þau verði tekin
til skiptameðferðar.
Dagblöð í Bretlandi fóru hörð-
um orðum um fjárdráttinn í gær.
Sun hafði meðal annars eftir
starfsmönnum Daily Mirror að
Maxwell væri „glæpamaður ald-
arinnar”. Daily Mail birti frétt um
hann á forsíðu undir fyrirsögn-
inni: „Skipstjórinn sem stal frá
áhöfn sinni.”
Einn af blaðamönnum Daily
Mirror sagði að lífeyrissjóða-
hneykslið hefði gert að engu goð-
sögnina um að Maxwell hefði
bjargað dagblaðinu frá gjaldþroti
er hann keypti það árið 1984. „Ég
tel réttara að segja að hann hafi
rænt blaðið fremur en að bjarga
því,” sagði hann í viðtali við
breska útvarpið BBC.
Breska dagblaðið The Daily
Telegraph segir að Maxwell hafí
verið mikiil svikahrappur, sem
hafi notfært sér bresku meiðyrða-
löggjöfína til hins ítrasta til að
koma í veg fyrir að upp kæmist
um svikin. Þeir sem hafi árætt
að bjóða honum birginn hafí séð
eftir því en þeir hafi verið fleiri
sem hafi ekki viljað standa í ill-
deilum við hann vegna þess að
þeim hafi vaxið fjölmennt lög-
fræðingalið hans í augum.
Blaðið segir að Maxwell hafi
ekki gert nokkurn greinarmun á
því sem hann átti sjálfur og því
sem tilheyrði öðrum. Hann hafí
því svindlað á hluthöfum í þeim
fyrirtækjum, sem seldu hlutabréf
á almennum markaði, lánar-
drottnum og starfsmönnum sín-
um í rúman aldarfjórðung.
Peggy Say. „Hún gafst aldrei upp
og þegar öll sund virtust lokuð kom
hún mér til bjargar,” sagði hann.
Fyrsta máltíðin, sem Anderson
bað um við komuna, var risaham-
borgari og mjólkurhristingur með
jarðarbeijabragði en í Damaskus í
Sýrlandi var hann spurður hvað
hefði hj^lpað honum að þola fanga-
vistina og oft og tíðum illa meðferð
mannræningjanna. „Félagar mínir,
trúin og líklega þrjóska,” sagði
hann. „Ég reyndi að taka þvi, sem
að höndum bar.”
I fangavistinni var Anderson oft-
ast hlekkjaður en hann reyndi að
hafa ofan af fyrir sér með því að
leika á flöskur, sem voru misfullar
af vatni, notaði þær eins og bjöllur,
og hann fékk að hafa hjá sér spil.
Þeir eru því ófáir kaplarnir, sem
hann hefur lagt á þessum 2.454
dögum, sem hann var í haldi. Síð-
ast en ekki síst fékk hann að vera
með útvarp og með því að hlusta á
BBC, breska ríkisútvarpið, vissi
hann hveiju fram vatt í gíslamálun-
um.
„Á þriðjudag komu fangaverðirn-
ir með ný föt og nýja skó, þá fyrstu
í naestum sjö ár, og ég vissi, að ég
yrði látinn laus daginn eftir. Ég
svaf ekki meir, þessi sólarhringur
var sá Iengsti í lífí mínu,” sagði
Terry Anderson.
Mannræningjar í Líbanon hafa
enn í haldi tvo Þjóðveija, Heinrich
Strúbig og Thomas Kemptner, og
er alls óvíst hvort þeir fá frelsi á
næstunni. Krefjast mannrænin-
gjarnir þess, að tveimur bræðrum,
Hamadi-bræðrunum svonefndu,
verði sleppt úr fangelsi í Þýskalandi
en þeir voru dæmdir fyrir flugrán,
mannrán og morð. Að þeirri kröfu
vilja þýsk stjórnvöld ekki ganga.
Leiðrétting
Ranghermt var í blaðinu í gær
að Benjamin Netanyahu væri varn-
armálaráðherra ísraels. Hið rétta
er að hann er aðstoðarutanríkisráð-
herra landsins. Er beðist velvirðing-
ar á þessum mistökum.