Morgunblaðið - 06.12.1991, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 06.12.1991, Qupperneq 52
MQfiGjj^iMÐii?, FpsyypAGyfi. æ, vmwm'mh Minning: Sigríður Jónsdóttir handavinnukennari Fædd 26. maí 1909 Dáin 27. nóvember 1991 Tíminn tifar, eitt og eitt ár rað- ast upp sem perlur á band, enn gátan mikla er eftir sem áður óráð- in hvað eilífðar málin varðar. Ætíð þegar vistaskiptin birtast vinum og ættmennum er maður ávallt óviðbú- inn og söknuður bærist í bijósti, þrátt fyrir að búast mætti við þeim hvenær sem var. Miðvikudaginn 27. nóv. sl. slokknaði lífsstrengur fóstursystur minnar Sigríðar Jónsdóttur frá Tungu fyrrum handavinnukennara. Með örfáum orðum vil ég minnast þessarar sómakonu. Verður mér fyrst til að hugsa til þess er ég ólst upp í faðmi hárra fjalla á stórbýlinu Tungu í Stíflu hjá þeim heiðurshjón- um, foreldrum Sigríðar, og hvert það umhverfi var sem hún ólst upp við sem efalaust'hefur mótað hana að verulegu Jeyti. Sigríður fæddist 26. mai 1909 á Brúnastöðum í Fljótum en fluttist eins árs að aldri með foreldrum sín- um að Tungu í sömu sveit þar sem hún sleit barns- og unglingsárunum við leik og við þau störf sem þá almennt tíðkuðust er unglingar komust á vinnualdur. Æskuheimili hennar var stórt í sniðum og ekki óalgengt að í heimili væri um og yfír 20 manns. Faðir hennar gegndi ýmsum málum fyrir sveit sír.a var hreppstjóri, sýslunefndarmaður m.m. Móðir Sigríðar hafði af guðs náð líknar hendur bæði við menn og málleysingja og naut mikils trausts sveitunganna. Var oft að heiman þeirra erinda, þótti ómiss- andi bæði þar sem veikindi bar að garði svo og við fæðingar. Þetta var ytri rammi þess sem Sigríður ólst upp við. Að ætt og uppruna var hún af dugmiklu,— myndarlegu — og góðu bændafólki komin. Móðir hennar var Sigurlína Hjálmarsdóttir Jóns- sonar bónda Stóra-Holti í sömu sveit. Hann var aðfluttur frá Eyja- firði fæddur að Klúkum og ólst upp að nokkru á Hvassafelli, en laust fyrir aldamót keypti hann jörðina Stóra-Holt í Fljótum og hóf þar búskap. Hann var maður hár vexti, þrekinn, jarpur á hár með alskegg, sagður gjörvulegur maður. Móðir Sigurlínu og kona Hjálmars var Sigríður Jónsdóttir bónda á Stijúgsá í Eyjafirði Benediktssonar. Faðir Sigríðar var Jón Guðmund- ur Jónsson bóndi og sjósóknari langtímum saman á Brúnastöðum. Kona Jóns á Brúnastöðum var Sig- ríður Pétursdóttir Jónssonar bónda á Sléttum. Hún var mikilhæf kona, stjórnsöm og stórbrotinn skörungur að gerð. A uppvaxtarárum Sigríðar í Tungu var margt með öðrum hætti en nú er, m.a. var það ekki sjálfgef- ið að halda skólagöngu áfram eftir fermingu og fengu færri en vildu , og réð fjárhagurinn þar mestu um. Sigríður hleypti heimdraganum nokkuð snemma eða um 18 ára fór hún á kvöldskóla hjá ísleifi Jóns- syni hér í Reykjavík og síðan í hús- stjórnardeild Kvennaskólans í Reykjavík. Hún vildi sjá og heyra meira en þama var boðið upp á. Upp úr síðari heimsstyijöldinni inn- ritaðist hún í Handarbejdets Fremme í Kaupmannahöfn og lauk þaðan kennaraprófi 1949. Til að viðhalda þekkingu sinni og kynnast nýjungum fór hún til Svíþjóðar 1953 á handavinnunámskeið. Samhliða skólagöngunni hér í Reykjavík og allmarga vetur eftir það vann hún á saumastofu Ara Jónssonar (Faco hf.) bæði hér í Reykjavík og Stykkishólmi. Flest sumur var hún heima utan þess sem hún fór í síld til Siglufjarðar þegar uppgangstímar þar voru sem mest- ir. Heim komin frá námi í Dan- mörku 1949 hóf hún kennslu við gagnfræðaskólann við Lindargötu. Kennsla varð hennar lífsstarf næsta aldarfjórðunginn eða þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Systkini Sigríðar voru Dagbjört fyrrum húsmæðrakennari, sem Jón eignaðist fyrir hjónaband. Hún var gift séra Kristni Stefánssyni, sem dáinn er fyrir allmörgum árum. Hjálmar andaðist í æsku. Ólöf sem nú dvelur á Sjúkrahúsi Siglufjarð- ar, ekkja eftir Eirík Guðmundsson húsasmið og verkstjóra. Hilmar sem fórst 1954 langt um aldur fram af slysförum. Hann var kvæntur Magneu Þorláksdóttur sem einnig er dáin. Mér vefst tunga um tönn, er ég reyni að lýsa persónunni Sigríði Jónsdóttur. Að vallarsýn var hún hávaxin dökk á hár, glæsileg á velli og kurteis í allri framkomu. Hún var brosmildur mannvinur og kærleiksrík. Hér er skarð fyrir skildi og systur hennar, systkinabörn og aðrir vinir minnast hennar með þökk fyrir alla hjálpsemi og aðra samferð. Síðustu árin var hún þrot- in að kröftum og hefur trúlega ekki verið hvíldinni mótfallin og hefur áreiðanlega tekið skiptunum með jafnaðargeði, sem hún gerði jafnan í lifanda lífi. Um nokkurn tíma hafði Sigríður haft þjónustu frá Félagsmálastofnún Reykjavík- ur. Henni gegndi nafna hennar Ottesen og var Sigríður mjög ánægð og þakklát fyrir þá þjónustu og er frú Ottesen þökkuð öll sú velvild og greiði-sem hún lét nöfnu sinni í té. Þrátt fyrir hennar ljúfu lund og að hún var virt af öllum sem henni kynntust þá batt Sigríð- ur ekki þvengi sína með öðrum og kveður því þennan heim án afkom- anda. Að lokum þakka ég samfylgd- ina og óska þess og trúi því raunar að þessi fóstursystir mín hafi feng- ið góðar móttökur á hinni ókunnu strönd. Fari hún í friði. Guð varð- veiti hana og blessi. Guðmundur Jóhannsson í dag er kvödd hinstu kveðju móðursystir mín, Sigríður Jónsdóttir handavinnukennari, og langar mig að minnast hennar. Við systkina- börnin kölluðum hana aldrei annað en frænku. Um árabil hafði hún átt við talsverða vanheilsu að stríða, en hún fékk hægt andlát á heimili sínu 27. nóvember sl. Avallt setur mann hljóðan þegar frétt berst um að náinn ættingi eða vinur hafi kvatt þennan heim. Það snertir viðkvæma strengi í bijósti manns og ótal minningar liðins tíma tengdar hinum látna streyma fram í hugann. Þannig er því farið hjá mér nú á þessari stundu, er ég hugsa til frænku minnar sem var mér svo kær allt frá bamæsku minni. Sigga frænka fæddist 26. maí 1909 á Brúnastöðum í Fljótum, Skagafirði. Foreldrar hennar voru Jón G. Jónsson, óðalsbóndi og hrepp- stjóri og kona hans Sigurlína Hjálm- arsdóttir, en þau bjuggu rúm 30 ár rausnarbúi í Tungu í Stíflu í Fljót- um. Stíflan þótti, áður en orkuverið við Skeiðsfoss var byggj;, ein fegurst sveita þessa lands, þar sem Fljótaáin með kjarrivöxnum hólmum liðaðist, lygn og fögur fram iðjagrænan Stífludalinn. í þessu umhverfi ólst frænka mín upp ásamt systkinum sínum, Herdísi Ólöfu, Hilmari og hálfsystur sinni Dagbjörtu móður minni, sem dvaldist um skeið á heim- ilinu. Einnig ólust upp í Tungu nokk- ur fósturbörn, sem bundust fjöl- skyldunni sterkum böndum sem haldist hafa æ síðan. Um tvítugt hleypti frænka mín heimdraganum, | yfirgaf sveitina sína fögra og hélt suður til Reykjavíkur til náms og starfa. Veturinn 1929-30 stundaði hún nám við Hússtjórnardeild Kvenna- skólans í Reykjavík. Naut hún þar haldgóðrar fræðslu undir öruggri og styrkri stjórn hins mikla kven- skörungs Ingibjargar H. Bjamason, og átti hún góðar minningar frá þessum vetri. Síðan starfaði hún við mötuneyti Héraðsskólans að Laug- arvatni, en þá hafði móðir mín ný- lega tekið við ráðskonustarfi þar. Einn vetur var Sigga frænka ráðs- kona barnaskólans í Reykholti í Biskupstungum. Að því búnu breytt- ist starfsvettvangur hennar og næstu árin starfaði hún á klæðskera- verkstæði Ara Jónssonar, fyrst í Stykkishólmi en síðar í Reykjavík. (| Var hún nátengd þeirri ijölskyldu og mikill heimilisvinur alla tíð. Hún varð mjög fær í klæðskerasaumi, | eftir margra ára þjálfun, þótt hún aflaði sér aldrei réttinda í þeirri iðn- grein. Það var reyndar sama hvað hún tók sér fyrir hendur, samvisku- semi og vandvirkni einkenndu öll störf hennar og hún leysti þau af hendi af sinni alkunnu snilld. Þegar frænka mín nálgaðist fer- tugsaldurinn urðu straumhvörf í lífi hennar. Hún tók þá ákvörðun, hvött af ýmsum ættingjum og vinum sem mátu mikils hæfileika hennar, að halda til Danmerkur og afla sér réttinda sem handavinnukennari. Hún stundaði nám um tveggja ára skeið við hinn virta handavinnuskóla Haandarbejdets Fremme í Kaup- mannahöfn og lauk þaðan prófi árið f 1949. Jafnframt þessu námi, lærði hún að sauma prestakraga og stund- aði þá vandasömu iðju fyrir biskups- ( skrifstofuna um árabil. Oft dáðist ég að handbragði hennar, þegar hún var að sauma og stífa þessa kraga, ^ en þar þurfti nákvæmni og vand- virkni svo sannarlega að sitja í fyrir- rúmi. Sumarið 1948, þegar ég hafði nýlokið stúdentsprófi átti ég þess kost að heimsækja Siggu frænku til Danmerkur ásamt móður minni og var það mín fyrsta utanlandsferð. A þeim tíma var það ekki sjálfsagður hlutur í lífi fólks, allra síst unglinga, að ferðast til útlanda. Enda var eftir- væntingin og tilhlökkunin mikil. Ég varð heldur ekki fyrir vonbrigðum. Dvölin hjá frænku minni varð mér til mikillar ánægju. Margar ferðirnar Sefur hötturtnn BENJAMiN heimn bjé þér um júlin ? BENJAMIN er aðeins eitt af mörgum undurfallegum mynstrum frá BORÁS. Yndisleg straulétt 100% bómull, laus við sterkju og aukaefni . Góð hönnun fyrir hugsandi ( og sofandi ) fólk. Mynstur og litir sem heilla alla. Réttar stærðir fyrir íslenskan markað, sængurver 140 x 200 sm og koddaver 50 x 70 sm. HAGKAUP borás Benjamin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.