Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 41
MORGUNÐLAÐIÐ ‘FÖSTEIDAGÚR 6. DESEMBER T99l U4i Ljóða- og’ smasagna- samkeppni í vinabæjum Færanlega íbúðarhúsið sett niður í Grímsey. Morgunblaðið/Hólmfríður Hús smíðað á Akureyri og flutt til Grímseyjar: Hægt að taka húsið með ef við flytjum úr eyjunni - segir Ida Jónsdóttir Grímsey. ÞAU Jóhannes Henningsson og Ida Jónsdóttir i Grímsey létu smíða fyrir sig hús á Akureyri og var það síðan flutt út í eyju og komið fyrir á grunni sem gerður hafði verið fyrir það. Þau telja bæði ódýrara og hag- kvæmara að hafa þennan hátt- inn á, auk þess sem þau geti tekið húsið með sér komi til þess að þau flytji úr eynni. Það var Trausti Adamsson á Akureyri ásamt sonum sínum Stefáni og Adam sem smíðaði húsið og fylgdu þeir því út i eyju með Öskju, en með því skipi kom húsið til Grímseyjar. Húsið mun standa skammt austur af sund- lauginni. Um er að ræða timburhús og þó svo einhverjum kunni að finnast það líkjast sumarbústað þá er um vandað heilsárshús að ræða. Það er 82 fermetrar að Vaskur hópur flutningsmanna við húsið. gólffleti og eftir að því hefur ver- ið komið fyrir á grunni sínum geta þau Jóhannes og Ida flutt inn í nýja húsið, en einungis á eftir að tengja lagnir. Hafa þau hug á að flytja inn sem fyrst. Húsið var flutt út í Grímsey aðfaranótt laugardags, en eftir helgi var hafist handa við að flytja það á grunn sinn og við það verk unnu Sigurður og Magnús Bjarnasynir ásamt fleiri Grímsey- ingum. „Það er bæði ódýrara og hag- kvæmara á allan hátt að byggja svona, betra að fá húsið í heilu lagi, en vera alltaf að bíða eftir efni sem flutt er út í eyju í smásl- öttum ferð eftir ferð. Svo getum við líka tekið húsið með pkkur ef við flytjum burt,” sagði ída. HSH ■ HERRAKVÖLD KA verður haldið í KA-heimilinu við Dals- braut laugardagskvöldið 7. des- ember og hefst með fordrykk kl. 19.30. A herrakvöldinu verður í boði fjölbreytt skemmtidagskrá. Veislustjóri verður Guðmundur Stefánsson, ræðu kvöidsins flytur Haraldur Bessason háskólarektor, Jóhannes Bjarnason flytur annál ársins í léttum dúr jafnframt því sem hann afhendir „Lillehammer- inn”, en þann titil fær að jafnaði sá KA-maður sem gert hefur axar- skaft ársins. Miðasala fer fram í KA-húsinu. ■ LEIK Skautafélags Akureyrar og Bjarnarins í Kópavogi í íslands- meistaramótinu í íshokký, sem fara átti fram á morgun, laugardag, hefur verið frestað og verður hann að öllum líkindum ekki leikinn fyrr en 4. janúar næstkomandi. ■ ÁRNI Tryggvason leikari og Ingólfur Margeirsson rithöfundur gera víðreist um Norðurland eystra um helgina og árita bók sína Lífróður í bókabúðum nyrðra. Þeir félagar helja áritunina á föstudag frá 19-20 í bókabúðinni Sogn á Dalvík. Á laugardag árita Árni og Ingólfur bók sína á Akureyri frá morgni til kvölds í fjórum bókabúð- um; Möppudýrinu í Sunnuhlíð milli kl. 10 og 12 fyrir hádegi, bóka- versluninni Eddu í Hafnarstræti frá kl. 13-14. Bókabúð Jónasar í sömu götu frá kl. 14-16 og í versl- uninni Bókval-Tölvutækni milli kl. 16-18. Árituninni á laugardag er þó ekki lokið því um kvöldið halda Árni og Ingólfur til Hríseyjar þar sem bókin Lífróður var unnin sl. sumar og árita bókina í æskuheim- ili Árna Tryggvasonar, Brekku en þarer nú rekið veitinga- og gisti- hús. Á sunnudag halda Árni og Ingólfur til Húsavíkur og árita bók sína í Bókaverslun Þórarins Stefánssonar en búðin verður sér- staklega opnuð á sunnudaginn milli 16 og 17.30 vegna áritunarinnar. (Frcttatilkynning) EFNA á til ljóða- og smásagna- samképpni í öllum vinabæjum Akureyrar í tengslum við vina- bæjaviku sem haldin verður í bænum í lok júní á næsta ári. Eitt af meginviðfangsefnum vinabæjavikunnar eru bókmenntir. í tilefni af því hefur verið ákveðið að efna til samkeppni í öllum vina- bæjunum um ljóða- og smásagna- gerð, en aldursmörk í þessari keppni eru 16 til 25 ára. Frestur til að senda inn Ijóð eða smásögur í keppnina rennur út 10. febrúar á næsta ári. Sérstök dómnefnd mun velja bestu ljóðin og smásögurnar en veitt verða peningaverðlaun og við- urkenningar. Þá er gert ráð fyrir að sigui-vegarar og þeir sem fá við- urkenningar verði fulltrúar Akur- eyrar í þeirri dagskrá sem verður á vinabæjavikunni næsta vor. Nánari upplýsingar um sam- keppnina er hægt að fá á skrifstofu ■ AÐVENTUSAMKOMA verður í Húsavíkurkirkju á sunnudag klukkan 15. Ræðumaður á samko- munni verður Halldór Blöndal landbúnaðar- og samgönguráð- herra. Tónlistarflutning annast Kór Húsavíkurkirkju, barnakór, Juliet Faulknar leikur á orgel og píanó, en stjórnendur eru Robert, Faulkn- er og Line Werner. í dagskrá Menningarsamtaka Norðlend- inga sem birtist í blaðinu á þriðju- dag urðu þau mistök að aðventu- samkoman var sögð vera 15. des- ember, en hið rétta er að hún verð- ur nú um helgina og leiðréttist það hér með. menningarfulltrúa í Strandgötu á Akureyri eða hjá amtsbókaverði á Amtsbókasafninu. -----» ♦ ♦---- Yfirlýsing MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Vil- hjálmi Inga Árnasyni formanni Neytendafélags Akureyrar og nágrennis og Herði Þórleifssyni formanni Tannlæknafélags Norðurlands: „Vegna þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum að und- anförnu varðandi léleg vinnubrögð tannlækna á Akureyri skal það tek- ið fram að ekki liggja á borðum Neytendafélags Akureyrar gögn um slæm vinnubrögð nema tveggja tannlækna, þar af er annar starf- andi á Akureyri í dag. Tannlæknafélag Norðurlands hefur aðstoðað aðila sem hafa talið sig eiga rétt á bótum við að koma kvörtunum sínum á framfæri við sáttanefnd Tannlæknafélags ís- lands. Þær tafir sem orðið hafa á afgreiðslu mála sem upp hafa kom- ið hafa ekki verið vegna tregðu Tannlæknafélags Norðurlands við að leysa málin. Einnig skal það tek- ið fram að tannlæknar á Ákureyri hafa með sér gott samstarf og eru ekki að ganga hver að öðrum hvorki beint eða óbeint. Neytendafélag Akureyrar beinir þeim tilmælum til þeirra, sem grun hafa um að vinnubrögð við tennur þeirra séu ekki sem skyldi að snúa sér til formanns Tannlæknafélags Norðurlands.” STYRKTART'ONLEIKAR tÓNUSTAQVEÍSU t Sjaííanum fistud. 6.des. kí.203° 100 listamenn koma fram. Kynnar: Bjarni Hafþór Helgason og Hermann Gunnarsson. Aðgangseyrir kr. 1.800,-. Húsið opnað kl. 20.00. Dansleikurfrá kl. 24.00. KG-BOLSTRUN Fjölnisgötu 4N Nýsmíði — viðgerðir VS. 96-26123, hs. 96-26146. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.