Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 55
' 'MÓRGUk'BI.AblÐ FÓSTUIÍAGCR 6* 'ÓbsCMBEÍl' 1Ó91
Jónborg Þorsteins-
dóttir — Minning
Fædd 27. nóvember 1910
Dáin 23. nóvember 1991
Jónborg Þorsteinsdóttir, hús-
vörður Gagnfræðaskóla Akureyrar
um þriggja áratuga skeið, andaðist
laugardaginn 23. nóvember og
skorti þá fjóra daga á áttugasta
og fyrsta aldursárið. Hún fæddist
27. nóvember 1910 á Borgarfirði
eystra, elst barna þeirra Siguijónu
Jakobsdóttur og Þorsteins M. Jóns-
sonar. Hún hét í höfuðið á foreldr-
um Þorsteins, Jóni Ólasyni og Vil-
borgu Þorsteinsdóttur, sem iengi
bjuggu á Útnyrðingsstöðum á Völl-
um. Hún ólst upp á Borgarfirði,
þar sem faðir hennar var skóla-
stjóri barna- og unglingaskóla um
10 ára skeið og síðar kaupfélags-
stjóri, áður en fjölskylda.n fluttist
til Akureyrar árið 1921. Jafnframt
var hann alþingismaður Norðmýl-
inga árin 1916-1923. Eftir það
átti Jónborg heima á Akureyri eða
sjö áratugi. Æskuheimili Jónborg-
ar var mikið menningar- og rausn-
arheimili. Systkinahópurinn var
stór, og þar að auki var alltaf gest-
kvæmt, svo að jafnan var mann-
margt í húsum Þorsteins og Sigur-
jónu. Húsfreyjan var glæsileg kona
og listelsk og tók mikinn þátt í
félagsstörfum, sönglífi og leiklist-
arstarfsemi á Akureyri í áratugi.
Húsbóndinn var fyrst kennari við
Barnaskóla Akureyrar og síðar
skólastjóri Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar, lengi forseti bæjarstjórnar,
sáttasemjari í vinnudeilum, mikil-
virkur bókaútgefandi og bókasafn-
ari og rak fyrr á árum bóka- og
ritfangaverslun auk búskapar' á
stóijörð, svo að eitthvað sé nefnt.
Má nærri geta, hvort elsta dóttir
hefir ekki einhvern tíma þurft að
taka til hendi við heimilisverk og
umönnun yngri systkina, þegar á
lá. Einnig vann hún um skeið í
bókaverslun föður síns. Jónborg
giftist ung Magnúsi sjómanni Þor-
steinssyni frá Upsum í Svarfaðar-
dal, en þau fengu ekki lengi að
una lífinu saman. Hann varð brátt
herfang hvíta dauða og andaðist
árið 1935. Þau eignuðust eina dótt-
ur barna, Eddu, vélritunarkennara
við Gagnfræðaskóla Akureyrar og
síðar Verkmenntaskólann á Akur-
eyri. Maður hennar er Jóhann
Gauti Gestsson frá Garðsvík á
Svalbarðsströnd, sem einkum hefir
stundað kafarastörf og leigubíla-
akstur. Þau eiga þijú börn, Vil-
borgu meinatækni, sem er gift
Hlyni Jónassyni, tækjaverði,
Magnús Gauta, hagfræðing og
kaupfélagsstjóra, sem kvæntur er
Hrefnu Torfadóttur, kennara, og
Elínu rafmagnstæknifræðing, en
hún og sambýlismaður hennar,
Steinþór Ólafsson rekstrartækni-
fræðingur, eru nú bæði við fram-
haldsnám í Los Angeles. Jónborg
hefir alltaf látið sér afar annt um
einkadótturina og fjölskyldu henn-
ar og vakað yfir heill hennar og
hag á fagran og eftirminnilegan
hátt. Einstæð móðir hlaut að leita
sér viðuiTæris og tryggja afkomu
sína með vinnu utan heimilis. Jón-
borg gerðist starfsmaður leikvalla
Akureyrarbæjar og var um skeið
umsjónarmaður leikvallanna í
bænum. Árið 1948 tók hún að sér
ræstingarstörf í Gagnfræðaskóla
Akureyrar, og þegar Áskell Jóns-
son húsvörður og kennari forfall-
aðist vegna veikinda veturinn
1953/1954 tók hún að sér húsvarð-
arstarfið þann vetur. Þegar Áskell
gerðist kennari í fullu starfi árið
1955, var Jónborg ráðin húsvörður
og gegndi því starfi til ársins 1978.
Margir urðu til þess að láta í ljós
efasemdir um, að kona gæti valdið
starfi húsvarðar í svo stóru húsi
og svo stórri, erilsamri og fjöl-
mennri stofnun. Þær raddir hjöðn-
uðu fljótt, því að reynslan sýndi
annað. Jónborg skilaði verki sínu
með sóma og fullum heiðri, eins
og þeir vissu, að verða mundi, sem
þekktu hana, því að hún var þeirr-
ar gerðar að vilja í engu vanim
sitt vita og á engu niðast, sem
henni var til trúað. Hún var strang-
heiðarleg manneskja í srnáu og
stóru og á öllum sviðum. Ilollusta
hennar við skólann var heil og
sönn. Hún var ekki vön að mæla
sporin sín eða telja stundirnar í
þágu þeirrar stofnunar og þess
starfs, sem hún hafði tekið að sér.
Hún fylgdist vel með ástandi húss
og lóðar og einnig með vinnu og
vinnubrögðum þeirra, sem ráðnir
voru til viðhalds og endurbóta. Þá
var ræsting og dagleg þrif ávallt
með ágætum. En Jónborg lét sér
ekki nægja að inna af hendi skyldu
sína á óaðfinnanlegan hátt. Henni
þótti ekki verkið fullkomnað, fyrr
en hún hafði gert miklu meira en
af henni varð með sanngirni kraf-
ist. Nemendur áttu jafnan hjá
henni skjól og athvarf, ef eitthvað
bjátaði á, aðhlynningu og fyrir-
greiðslu, ef einhver átti í vanda.
Mörg tár strauk hún af litlum
vöngum með blíðri og móðurlegri
hendi fyrir daga hjúkrunarfræð-
ings og sálfræðings í skólanum.
Þá má ekki gleymast, að hún var
sjálfkjörinn verkstjóri við undir-
búning, framkvæmd og tiltekt við
allar samkomur nemenda, sem oft-
ast voru á þriggja vikna fresti og
stundum oftar. Alltaf vakti hún,
þar til lokið var, gekk þá um hús-
ið síðust og leit eftir því, að allt
væri í röð og reglu og allir gluggar
lokaðir og kræktir. Fyrr var hún
ekki róleg. Stærstu samkomurnar
voru áramótadansleikurinn og árs-
hátíðin, og þær kröfðust mikils
undirbúnings. Jónborg var alltaf
með í ráðum, þegar þeim bekkjum,
sem annast áttu framkvæmdir, var
skipt í vinnuhópa til að sjá um ein-
staka verkþætti. Síðan fylgdist hún
með því, að verkin væru unnin á
réttum tíma og í réttri röð, leið-
beindi og var nemendum til ráðu-
neytis um öll vinnubrögð og að-
drætti og hnippti í formenn nefnda,
Gögnin, sem verða til sýnis eru
í eigu Gests Hallgrímssonar póst-
göngumanns, en þar verða einnig
til sýnis munir úr Póst- og síma-
minjasafninu. í fréttatilkynningu
þegar henni þótti þess þurfa. Hún
hafði yfirsýn yfir heildarverkið,
enda stóð allt heima og small í
réttar skorður, þegar til kastanna
kom. Þeir eru ófáir blómvendirnir,
sem nemendur hafa fært Jónborgu .
með þakklæti og aðdáun fyrir
ómetanlega aðstoð við félagslífið í
Gagnfræðaskóla Akureyrar. Og
alla þessa þjónustu innti hún af
hendi sem sjálfsagðan, ljúfan og
eðlilegan hlutá starfs síns, þó að
hún lægi í sjálfu sér langt utan
starfsskyldunnar. Því velti hún
ekki fyrir sér og um það spurði
hún aldrei. Henni nægði ekki að
gera skyldu sína. Henni þótti
skyldunni ekki skilað, fyrr en hún
hefði gert eitthvað fram yfir það,
sem skylt var. Henni þótti vænt
um skólann, þótti vænt um skóla-
fólkið og hafði ánægju af því að
starfa með því og fyrir það. Fyrir
það ber að þakka nú að leiðarlok-
um. Ég kveð Jónborgu Þorsteins-
dóttur, þá heilsteyptu og dreng-
lunduðu heiðurskonu, með einlægri
þökk fyrir langt og gott samstarf
að málefnum Gagnfræðaskóla Ak-
ureyrar og órofa vináttu við mig
og fjölskyldu mína. Við biðjum
henni allrar blessunar í nýrri til-
veru, um leið og við sendum hlýja
samúð einkadóttur hennar, Eddu
Magnúsdóttur, og ijölskyldu henn-
ar, systkinum Jónborgar, svo og
háaldraði'i móður, Sigruijónu Jak-
obsdóttur.
Sverrir Pálsson
er þess óskað, að póstgöngufólk
komi með myndir úr póstgöngunni
og taki með sér gesti, en aðgangur
er ókeypis.
Sýning á póstgönguminjum
SÝNING verður á póstgöngubréfum og kortum úr póstgöngu Útivist-
ar og öðrum póstgönguminjum í sýningarsal verzlunarinnar Geysir,
Vesturgötumegin, laugardaginn 7. desember frá klukkan 14 til 18.
Verðdæmi á leikjum:
Super Mario 2 kr. 2.980.
Super Mario 3 kr. 2.980.
Turtles II kr. 3.390.
Robocop II kr. 2.980.
Soccer kr. 2.980.
Double Dragon I kr. 2.780.
Double Dragon III kr. 2.980.
Top Gun 2 kr. 2.980.
Devil Boy I kr. 2.980.
Devil Boy II kr. 2.980.
Devil Boy III kr. 2.980.
Live Force kr. 2.980.
Batman kr. 2.980.
Chip and Dale kr. 2.980.
Verð:
Með 20 leikjum
kr. 13.490 stgr.
Með 42 leikjum
kr. 14.990 stgr.
Með 76 leikjum
kr. 19.900 stgr.
Verð kr. 59.900 stgr.
Sérstök ATARI-kynning:
Laugardag 7.12. kl. 10-18
Sunnudag 8.12. kl. 13-18
••
TOLVULATiD
BORGARKRINGLUNNI, SÍMI 91-688819
REDSTONE „CRAZYBOY"
SJÓNVARPS-
L0KJATÖLVAN
1040 STE
Tölvan sem höfðar til allra í fjölskyldunni. Fullkomin
ritvinnsla og 5 leikja pakki eru innifalin í verði vélar-
innar ásamt mús, sjónvarpstengi, kennsluforriti, hand-
bókum og tónlistarforriti.
ATARI STE 1040 býður upp á ótal tengi og stækkun-
armöguleika, t.d. RS-232, prentaratengi, DMA-
tengi, tengi fyrir aukadrif, RF-tengi fyrir sjónvarp,
tengi fyrir lita/svarthvítan skjá eða videotæki, stereo-
tengi, tengi fyrir Midi-hljóðfæri, tengi fyrir hylki eða
Mac-hermi, tengi fyrir Ijósapenna o.fl. og tengi fyrir
stýripinna.
★ Fullkomlega samhæfð fyrir Nintendo-leiki. ★ Vélinni fylgir
fjöldi frábærra leikja, þ.m.t. Super Mario Bros. ★ 2 Turbo stýri-
pinnar og tengingar við sjónvarp. ★ Stereo-útgangur fyrir heyrn-
artói. ★ A/V-útgangur. ★ íslenskar leiðbeiningar.