Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBERT991 Á að fjalla um staðreyndir? eftir Kristinn Pétursson í Morgunblaðinu hefur greinar- höfundur leitast við að fjalla um nokkrar staðreyndir um forsendur kvótakerfisins (friðunarkenningar Hafró). Einnig hefur verið fjallað um nokkrar „óþægilegar” stað- reyndir, sem varða leikreglur kvóta- kerfisins. Umræðunni um þessi mikilvægu mál hættir oft til að lenda á tilfinningastigi. En auðvitað reynum við að halda okkur við stað- reyndir. Vegna þess að illa gengur að fá menn til að fjalla um stað- reyndir þá er spurning dagsins þessi: Á að fjalla um staðreyndir, eða á að breiða upp Tyrir haus og láta þá þróun gerast, sem er að gerast, án þess að reyna að sporna við henni? Kaldar staðreyndir Á mynd I sem fylgir þessari grein, er súlurit yfir það sem hefur verið að gerast. „Sjófryst og ísfísk- ur” er haft saman, því það er sú óæskilega þróun, sem á sér stað. Mun minni virðisauki kemur í hlut íslensku þjóðarinnar af fískvinnslu út á sjó, svo ekki sé talað um ísfísk- útflutning. „Hagkvæmnin” við frystitogara byggist á að hann fær að vaða inn í „atvinnuréttindi” ann- arra (hefðbundinnar fískvinnslu og fískverkafólks). Orðið „atvinnurétt- indi” er haft innan gæsalagpa því Lagastofnun Háskóla Islands hefur skilað áliti um að atvinnu- réttindi séu eign og njóti verndar 67. gr. stjórnarskrárinnar. „Hagkvæmni” frystiskipsins er því byggð á því að stjórnvöld hafa gefíð út fyrirmæli (þrátt fyrir álit Lagastofnunar) um að atvinnurétt- indi skuli ganga kaupum og sölum! Þar að auki útheimtir þetta nýfjár- festingu um borð í togaranum (hef- ur gert) og er enn að því (margir frystitogarar í smíðum), sem leiðir til aukins viðskiptahalla upp á millj- arða og tilheyrandi skuldasöfnun við útlönd. Auk þess skapar þessi þróun hrikaieg vandamal út um allt land og síðan á höfuðborgar- svæðinu líka! Þessi þróun er skelfileg! Hvert ætlum við? Hvað viljum við? Reyn- um með sömu áframhaldandi þróun (nóg er af reiknimeisturunum) og engin fiskvinnsla verður hér um aldamót! Er það ætlun einhvers að svona fari þetta? Slíkt er ekki hægt að ætla nokkrum. Þá hlýtur hér að vera um tilviljun að ræða vegna hugsunarleysis! En á þá ekkert að gera í málinu? Undirritaður flutti ásamt fleirum\ þingsályktunartillögu á sl. þingi um „fískvinnslustefnu”. Þar var þessi þróun rakin og margt fleira. Ætla menn svo bara að horfa á þetta of aðhafast ekkert? Hér duga engin vettlingatök! Sama áframhaldandi þróun örfá ár í viðbót og nánast ógerlegt verður þá að snúa við! Þetta eru staðreyndir verði ekki eigi síðar en nú þegar tekið á þess- um málum af myndarskap! Staðreyndir um atvinnuþróun Meðfylgjandi myndir (II og III) um atvinnuþróun eru skuggalegar staðreyndir. Þessar staðreyndir eru m.a. afleiðingar af þróuninni „sjó- fryst og ísfiskur”! Ársverkum í fisk- verkun fækkar um 2.191 á fjórum árum. Haldi þessi þróun áfram hvað þá? Hvernig mun þá ísland líta út um aldamót? (Minni á „Reuter 2.000”, Morgunblaðinu 8. nóv. sl.) Ef við lítum á þróun í iðnaði þá fækkar ársverkum þar um 3.354 á fjórum árum. Hvað svo um aldamót - 9.000 til? Það sem alltaf gleym- ist er nefnilega margfeldisáhrif þau sem fiskvinnslan (í landi) hefur á aðra atvinnugreinar. Ekki bara iðn- að, heldur alla verslun og þjónustu, sem tengist fiskvinnslu og iðnaði! Við erum að fjalla um það að upp- runaijármagnið (frá fiskVinnslunni) veltur áfram inn í samfélagið og margir hafa vinnu þar á bæ! I Nor- egi og Kanada voru frystitogarar bannaðir. Ég sé ekki ástæðu til þess að banna frystitogara, þar sem næg verkefni er fyrir þá að hafa í karfaveiðum og frystingu svo og veiðum á vannýttum fiskistofnum eins og marg hefur verið bent á. Nú kann einhver að spyija: Er þá ekki verið að ráðast að atvinnu- frelsi þeirra? Því er til að svara að fiskvinnslan og fiskverkafólkið (iðn- aðurinn og allt hitt) höfðu þessi atvinnuréttindi. Ef stjórnvöld semja (í frjálsum samningum) við eigend- ur frystitogara um að stórauka veiðar á vannýttum fisktegundum þá er um frjálsa samninga að ræða! Auðvelt er að rökstyðja, hvers vegna þetta er hagkvæmt: 1. Auknar tekjur fyrir útgerðina og þjóðina. 2. Minni „slagsmál” um kvóta- tonnin. 3. Stóraukin atvinna ílandi og (margfeldisáhrif). 4. Bæta nýtningu afurða (minna hent). Tína mætti til fleiri atriði. Kjarni málsins er að auka verkefni fyrir Kristinn Pétursson „Markaðsátak í sölu ferskflaka þarf að koma til strax. Tollur- inn sem fellur niður eftir rúmt ár skiptir hér ekki höfuðmáli.” fiskveiðiflotann. Hver á að borga brúsann? Svar: Hinir, fyrir nánast fijálsa aðsókn. Þetta er hægt. Stór- auknar þjóðartekjur myndu strax minnka viðskiptahalla og fram- leiðsla á landi myndi aukast. Og þetta er allt hægt með mjög lítilli fjárfestingu. Þetta eru líka stað- reyndir. Uthafskarfinn er til. Lang- halinn er til. Kolmunninn er til. Gulllax og stinglax eru til. Fleira mætti tína til. Auðvitað myndu koma upp erfiðleikar við eitthvað af þessu, en þeir eru til að sigrast á þeim. Það hefur alltaf verið erfitt að þróa nýjar veiðiferðir. Það sem skortir er fjármagn. Það þarf ekki að spyija hvort einhveijir eru reiðu- búnir að borga fyrir meiri sóknar- möguleika. Eftirspurn eftir veiði- heimildum er slík í dag að það er gefin staðreynd. Ætlum við að aðhafast eitthvað? Spurning dagsins er hvort eigi að snúa þessari þróun við, eða láta hana halda áfram. Þekkt er sagan um strútinn sem stakk höfðinu í sandinn af ótta við veiðimann. Að áliti greinarhöfundar, þá er ekkert að óttast í sambandi við að breyta núverandi þróun í átt til betri vegar fyrir land og þjóð. Það eru til nægi- legar upplýsingar til handa ráða- mönnum þjóðarinnar til þess að þeir geti tekið á málum eins og útflutningi ferskfisks. Það borgar sig fyrir alla að fullvinnsla sjávar- afla fari fram hér á landi. Markaðs- átak í sölu ferskflaka þarf að koma til strax. Tollurinn sem fellur niður eftir rúmt ár skiptir hér ekki höfuð- máli. Markaðssetningin og fyrir- hyggja í markaðsmálum þurfa að fara fram strax. Frystitogaraþróun- inni verður að snúa við og því verð- ur ekki trúað að ekki eigi að gera svo. Það á ekki að bíða eftir því að tollur á ferskum flökum falli niður og þá að fara að aðhafast eitthvað! Hagkerfið íslenska þolir ekki meiri samdrátt! Við verðum að snúa þessari hrikalegu þróun við. Það gengur ekki að svona lag- að gerist áfram. Atvinnuleysi og þær hörmungar sem því fylgja verð- um við að forðast umfram allt. Það verður að segjast alveg eins og er, að það er furðulegt, hve þessi mál- efni eru frosin föst í margflækta hagsmunabaráttu, þar sem illger- legt er að sjá, hvaða hagsmunum er verið að beijast fyrir. Höfundur stundar atvinnurekstur og er fyrrverandi alþingismaður. SKIPTING BOTNFISKAFLÁNS EFTIR VERKUNARAÐFERÐUM 1981 - 1990 y 400000 300000 TONN 200000 100000 0 LANDFRYSTING HÐMILD: FISKIFELAGIÐ 1991 SJÖFRYST og ÍSFISKUR ARSVERKUM I FRYSTINGU SÖLTUN OG HERSLU FÆKKAR UM 2191, '87—'90 9500 9276 9000 8500 8000 7500 7000 6500 1987 7897 1988 1989 1990 7129 7085 ÁRSVERKUM I IÐNAÐI (FYRIR UTAN STORIÐJU) FÆKKAÐI UM 3336, 1987 - 1990 18000 t 17624 17000 16000 ARSVERK 14000 13000 15000 16205 15200 14288 1987 i988 1989 1990 Matargerð er list og undirstaðan er úrvals hráefni Bfflr SMJÖRLÍKISGERÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.