Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 43
MOKGUNBLAÐID FÖSTUDAGUR 6. DESKMBER 1991
Stjórnarfrumvarp:
Framkvæmdasjóður lagður nið-
ur og starfsemin falin Lánasýslu
Einfalt og skynsamlegt frumvarp, segir forsætisráðherra
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra vill ákveða framtíðarstöðu Fram-
kvæmdasjóðs Islands. Hann vill að sjóðurinn hætti starfsemi og verði
falinn í umsjá Lánasýslu ríkisins. Umræðurnar í gær snerust þó
ekki um framtíð sjóðsins heldur fortíð.
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra mælti fyrir frumvarpi til laga
um breytingu _á lögum um Fram-
kvæmdasjóð íslands í fyrradag.
Framsögumaður sagði m.a. að
Framkvæmdasjóður hefði á síðustu
tveimur árum misst meginhlutverk
sitt; að taka lán innlendis og erlend-
is og miðla lánsfénu í samræmi við
ákvarðanir stjórnvalda um fram-
kvæmdir, fyrst og fremst til lána-
sjóða atvinnuveganna. Nú væru
aðstæður gjörbreyttar, miðstýring
ijárfestingarlána ekki tíðkuð lengur
og fjármagsmarkaðir hefðu þróast
mjög. Frumvarpið gerði ráð fyrir
að útlánastarfsemi Framkvæmda-
sjóðs verði hætt en Lánasýsla ríkis-
ins taki við umsjá allra eigna og
skulda, krafna og skuldbindinga
sjóðsins frá og með 1. janúar 1992.
Forsætisráðherra lagði til að málinu
yrði vísað til efnahags- og við-
skiptanefndar.
Þegar forsætisráðherra hafði lok-
ið framsögu kvaddi Olafur Ragnar
Grímsson (Ab-Rn) sér hljóðs um
gæslu þingskapa. Forsætisráðherra
hefði í stefnuræðu ríkisstjórnarinn-
ar og í fjölmiðlum haft stór orð um
bágan hag sjóðsins. Ástæða væri
til þess að Jón Baldvin Hannibals-
son núverandi utanríkisráðherra
væri viðstaddur þar eð ákvarðanir
sem teknar hefðu verið í hans tíð
sem fjármálaráðherra yllu mestu
um hvernig fyrir sjóðnum væri
komið. Frekari umræðu var frestað.
Stórskuldugur
Þegar umræðu var framhaldið í
gær taldi Olafur Ragnar Gríms-
son (Ab-Rn) að það yrði að ræða
í nokkru máli forsögu þessa sjóðs,
einkum og sérstaklega undanfarin
ár. Þótt framsöguræða forsætisráð-
herra fyrir frumvarpinu hefði verið
efnisleg hefði ráðherrann gefið því-
líkar yfirlýsingar; m.a. tekið Fram-
kvæmdasjóð sem dæmi um hvernig
fyrrverandi ríkisstjórn hefði leikið
sjóðakerfið: „Sjóðirnir sem hjálp-
ræðið kom úr eru ekki aðeins tómir
heldur stórskuldugir. Þannig blasir
við að á undanförnum fjórum árum
hefur hagur Framkvæmdasjóðs ís-
lands versnað um tæplega 3.000
milljónir króna og er eiginfjárstaða
hans nú neikvæð um a.m.k. 1.200
milljónir.” Forsætisráðherrann
hefði ekki dregið þessar yfirlýsingar
til baka.
Ræðumaður taldi tvær megin-
ástæður vera fyrir því að _svo illa
væri komið fyrir sjóðnum. I fyrsta
lagi tajjaðar lánveitingar til fisk-
eldis. I öðru lagi hvernig að því
hefði verið staðið að bjarga gamla
Álafossfyrirtækinu og Iðnaðardeild
Sambandsins í nýjum Álafossi.
Ræðumaður nefndi tölur úr árs-
skýrslu Framkvæmdasjóðs 1990.
Framreiknað næmu lánveitingar til
fiskeldis á vegum Framkvæmda-
sjóðs á árabilinu 1984-88, þegar
Sjálfstæðisflokkurinn hefði borið
ábyrgð á málefnum sjóðsins, 4.128
Ólafur Ragnar Grímsson
milljónum. Á árunum 1988-90
næmu lánveitingarnar 1.233 millj-
ónum. Það væri því Ijóst að 'A hlut-
ar af þeim fjármunum sem varið
hefði verið til lánveitinga í fiskeldi
hefðu verið teknir, þegar sjálfstæð-
ismenn hefðu borið ábyrgð á mál-
efnum sjóðsins annaðhvort í gegn-
um fjármálaráðneytið eða forsætis-
ráðuneytið. Einnig mátti skilja að
Jón Baldvin Hannibalsson bæri
nokkra ábyrgð því hann hefði gegnt
embætti fjármálaráðherra og haft
ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneyt-
isins sem sérstakan fulltrúa og
trúnaðarmann í stjórn Fram-
kvæmdasjóðs. Það hefði ekki verið
fyrr en Alþýðubandalagsmenn
hefðu komið í ríkisstjórn að vitleys-
an hefði verið stöðvuð. Fulltrúi sinn
í stjórn Framkvæmdasjóðs, Össur
Davíð Oddsson
Skarphéðinsson, núverandi formað-
ur þingflokks Alþýðuflokks, hefði
staðið sig vel í að bremsa þessa
vitleysu af. Ólafur Ragnar taldi
einnig að sjálfstæðismenn bæru
höfðuðábyrgð á því að Fram-
kvæmdasjóður hefði orðið að yfir-
taka skuldbindingar tengdar Ála-
fossi.
Sagnfræði og skuldbind-
ingar íslendinga
Ólafi Þ. Þórðarsyni (F-Vf) var
mjög umhugsað um að fá upplýst
hvort sú skipan sem gerð væri til-
laga um í frumvarpinu gæti á ein-
hvern hátt brotið samninga og svar-
daga sem gerðir hefðu verið þegar
Islendingar þáðu Marshall-aðstoð-
ina nokkru eftir lok seinni heims-
styrjaldarinnar. Þá hefði verið kom-
43
ið á fót svonefndum mótvirðissjóði,
hvers fjármunir hefðu verið varð-
veittir í Framkvæmdasjóði.
Halldór Ásgrímsson (F-Al) gat
fyrir sitt leyti fallist á að Fram-
kvæmdasjóður hætti starfsemi enda
yrði fyrir því séð að staðinn yrðrt'
vörður um það fjármálakerfi .sem
þjónað gæti atvinnulífi landsmanna.
Halldór taldi að menn þyrftu ekki
að gera sér neinar grillur um annað
en að hið opinbera yrði að koma
þar að verki með einum hætti eða
öðrum hætti.
Össur Skarphéðinsson (Ab-Rn)
taldi sig hafa unnið nokkuð gott
starf í stjórn Framkvæmdasjóðs og
greindi frá því að hann hefði í eina
tíð neitað að skrifa undir ársreikn-
inga sjóðsins fyrir árið 1989, vegna -
þess að hann hefði metið það svo
að ekki væri gert ráð fyrir nógu
framlagi í afskriftasjóð, en sér hefði
verið tjáð af fulltrúa Ríkisendur-
skoðunar að allt væri með réttu lagi.
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra sagði að það hefði
verið vel kunnugt að á milli sin og
ráðuneytisstjórans sem Ólafur
Ragnar Grímsson hefði nefnt,
„hefði ekki verið samstarf’ og hann
hefði sem fjármálaráðherra ekki
haft afskipti af málefnum sjóðsins.
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra taldi eftirtektarvert að Ólafur
Ragnar hefði ekkert sagt til um það
hvort hann væri mótfallinn þeirri
skipan sem frumvarpið legði til, en
kysi að ræða aðra hluti. Forsætis-
ráðherra sagði þetta frumvarp ein-
falt og skynsamlegt miðað við nú-
verandi stöðu.
Ólafi Ragnari Grímssyni (Ab-
Rv) þótti upplýsingar Össurar
Skarphéðinssonar af viðskiptum
sínum við Ríkisendurskoðun mjög
svo athygli verðar og gagnrýndi
Ólafur Ragnar þá stofnun harðlega.
Þingmönnum tókst að leiða þessa
urnræðu til lykta en atkvæða-
Svar við fyrirspurn:
Brýnt að breyta lögum um fæðingarorlof
- seg-ir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra
FORELDRAR hafa mjög mismunandi rétt til greiðslna á fæðingaror-
lofi. Tryggingastofnun ríkisins hefur áfrýjað dómi sem féll stofnun-
inni í óhag um skipan þessara greiðslna. Sólveig Pétursdóttir (S-Rv)
spurði Sighvat Björgvinsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra hvað
liði þessum máluin; það væri orðið brýnt að breyta lögum um almann-
atryggingar. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- og tryggingaráð-
herra er sainmála; hann útlokar ekki að hann muni taka ákvörðun
um að bíða ekki eftir dómi frá hæstarétti heldur leggja fram frum-
varp um þessi mál fljótlega.
Sólveig Pétursdóttur innti heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra
um hvaða afgreiðslu frumvarp um
fæðingarorlof sem hún og fleiri
stóðu að, hefði fengið? En þetta
frumvarp hlaut góðar undirtektir á
síðasta þingi og var vísað til ríkis-
stjórnarinnar. Þingmaðurinn vildi
einnig fá upplýst hvernig ráðuneyt-
ið hefði brugðist við dómi bæjar-
þings Reykjavíkur frá 21. desember
1990 í máli er snerist um fæðingar-
orlofsgreiðslur og Tryggingastofn-
un ríkisins tapaði?
Mismunun og samningsfrelsi
Flutningsmaður gerði nokkra
grein fyrir forsögu og bakgrunni
þessa máls. Þegar foreldri hefur
töku fæðingarorlofs greiðir Trygg-
ingastofnun fæðingarstyrk ásamt
fæðingardagpeningum, það síðar-
nefnda í samræmi við ákveðinn
vinnustundafjölda. Þeir sem eiga
rétt til óskerta launa í fæðingar-
orlofi samkvæmt kjarasamningum,
t.a.m. opinberir starfsmenn, eiga
þó ekki rétt á þessum greiðslum frá
Tryggingastofnun. Upphæð fæð-
ingarstyrks er ákveðin fjárhæð og
hækkar með sama hætti og aðrar
bætur lífeyristrygginga. Fæðingar-
dagpeningar eru tvöfaldir sjúkra-
dagpeningar einstaklings eins og
þeir eru ákveðnir á hverjum tíma.
Það er ljóst að full laun foreldris
eru oftast mun hærri upphæð. í
siíkum tilvikum er ekki óeðlilegt að
einstaklingur semji við launagreið-
anda um greiðslu mismunarí á full-
um launum og greiðslunnar frá
Tryggingastofnun, enda séu slíkir
samningar hluti af því samnings-
frelsi sem hér ríkir lögum sam-
kvæmt.
Sólveig greindi einnig frá því að
hinn 21. desember 1990 féll í bæjar-
þingi Reykjavíkur dómur í máli
konu gegn Tryggingastofnun ríkis-
ins. Kona þessi höfðaði málið til
þess að fá greitt fæðingarorlof,
þ.e.a.s. fæðingarstyrk og fæðingar-
dagpeninga frá stofnuninni. Dóm-
urinn féllst á kröfur konunnar í einu
og öllu. Tryggingastofnun hefði
hins vegar ekki séð ástæðu til þess
að breyta framkvæmd fæðingaror-
lofslaganna þannig að konur sem
eins var ástatt fyrir eins og stefn-
anda málsins fengju fæðingaror-
lofsgreiðslur frá stofnuninni en þær
fengju einhveijar viðbótargreiðslur
frá vinnuveitanda.
Af þessum orsökum lagði' fyrir-
spyrjandi fram frumvarp til laga,
ásamt 5 öðrum þingmönnum til að
tryggja að framkvæmd laga um
almannatryggingar yrðu í samræmi
við þann dóm sem féll í bæjarþingi
Reykjavíkur. Frumvarp sexmenn-
inganna hlaut góðar undirtektir og
var vísað til ríkisstjórnarinnar. Sól-
veig Pétursdóttir vildi fá að vita
um framhald þessa máls. Hún vakti
athygli á því að hér væri ekki um
að ræða greiðslur úr ríkissjóði held-
ur réttlætismál; spurning um samn-
ingsfrelsi á almennum vinnumark-
aði og að foreldrum væri ekki mis-
munað eins og nú væri í fram-
kvæmd Tryggingastofnunar.
Það kom fram í svari Sighvats
Björgvinssonar heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra að fæðing-
arorlofsmál væru til athugunar í
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytinu. Umrætt frumvarp, ásamt
frumvarpi sem stjórnskipuð nefnd
hefði skilað í apríl 1990 hefði verið
til skoðunar, m.a. í tengslum við
fjárlagagerð. Engin ákvörðun hefði
verið tekin um næstu skref í fæð-
ingarorlofsmálum. Það kom þó
fram í máli ráðherra að hann vonað-
ist eftir að geta lagt fram frumvarp
fljótlega. Það kom einnig fram að
Tryggingastofnun hefði tekið
ákvörðun um að áfrýja dómi bæjar-
þings til hæstaréttar. í framhaldi
af dómnum hefðu því engin önnur
viðbrögð orðið, hvorki af hálfu
Tryggingastofnunar né heilbrigðis-
og tryggingarmálaráðuneytis.
Guðrúnu Helgadóttir (Ab-Rv)
kom að óvart að von væri á frum-
varpi, taldi ekki fullljóst hvort ætti
að bíða eftir dómi hæstaréttar eða
leggja fram frumvarp um skipan
þessara mála. Sighvatur Björg-
vinsson heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra sagði að ekki ætti það
að koma neinum að óvörum að lög
um fæðingarorlof væru í endur-
skoðun þar sem foreldrar byggju
við talsvert mismunandi rétt eftir
því hjá hvaða vinnuveitanda þeir
störfuðu. — Kannski væru það ekki
allra bestu starfshættir að bíða
ekki eftir hæstaréttardómi, en hins-
vegar væri biýnt að endurskoða
lögin, og hann gæti ekki útlokað
það að hann tæki ákvörðun um að
bíða ekki eftir dómi hæstaréttar.
Ráðherra lagði einnig áherslu á aðe
þessi mál yrði líka að ræða við að- *
ila vinnumarkaðarins. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir lét í ljós þá von
að endurskoðun laganna yrði ekki
á þá leið að réttur foreldra yrði
,jafnaður niður á við,” væntanlega
að réttindi opinberra starfsmanna
yrðu skert til samræmis við það sem
tíðkast á almennum vinnumarkaði.
STEINARÍKIÐ
• Steinvörur frá Alfasteini
• Ljósastikur frá Smíóagalleríi
• llmker og keramik frá Glit
• Lyklahringir - eyrnalokkar - nisti - klukkur
- pennastatíf - fígúrur - úr íslenskum steinum
• Silkiskartgripir - kerti - ullarvörur - o.fl.
Steinaríkió - Hafnarstræti 3 v/Naustin, s. 22680.