Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1991
STIGIÐIBEN SINFOTINN
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Saga-bíó. Thelma og Louise -
„Thelma and Louise”. Leik-
stjóri Ridley Scott. Aðalleik-
endur Susan Sarandon, Geena
Davis, Harvey Keitel, Michael
Madsen, Christopher McDon-
ald, Brad Pitt, Stephen To-
bolowski. Bandarísk. MGM
1991.
Vinkonurnar Thelma (Davis)
og Louise (Sarandon) ætla að
hvíla sig yfir helgina frá musku-
legu hversdagslífinu. Thelma er
húsmóðir í sambúð með eigin-
gjörnum, tillitslausum og tauga-
trekktum teppasala en Louise
hefur verið í heldur vansælu sam-
bandi með tónlistarmanni sem
ekki vill stíga skrefið til fulls og
giftast henni. Thelma hírist dag-
langt heimavið en Louise vinnur
fyrir sér sem gengilbeina á
skyndibitastað.
En margt fer öðruvísi en ætlað
er, á fyrsta dagi ferðalagsins
lenda þær stöllurnar í afar vond-
um málum og eru hundeltar af
lögreglunni, grunaðar um morð.
Nú er ekki um annað að ræða
en stíga þétt á pinnann, þær eru
í Alabama þegar ósköpin byrja
og sjá ekki annað ráð vænna en
freista þess að komast til Mex-
íkó. Einn þrándur f götu — utan
laganna varða — er ærið um-
svifamikill, sem sé Texasríki, en
af persónulegum ástæðum vill
Louise ekki stíga þangað fæti.
Eftir þetta tekur Thelma óg
Louise stefnu á malargöturnar,
breytist í vegamynd og hana
óvenjuleg þar sem það eru kven-
menn sem fara með gamalkunn-
ug hlutverk félaganna. Þeir verða
fljótlega útlagar á skjön við íög
og reglur á þeyting um Suð-Vest-
urríkin, það hvín í fímmtána ára
Thunderbirdinum á þeysireið ,um
Arkansas, Oklahoma, Kansas,
Colorado, Utah, Arizona og Nýja
Mexíkó. Scott og kvikmyndatök-
umanni hans verður mikill matur
úr sérkennum hraðbrautarmenn-
ingarinnar vestra; eiturspúandi,
ógnvekjandi flutningabíla-
skrímslin, ekkert nema krómið
og krafturinn, ökuþórar þeirra,
karlremburnar, skyndibitastað-
irnir við vegkantinn með sínu
sjóaða starfsliði og steikarbrælu
og allstaðar er fjörug kántrítónl-
istin í bakgrunni. Sólríkt og
skrælnað suðvestrið er ramminn
utanum feigðarflan þessara lán-
leysingja, myndað af tilfinningu,
einkum atriðin í Monument Val-
ley, sem tæpast hefur verið fíl-
maður af slíkum sóma síðan á
dögum Johns heitins Ford.
Leikkonumar passa vel í
myndina. Sarandon sem hin ver-
aldarvanari og harðskeyttari og
Davis gefur henni ekkert eftir í
hlutverki heimilistækisins sem
kippt er úr sambandi. Ólánlega
saklausrí og ginkeyptri fyrir
framandi freistingum holdsins.
Þær ljá þessum lífsleiðu, næsta
ótrúlegu manngerðum og dra-
matísku atferli þeirra trúlegt yf-
irbragð. Flestir aukaleikaranna
standa sig einnig með ágætum.
Keitel er traustur í vandræðalegu
hlutverki hliðholls lögreglu-
manns, sömuleiðis sá athyglis-
verði Madsen (Kill Me Agairí)
sem elskhugi Louise. Öllu betri
er þó Christopher McDonald sem
hinn sjálfumglaði sambýlismaður
Thelmu en best er nýstimið Brad
Pitt, sem virðist njóta þess fram
í fíngurgóma að vera sem skítleg-
astur í hlutverki snoppufríðs
ódáms sem kynnist Thelmu —
og veskinu hennar.
En á bak við öll átökin og
hraðann er tómarúm. Persónum-
ar grunnar, atburðarásin vægast
sagt ólíkleg og lokaatriðið ódýr
lausn á sögufléttunni, nema vin-
konurnar hafí sönglað undir stýri
gömlu, góðu laglínurnar hans
LÆKNIRIVANDA
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Hollywood-Iæknirinn („Doc
Hollywood”). Sýnd í Bíóhöll-
inni. Leikstjóri: Michael Caton-
Jones. Aðalhlutverk: Michael
J. Fox, Julie Wamer, Woody
Harrelson, Bridget Fonda.
Michael J. Fox leikur lækni
sem á bjarta framtíð fýrir sér.
Hann ætlar að gerast lýtalæknir,
, eða fegrunarlæknir öllu heldur, í
Beverly Hills, græða pening á lít-
illi vinnu og lifa hinu ljúfa lífi.
Skítt með þá sem þurfa á raun-
verulegum lækningum að halda.
En á leiðinni í draumalandið hrek-
ur hann af leið og verður stranda-
glópur í vinalegum, sólríkum, fal-
legum og sveitó smábæ. Hann
hatar kannski ekki umhverfið
eins og pestina en þetta er ná-
kvæmlega eins kmmmaskuð og
hann á sínum tíma flúði frá til
stórborgarinnar í von um fé og
frama.
En það er svolítið annað í þess-
um bæ sem hann var búinn að
gleyma, nefnilega raunverulegt
mannlíf. Og það þarf á góðum
lækni að halda. Svo bæjarbúar
flestir með bæjarstjórann í farar-
broddi gera hvað þeir geta til að
lokka drenginn til að vera og
þjóna þeirra litla samfélagi. Lítið
gengur þar til læknirinn ungi
kynnist gullfallegri einstæðri
móður og tekur að hugsa sitt líf
upp á nýtt.
Þannig er sagan í bandarísku
gamanmyndinni Hollywood-
Susan Sarandon og Geena Davis fara á kostum sem vinkonurnar
Louise og Thelma í hraðri og athyglisverðri mynd eftir Ridley
Scott.
Kris Kristofferson; ... frelsi er
aðeins enn eitt orð yfir að hafa
engu að tapa ...! En hröð keyrsla
leikstjórans, sem hér fer svo
sannarlega inn á nýjar brautir,
óvenjulegar persónurnar og sú
sterka samúð sem þær Sarandon
og Davis vekja hjá manni og
læknirinn, fyndinni og skemmti-
lega gerðri mynd um borgarlækni
sem loks fínnur bæði tilgang með
lífí sínu í smábænum og um leið
sjálfan sig. Hið stutta stopp kynn-
ir fyrir honum nýjar hliðar á til-
verunni sem hann var búinn að
gleyma eða hafði ekki löngun til
að meðtaka áður, móður af lífs-
gæðakapphlaupinu.
Hið rólega og indæla sveitalíf
er mjög rómað og andstæða þess,
hið fírrta borgarlíf, er sett upp á
einfaldan en spaugsaman hátt
þegar læknirinn nær lokum kynn-
ist því hvað það raunverulega er
að vera fegrunarlæknir og fær
um það leiðsögn hárrétta manns-
ins, Guys Hamiltons. Þar er góð-
ur svartur húmor á ferðinni.
Breski leikstjórinn Michael Ca-
ton-Jones („Scandal”, „Memphis
Belle”) stjórnar og þótt handritið
sé á stundum full einfeldningslegt
og skorti raunverulega dýpt þá
hefur honum tekist að gera gletti-
lega góða gamanmynd, spaugs-
vandað yfirbragðið duga til þess
að Thelma og Louise stendur vel
uppúr meðalmennskunni sem
skemmtimynd og þær vinkonurn-
ar með þekkilegri útlögum hvíta
tjaldsins síðan þeir Butch Cassidy
og Sundance strákurinn riðu um
héröð.
ama og indæla skemmtun sem
engum ætti að leiðast.
Það tekst m.a. með einkar upp-
lýsandi smáatriðum í lýsingu á
bæjarbragnum þar sem allir vita
allt um alla og líflegri persónu-
sköpun. Fox er auðvitað hinn lög-
gilti smábæjarstrákur eftir Aftur
til framtíðar-myndimar, geð-
þekkur leikari með afbrigðum og
tilvalinn í hlutverkið. Julie Wam-
er, sem leikur kærustu Fox, Wo-
ody Harrelson, sem leikur bæj-
argæjan og Bridget Fonda, sem
getur ekki beðið eftir að flytja
burt, eru öll mjög góð í hlutverk-
um sínum og sama er að segja
um aðra leikara í aukahlutverk-
um.
Hollywoodlæknirinn er fyrsta
myndin í Bíóhöllinni eftir smíði
viðbyggingar sem tengir það við
Saga-bíó og er hið nýja anddyri
bíóanna. Það verður ekki annað
sagt en að það sé hið glæsileg-
asta að allri gerð, stórt, rúmgott
og tilkomumikið.
r
SÍMINN ER
689400
FOSTUDAGUR TIL FJAR
mtiiuinnwirgn'wwwnrn
BYGGT & BUIÐ
KRINGLUNNI