Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 69
rpp r HMnwirí?.r*in jnioArprmft (TTGAJnMnoHOM MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 6. DESEMBER 1991 VELVAKANDI SVARAR f SÍMA B91282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Fullveldi Islands í hættu Utanríkisráðherra íslands hefir að undanförnu staðhæft á svokölluðum kynningafundum um EES- samning- inn, að í samningnum sé tryggilega gengið frá því, að útlendingar geti ekki keypt hér land, bújarðir, veiðiár og vötn, auk annarra gagna og gæða lands okkar. Hann segir að settir hafi verið fyrirvarar af Islands hálfu, sem komi í veg fyrir að þetta geti gerst, fyrirvarar sem „halda", eins og hann orðar það. En hvað stendur svo í sjálfum samningnum? í ijórða kafla hans stendur orðrétt: „Hvers konar mis- munun á grundvelli ríkisfangs er bönnuð á gildissvæði samnings þessa nema annað leiði af einstökum ákvæðum hans.” Það eru engar undanþágur í þessum samningi varð- andi fyrrgreind atriði, þar virðist allt vera galopið. Utanríkisráðhen-ann hefir sagt að setja eigi lög á ís- landi, sem komi í veg fyrir að þetta gerist. Þau lög eru ekki fyrirsjáanleg í dag og engan veginn tryggt, að lög sem sett verða í. þeim tilgangi að „mismuna” fólki innan ESS-svæðis- ins muni ekki valda ágreiningi. Það mun því, ef að líkum lætur, verða hlutverk hins erlenda EB/EES - dómstóls að úrskurða í því máli. Fáir munu efast um hvemig tekið yrði á því. Um fjárfestingar útlend- inga í orkuverum landsmanna og orkulindum gildir hið sama. Um það eru engar undanþágur frá almennu reglunni, um jafnan rétt allra sem búa á EES-svæðinu, til fjátfestinga jafnt í orkugeiranum sem og í öllum öðrum auðlindum þjóðarinnar. Með fyrirhugaðri einkavæðingu orkuvera, svo ekki sé nú talað um sömu örlög ríkisbankanna, þá liggur í augum uppi að erlend auðfyrirtæki munu eiga greiðan aðgang að orkufyrir- tækjunum sem og öllum öðrum fyrir- tækjum landsmanna. I sjávarútvegs- málunum hefir verið stigið mikið óheillaspor með því að samþykkja veiðiheimildir EB-þjóðanna á einum af nytjastofnum okkar, veiðiheimild- ir, sem öll þjóðin var einhuga um að aldrei mætti aftur veita þessum þjóðum. Verði þessi heimild staðfest, verður það mikið óheillaverk. Utan- ríkisráðherrann hefir staðhæft að fjárfestingar útlendinga í útgerð og fiskvinnslu verði ekki leyfðar. Þetta er hættuleg óskhyggja og hlýtur að kalla á hörð viðbrögð allra þeirra sem hafa hagsmuna að gæta á þessu sviði, en það er mikill meirihluti þjóð- arinnar. Á grundvelli hins alkunna leppa-fyrirkomulags og í skjóli ákvæða um frelsi fjármagnsins til kaupa á hlutabréfum á „markaðs- torgum fullveldisins”, munu útlend- ingar eiga greiðan aðgang til áhrifa, og jafnvel eignar, á fyrirtækjum í sjávarútvegi rétt eins og öðrum fyrir- tækjum í grundvallaratvinnuvegum þjóðarinnar. Þessi samningur er því miklu hættulegri fullveldi þjóðarinn- ar_ en talsmenn Evrópubandalagsins á íslandi vilja vera láta. í grundvall- aratriðum er EES-aðild svipuð og full ábild að EB. Með samningi um EES undirgangast viðkomandi þjóðir veruiegt afsal fullveldis m.a. með því að samþykkja að lúta lögum, reglu- gerðum og dómsúrskurðum Evrópu- bandalagsins, ekki aðeins eins og lögin eru í dag, heldur einnig þeim lögum sem kunna að verða sett á komandi tímum. íslendingar verða að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta örlagamál, hér er verið að ráðskast með sjálfstæði þjóðarinnar og rétt hennar til þess að ráða málum sínum sjálf. Hagur nokkurra einka- fyrirtækja og hlutafélaga réttlætir ekki að öllu því sem barist var fyrir um aldir verði í fljótfærni kastað í hendur útlendinga á nýjan leik. Full- veldið verður að standa á sterkari grunni, það má aldrei vera til sölu. Jóhannes R. Snorrason íslensk kirkja hvar varstu? Þegar slys ber að höndum, viljum við Íslendingar sýna samúð þeim, er sorgin sækir heim og þar með láta þá er syrgja vita að hugur okkar er hjá þeim og að við biðjum fyrir þeim, en sameiningartákn okkar þjóðar við slíkar aðstæður hlýtur að vera þjóðkirkjan. Ég er viss um að Ríkisútvarpið hefði ljáð tíma fyrir biskup eða Um mörg undanfarin ár hafa til- lögur Hafrannsóknastofnunar um hæfilega þorskveiði verið rökstuddar með því, að nauðsyn væri að byggja þorskstofninn upp til þess að tryggja viðkomu hans og varanlegan afrakst- ur. Nú ber svo við, að Svend Aage Malmberg (SM), einn af sérfræðing- um stofnunarinnar, bendir á það í Morgunblaðinu 22. f.m. (í greininni „Hvers vegna ekki 400 þúsund tonn?”), „að stærð hrygningarstofns- ins ... virðist ekki hafa áhrif á nýlið- un, hún virðist fremur oftast vera háð árferðinu í sjónum.” Ennfremur „að lokum, engan skal undra að fisk- stofnar minnki og stækki eftir því sem lendur þeirra breytast að víðáttu og ástandi”. Þarna er viðurkennt, að æti í sjón- um sé takmarkað og það komi fram í stærð fiskstofna. Við sem viljum læra betur fiskifræði, m.a. af því að hún er grundvöllur efnahags lands- ins, þurfum þá næst að vita, hvernig fiskurinn bregst við minna æti. Kem- fulltrúa kirkjunnar, til þess að koma fram fyrir þjóðina í útvarpi og sjónvarpi daginn eftir hið hörmulega slys til þess að flytja Guðs orð og biðja fyrir þeim, sem sorgin hefur svo átakanlega sótt heim. Biðja fyrir sjómönnum okkar, fjölskyldum þeirra, björgunar- sveitamönnum og því að okkur ur kyrkingur í þorskinn? Hefur það verið mælt? Fer þorskurinn að éta bræður sína? Er ekki ástæða til að ganga harðar að þorskinum með veiðum, þegar náttúran þrengir að honum? Þrengir það enn að þorskin- um, að lágmarksmöskvar voru stækkaðir svo um árið, að fiskar, sem engar nytjar eru af, svo sem lang- hali og gulllax, sleppa í gegn og halda áfram að keppa við þorskinn um takmarkað æti? Ef þeim væri í staðirin kastað fyrir borð, gætu þeir fyllt maga þorsksins. Spurning SM, hvers vegna ekki 400 þúsund tonn?, verður enn áleitnari eftir þessa við- urkenningu á því, að ætið sé tak- markað. Nú veiðist ekki síld. í fyrra var veiði takmörkuð og allmikið skilið eftir, að talið var, til að tryggja við- komu hennar. Hefur verið rannsakað hvort fæðuskortur sé farinn að hijá síldarstofninn? Björn S. Stefánsson mætti auðnast að eignast þau tæki, sem skortir svo tilfinnanlega í bar- áttunni við náttúruöfiin. Biðja fyrir íslenskri þjóð, um vernd Guðs henni til handa. Það hefðu verið smyrsl á sárin, því þótt við séum æði oft sundruð þjóð, þá sameinar sorgin okkur meira en allt annað. íslenska kirkja, þetta var einn af þínum vitjunartímum. Vertu vakandi og reiðubúin til þess að færa okkur líkn í neyð. Þá ert þú kirkjan okkar og svo sannarlega þurfum við á sér að halda. Jóhann Guðmundsson Töskur frá Cartier, Yves Saint Laurent og Dupont BORGARKRINGLUNNI, SI'MI 677230. Kom kyrkingur í þorskstofninn? Þroskandi jólagjöf Persónulýsing fjallar um lífsorlcu, tilfinningar, hugsun, ást og starfsorku. Samantekt á aðalatriðum Sendum í póstkröfu. Gunnlaugur Guðmundsson, Afgreiðum kortið samdægurs. Stjörnuspekistöðin, sími 91-10377. Við erum flutt í Kjörgarð, Laugavegi 59 I fundaherbergjum ó vinnustöðum er lögum samkvæmt óheimilt að reykja nema með samþykki allra viðstaddra! TÓBAKSVARNANEFND Skíðapakka og kíðagaUaf flldtt SKIÐAPAKKAR: ELU skML UPIW skór, SILOIHM UniliRt H stafir. Barnapakki fró kr. 12.500,- fraltr. 15.990,- Fullorðinspakki fró kr. 19.990,- Gönguskíðapakki fro kr. 13.980,- Barnaskíðagallar fró kr. 6.880,- ;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.