Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 33
33 MÓRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESÉMBÉR 1991 Þjóðminjasafnið; „Sönglíf í heima- húsum” JÓLASÝNING Þjóðminjasafns- ins verður opnuð í dag, föstudag- inn 6. desember, kl. 16.15, en sýningin að þessu sinni nefnist „Sönglíf í heimahúsum”. Sýning- in verður opnuð að viðstöddum menntamálaráðherra, sem tendrar ljós á jólatré safnsins. Barnakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, og Garðar Jakobsson leikur á fiðlu, en hann er síðasti fulltrúi hinnar alþýðlegu fiðlumenningar í Þingeyjarsýslum, sem hófst um miðja 19. öld. Af þessu tilefni hafa verið tekin fram hljóðfæri, sem flest hafa verið í geymslum, og þar á meðal er ís- lensk fiðla frá því um 1800, lang- spil Katrínu Þorvaldsdóttur Síverts- en úr Hrappsey, tvær hljóðpípur Sveinbjarnar Egilssonar rektors, íslensk stofuorgel. Sýningin „Sönglíf í heimahúsum” er liður í jóladagskrá Þjóðminja- safnsins, sem nú er komin hefð á. Að þessu sinni er búist við heim- sóknum íslensku jólasveinanna, og kemur Stekkjarstaur fyrstur 12. desember ki. 11, en síðan koma þeir koll af kolli og rekur Kertasník- ir lestina á aðfangadag jóla. Mjöll Snæsdóttir fornleifafræð- ingur og Elsa E. Guðjónsson textílfræðingur við þrjá sítara, sem varðveittir eru í Þjóðminja- safninu og verða á jólasýningu safnsins. David Gower og Þórunn Nash eftir að þau opinberuðu trúlofun sína. Bretland: Islensk kona og fyrir- liði krikketlandsliðsins Trúlofun David Gower, fyrrum fyrirliða breska krikket- landsliðsins, og hinnar hálfíslensku Þórunnar Nash var slegið upp í breskum dagblöðum um helgina. David er víðfrægur í Bretlandi og átti um árabil fast sæti í landsliðinu. Þórunn er dóttir Ernu Nash Sigurðardóttur og Leslie Nash sem látinn er fyrir 6 árum en var atvinnuhermaður. Erna sagði í samtali við Morgunblaðið að þau Leslie hefðu kynnst á Ítalíu en sest að í Bretlandi fyr- ir um það bil 38 árum. Þar eru börnin þeirra þijú fædd og upp- alin. Hún sagði að Þórunn hefði lært að tala íslensku þegar hún hefði dvalist hér í 6 mánuði á fjórða ári en eftir að hún kom aftur til Bretlands hefði hún týnt íslenskunni niður. Mæðgurnar voru hér meðan eiginmaður Ernu sinnti skyldustörfum sínum í Afríku. Foreldrar Ernu eru nú látnir en systir hennar, Þórunn Sigurðardóttir, ekkja Einars Ágústssonar, ráðherra, býr á íslandi. Erna sagði að Þórunn hefði ekki haft sérstakan áhuga á krikkett áður en hún kynntist David Gower fyrir 2 árum. Hún hefði hins vegar alltaf verið góð í íþróttum, leikið tennis og tekið þátt í maraþonhlaupi. Þórunn var aðstoðarmaður tannlæknis en hefur látið af störfum. Parið auglýsti trúlofunina með smá- auglýsingu í Daily Telegraph. Reiknað er með að brúðkaup þein-a verði í sumarbyijun. Bréf til ritstjóra Morgunblaðs- ins frá Sigurði Helgasyni 5. desember 1991 Ritstjórar Morgunblaðsins, Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Góðu vinir. Ég leyfi mér hér með að óska eftir því að eftirfarandi bréf verði birt í Morgunblaðinu: „Ég taldi mig vita talsvert um hin víðtæku völd og áhrif Eim- skipafélags íslands en gerði mér ekki grein fyrir að þau næðu inn á síður Morgunblaðsins fyrr en ég las ritdóm um bók mína í blað- inu 5. des. eftir Björn Bjarnason. Vitað er að Björn er nátengdur hagsmunum Eimskipafélags ís- lands vegna aðildar þess félags að Almenna bókafélaginu. Þá er og vitað um björgunaraðgerðir þær sem fram fóru í tíð Björns Bjarnasonar sem stjórnarfor- manns Almenna bókafélagsins, en aðalbjargvætturinn þar var Eimskipafélag íslands. Því er fleygt að Birni hafi þar verið bjargað frá persónulegum ábyrgð- um sem hann hafði tekist á hend- ur fyrir Almenna. Þar sem einn kafli bókar minnar fjallaði um hin víðtæku og vaxandi völd Eimskipafélags- ins í þjóðfélaginu hentaði því vel að fá ritdómara sem hliðhollur væri félaginu til að fjalla um bók- ina. Markmiðið var að ritdómurinn skyldi vera á þá leið að útbreiðsla bókarinnar yrði sem minnst. At- hyglisvert er að Björn hefur ekki fjallað um aðrar bækur á síðum Morgunblaðsins nýverið. Kaup- endur og lesendur eiga hér síð- asta orðið.” Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna. Ykkar einlægur, Sigurður Helgason. Svar ritstj. Ritstjórar Morgunblaðins hafa ekki afskipti af gagnrýnendum blaðsins né því efni sem þeir láta frá sér fara, nema um sé að ræða aðdróttanir sem gætu talist meið- yrði. Þeir velja gagnrýnendur og treysta þeim fyrir viðkvæmu en mikilvægu starfi, en stjórna ekki skrifum þeirra. Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu hefur Jóhann Hjálmarsson skáld yfir- umsjón með bókadómum og hann skiptir bókum á milli gagnrýnenda og þá oftast í samráði við þá. Ilafi gagnrýnandi einhverra hags- muna að gæta eða hafi átt í úti- stöðum við þá sem um er fjallað eða ráðist að þeim áður, er þeirri stefnu jafnan fylgt að aðrir gagn- rýni viðkomandi verk. Hefur þessa verið gætt eins og unnt hefur verið. Björn Bjarnason gagnrýndi margar bækur meðan hann var aðstoðarritstjóri hér við blaðið og hefur haldið þeim starfa áfram eftir að hann hvarf frá blaðinu og tók sæti á Alþingi. Ilann hefur því skrifað dóma um fjölda bóka hér í blaðið og mun gera. Loks má geta þess að skoðanir gagnrýnenda eða afstaða þeirra í ýmsum málum þarf engan veginn að koma heim og saman við stefnu Morgunblaðsins. Hún birtist í rit- stjórnargreinum blaðsins. Góður loðnuafli norður af Sléttu Síldarbátar með ágæt köst á Mýrarbugt ÁGÆT loðnuveiði var í fyrrinótt á miðunum norður af Melrakka- sléttu og í gærdag voru nokkrir loðnubátar á leið í land með full- fermi. Síldveiðin er einnig að glæðast og hafa síldarbátar fengið ágæt, köst á Mýrarbugt og út af Stokksnesi undanfarna tvo sólar- hringa. „Þetta er eitthvað að glæðast hjá okkur og hljóðið orðið áberandi bjartara í mönnum hér á miðunum,” segir Bárður Þorsteins- son um borð í síldarbátnum Geirfuglinum er þeir héldu aftur á miðin í gær eftir að hafa landað 130 tonnum af síld í Vestmannaeyjum. Alls voru 14 bátar á loðnumiðunum í fyrrinótt og nokkrir þeirra náðu að fylla sig. Albert Sævarsson skip- veiji um borð í Albert GK segir að mokafli hefði verið á skömmum tíma og loðnán falleg. Er Morgun- blaðið ræddi við Albert var báturinn á leið til Seyðisfjarðar með tæplega 700 tonn af loðnu. Hermann Ragnarsson skipstjóri á Helgu II segir að aflabrögðin hjá þeim hafi verið með ágætum og náðu þeir 1.000 tonna afla, eða fullfermi, þessa nótt. „Menn eru hér almennt bjartsýnir á að veiðin sé loksins komin í gang,” segir Her- mann. „Og loðnan sem við fengum var bæði feit og falleg.” Alls eru um 16 síldarbátar á veið- um. Einar Guðmundsson skipstjóri um borð í síldarbátnum Keflvíkingi sem staddur var suður af Stokks- nesi í gærdag segir að ágæt síld- veiði hafi verið á þeim slóðum und- anfarna tvo sólarhringa. „Við vor- um búnir að ná tæplega 50 tonnum af síld í nótt þegar við rifum illilega úr nótinni,” segir hann. „Þetta er ágæt síld, stór og falleg og bátar hér í kring hafa margir mokveitt. En þetta er búið að vera mjög dræmt lengi. Ég get nefnt sem dæmi að 23. nóvember í fyrra vor- um við búnir að veiða upp í kvóta okkar en nú eigum við eftir að ná 600 tonnum í viðbót.” Dagskrá í Listasafni UM HELGINA verður flutt í List- asafni íslands dagskrá með ljóða- þýðingum Árna Ibsen og Sverris Hólmarssonar á verkum Ezra Pound, William Carlos Williams og T.S. Elliot. Dagskráin ber heitið Á rauðum hjólbörum um eyðilandið og er unn- in í samvinnu Listasafns íslands, Menningarstofnunar Bandaríkj- anna og Rokkskóga. Hún verður flutt á sunnudag klukkan 15.30. Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir við nokkur verkanna sem verða á sýningunni í Stöðlakoti. Stöðlakot: Hrafnhildur Gunnlaiigs- dóttir sýnir silkiverk HRAFNHILDUR Gunnlaugs- fædd 1. febrúar 1952. Hún stund- dóttir opnar sýningu á silkiverk- aði nám við Myndlista- og handíða- um í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg skóla íslands 1975-77 og 1979-81, á morgun, laugardaginn 7. des- og er þetta fyrsta einkasýning ember, kl. 15. Á sýningunni hennar. Sýningin stendur til 21. verða 12 silkiinyndir og 16 desember næstkomandi, og verður stærri silkimyndverk. hún opin frá kl. 14-18 daglega Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir er nema laugardaga frá kl. 12-22. Steingrímur Magnús- son fisksali látinn Steingrímur Magnússon, fyrr- verandi forstjóri Fiskhallarinn- ar í Reykjavík, lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 4. desember. Hann var á 97. aldursári. Steingrímur fæddist 2. apríl 1895 í Gullberastaðaseli í Lundar- reykjadal. Foreldrar hans voru Magnús Magnússon, bóndi á Krossi í sömu sveit, síðar verka- maður í Reykjavík, og kona hans Guðlaug Steingrímsdóttir. Stein- grímur stundaði verslun með fisk fá árinu 1914 til ársins 1970. Hann var forstjóri Fiskhallarinnar í Reykjavík 1938-70, og rak fjölda fiskverslana í borginni. F'yrri eiginkona Steingríms var Kristjana Einarsdóttir, sem lést árið 1938. Seinni eiginkona hans var Sigríður V. Einarsdóttir, og lifir hún mann sinn. Með fyrri eig- inkonu sinni eignaðist Steingrímur átta börn, en eitt með þeirri seinni, og eru þau öll á lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.