Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGIJR 6, DESEMBER 1991 200. ártíð Mozarts í gær voru liðin 200 ár frá því Wolfgang Amadeus Mozart lést og af því tilefni var tónskáldsins' minnst með margvíslegum hætti víða um heim. Hér leggur ung stúlka kerti á gröf Mozartz í Vínarborg en hann var í blóma lífsins, aðeins 35 ára gamall, þegar hann féll frá. Samt er talið, að ekkert tón- skáld, hvorki fyrr né síðar, hafi sýnt jafn mikla fjöl- hæfni og jafn mikil afköst og Mozart á sinni stuttu ævi. Styrkir við banda- ríska flugvélasmíði Brussel. Fra Kristofer M. Kristinssyni, fréttaritara Moruunblaðsins. í SKÝRSLU sem framkvænida- stjórn Evrópubandalagsins (EB) kynnti í Brussel á miðvikudag kemur fram að styrkir bandarí- skra stjórnvalda við flugvélaiðnað þar í landi námu tæplega tvö þús- und milljörðum íslenskra króna á síðastliðnum fimmtán árum. Skýrslan er unnin fyrir frani- kvæmdastjórnina í framhaldi af ásökunum Bandaríkjamanna í GATT-viðræðunum um óhóflega ríkisstyrki til flugvélaiðnaðar í Evrópu. Skýrslan tekur til beinna og óbeinna styrkja frá árinu 1976 til fyrirtækja sem framleiða farþega- vélar. Gengið er út frá því að niður- stöður skýrslunnar séu frekar í lægri kantinum vegna þess hve erfitt sé að leggja mat á þessa þætti bandarísks efnahagslífs. Fyr- irtæki sem framleiði hergögn og herflugvélar framleiði oft og tíðum einnig farþegavélar, og njóti mjög góðs af samstarfi við opinberar stofnanir. Með skýrslunni þykir fram- kvæmdastjórn EB sem sýnt hafi verið fram á að þörf sé víðtækra alþjóðlegra samninga um þessi efni jafnframt því sem athyglinni er beint frá styrkjum Evrópuþjóða við Airbus-fyrirtækið. Arabar ræða um Lockerbie Kairó, London. Reuter. FULLTRÚAR aðildarríkja Arababandalagsins komu saman í Kairó í gær að beiðni Líbýu- manna til að ræða Lockerbie- hermdarverkið og ásakanir Breta og Bandaríkjamanna á hendur þeim. Ætla Bretar að kynna fyrir fulltrúunum öll gögn í málinu. Líbýustjórn hefur látið handtaka mennina tvo, sem sak- aðir eru um að hafa skipulagt hermdarverkið, en lögfræðingur aðstandenda þeirra, sem fórust með Pan Am-þotunni, segir það aðeins vera sýndarmennsku. Fastafulltrúar Arababandalags- ins komu saman til að ræða það, sem Líbýumenn kalla „hótanir” Breta og Bandaríkjamanna og ásakanir um, að þeir hafi komið fyrir sprengjunni, sem grandaði bandarískri þotu yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988. Fórust þá 270 manns. Douglas Hogg, fulltrúi breska utanríkisráðuneytisins, ætl- aði síðar að hitta að máli Esmat Abdel-Maguid, framkvæmdastjóra bandalagsins, en Hogg hefur skorað á ríki vinveitt Líbýu að sjá til, að líbýsku leyniþjónustumennirnir tveir, sem sakaðir eru um hermdar- verkið, verði framseldir. Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa hótað Líbýustjórn ótilgreind- um hefndaraðgerðum verði menn- irnir ekki framseldir og útiloka ekki hérnaðaraðgerðir. Líbýustjórn neit- ar hins vegar allri aðild að málinu. Síðustu daga hefur Líbýustjórn komið á framfæri orðsendingum til Breta um að hún ætli að hætta að styðja þryðjuverkasamtök, þar á meðal írska lýðveldisherinn, IRA, loka æfingabúðum fyrir hryðju- verkamenn og fordæma athæfi þeirra. Dounreay-kj arn- orkuverinu lokað: Níu kg af úrani týnd London. Reuter. Tilraunakjarnorkuverinu í Dounreay í Skotlandi hefur verið lokað í bili vegna þess að á mánudag kom í ljós að níu kíló af auðguðu úrani virðast hafa gufað upp. Um- hverfisverndarsinnar segja að hvarfið sé „hrikalegt”. Talið er mögulegt að um villu í bókhaldi versins sé að ræða. Talsmaður Dounreay segja að ekki sé nein hætta á ferðum. „Það er ekkert sem bendir til þess að geislavirkni hafi aukist, við mælum hana stöðugt,” sagði talsmaðurinn. G<x\m dagitm! Við opnum glæsilega fatadeild í dag Regngalli ífelulitum kr. 4.480,- Gallabuxurfrá kr. 2.900,- Waxjakkarfrá kr. 6.900,- Snjósleðagalli kr. 12.490,- Köflóttar skyrtur frákr* 1 b230| Herrapeysur Gæsaveidimenns Fuglaveiðitæki með 8 mismunandi fuglategundum. Verð kr. 18.900,- Gjöf fyrir veiðimanninn. frákr. 2.390,- og margt, margt fleira. Opið til kl. 18.00 laugardag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.