Morgunblaðið - 06.12.1991, Síða 35

Morgunblaðið - 06.12.1991, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGIJR 6, DESEMBER 1991 200. ártíð Mozarts í gær voru liðin 200 ár frá því Wolfgang Amadeus Mozart lést og af því tilefni var tónskáldsins' minnst með margvíslegum hætti víða um heim. Hér leggur ung stúlka kerti á gröf Mozartz í Vínarborg en hann var í blóma lífsins, aðeins 35 ára gamall, þegar hann féll frá. Samt er talið, að ekkert tón- skáld, hvorki fyrr né síðar, hafi sýnt jafn mikla fjöl- hæfni og jafn mikil afköst og Mozart á sinni stuttu ævi. Styrkir við banda- ríska flugvélasmíði Brussel. Fra Kristofer M. Kristinssyni, fréttaritara Moruunblaðsins. í SKÝRSLU sem framkvænida- stjórn Evrópubandalagsins (EB) kynnti í Brussel á miðvikudag kemur fram að styrkir bandarí- skra stjórnvalda við flugvélaiðnað þar í landi námu tæplega tvö þús- und milljörðum íslenskra króna á síðastliðnum fimmtán árum. Skýrslan er unnin fyrir frani- kvæmdastjórnina í framhaldi af ásökunum Bandaríkjamanna í GATT-viðræðunum um óhóflega ríkisstyrki til flugvélaiðnaðar í Evrópu. Skýrslan tekur til beinna og óbeinna styrkja frá árinu 1976 til fyrirtækja sem framleiða farþega- vélar. Gengið er út frá því að niður- stöður skýrslunnar séu frekar í lægri kantinum vegna þess hve erfitt sé að leggja mat á þessa þætti bandarísks efnahagslífs. Fyr- irtæki sem framleiði hergögn og herflugvélar framleiði oft og tíðum einnig farþegavélar, og njóti mjög góðs af samstarfi við opinberar stofnanir. Með skýrslunni þykir fram- kvæmdastjórn EB sem sýnt hafi verið fram á að þörf sé víðtækra alþjóðlegra samninga um þessi efni jafnframt því sem athyglinni er beint frá styrkjum Evrópuþjóða við Airbus-fyrirtækið. Arabar ræða um Lockerbie Kairó, London. Reuter. FULLTRÚAR aðildarríkja Arababandalagsins komu saman í Kairó í gær að beiðni Líbýu- manna til að ræða Lockerbie- hermdarverkið og ásakanir Breta og Bandaríkjamanna á hendur þeim. Ætla Bretar að kynna fyrir fulltrúunum öll gögn í málinu. Líbýustjórn hefur látið handtaka mennina tvo, sem sak- aðir eru um að hafa skipulagt hermdarverkið, en lögfræðingur aðstandenda þeirra, sem fórust með Pan Am-þotunni, segir það aðeins vera sýndarmennsku. Fastafulltrúar Arababandalags- ins komu saman til að ræða það, sem Líbýumenn kalla „hótanir” Breta og Bandaríkjamanna og ásakanir um, að þeir hafi komið fyrir sprengjunni, sem grandaði bandarískri þotu yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988. Fórust þá 270 manns. Douglas Hogg, fulltrúi breska utanríkisráðuneytisins, ætl- aði síðar að hitta að máli Esmat Abdel-Maguid, framkvæmdastjóra bandalagsins, en Hogg hefur skorað á ríki vinveitt Líbýu að sjá til, að líbýsku leyniþjónustumennirnir tveir, sem sakaðir eru um hermdar- verkið, verði framseldir. Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa hótað Líbýustjórn ótilgreind- um hefndaraðgerðum verði menn- irnir ekki framseldir og útiloka ekki hérnaðaraðgerðir. Líbýustjórn neit- ar hins vegar allri aðild að málinu. Síðustu daga hefur Líbýustjórn komið á framfæri orðsendingum til Breta um að hún ætli að hætta að styðja þryðjuverkasamtök, þar á meðal írska lýðveldisherinn, IRA, loka æfingabúðum fyrir hryðju- verkamenn og fordæma athæfi þeirra. Dounreay-kj arn- orkuverinu lokað: Níu kg af úrani týnd London. Reuter. Tilraunakjarnorkuverinu í Dounreay í Skotlandi hefur verið lokað í bili vegna þess að á mánudag kom í ljós að níu kíló af auðguðu úrani virðast hafa gufað upp. Um- hverfisverndarsinnar segja að hvarfið sé „hrikalegt”. Talið er mögulegt að um villu í bókhaldi versins sé að ræða. Talsmaður Dounreay segja að ekki sé nein hætta á ferðum. „Það er ekkert sem bendir til þess að geislavirkni hafi aukist, við mælum hana stöðugt,” sagði talsmaðurinn. G<x\m dagitm! Við opnum glæsilega fatadeild í dag Regngalli ífelulitum kr. 4.480,- Gallabuxurfrá kr. 2.900,- Waxjakkarfrá kr. 6.900,- Snjósleðagalli kr. 12.490,- Köflóttar skyrtur frákr* 1 b230| Herrapeysur Gæsaveidimenns Fuglaveiðitæki með 8 mismunandi fuglategundum. Verð kr. 18.900,- Gjöf fyrir veiðimanninn. frákr. 2.390,- og margt, margt fleira. Opið til kl. 18.00 laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.