Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 56
56 MORGONBLAÐIÐ FÖSTODAGOK 6. 'DES'EMÉ'ER'lgðí Sigurveig Jónsdóttir Isafirði - Minning Fædd 28. maí 1900 Dáin 24. nóvember 1991 Er við spurðum andlát hollvinar okkar og frænku, Sigurveigar Jóns- dóttur á ísafirði, var okkur hugsað til þess hversu vinátta hennar hafði prýtt og auðgað líf okkar. Þegar við komum til ísafjarðar með sonum okkar í kynnisferð síð- sumars 1977 voru tvö heimili þar sem við vissum okkur geta vitjað kynna og var heimili Sigurveigar annað þeirra. Hún var ekkja Sigurð- ar Pálssonar á Nauteyri, ömmu- bróður Jakobs. Hún vissi af tildrög- um komu okkar og fagnaði okkur vel og reyndum við það þráfaldlega síðar að ekki voru það nein gesta- læti. Alls óvænt þóttist hún sjá mark ættar sinnar á Auði og kom fram þeim báðum til mikils fagnað- ar að Sigurveig og móðir Auðar voru þremenningar út af Bessa Jó- hannsyni af Flateyjardal í Suður- Þingeyjasýslu. Það þarf ekki að orðlengja það að þegar við fluttum til ísaijarðar að afloknum prestskosningum um haustið hafði hollur hópur ættingja og væntanlegra vina undirbúið komu okkar og þar fremst í flokki fólk Sigurveigar. Öll árin sem eftir fóru staðfestu þau fyrirheit sem góðar viðtökur gáfu. Það var svo ekki lítils virði fyrir syni okkar sem ólust upp fjarri öfum og ömmum að eiga sér þess vísa von að þeim yrði tekið svo hlýlega ef þeir knúðu dyra hjá henni í Sólgötunni. Óvíða buðust betri kleinur né vænni rand- alína en við hennar borð og annað var eftir því. Sigurveig far fædd í Hlíðarskóg- um í Höfðahverfi í Suður-Þingeyjar- sýslu. Faðir hennar var Jón Þórar- insson bóndi í Sigluvík á Svalbarðs- strönd Jónssonar og Sigurveigar Jónsdóttur en móðir Helga Krist- jánsdóttir bónda á Végeirsstöðum VINKLAR Á TRÉ Þ.ÞORGRÍMSSON&CO ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 á Flateyjardal Guðmundssonar og Lísbetar Bessadóttur. Þau fluttu með börnum sínum til Dýrafjarðar 1903 og bjuggu lengst í Hvammi. Þau eignuðust ellefu börn og lifa tvær systur, Valgerður og Anna. A æskuárum Sigurveigar í Dýra- firði gætti mjög áhrifa ungmenna- félagshreyfingarinnar og þeirrar þjóðræktar sem henni var samfara. Núpsskóli átti sinn þátt í því og starf þeirra ágætismanna sem þeim skóla tengdust. Með æskulýðnum ríkti trú á landið og þjóðina og vilji til að láta um sig muna. Það var góður undirbúningur undir það sem síðar varð að vinna að, samkomu- haldi, málfundum, dagskrárundir- búningi, lestrarfélagsstarfsemi og bindindisstarfí. Sigurveig minntist með mikillar gleði þeirra ára og þess bjartsýna fólks sem með henni ólst upp þar vestra. Sigurði frænda mínum kynntist hún þegar hún vann að vefnaði og kennslu með Kristbjörgu föðursyst- ur sinni á Arnagerðareyri í ísafírði. Hann var sonur prófastshjónanna í Vatnsfirði, Arndísar Pétursdóttur Eggerts og sr. Páls Ólafssonar, úr fjölmennum barnahópi þeirra. Hann var þá ekkjumaður með litla dótt- ur, Arndísi. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband 23. maí 1926 í Vatnsirði. Sigurður hafði Nauteyri til ábúðar og gekk Sigurveig í bú hans og Arndísi dóttur hans í móð- urstað. Hún býr nú á Patreksfirði og er gift Ólafi Bjarnasyni. A Nauteyri fæddust þeim Sigur- veigu fjögur börn: Sigríður, sem gift er Gunnari Péturssyni, Helga, sem lést á sl. sumri, gift Geir Guð- brandssyni, Páll, kvæntur Hólmfríði S. Pálsdóttur á Sauðárkróki, og Elínborg, gift Guðbirni Ingasyni. Allir eru tengdasynirnir ísfirðingar og búa fjölskyldurnar þar. Þá ólu þau upp systurdóttur Sigurveigar, Sigrúnu Jónsdóttur, sem gift er Hauki Þórðarssyni, og Pétur Ólafs- son, bróðurdótturson Sigurðar, kvæntan Valgerði Pálmadóttur. A Nauteyri bjuggu þau hjón svo að allur bæjarbragur sæmdi höfuð- bóli sem og það reyndar var meðan þau bjuggu þar, slíkir sveitarstólpar voru þau bæði og gegndu ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Við var brugðið gestrisninni hjá þeim, glaðværð og menningu í hví- vetna. Þau brugðu búi 1953, fluttust á Isafjörð og settust að í sambýli við Sigríði og Gunnar. Síðar keyptu þau á Sólgötu 7. Á ísafirði starfaði Sig- urður hjá Djúpbátnum en Sigurveig í Niðursuðuverksmiðjunni hjá Böð- vari Sveinbjörnssyni frá 1955 og tók við hann mikilli tryggð og naut að makleikum mikils trúnaðar hans og vináttu fjölskyldunnar, var enda komin ár yfir áttrætt er hún hætti þar störfum. Þau Sigurður og Sigurveig voru einkar samhent hjón. Mótun þeirra og hugsjónir voru um flest líkar og þau þannig skapi farin að þau lög- uðust vel hvort að öðru og varð hjónaband þeirra fallegt og traust. Sigurður kvaddi þennan heim eftir veikindi um nokkurt skeið 23. júní 1973. Sigurveig annaðist hana í lýsandi kærleika og tregaði fallega í einlægri trú sem þau áttu opin- skátt samfélag um hvort við annað meðan bæði lifðu. Trú Sigurveigar mætti sannar- lega ekki aðeins hið blíða, heldur og hið stríða. Missir Dagnýjar, dótt- urdóttur hennar, sumarið 1979 og dótturinnar Helgu nú í sumar voru henni sem öðrum nákomnum þung áföll. Staðföst trú hennar á eilíft líf fyrir kærleika Guðs í Jesú Kristi bar hana og reyndar aðra efa- blandna gegnum þá reynslu. Hún spurði Jakob að því í sumar hvers- vegna hún hefði þurft að lifa missi * Helgu. Honum þótti sem tilgangur- inn væri augljós: Að trú hennar mætti lýsa fólki hennar í myrkri sorgarinanr. Hún var sannkölluð ættmóðir. Börnum sínum, tengdabörnum og afkomendum öllum var hún í senn hollvinur og fordæmi sem virðingu vakti. Augljós var gagnkvæm vænt- umþykjan með henni og þeim öllum, stórum og smáum, þegar fundum bar saman, hvað oft vildi til. Ilann- yrðir streymdu úr höndum hennar sem boðberar hlýju og umhyggju þeirrar sem hún bar í brjósti til þeirra allra. Niðjar hennar bera henni gott vitni og auðsætt það mark sem hún hefur á þá sett með góðum stuðningi Sigurðar síns sæla. í elli sinni settist Sigurveig að í Hlíf, íbúðum aldraðra á ísafirði, og undi þar hag sínum vel. Hún naut górar heilsu og lét sér umhugað um sambýlisfólk sitt og studdi eftir mætti. Sérstök vinátta var með henni og Aðalheiði Tryggvadóttur og Sigurði Guðmundssyni úr Hnífs- dal. Sigurveig var kirkjurækin kona og góðui’ kirkjugestur og víst voru margar ræður Jakobs samtal við hana og þær traustu konur sem deildu gjarnan sama bekk í ísafjarð- arkirkju, sólarmegin. Þær var einn- ig fyrir að hitta í Kirkjukvenfélag- inu á árunum okkar vestra. Sigur- veig starfaði á Isafirði trú hugsjón- um æsku sinnar í Góðtemplararegl- unni og bar bindindisstarf mjög fyrir bijósti. Með kvenfélaginu Ósk starfaði hún og um árabil sem og sjálfstæðiskvennafélaginu sem hún var með um að stofna og lét um sig muna meðan hún hafði krafta til. Sigurveig bar hlýlegt fas og virðulegt. Allt tal hennar var hóg- vært sem og framkoma hennar og vel viktuð orðin báru vitni visku og þekkingu. Hún las margt og hug- leiddi vandlega með sjálfri sér flest sem fyrir bar og var auðgandi að eiga við hana tal. Fátt var henni framandi nema það sem ljótt var og vel var hún heima í málefnum líðandi stundar til hins hinsta. Hún var góðgjörn og góðgerðarsöm og manna vísust til að bera blak af öðrum í orði og verki. Hún hafði gott umtal af samferðamönnum sín- um og stóð vel undir því sem þeirri lýsingu sem hér er fest á blað. Seinustu árin bar Sigurveig ban- væna sjúkdóm sem þó réðst merki- lega vel við og fékk hún lengri frest lífdaga en nokkur þorði að ætla og var dagfarshress þar til seinustu vikurnar. Minnilegt er æðruleysi hennar þegar henni var sagt hversu komið var um heilsu hennar. Þegar Sigurveig er kvödd fylgja henni margra bænir og þakkir. Hún er ein þeirra sem prýða sérhvert samfélag manna. Mannkostir henn- ar bera vitni góðu kyni og góðri rækt og auka löngun okkar hinna til að láta gott af okkur leiða og um okkur muna. Er við horfum henni bak héðan af heimi sjáum við í anda hana hverfa inn um bjartar dyr og fagrar og heyrum himneska raust segja. Gott þú trúi þjónn, gakk inn til fagnaðar Herra þíns. Biessuð sé minning Sigurveigar Jónsdóttur og gefi Guð okkur fleiri hennar líka. Auður og Jakob Hjálmarsson Mikil mannkostakona er gengin á vit feðra sinna. Sigurveig var einstök kona. Fjölmargir reyndu hjartahlýju hennar og hugulsemi og er ég svo lánsamur að vera einn þeirra. Sigurveig var fædd aldamótaárið og var því orðin öldruð er kallið kom. Hún hafði kennt sjúkdóms um nokkurra ára skeið og trúi ég að hún hafi verið sátt við að fara, og hlakkað til endurfunda við látna ástvini sína. Sigurveig var trúuð kona og kirkjurækin, er gaf henni mikinn styrk við mótlæti sem hún varð fyrir í lífinu. Dóttir hennar Helga veiktist fyrir fáum árum og lést fyrir aldur fram nú í sumar, og dótturdóttir hennar Dagný lést aðeins 18 ára, eftir baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Mikill harmur var að henni kveðinn, en sorg sína bar hún í hljóði. Kynni mín af Sigurveigu hófust þegar ég ungur drengur vandi kom- ur mínar í fyrirtæki föður míns Niðursuðuverksmiðjuna hf. Sigur- veig starfaði þar í 26 ár af ein- stakri samviskusemi og alúð. Fáum hef ég kynnst sem með framgöngu sinni allri hafa sýnt vinnustað sín- um og vinnuveitendum slíkan hug sem Sigurveig sýndi alla tíð. Sam- jöfnuð finn ég helst í dóttur hennar Sigríði sem starfað hefur hjá fyrir- tækinu í fjölmörg ár. Á kveðjustund er mér bæði Ijúft og skylt að þakka Sigurveigu allt og allt. Sérstakar þakkir færi ég fyrir hönd Niðursuðuverksmiðjunn- ar hf. Eftirlifandi ástvinum hennar öllum sendi ég innilegar samúðar- kveðjur, og bið Guð að blessa minn- ingu hennar. Eiríkur Böðvarsson Okkur langar til að minnast með nokkrum _orðum elskulegrar langömmu okkar, Sigurveigar Jóns- dóttur, er andaðist í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á ísafirði 26. nóvem- ber sl. eftir stutta sjúkrahúslegu. Langamma fæddist í Hléskógum í Höfðahverfi 23. október árið 1900 og var dóttir hjónanna Jóns Þórar- inssonar og Helgu Kristjánsdóttur. Hún giftist Sigurði Pálssyni og bjuggu þau að Nauteyri við ísa- fjarðardjúp. Seinna fluttust þau til Isafjarðar. Langafa kynntumst við aldrei því hann dó árið 1973. Við áttum margar góðar stundir hjá langömmu í Sólgötunni og ekki breyttist það er hún fluttist á Hlíf. Það var ávallt tekið vel á móti okk- ur og mikið spjallað. Hún átti alltaf eitthvert góðgæti handa okkur og fyrir okkur sem börn setti það punktinn yfir i-ið. Langamma var mjög flink í hönd- unum. Hún saumaði út, málaði á Odýrt, þægilegt og spennandi með SAS NORÐURLANDAFARGJÖLD SAS* DANMORK SVIÞJOÐ Keflavík - Kauomannahöfn 26.690.- Keflavík - Stokkhólmur 30.630.- Keflavík - Gautaborg 26.690.- NOREGUR Keflavík - Malmö 26.690,- Keflavík - Osló 24.980.- Keflavík - Vásterás 30.630.- Keflavík - Kristiansand 24.980.- Keflavík - Norrköping 30.630.- Keflavík - Stavanger 24.980.- Keflavík - Jönköping 30.630.- Keflavík - Bergen 24.980.- Keflavlk - Kalmar 30.630.- Keflavík - Váxjö 30.630.- * Verö miöaö viö 5 daga hámarksdvöl (4 nætur) aö meötalinni aöfararnótt sunnudags. Barnaafsláttur er 50%. Hafðu samband við söluskrifstofu SAS eða ferðaskrifstofuna þína. m/s/u SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 3 Sími 62 22 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.