Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1991 27 Klukkubókin vísar skemmtilega leið til að læra ó klukku. Þetta er harðspjaldabók með klukkuskífu og hreyfanlegum vísum. Verð: 590 kr. Krakkar busla í bleytu og Allir krakkar út að leika sér Harðspjaldabækur með litrikum og skemmtilegum teikningum. Verð hvorrar bókar: 390 kr. Krakkar busla í bleytu Hvað ó barnfö heita? Wér er birtur listi yfir /5og Jísskí Sætabrauðsdrengurinn og Öskubuska - bækur úr bókaflokknum Viltu lesa með mér, þar sem myndir koma af og til í stað orða. Skemmtilegt og þroskandi. Verð hvorrar bókar: 590 kr. :emur nú útí 2 wbiörnsson tók Öskubuska Söng- og píanóbók barnanna. í þessari sérstæðu bók eru tólf þekkt lög sem margir geta spilað -ogallir sungið. Þetta er bók með hljómborði! Verð: 950 kr. Babar - £ Kapphlaupii til tunglsins og Babar - Aldrei gefast upp. Babar kóngur hefur órum saman verið í uppóhaldi hjó börnum víða um heim. Þessar tvær Babarbækur vekja því fögnuð! Verð hvorrar bókar: 790 kr. , segðu mer , \ ÍSÖGU .........J 12 þekkt banuUög litmyndir Hrói höttur Fóar sögur hafa vakið jafnmikla hrifningu og spennu meðal barna og unglinga og sagan af Hróa hetti. Þetta er jP splunkuný útgófa, flj ríkuiega myndskreytt og litprentuð. Verð: 975 kr. mk ri segir sogur og Ammo segir sögur eru litprentaðar bækur i stóru broti. r^rJ5s®»a Stuttar, fallegar sögur. y|l£«J ", Verð hvorrar bókar: 590 kr. Ævintýri og sígildar sögur og Segðu mér sögu eru litprentaðar bækur með vinsælum og þekktum ævintýrum. Verð hvorrar bókar: 950 kr. Ein lítil kenning um mýrarflákaverslun eftir Pjetur Hafstein Lárusson Eg átti leið um óbyggðir um daginn og hitti þar nokkra jóla- sveina. Þeir voru að æfa sig á skíðum svo þeir ættu greiða leið til byggða fyrir jólin. Er ekki að orðlengja það, að eftir að hafa kvatt þá bræður, fór ég að leiða hugann að jólaversluninni í Reykjavík og raunar verslunar- málum þar almennt séð, eins og menn segja gjarnan í alvarlegum tón. Undanfarin ár hafa menn verið að reisa kringlur í mýrarfláka austan við allt velsæmi. Þar hafa þeir komið sér upp verslunum, heilum fjölda undir sama þaki. Tilgangurinn mun vera sá, að fólk geti verslað sem mest með sem minnstri hreyfingu. Afleiðingin er hins vegar sú, að aumingja fólkið rekur stjórnlaust um verslunar- hallirnar, líkast stjórnlausum skip- um í fárviðri. Verslunarleiðangur- inn verður að innkaupum og engu öðru. Menn kasta ekki kveðju á kaupmanninn eða afgreiðslufólkið, hvað þá heldur að spjallað sé um lífsins gagn og nauðsynjar. Sam- skipti fólks miðast öll við vörur og fara jafnvel einungis fram við peningakassann. Sjálfur er ég Miðbæjarmaður. Það þýðir að ég vil geta átt tal við það fólk sem afgreiðir mig í verslunum. Ef lítið er að gera, þigg ég auk þess kaffitár á bak- við. Ég vil m.ö.o. að verslun, hversu fáum krónum sem velt er hveiju sinni, sé ekki aðeins kaup Pjetur Hafstein Lárusson og sala, heldur einnig samskipti fólks í millum. Þess vegna versla ég í Miðbænum. Leyfist mér að skjóta að kenn- „Sjálfur er ég Miðbæj- armaður. Það þýðir að ég vil geta átt tal við það fólk sem afgreiðir mig í verslunum. Ef lít- ið er að gera, þigg ég auk þess kaffitár á bak- við.” ingu um viðgang stórmarkaða og verslunarkeðja undir _sama þaki? Kenningin er þessi: í Reykjavík búa u.þ.b. 90.000 manns. Þar af eru 70.000 sveitamenn og 20.000 borgarbúar. Með sveitamönnum á ég við fólk sem ýmist hefur sjálft flutt á mölina eða er alið upp af foreldrum sem tekið hafa úr þroska sinn til sveita eða í sjávar- plássum. Því fer fjarri að ég líti* niður á þetta fólk. En það á ekki rætur sínar í borginni og veit því ekki að Miðbærinn er hjarta henn- ar. Þetta fólk telur sig ekki eiga annað erindi í búðir en að kaupa tiltekna vöru. í augum þess er Reykjavík staður til búsetu, vinnu og innkaupa. En borgin er annað og meira. Hún er suðupottur mannlegra samskipta, ekki aðeins innan þröngra hópa, heldur einnig milli fólks, sem á ekki annað sam- eiginlegt en borgina sjálfa. Til þess að slík samskipti nái að blómgast, þarf að efla Miðbæ- inn. Fólk verður að læra þá ein- földu staðreynd, að vilji það teljast borgarbúar, þá þarf því að lærast að fá klippingu við Skólavörðustíg, kaupa föt í Aðalstræti og fá sér bækur við Laugaveginn. Mýrar- flákaverslun í gímöldum steypu og glers er einfaldlega afsprengi sveitamennsku, sem ekki á við fyrr en komið er austur fyrir Hell- isheiði. Jólasveinarnir biðja að heilsa og vænta þess að sjá Reykvíkinga í eðlilegu umhverfí fyrir jólin. Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.