Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 4
'4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1991 Morgunblaðið/Júlíus Átak gegn ölvunarakstri TIL AÐ vekja athygli ökumanna á þeirri hættu sem fylgir því að aka ölvaður munu lögreglan, Umferðarráð, Átak gegn áfengi og Bindindisráð vinna saman að sérstöku átaki í desember. Jólaglóðardrykkja lands- manna er meginástæðan fyrir átakinu en samkvæmi þar sem jólaglóð (jólaglögg) er höfð um hönd eru oft haldin að loknum vinnudegi og sú hætta fyrir hendi að fólk ætli akandi heim að þeim loknum. Lögreglan eykur eftirlit með ölvunarakstri í desember og fær fólk til að blása í öndunarmæla sem nýlega hafa verið teknir í notkun. Reynist ökumenn undir mörkunum þ.e. undir 0,5 prómill, munu nokkrir verða verðlaunað- ir sérstaklega. Olís, Esso og Shell gefa 60 ökumönnum bensín að verð- mæti 2.000 til 2.500 kr., þar af verða 15 ökumenn valdir úr hópi vegfar- enda í desember. Aðrar viðurkenningar verða afhentar 20. desember. Ökumaðurinn á myndinni reyndist undir mörkum og fékk viðurkenn- ingu, bensín á bílinn að verðmæti 2.500 kr. Halldór Árnason, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra: Tollalækkun á saltfiski hugsanleg á næsta ári VÆNTANLEGUR samningur um evrópska efnahagssvæðið mun hugsanlega koma íslenskum sjáv- arútvegsfyrirtækjum til jgóða strax á næsta ári. Halldór Arna- son, aðstoðarmaður sjávarútvegs- ráðherra, sagði í gær á ráðstefnu um nýsköpun i atvinnulífinu að líklega muni EB á næsta ári byrja að aðlaga innflutning sjávaraf- urða að því aukna fijálsræði sem í vændum er með því að stækka innflutningskvóta sem eru með lægri tollum. Halldór sagði að hér væri meðal annars um innflutning á saltfiski að ræða. Tilkynning um þetta væri væntanleg í lok desember. „Hvemig svo sem þeir auka við þessa kvóta þá þýðir það tollalækkun fyrir okk- ur. Hátt í 50% af okkar tollgreiðslum hafa komið til vegna saltfisksins VEÐUR IDAGkl. 12.00 Hsifnild: VeOurstola Islands (Byggt á veOurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 6. DESEMBER YFIRLIT: Um 700 km suðvestur af Hvarfi er 946 mb lægð sem mjakast norðaustur, en 1.042 mb hæð yfir Færeyjum. SPÁ: Hvöss sunnanátt, víða rigning um landið vestanvert. Heldur hægari vindur austan til framan af degi, en þó hvessir sums stað- ar einnig síðdegis. Dálítil rigning eða súld á Suðausturlandi, en á norðaustanverðu landinu verður léttskýjað fram eftir degi, en síð- degis þykknar heldur upp. Hlýtt verður áfram. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Suðvestan- og vestanátt, slydduél á Suður- og Vesturlandi en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 0-6 stig, hlýjast austantil. Víða frystir aðfaranótt sunnudags. HORFUR Á SÚNNUDAG: Sunnanátt, líklega nokkuð lívöss víða urn land. Rigning eða slydda um landið sunnan- og vestanvert, en sennilega þurrt norðaustanlands. Hlýnandí veður á ný. Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma, hlti voður Akureyri 3 léttskýjað Reykjavik 7 þokumóða Bergen , 3 léttskýjað Helsinki +5 léttskýjað Kaupmannahöfn 3 hálfskýjað Narssarssuaq 0 snjókoma Nuuk vantar Ósló 3 hálfskýjað Stokkhólmur 0 hálfskýjað Þórshöfn 4 alskýjað Algarve 16 rigning Amsterdam 6 léttskýjað Barcelona 14 mistur Berlín 4 léttskýjað Chlcago +11 alskýjað Feneyjar vantar Frankfurt 5 skýjað Glasgow 7 alskýjað Hamborg 3 alskýjað London 8 alskýjað Los Angeles 11 alskýjað Lúxemborg 5 skýjað Madríd «- 11 skýjað Malaga 16 skýjað Mallorca 15 léttskýjað Montreal +16 léttskýjað NewYork +3 léttskýjað Orlando 5 heiðskírt París 5 alskýjað Madeira 18 skúr Róm 11 þokumóða Vfn 4 skýjað Washington +4 heiðskfrt Winnipeg +22 snjókoma þannig að þetta hefði þá þýðingu að bjartara yrði framundan hjá saltfisk- verkuninni á næsta ári,” sagði Hall- dór. Halldór sagði að í raun hefði kostnaður vegna tolla Evrópubanda- lagsins verið mun meiri fyrir íslend- inga en upphæð þeirra segði til um, því í mörgum tilfellum hefðu þeir komið í veg fyrir innflutning til EB. Þá hefðu tollamir stuðlað að útflutn- ingi á hráefni í stað verkaðra sjávar- afurða. Þá er á döfinai samstarf milli sjáv- arútvegsráðuneytisins og sölusam- taka sjávarútvegsins um könnun á erlendum mörkuðum fyrir vannýttar fisktegundir, eins og gullax, lang- hala, geirnyt, spærling, tindabykkju, langlúru, litla karfa, lýsu, búrfisk, kolmunna, og skrápflúm. Einnig er rætt um kúfisk, sæsnigla, sæbjúgu, ígulker, krabba o.fl. „Þarna er ákveð- ið tækifæri sem ég held að við verð- um að nýta og fyrsta skrefið er að kanna hvort markaður sé fyrir þess- ar tegundir. Ég hef fengið mjög góð- ar undirtektir hjá Sölumiðstöð hrað- 'frystihúsanna og verður söluskrif- stofu þeirra falið að kanna þetta inn- an tíðar þannig að niðurstöður liggi fyrir í upphafi næsta árs,” sagði Halldór. Hann sagði að haft yrði samband við SÍF og íslenskar sjávar- afurðir og átti hann von á því að undirtektir yrðu svipaðar þar. Ekki væri mikið vitað um stofnstærð þess- ara tegunda en þó nokkuð hefði veiðst af búrfiski. Þá er stofnstærð kolmunna talin vera 100-150 þúsund tonn. í erindi sínu sagði Halldór að svo- kölluð aflanýtingamefnd starfaði innan sjávarútvegsráðuneytisins. Henni væri m.a. ætlað að stuðla að aukinni nýtingu á aukaafla. Á henn- ar vegum væri rekinn aflakaupa- banki sem hefði.keypt aukaafla af fiystitogumm og selt áfram á kostn- aðarverði til vinnslu eða til erlendra kaupenda. Á næsta ári væri einni fyrirhugað að kaupa af ísfisktogur- um og bátum. í máli hans kom einn- ig fram að unnið væri ötullega að því að breyta ýmsum aukaafurðum sem féllu til við fiskvinnslu í verð- mæti, éins og t.d. marningi, þorsk- hausum og hrognum. Svavar Egilsson: Nýir hluthafar koma til liðs við Veröld SVAVAR Egilsson eigandi Ferðamiðstöðvarinnar Veraldar segir að nýir hluthafar séu að koma til liðs við hann um rekstur .fyrirtækis- ins. Hann segir að þetta séu traustir aðilar en vill ekki að svo stöddu upplýsa hverjir það eru. Andri Már Ingólfsson fram- kvæmdastjóri Veraldar sagði í Morgunblaðinu i gær að hann hefði ekki unnið í fyrirtækinu síðan hann gekk út á mánudag og að hann mæti ekki aftur þangað nema Sva- var taki tilboð hóps manna sem hann er í forsvari fyrir um yfirtöku á rekstrinum. Svavar sagði að þetta kæmi sér á óvart. Andri Már hefði ekki sagt upp störfum hjá fyrirtæk- inu og honum hefði ekki verið sagt upp og væri hann því enn á launa- skrá. Bók eftir Bene- dikt Gröndal VAKA-Helgafell hefur gefið út bók eftir Benedikt Gröndal fyrr- um formann Alþýðuflokksins og forsætisráðherra. í formála bókarinnar segir Benedikt Gröndal m.a.: „Megintil- gangur þessarar bókar er að gefa sem gleggsta mynd af þeim við- burðum og straumum innan lands sem utan sem mest áhrif hafa haft í þá átt að móta frjálst nútíma- ríki á íslandi og tryggja öryggi þess. Þetta er löng saga og marg- brotin allt frá því að ísland naut einangrunar úthafsins þar til það barst inn í hrunadans heimsveld- anna. Síðasta hálfa öldin hefur verið lang viðburðaríkust að því er varðar íslensk öryggismál enda ítarlegast fjallað um það tímabil íslandssögunnar í bókinni. Frá- sögnin er byggð á mörgum heim- ildum, minningum höfundar sem ritstjóra, alþingismanns og ráð- herra, upplýsingum samtímis at- burðum og víðar, og loks persónu- legum kynnum af flestum íslend- ingum sem koma við söguna eftir 1940. ” í kynningu útgefanda segir m.a.: „Benedikt fjallar ítarlega um forsögu mála og aðdraganda at- burða. Stór hluti bókarinnar er aftur á móti um breska hernámið, varnarsamninginn við Bandaríkin 1941, sjálfstæðismálið og stofnun lýðveldis. Þá segir frá því þegar íslendingar neituðu að segja Þýskalandi og Japan stríð á hend- ur, neituðu að veita Bandaríkja- Benedikt Gröndal mönnum herstöðvar til 99 ára, um Keflavíkursamninginn, Kóreu- stríðið og komu varnarliðsins. Benedikt Gröndal hafði frá ungl- ingsárum stundað blaðamennsku, fyrst við Alþýðublaðið en síðar sem ritstjóri Samvinnunnar. Hann var kosinn alþingismaður 1956. Þá átti að segja varnarsamningnum upp, en hrikalegir heimsviðburðir leiddu til áframhaldandi hersetu. Voru þau mál, til dæmis Keflavík- ursjónvarpið, í sviðsljósi íslenskra stjórnmála við hlið landhelgismáls- ins á þessum árum.” Bókin er 284 blaðsíður, prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda hf. i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.