Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1991 29 Hverjum á að segja upp? eftir Ögmund Jónasson I helgarblaði Morgunblaðsins er viðtal við fjármálaráðherra, Friðrik Sophusson, þar sem hann segir að nú þurfi hugsanlega að segja upp starfsmönnum ríkisins. Ekki kemur fram í ummælum fjármálaráðherra að ríkisstarfsmönnum hefur verið sagt upp að undanförnu og má í því sambandi nefna Verðlagseftirlit rík- isins, sem vægast sagt er undarleg ráðstöfun í ljósi þeirrar áherslu sem allt þjóðfélagið hefur á undanförnum misserum lagt á það að efla aðhald neytenda gagnvart verðlagi. Grund- vallarforsenda þess er öflug upplýs- ingamiðlun um verðlag. Af ummælum fjármálaráðherra má hins vegar ráða að stærri áform séu uppi varðandi uppsagnir. Orðrétt segir hann: „Auðveldast væri að fækka með því að ráða ekki í þær stöður sem losna heldur færa til inn- an kerfisins. Ef það dugar ekki til, verðum við eins og aðrir að segja upp fólki.” Hvað á fjármálaráðherrann við? Á að segja upp þeim sem sinna sjúku fólki á sjúkrahúsum en þar skortir nú tilfmnanlega fólk; eða að á að segja upp kennurum og fjölga í bekkjardeildum? Á að segja upp lög- reglumönnum sem þegar búa við langan vinnudag? Á að segja fólki upp sem sinnir fötluðum? Á að fækka á Skattstofunni líkt og þegar hefur verið gert hjá Verðlagseftirlitinu? Hvar á að bera niður? Staðreyndin er sú að víðast hvar eru opinberar stofnanir ekki ofmann- aðar. Og þegar hlutur opinbera geir- ans er skoðaður í samanburði við það sem gerist í sambærilegum samfé- lögum er hann hlutfallslega miklu minni hér á landi en annars staðar, bæði hvað varðar útgjöld og fjölda starfsmanna. Opinber útgjöld á ís- landi eru um þriðjungur af vergri Ögmundur Jónasson „Opinber útgjöld á ís- landi eru um þriðjung- ur af vergri þjóðar- framleiðslu og er það svipað hlutfall og hjá Bandaríkjamönnum, Japönum og Svisslend- ingum.” þjóðarframleiðslu og er það svipað hlutfall og hjá Bandaríkjamönnum, Japönum og Svisslendingum. í Finn- landi er þetta hlutfall 40%, 50% í Noregi, hátt í 60% í Danmörku og 65% í Svíþjóð. Og hvað varðar íjölda opinberra starfsmanna þá er hlutfall- ið lágt hér á landi. Með tilliti til árs- verka er ísland með miklu minna hlutfall af vinnuafli í opinbera geir- anum en raun er á annars staðar á Norðurlöndum eða með 17% á móti rúmum 30% í Danmörku og Svíþjóð og rúmurn 20% í Noregi og Finn- landi. Það er umhugsunarvert í þessu samhengi að starfsfólk í velferðar- þjónustunni, til dæmis í umönnunar- störfum, er hlutfallslega færra hér á landi en annars staðar á Norðurlönd- um, enda þótt þörfin fyrir velferðar- þjónustu sé ekki síðri en þar. Þannig er minna framboð hér á dagvistun og leikskólaplássum þótt atvinnu- þátttaka foreldra utan heimilis sé svipuð. Hér þurfa menn að leita kostnaðarsamra einkalausna í þess- um efnum og það þótt kaupmáttur launa sé mun minni í ofanálag. Þá er á það að líta að á undanförn- um misserum og árum hefur farið fram mikil og stöðug hagræðing og endurskipulagning í opinberum stofnunum, ekki síðri og sums staðar miklu meiri en í einkageiranum. Fjöldauppsagnir á starfsfólki í opin- berum stofnunum jafngilda því niðurskurði á þjónustu. Fjármálaráðhera verður að vera skýrari í tali þegar hann talar um uppsagnir. Hvað ætlar hann að skera niður í velferðarkerfinu eða almennri þjónustu opinberra stofnana við borgarana? Eða er þetta aðeins fram- hald á áður boðaðri stefnu að selja þau ríkisfyrirtæki sem skila arði í ríkissjóð. Það fer ekki framhjá nein- um af hve miklum hita og sannfær- ingu þessi stefna er boðuð nú um stundir. Enda veitir ekki af trúar- legri sannfæringu ef á að takast að sannfæra okkur um að það séu bú- hyggindi að selja mjólkurkýrnar. Samtök opinberra starfsmanna hafa oftsinnis hvatt til ráðdeildar- semi í opinberum rekstri og reynt að stuðla að henni af fremsta megni. Engu að síður er réttmætt að spyija hvort sömu lögmál eigi að gilda um vídeóleigu og dagheimili þegar rekst- ur gengur erfiðlega, eins og skilja má á fjármálaráðherra þegar hann segir að opinberir aðilar verði að segja upp fólki „eins og aðrir”. Höfundur er formaður BSRB. í Langholtskirkju laugardaginn, 7. desember, kl. 17.00 Einsöngvarar: Sólrún Bragadóttir Elsa Waage Guðbjörn Guðbjörnsson Viðar Gunnarsson ásamt Kór Langholtskirkju Kórstjóri: Jón Stefánsson Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari Flutt veröa Sinfóníanr. 41 (Júplter) og SÁLUMESSA eftir Wolfgang Amadeus Mozart í tilefni af 200 ára ártíö tónskáldsins Sinfóníuhljómsveit íslands Háskólabíói v/Hagatorg. Sími 622255 LIF OG SflGfi- LIFHNDIBEHUR Laddi Þráinn Bertelsson og Þórhallur Sigur&sson hafa nú sameinab krafta sína og árangurinn er þessi litríka bók, sem á eftir að koma mörgum til aö hlæja. En þetta er líka bók sem á eftir ab koma mörgum á óvart. Eba eins og Saxi læknir kemst ab orbi í bókinni, þegar hann er spurbur um álit sitt á Þórhalli ungum. "Hann var sko ekki eblilegur. Ég sá þab eins og skot..." Þráinn skrifar um Ladda meb þúsund andlitin á einlægan og opinskán hátt. Verb kr. 2.890.- TRILLUKARLAR eftir Hjört Císlason " Ræ meban hlandib í mér er volgt" segir Nínon úr Vestmannaeyjum.Trillukarlar eru merkilegir menn. í þessari bók er leitast vib ab kynna lesendum trilluútgerb og trillukarla eins og þeir koma til dyranna, en frá örófi alda hafa menn róib til fiskjar á smáum bátum. I þessari bók segja 9 trillukarlar frá lífi sínu og starfi.Fróbleg bók og skemmtileg af skemmtilegum atvikum og litríkum mönnum. Verb kr. 2.790.- Aö Lifa er List eftir Pétur Guðjónsson Hér er ab finna afgerandi gagnrýni á ríkjandi hentistefnu - hugmyndafræbinnar, "hafðu -ða - gott" draumnum, og alla þá "sérfræðinga" sem til þessa hafa sagt okkur hvernig lifa beri lífinu: Sálfræðingana, trúarbrögbin, nýaldar- úrlausnirnar.Bókin kemur nú út í kjarnmikilli þýbingu Eyvinds Erlendssonar. Hún verður gefin út nær samtímis á 12 tungumálum. Verb kr. 2.690.- tf1" LIF OG SAGA Suburlandsbraut 20 sími: 91 -689938
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.