Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 71
71 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1991 HANDKNATTLEIKUR Rögnvald og Stefán dæma í B-keppninni Fyrstu íslensku dómararnir í heimsmeistarakeþpni karla. Fá sennilega einnig tækifæri á Ólympíuleikunum í Barcelona næsta sumar RÖGNVALD Erlingsson og Stefán Arnaldsson dæma í b- keppninni íhandknattleik, sem verður í Austurríki í mars á næsta ári. Dómaranefnd Al- þjóða handknattleikssam- bandsins hefur valið 12 pör frá jafnmörgum þjóðum og hafa Islendingar ekki áður átt par í heimsmeistarakeppni karla. Sennilegt er að sömu pör dæmi á Ólympíuleikunum í Barcelona næsta sumar. Síðustu misseri hafa Rögnvald og Stefán fengið æ viðameiri verkefni. Til að mynda dæmdu þeir fjóra leiki í heimsmeistarakeppni kvenna í Seoul og síðan í U-21 keppni kvenna í Frakklandi í haust, þar sem þeir dæmdu m.a. leikinn um þriðja sætið. „Við höfum fengið góða dóma hjá dómaranefndinni og áttum von á að fá verkefni í B- keppninni, en það hefur loks verið staðfest,” sagði Rögnvald við Morg- unblaðið. Hann bætti við að ekki hefði verið þrautalaust að hljóta náð fyrir augum ráðandi manna, „en bronsleikurinn í Frakklandi gerði útslagið.” KNATTSPYRNA á Júri Sedov. Júri Sedov til Siglufjarðar? Siglfirðingar hafa rætt við Júra Sedov, fyrrum þjálfara Vík- ings, og kannað hvort hann væri tilbúinn að koma aftur til íslands og þjálfa 3. deildarlið KS næsta keppnistímabil. Sedov hefur ekki gefið Siglfirðingum ákveðið svar, en hann er að kanna málið. Israelsmenn með í Evrópu- keppninni Israelsmenn verða með í næstu ■ Evrópukeppni félagsliða í knatt- spyi-nu. Lið frá ísrael fá að senda lið í Evrópukeppni meistaraliða og bikarhafa, en ekki í UEFA-bikar- keppnina. Þetta var gert opinbert í New York í gær. FELAGSLIF Aðalfundur Þórs Aðalfundur knattspyrnudeildar Þórs á Akureyri verður haldinn í Hamri föstudaginn 13. desember n.k. og hefst kl. 20.30. Bestu pörin frá Austurríki, Dan- mörku, Spáni, Frakklandi, Þýska- landi, íslandi, Noregi, Svíþjóð, Tékkoslóvakíu, Sovétríkjunum, Bandaríkjunum og Júgóslavíu dæma í B-keppninni, en hætti Dan- ir, Islendingar eða Norðmenn við tekur fyrsta par Pólveija við. Ung- veijar eru varamenn fyrir önnur pör. 12 til 16 pör dæma á Ólympíu- leikunum í Barcelona og sagði Rögnvald að mikið mætti út af bregða ef farið yrði út fyrir fyrr- nefndan lista. Rögnvald og Stefán fá ekki greitt vinnutap vegna dómgæslu og taka því út sumarfríið í Austur- ríki, en þeir dæma leik GOG frá Danmörku og Linz frá Austurríki í Evrópukeppni bikarhafa um helg- ina. Þrír eftirlitsmenn hjá íslandi Leikið verður í fjórum riðlum í B-keppninni og verða þrír eftirlits- menn í hveijum riðli. ísland er í a-riðli og þar verða eftirlitsmenn þeir Bernhard Thiele frá Þýska- landi, Janis Grinbergas frá Litháen og Dr. Georg Herrmann frá Þýska- landi. Rögnvald Erlingsson Stefán Arnaldsson Franska landsliðið út- nefnt lið ársins 1991 FRANSKA landsliðið, sem lék stórkostlega gegn íslendingum í París á dögunum, hefur verið útnefnt besta lið ársins í heimi af knattspyrnutímaritinu World Soccer. Þá var Frakkinn Jean- Pirre Papin valinn leikmaður ársins og Michel Platini, lands- liðsþjálfari Frakka, valinn þjálf- ari ársins. Aeftir franska landsliðinu kom landslið Argentínu, sem varð S-Ameríkumeistari, og í þriðja sæti var Evrópumeistaralið Rauðu Stjörnunnar frá Júgóslavíu. Papin, sem leikur með Marseille, segist hafa áhuga á að fara ti! Ítalíu eftir þetta keppnistímabil „Eg hef rætt við menn frá AC Milan, en það eru fleiri góð félög í Italíu, eins og Napolí, Róma og Juventus,” segir Papin. Júgóslavarnir Roberto Prosineck sem leikur nú með Real Madrid og Darko Pancev, Rauðu Stjörn- unni, komu í öðru og þriðja sæti oj. í tjórða sæti var Mark Hughes Manchester United. Þess má geta að Platini, sem ni var útnefndur þjálfari ársins, va útnefndur leikmaður ársins hj; World Soccer þegar hann lék me< Juventus á árum áður. ÍÞR&mR FOLK M BRODDI Ki'istjánsson hefur verið valinn badmintonmaður ársins 1991 af stjórn Badmintonsam- bands Islands. Broddi hefur verið fremsti badmintonleikmaður hér á landi um árabii. ■ INGÓLFUR Ingólfsson, knattspyrnumaður úr Stjöriíunni, sem hefur ákveðið að ganga til liðs við Fram, fór ekki til Genk í Belg- íu, eins og fyrirhugað var. ■ ÍVAR Webster, körfuknatt- leiksmaður úr KR, hefur gengið til liðs við ÍR. Webster fékk lítið að leika með KR-liðinu. ■ GORAN Milojovic frá Júgó- slavíu, hefur verið ráðinn þjálfari 4. deildarliðsins Neistans á Hofs- ósi. Goran, sem var eitt sinn hjá Rauðu Stjörnunni, hefur leikið með Olympíu, er 28 ára. Hann kemur til landsins í mars og fer aftur í september. ■ RALF Sturm, sem verið hefur varamaður hjá Köln, gerði sigur- mark liðsins gegn Bochum á laug- ardaginn. Sturm kom inní liðið fyr- ir Maurice Banach, sem lést í hörmulegu bílslysi í síðustu viku. Sturm, sem lék í peisu Banachs, númer 9, sagði að hann hefði ba- rist fyrir Banach. Einnar mínútu þögn var fyrir leikinn til minningar um Banach og mátti sjá tár falla hjá mörgum leikmönnum. ■ OLAF Tbon hefur ekki náð sér að strik hjá Bayern frekar en aðr- ir leikmenn liðsins. Fréttir herma að hann sé á förum til Schalke þar sem hann lék áður en hann kom til Bayern. ■ ÍSLANDSBANINN Andreas Thom hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Leverkusen. _Mörg lið voru á eftir honum frá Ítalíu og Spáni. ■ STEPHANE Chapuisat, leik- maður Dortmund, hefur gert samning við liðið fram til 1993. Hann var í láni frá Bayer Uerding- en. Inter Milan og Real Madrid höðfu sýnt honum áhuga. ■ DORTMUND var í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í tæpan sólarhring, eða frá föstudagskvöldi til laugardags. Það var í fyrsta sinn í 9 ár sem Dortmund vermdi efsta sætið. H ULI Stielike, sem hefur þjálfað svissneska landsliðið með góðum árangri, verður líklega ekki áfram með liðið. Hann bað um að fá að þjálfa félagslið samhliða landslið- inu, en svissneska knattspymusam- bandið neitaði því. Honum hefur verið boðið að þjálfa svissneska lið- ið Xamax næsta keppnistímabil. Frá Jóni Halldóri Garðarssyni iÞýskalandi Stjómarmenn Skotsambands Islands á verðlaunaveidum FIMM skotmenn sendu Morgunblaðinu eftirfarandi bréf með ósk um birtingu. Samkvæmt mótaskrá, sem Skotsamband íslands birtir í DV 22. apríl sl., áttu íslandsmót í Enskri keppni (riffilskotfimi) og Standard pistol að fara fram 5. og 12. oktéber sl. í annað sinn í 40 ár eru slík mót ekki haldin í maí/júní, að lo- knu hefðbundnu æfingatímabili október/apríl. Skotfélag Reykjavíkur hefur hingað til eingöngu haft aðstöðu til æfinga 1. október til 30. apríl í þessum skotgieinum. Það er því auðséð að októberbyijun er sá tími ársins, sem keppendur SR eru í lélegastri þjálfun. Dagsetningar ofangreindra móta eru ákveðnar af stjórn Skot- með aðstoð stjómar Skotfélags Reykjavíkur sambands íslands. Tveir af þremur stjómarmönn- um Skotsambands íslands, Hann- es Haraldsson og Eiríkur Björns- son (keppa fyrir Skotfélag Kópa- vogs), hafa undanfarin ár verið helstu keppinautar okkar um verðlaunasæti í Standard pistol. Þeir væru því vart sorgmæddir, þó að undirritaðir væru í lélegri þjálfun á viðkomandi íslandsmóti. Skotfélag Kópavogs hefur hins vegar aðstöðu til æfinga allt árið. Félagsmenn þeirra (þ. á m. stjóm- armenn Skotsambands íslands) geta því verið í góðri þjálfun í ofangreindum skotgreinum á þeim árstfma, sem þeir kjósa. Með því að velja_ ofangreindar dagsetningar fyrir íslandsmót og breyta þannig út af þeirri áratuga gömlu hefð að hafa íslandsmótin að vori, hefur stjórn Skotsam- bands íslands (keppendur Skotfé- lags Kópavogs) verulega aukið sigurlíkur sínar á þessum mótum. Þrátt fyrir ítiekaðar áskoranir okkar til stjórnar Skotfélags Reykjavíkur fór hún ekki fram á það við Skotsamband íslands, að Islandsmótin yrðu haldin sl. vor þegar félagsmenn SR vom i sem bestri þjálfun. Af einhveijum ástæðum fre- staði stjórn Skotsambands Islands íslandsmóti í Standard pistol til 7. desember 1991. Hefðu æfingar hjá SR-í ofan- gieindum skotgreinum hafist að venju f byrjun október, gætu fé- lagsmenn átt möguleika á að komast í þjálfun fyrir það mót. Þær æfingar eru enn ekki hafnar, sem hefur ekki gerst í áratugi. Núverandi stjórn félagsins virðist því ætla að tryggja að félagsmenn SR gangi óþjálfaðir til keppni á íslandsmótinu 7. desember nk. Að sögn eins stjórnarmanns Skotsambands Reykjavíkur munu æfingar hefjast þegar að Ioknu íslandsmóti!!! Af ofangieindum ástæðum rnunu undirritaðir ekki taka þátt í íslandsmótum 1991, nema Carl J. Eiríksson, sem mun keppa fyr- ir hönd Aftureldingar, Mosfells- bæ, sem hefur útvegað Carli æf- ingaaðstöðu. Björii Birgisson, Árni Þór Helgason, Svanbjörn Ein- arsson, Carl J. Eiríksson, Loftur Harðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.