Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 8
MORGDNBLAÖÍÐ DAGBÓK !Str:NNUDAteDR 8. DESíTMbER 1991
‘8'
1"TV \ er sunnudagur 8. desember, 342. dagur
mJJlWJK ársins 1991. Annar sd. íjólaföstu. Ardegis-
flóð í Reykjavík kl. 7.31 og síðdegisflóð kl. 19.46. Fjara kl.
1.14 ogkl. 13.48. Sólarupprás í Rvík kl. 11.02ogsólarlag
kl. 15.37. Myrkurkl. 16.51. Sólinerí hádegisstað í Rvík
kl. 13.19 og tunglið er í suðri kl. 15.17. (Almanak Háskóla
íslands.)
Sá sem hefur boðorð mín og heldur þau, hann er sá sem
elskar mig. (Jóh. 14,21.)
ÁRNAÐ HEILLA
HJÓNABAND.
8.júnívorugefin
saman í hjóna-
band Angela Lee
Cruzan og
Haukur Harðar-
son í Viðeyjar-
kirkju af sr.
Pálma Matthías-
syni. Heimili
þeirra er í
Chicago, USA.
ÍLiósmyndast. Gunnars Ingimarss.)
fj /\ára afmæli. í dag, 8.
f vf desember, er sjötug-
ur Sigurður G. Ingólfsson,
flugvirki, Haukanesi 20,
Garðabæ. Hann tekur á móti
gestum í félagsheimili flug-
virkja, Borgartúni 20, kl.
16-18 í dag, afmælisdaginn.
FRÉTTIR/
MANNAMÓT
í DAG er Maríumessa, hin
7. í röðinni á árinu og hin
síðasta. Minningardagur um
j>að að María hafi verið getin
án erfðasyndar.
TILRAUNASTÖÐ Háskól-
ans í meinafræði á Keldum.
Stjóm stöðvarinnar, en for-
maður hennar er próf. Þórður
Harðarson, auglýsir í nýlegu
Lögbirtingablaði lausa stöðu
forstöðumanns hennar. Hann
er jafnframt prófessor við
læknadeild Háskólans. Um
menntun hans segir að hann
skuli hafa lokið háskólaprófí
í læknisfræði dýra eða
manna, líffræði eða öðrum
skyldum greinum, sem eru á
rannsóknarsviði stofnunar-
innar. Hann hefur takmark-
aða kennsluskyldu í lækna-
deildinni. Ráðningartími er 6
ár. Hann getur haldið pró-
fessorsembættinu þótt hann
láti af störfum forstöðu-
manns. Umsóknarfresturinn
er settur til 15. janúar nk.
og skal senda umsókn stjóm-
arformanninum.
VESTURGATA 7, þjónustu-
og félagsmiðstöð aldraðra. Á
morgun kl. 13.15 laufa-
brauðsskurður og þurfa þátt-
takendur sjálfír að leggja til
áhöld. Þá verður Hjördís
Ámadóttir við píanóið og spil-
ar jólalög. Jólafagnaðurinn
verður 13. þ.m. Verður húsið
opnað kl. 18.30. Hátíðarmat-
ur og skemmtidagskrá. Nán-
ari uppl. í s. 627077.
SKAFTFELLINGAFÉL.
Spilafundur í Skaftfellinga-
búð í dag kl. 14 og verður
það síðasti spilafundurinn á
árinu. Heildarspilaverðlaun
verða þá veitt.
KROSSGATAN
LÁRÉTT: - 1 kvenmanns-
nafn, 5 smábam, 8 stuðning-
ur, 9 vísan, 11 þátttakanda,
14 reið, 15 væskillinn, 16
duglegar, 17 beita, 19 manns-
nafn, 21 fljótinu, 22 jurtin,
25 hreyfingu, 26 veinar, 27
svelgur.
LÓÐRÉTT: - 2 mánuður,
3 rengja, 4 afkomenduma, 5
óvitlaus, 6 fomafn, 7 áhald,
9 át, 10 æringi, 12 starfínu,
13 vegarhluta, 18 hremma,
20 handsama, 21'vantar, 23
kusk, 24 ending.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
LÁRÉTT: - 1 skots, 5 báran, 8 áttan, 9 hrapi, 11 nakin,
14 kyn, 15 ræpan, 16 agnir, 17 aur, 19 karm, 21 laga, 22
ómennið,^ 25 ris, 26 lak, 27 iði.
LÓÐRETT: - 2 kýr, 3 táp, 4 stikna, 5 bannar, 6 ána, 7
aki, 9 horskur, 10 alparós, 12 kannaði, 13 nartaði, 18 unna,
20 mm, 21 Ll, 23 el, 24 nk.
Albert heim í tiltektir?
itíkina en fjöldi Sjálfstæðismanna hefur
hringt f Albert og beðið hann að koma
heim og taka til hendinni. ' l"i“*
Sjáðu bara, hvað hann er að gera, pabbi!
EYRARBAKKI: í tilk. í Lög-
birtingi frá oddvita Eyrar-
bakka, segir að hreppsnefnd-
in hafí ákveðið, lögum sam-
kvæmt, að banna lausagöngu
stórgripa frá og með 1. des-
ember og er öllum eigendum
stórgripa í hreppnum uppá-
lagt að hafa gripi sína allt
árið innan gripheldra girð-
inga. Bannið nær einnig til
hrossa sem eru í hagagöngu
hjá landeigendum í Eyrar-
bakkahreppi.
NESSÓKN. Jólafundur
kvenfélagsins verður annað
kvöld, mánudag, í safnaðar-
heimilinu kl. 20.30. Þess er
vænst að fundarmenn muni
eftir jólapökkunum og taki
með sér meðlæti með jóla-
kaffí sem verður borið fram.
Fundardagskráin tengist jól-
unum að sjálfsögðu.
LÆTUR af störfum. Dóms-
og kirkjumálaráðuneytið tilk.
í Lögbirtingablaðinu af Ragn-
ari Halldóri Hall, borgarfóg-
eta, hafí verið veitt lausn frá
embætti að eigin ósk, frá 1.
febrúar á næsta ári.
JC-KÓPAVOGUR. Jóla-
fundurinn verður nk. mið-
vikudag, 11. þ.m. í Hamra-
borg 1, Sjálfstæðissalnum.
Landsforseti samtakanna
kemur á fundinn. Hátíðardag-
skrá.
FRÍKIRKJAN Rvík. Jóla-
fundur kvenfélags kirkjunnar
verður annað kvöld, í safnað-
arheimili Dómkirkjunnar við
Lækjargötu og hefst kl. 19.30
með borðhaldi. Jólapakkarnir
verða opnaðir.
SÓKN OG FRAMSÓKN.
Félögin efna sameiginlega til
spilakvölds í Sóknarsalnum
nk. miðvikudagskvöld. Þetta
er síðasta spilakvöldið fyrir
jól. Spilaverðlaun og kaffi
verður borið fram.
KENNARAHÁSKÓLINN: í
tilk. í Lögbirtingablaðinu frá
menntamálaráðuneytinu seg-
ir að Ingvar Sigurgeirsson
hafi verið skipaður dósent í
uppeldis- og kennslufræði við
Kennaraháskóla íslands.
Skipunin tók gildi á sl. vori.
FÉL. ELDRI borgara. í dag
kl. 14 verður spiluð félagsvist
í Risinu og á sama tíma hefst
þar kökubasar. í kvöld kl. 20
verður dansað í Goðheimum
við Sigtún. Gestur kvöldsins
verður Jón Kr. Ólafsson frá
Bíldudal.
REIKNIFRÆÐISTOFA
Raunvísindastofnunar Há-
skólans. í haust var skipaður
í stöðu fastráðins sérfræðings
við stofnunina dr. Hermann
Þórisson, segir í tilk. frá
menntamálaráðuneytinu í ný-
legai Lögbirtingablaði.
HRAUNPRÝÐI, SVD í
Hafnarfirði, heldur jólafund-
inn nk. þriðjudagskvöld í
Skútunni við Dalshraun.
Hefst fundurinn kl. 20. Jóla-
dagskrá verður til skemmtun-
ar. ,
SILFURLÍNAN; þjónusta
við aldraða, s. 616262, kl.
16-18 rúmhelga daga. Versl-
unarferðir og smá viðhalds-
þjónusta.
BRJÓSTAGJÖF, ráðgjöf
fyrir mjólkandi mæður. Þess-
ar hjálparmæður eru til taks:
Arnheiður s. 43442, Dagný
s. 680718, Fanney s. 43180,
Guðlaug s. 43939, Guðrún s.
631341, HuldaLína s. 45740,
Margrét Lísa s. 18797 og
Sesselja s. 680458.
SL Y S A V ARN ADEILD
kvenna í Reykjavík heldur
jólafundinn nk. þriðjudags-
kvöld kl. 20.30 í Holiday Inn.
Skemmtidagskrá. Skrautljós-
in verða á staðnum og efnt
til jólapakkahappdrættis.
BARNADEILD Heilsu-
verndarstöðvarinnar, Baróns-
stíg. Nk. þriðjudag kl. 15-16
er opið hús fyrir foreldra
ungra barna. Umræðuefnið í
það skiptið verður um slys og
slysavarnir. , ,
ITC-DEILDIN Eik heldur
jólafund á Hallveigarstöðum,
Öldugötumegin, mánudags-
kvöld kl. 20 og er fundurinn
öllum opinn.
KIRKJA
GRENSÁSKIRKJA. Æsku-
lýðsfundur í kvöld kl. 20.
HALLGRÍMSKIRKJA.
Fundur í Æskulýðsfélaginu
Örk mánudagskvöld kl. 20.
HÁTEIGSKIRKJA. Biblíu-
lestur mánudagskvöld kl. 21.
NESKIRKJA. Mánudag:
Æskulýðsfundur kl. 20.
Þriðjudag: Mömmumorgunn
kl. 10-12.
SELTJARNARNES-
KIRKJA. Fundur í æskulýðs-
félaginu í kvöld kl. 20.30.
10-12 ára starf mánudag kl.
17.30.
ÁRBÆJARKIRKJA. Æsku-
lýðsstarf í dag kl. 14. Jóla-
skreytingar með aðstoð Þóru
Gröndfeld. Heitt súkkulaði og
piparkökur. Foreldramorg-
unn í safnaðarheimili kirkj-
unnar þriðjudag kl. 10-12.
Halldóra Einarsdóttir hann-
yrðakona stjómar jólaföndri.
Leikfími fyrir aldraða á
þriðjudögum kl. 13.30. Opið
hús miðvikudag kl. 13.30.
Fyrirbænastund kl. 16.30.
FELLA- OG HÓLA-
KIRKJA. Fyrirbænir í kirkj-
unni mánudag kl. 18. Mánu-
dag: Starf fyrir 11-12 ára
börn kl. 18. Fundur í æsku-
lýðsfélaginu mánudagskvöld
kl. 20.30. Söngur, leikir,
helgistund. Upplestur í
Gerðubergi kl. 14.30.
SELJAKIRKJA. Fundur
mánudag hjá KFUK, yngri
deild kl. 17.30, eldri deild kl.
18.30. Æskulýðsfélagið Sela:
Opið hús. Helgistund.
SKIPIN
REYKJAVÍKURHÖFN:
í gær kom togarinn Ásbjörn
inn til löndunar og togarinn
Engey kom úr söluferð. í dag
er Skógafoss væntanlegur
að utan og togarinn Ottó N.
Þorláksson fer til veiða. Á
mánudag eru væntanlegir frá
útlöndum Grundarfoss og
Laxfoss.
MINNINGARSPJÖLD
MINNINGARKORT Safn-
aðarfélags Áskirkju em seld
hjá eftirtöldum: Þuríður Ág-
ústsdóttir, Austurbrún 37,
sími 81742, Ragna Jónsdóttir
Kambsvegi 17, ''sími 82775,
Þjónustuíbúðir aldraðra, Dal-
braut 27, Helena Halldórs-
dóttir, Norðurbrún 1, Guðrún
Jónsdóttir, Kleifarvegi 5, sími
81984, Holtsapótek Lang-
holtsvegi 84, Verzlunin
Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27.
Þá gefst þeim, sem ekki
eiga heimangengt, kostur á
að hringja í Áskirkju, sími
84035 milli kl. 17.00 og
19.00.
MINNINGARKORT MS-
félagsins fást á eftirtöldum
stöðum: Á skrifstofu félags-
ins að Álandi 13. í apótekum:
Kópavogsapótek, Hafnar-
fjarðarapótek, _ Lyfjabúð
Breiðholts, Árbæjarapótek,
Garðsapótek, Háaleitisapó-
tek, Holtsapótek, Lyfjabúðin
Iðunn, Laugavegsapótek,
Reykjavíkurapótek, Vestur-
bæjarapótek, Apótek Kefla-
víkur, Akraness Apótek og
Apótek Grindavíkur. í Bóka-
búðum: Bókabúð Máls og
menningar, Bókabúð Foss-
vogs í Grímsbæ.
MINNINGARKORT Lands-
samtaka hjartasjúklinga
fást í Reykjavík og annars-
staðar á landinu sem hér seg-
ir: Auk skrifstofu samtak-
anna Tryggvagötu 28 í s.
25744, í bókabúð ísafoldar,
Austurstræti, og Bókabúð
Vesturbæjar, Víðimel. Sel-
tjamarnesi: Margrét Sigurð-
ardóttir, Mýrarhúsaskóli
eldri, Kópavogi: Veda bóka-
verzlanir, Hamraborg 5 og
Engihjalla 4. Hafnarfirði:
Bókabúð Böðvars, Strand-
götu 3 og Reykjavíkurv. 64.