Morgunblaðið - 08.12.1991, Síða 12

Morgunblaðið - 08.12.1991, Síða 12
í>r 12 0ÍlÓ'^Ötfííé]ÍÁ'Ðlb''stWÍJÍÍtíJÍG'ORry.n]3á§^B'fííl'!Í991 f *_ Ummæli forstjóra ATVR um sölu vodka beint frá framleiðanda: Samkeppnin ein skapar þjóðinni mikla r tekjur - segir Orri Vigfússon framkvæmdastjóri Sprota hf. ORRI Vigfússon, framkvæmda- stjóri Sprota hf., segir ummæli Höskuldar Jónssonar, forstjóra ÁTVR, í frétt Morgunblaðsins 4. desember síðastliðinn, vera villandi. Þar var skýrt frá því að utanríkisráðuneytið hafi heimilað Islenskum markaði hf. í Leifsstöð að selja ICY-vodka beint frá framleiðanda. Hö- skuldur Jónsson segir það um- hugsunarefni hvar ágóðinn af sölu þessa áfengis lendir. „Hér takast á, annars vegar' einkarekstur og ríkisrekstur og hins vegar innlend og erlend fram- leiðsla. Höskuldur Jónsson gefur sér rangar forsendur og ummæli hans eru villandi. Ríkisjóður hefur mestar tekjur af því að láta einka- aðila annast sölu áfengis, hvort sem er til útflutnings, í Leifstöð eða á innanlandsmarkaði og sam- keppnin ein skapar þjóðinni miklar tekjur,” segir Orri Vigfússon. Hann segir að íslenskur markaður hafi um áratuga skeið annast sölu á íslenskri hönnun og framleiðslu á Kefiavíkurflugvelli. „Ríkisrekna fyrirtækið Fríhöfn sel- ur erlendar vörur. Lagalega séð standa bæði fyrirtækin jafnt að vígi með sölu á tollfrjálsum varn- ingi, hvort sem um er að ræða áfengi eða annað.” Orri segir að framleiðendur um allt land séu óánægðir með leigu- samning, sem íslenskur markaður gerði við yfirvöld árið 1987, en þar sé innlendri framleiðslu gert að greiða 66% hærri gjöld en t.d. er- lenda framleiðslan, sem seld er í Fríhöfninni, ef miðað sé við fer- metragjald á hvern mögulegan við- skiptavin. „Hinn mikli aðstöðumunur inn- lendra og erlendra framleiðsluvara á Keflavíkurflugvelli er því furðu- legri þegar haft er í huga að ríkis- sjóður fær beint eða óbeint marg- faldar tekjur af innlendu fram- leiðslunni, auk þess sem hún held- ur uppi atvinnu um allt land og greiðir margvíslegar álögur og gjöld, sem erlendar vörur, seldar í Fríhöfninni, greiða ekki,” segir Orri. „Heildarkostnaður ríkissjóðs af framleiðslu og dreifingu ÁTVR virðist vera á annan milljarð króna ef eðlilegt tillit væri tekið til fjár- magnskostnaðar, afskrifta og fleiri kostnaðarliða. Ríkissjóður gæti vel sparað þjóðinni stærsta hlutann af þessum kostnaði með því að láta almenna kaupmenn og sam- vinnuverslunina í landinu annast þessa dreifingu,” segir Orri Vig- fússon að lokum. Stéttarfélag íslenskra lyfjafræðinga: Komið verði í veg fyrir hags- munatengsl og hringamyndun Stéttarfélag íslenskra lyfjafræðinga vill að settar verði reglur til að koma í veg fyrir óeðlileg hagsmunatengsl og hringamyndun í lyfja- dreifingu. Þannig geti hvorki læknir né lyfjaframleiðandi eða umboðs- maður hans átt apótek, og apótekakeðjur verði ekki leyfðar. Stéttarfé- lag Iyfjafræðinga hefur nýlega kynnt viðhorf sín gagnvart hugmynd- um ríkisstjórnarinnar um fijálsa lyfjadreifingu, og hefur það sent tillögur sínar til nefndar á vegum heilbrigðisráðherra, sem vinnur að því að móta tillögur um þetta mál. Kristján Linnet, formaður Stétt- arfélags íslenskra lyíjafræðinga, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þar sem rætt væri um breytingar á lyfjadreifingunni, þá teldu lyfjafræð- ingar rétt að sett yrðu ákvæði um hagsmunatengsl í sambandi við lyfja- dreifingu. „Hvorki læknar eða lyíja- framleiðendur eiga apótek núna, en það væri mjög óeðlilegt að þeir gætu átt apótek þar sem þeir hefðu aug- ljóslega hag af því að halda sínum lyfjum fram umfram önnur. Sama gildir um dótturfyrirtæki slíkra aðila, eða fyrirtæki sem þeir eiga verulegan hluta í. Þá teljum við að keðjur gætu leitt til einokunar þar sem óeðlilegum þrýstingi yrði beitt á þá lyfjafræð- inga sem þar störfuðu. Það kann að vera að í dag séu ákveðnir hlutir sem mættu fara betur með tilliti til hagsmuna, og þá hefur oft verið nefnt að ákveðið lyfjafyrirtæki hérna, sem apótekarar eiga stóran hlut í. Við erum hins vegar aðeins að ræða þetta á almennum nótum núna, og hvað beri að forðast þegar lyfjadreifing verður gefin frjáls,” sagði hann. í tillögum Stéttarfélags lyfjafræðinga er meðal annars gert ráð fyrir því að lyfjafræðingar öðlist lyfsöluleyfi um leið og þeir fá starfs- leyfi, og taki það til reksturs eins apóteks. Með því að lyfsöluleyfið fel- ist í starfsleyfi lyfjafræðinga yrði það ekki lengur staðbundið. Með þessu geti lyfjafræðingar sett upp apótek hvar sem er, svo framarlega sem það fullnægi settum skilyrðum yfirvalda. Indriði G. Þorsteinsson hættir sem ritstjóri Tímans: Eg held þetta verði verra en NT- ævintýrið -segir hann um fyrirhugaða stofnun nýs dagblaðs INDRIÐI G. Þorsteinsson ritstjóri Tímans hefur ákveðið að láta af störfum um áramót. Hann segir aðspurður að sér hafi ekki verið boðið að taka þátt í stofnun nýs dagblaðs og ekki heldur haft áhuga á því. „Mér sýnist það vera mikið snjallari menn sem eru að fást við blaðaútgáfu núna. Ég held að þetta verði bara nýtt NT-ævintýri og öllu verra en það ef eitthvað er,” segir hann. Að sögn Hrólfs Ölvissonar, framkvæmdastjóra Tímans, er ákveðið að stöðva ekki útgáfu Tímans um áramót eins og áður hafði verið ákveðið. Segir hann að framhald útgáfunnar á næsta ári muni ráðast af undirbúningi að stofnun nýja dagblaðsins. Upp- sagnir starfsfólks Tímans miðast við áramót en Hrólfur segir að i næstu viku muni liggja fyrir hvernig áframhaldandinu verði háttað. Að sögn Indriða hefur starfsfólk Tímans ekki heyrt ann- að en að útgáfan verði stöðvuð um áramótin. „Ef þeir ætla að gefa Tímann út til 1. mars er skrítið að tala ekki um það við nokkum mann, nema flokksfor- ystan ætli að skrifa hann sjálf,” segir hann. Leggja niður Framsókn? Indriði segist ekki hafa trú á stofnun nýja blaðsins. „Blað verð- ur til í kringum kaupendur en þeir sem standa að þessu hafa enga stjórn á því nema einhveija skoðánakönnun, sem var afar furðuleg,” segir hann. Indriði telur fullvíst að hægt hefði verið að tryggja áframhald- andi útgáfu blaðsins. Tíminn hefði séð það svart áður en ávallt rifið sig upp á ný. „En það er einhver rosalegur vilji til að sameinast Þjóðviljanum og öðrum aumingj- um sem em í gangi. Ég veit ekki hvað menn ætla að gera - hvort þeir ætla að leggja niður Fram- sóknarflokkinn í framhaldi af. þessu eða hvað. Það verður afar skrítið fyrir þessa menn að vera málgangslausa, þótt þeir hafí útaf fyrir sig ekkert juðað í Tímanum að vera sitt málgagn þá hafa þeir komið þar inn á eðlilegan hátt,” sagði Indriði. -Hefur Tíminn þá skilað flokknum árangri? „Já það er okkar mat að hann hafí gert það. Þetta verða því mikil viðbrigði vegna þess, að það sem þama er verið að gera, er að ákveða fyrirfram að nýja blað- ið verði ópólitískt. Það þýðir að . Alþýðubandalagið og Framsókn eru að taka sig fram um að hafa ekki nokkum blaðakost á sama tíma og önnur blöð, eins og Morg- unblaðið og DV, hafa ekki minnst einu orði á að þau ætli að breyta til hjá sér. Greiðslur til Hvíta hússins Þetta er afskaplega skrítið og vanhugsað mál. Eg held að þetta sé aðallega gert til að skapa ein- hverjum atvinnu við undirbúning- inn. Mér skilst að menn hafi góð laun við það og að Hvíta húsið fái töluverðar fjárhæðir" til að finna út hvemig nýtt blað eigi að vera og leggja til hugmynd að 20 þúsund kaupendum. Það getur náttúrlega hvaða maður sem er út á götu sagt að það sé ágætt að fá 20 þúsund kaupendur en það þarf ekkert að borga fyrir það. í þessu tilfelli er það samt gert og það sýnir ráðslagið í þessu. Eg er sannfærður um að ef brot af því framlagi sem lagt er til þessa nýja blaðs hefði verið lagt til Tímans þá hefði allt verið í lagi með hann,” segir hann. Indriði segir að það þurfi mikil hreystimenni til að leggja Tímann Indriði G. Þorsteinsson niður. „Hann á sér 75 ára sögu og hefur komið mikið við þjóðmál- in og tekið þátt í uppbyggingu samfélagsins. En út af einhveijum bissnesgangi og dellu er nú rokið til og Tíminn lagður niður," segir hann. Indriði ætlar að snúa sér að bókaskrifum þegar hann lætur af starfi ritstjóra og hefur ýmislegt á pijónunum. Hann hyggst ljúka við síðara bindið af sögu Her- manns Jónassonar, fyrrv. forsæt- isráðherra og í framhaidi af því ætlar hann að skrifa sögu Búnað- arbankans og bók um Áka Jak- obssson, fyrrv. ráðherra. Auk þess segist hann ætla að snúa sér aft- ur að skáldskap en síðasta skáld- saga Indriða kom út árið 1987. Indriði var blaðamaður og síðar ritstjóri á Tímanum á árunum 1951-1972 og tók aftur við rit- stjórn blaðsins árið 1987. Núverandi einokunarfyrirkomulag, þar sem leyfí er veitt til eins manns til að reka apótek á ákveðnum stað, verði þar með úr sögunni. Sett verði ákvæði um markmið með þjónustu apóteka, og öryggi í lyfjadreifíngu þannig tryggt, ásamt réttri lyfja- notkun þar sem fýllstu hagsýni sé gætt og nægilegar upplýsingar veitt- ar. „Við teljum það skipta miklu máli að markmið með heilbrigðisþjónust- inni séu skilgreind, og eitt af þeim atriðum varðandi hlutverk og þjón- ustu apóteka geti verið að stuðla að betri og réttari notkun lyfja, þannig að bæði áhætta og kostnaður verði í lágmarki. Upplýsingar eru mjög mikilvægur þáttur í þessu, og við leggjum til að samvinna milli lyfja- fræðinga og lækna verði efld, og búinn til farvegur fyrir það til dæm- is með því að lyfjanefndum verði komið á fót í almennu heilsugæsl- unni,” sagði Kristján. Hann sagði að lyfjafræðingar legðu til að stefnt yrði að því að draga úr vægi lylja- verðs- í afkomu apóteka, og leitað yrði leiða sem hvettu til sparnaðar í lyfjanotkun. Það yrði til dæmis gert með því að gera þjónustugjöld mikil- vægari heldur en prósentuálagningu á lyf, og greiða fyrir þá vinnu sem leiddi til heppilegri og ódýrari lyfja- notkunar. „Við teljum að það sé skynsam- legra að greiða fyrir þá þjónustu sem leiði til sparnaðar, og þá ekki síst ef jafnvel fengist árangursríkari lyfj- ameðferð í kaupbæti. Síðan viljum við láta greiða fyrir heimsendingar- þjónustu hjá þeim sem hennar þarfn- ast. Núna er tekjumyndun í apótek- um kannski fyrst og fremst með álagningunni, og ekkert er greitt fyrir þjónustu á borð við upplýs- ingar. Við teljum líkur á því að þau lyf sem ekki munu njóta einkaleyfís- verndar á næstu árum munu lækka í verði með aukinni samkeppni á Evrópumarkaði, en aftur á móti hækka á lyfjum sem njóta einkaleyf- isvemdar. Því sé mikilvægt að beina starfí lyfjafræðinga að því að þeir taki þátt í að tryggja það að lyfja- meðferðin verði bæði sem árangurs- ríkust út frá læknisfræðilegu sjón- armiði, og jafnframt að kostnaði verði haldið í lágmarki, og sam- keppni milli apóteka gæti þá ekki síst orðið í veittri þjónustu. Þar sem stefnt verði að samkeppni er nauð- synlegt að leyft verði að vekja at- hygli á þjónustu apótekanna, og geri ég ráð fyrir að EES-samningurinn myndi leiða til þess að reglur um það yrðu svipaðar hér og innan Evrópu- bandalagsins. Við leggjum þó áherslu á það að reglur um auglýsingar verði þannig að þær verði ekki misvísandi á neinn hátt eða óeðlilegar,” sagði Kristján Linnet.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.