Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991
KLUÐUR
eftir Boga Þ. Arason
Margt er enn á huldu um misheppnað
valdarán sovéskra harðlínukommún-
ista í Sovétríkjunum í ágúst síðastliðn-
um. Mörgum spurningum er til að
mynda ósvarað um þátt Míkhaíls
Gorbatsjovs Sovétforseta í aðdrag-
anda valdaránsins. Þó hafa komið
fram upplýsingar um að Gorbatsjov
hafi látið KGB hlera símtöl Borís Jelts-
íns, forseta Rússlands, fyrir valdarán-
ið og þykir það benda til þess að Sovét-
forsetanum hafi staðið meiri stuggur
af leiðtoga rússnesku umbótasinnanna
en harðlínuöflunum. Ennfremur hefur
ýmislegt uggvænlegt komið í ljós, svo
sem það að einn maður hafði aðgang
að öllum dulmálslyklunum, sem nauð-
synlegir eru til að skjóta kjarnorku-
eldflaugum af sovéskum skotpöllum.
Þótt leyndardómar valdaránsins séu
margir er ljóst að það var ekki heil
brú í því sem valdaræningjarnir tóku
sér fyrir hendur þessa þijá daga sem
þeir fengu alla heimsbyggðina til að
nötra.
Ennm hefur ekkert komið
fram sem sannar á óyggj-
andi hátt að Gorbatsjov
hafi vitað að valdarán
væri í uppsiglingu. Hins
vegar þykir mörgum ótrú-
legt að valdaránið hafi
komið forsetanum í opna
skjöldu. Þeir benda meðal annars á
að margir höfðu varað hann við
samsæri harðlínumanna, þeirra á
meðal tveir af helstu samstarfs-
mönnum hans, Edúard Shev-
ardnadze, sem sagði af sér embætti
utanríkisráðherra nokkrum mánuð-
um áður, og Alexander Jakovlev,
sem sagði sig úr kommúnistaflokkn-
um í ágúst. Þá hafði James Baker,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
boðað Alexander Bessmertnykh,
þáverandi utanríkisráðherra Sovét-
ríkjanna, á sinn fund í Berlín 20.
júní til að biðja hann að færa Gorb-
atsjov þau skilaboð að valdamiklir
harðlínumenn væru að brugga hon-
um launráð. Gorbatsjov hafði allar
þessar viðvaranir að engu.
Lét hlera símtöl Jeltsíns
Harðlínumennirnir, sem áttu sæti
í neyðarnefndinni svokölluðu í
valdaráninu, voru flestir nánir sam-
starfsmenn Gorbatsjovs og forsetinn
hafði sjálfur skipað marga þeirra í
embætti. Vikurnar fyrir valdaránið
hafði Gorbatsjov setið nokkra fundi
með þessum mönnum og rætt þar
hugmyndir um að stofnuð yrði neyð-
amefnd, sem setti neyðarlög til að
draga úr spennunni í landinu. Tíu
af mönnunum 14, sem voru hand-
teknir fyrir aðild að valdaráninu,
Stuðningsmenn Borís Jeltsíns reyna að stöðva brennandi skriðdreka í grennd við rússneska þinghúsið. Talið er að skrið-
drekahermennirnir hafi villst.
hafa haldið því fram að þeir hafi
aðeins framfylgt skipunum Gorb-
atsjovs. Þótt þeir kunni að hafa
notað forsetann sem blóraböggul til
að verða ekki dæmdir til dauða virð-
ast þeir allir hafa verið vissir um
að Gorbatsjov myndi fyrr eða síðar
snúast á sveif með þeim.
Harðlínumennimir og umbóta-
sinnar höfðu lengi háð harða valda-
baráttu og Gorbatsjov sigldi ætíð
milli skers og báru. Ymislegt bendir
til að Gorbatsjov hafi á þessum tíma
staðið mikill stuggur af Jeltsín og
bandamönnum hans ogjafnvel meiri
en af harðlínuöflunum. Þetta kemur
meðal annars fram í niðurstöðum
rannsóknar tveggja sérfræðinga í
sovéskum stjórnmálum, Bandaríkja-
mannsins Jeffs Trimbles og sovéska
blaðamannsins Peters Vasílíevs,
sem birtar voru í bandaríska tímarit-
inu US News nýlega og þessi grein
er byggð á. Þeir segja að þegar liðs-
menn rússnesku deildarinnar innan
KGB hafí opnað peningaskáp Val-
eríjs Boldíns, skrifstofustjóra Sovét-
forsetans og eins af valdaræningj-
unum, hafi komið í ljós „þúsunda
blaðsíðna” afrit af símtölum Jelts-
íns, sem KGB hafi hlerað. Á spáss-
íunum hafi verið skrifaðar athuga-
semdir, sumar með rithönd Gorb-
atsjovs sjálfs.
Þetta, meðal annars, þykir renna
stoðum undir kenningar um að
Gorbatsjov hafi kosið að láta sam-
særi harðlínumannanna viðgangast
í von um að hann myndi sjálfur
standa uppi sem sigurvegari að lok-
um. Hann hafi gengið út frá því að
ef valdaránið mistækist myndi hann
komast til valda aftur og losna um
leið við nokkra harðlínumenn. Ef
það tækist hins vegar myndi hann
geta tekið við forsetaembættinu á
ný síðar og stjórnað landinu með
neyðarlögum, laus við afskiptasama
umbótasinna. Hafí Gorbatsjov tekið
þessa afstöðu steytti hann í þetta
sinn á skeri, því valdaránið varð til
þess að draga mjög úr völdum hans
og flýtti fyrir hruni sovéska ríkja-
sambandsins.
Fundurinn með Gorbatsjov
Þegar valdaræningjamir létu til
skarar skríða virtust þeir vissir um
að Gorbatsjov myndi annaðhvort
fallast á neyðarnefndina eða segja
af sér. Þeir hittust í einu af glæsi-
hýsum KGB fyrir utan Moskvu laug-
ardaginn 17. ágúst til að leggja síð-
ustu hönd á undirbúninginn. Æðstu
embættismenn KGB voru kallaðir
til starfa án útskýringa klukkan 10
að staðartíma daginn eftir og örygg-
islögreglunni var skipað að vera í
viðbragðsstöðu.
Gorbatsjov var þá í sumarbústað
skammt frá herstöð á Krímskaga
og ýmsir, sem áttu þar leið um,
urðu varir við óvenju mikinn viðbún-
að hersins í grenndinni. Þeir tóku
meðal annars eftir þremur herskip-
um við ströndina.
Fimm af valdaræningjunum fóru
á fund við Gorbatsjov síðdegis á
sunnudeginum, þeirra á meðal Val-
erí Boldín, Júrí Plekhanov, yfirmað-
ur lífvarðasveita KGB, og Valentín
Varenníkov, yfírmaður landhersins.
Þetta voru allt menn sem Gorbatsjov
hafði treyst. Þeir settu honum úr-
slitakosti: annaðhvort féllist hann á
neyðamefndina eða segði af sér.
Gorbatsjov segist hafa neitað að
ræða kröfu þeirra og skipað þeim
að snauta burtu. Nánir samstarfs-
menn forsetans segja að Varenníkov
hafí brýnt raustina og skipað Gorb-
atsjov að fallast á neyðarnefndina,
en án árangurs.
Vadím Medvedev, yfirmaður líf-
varðasveitar forsetans, fór til
Moskvu með fimmmenningunum en
hinir lífverðirnir stóðu með Gorb-
atsjov. Þeir voru vopnaðir skamm-
byssum og ekki var reynt að taka
þær af þeim. Hermennirnir fyrir
utan reyndu aldrei að fara inn í
sumarbústaðinn; þeir höfðu aðeins
fengið fyrirskipun um að stöðva alla
sem reyndu að komast inn eða út
fyrir svæðið.
Hernum skipað að beita ekki
valdi
Fimmmenningarnir sátu síðan
fund með hinum valdaræningjunum
í Kreml á sunnudagskvöldinu. Vlad-
ímír Ktjútsjkov, yfirmaður KGB,
stjórnaði fundinum og sagði að
Gorbatsjov væri veikur. Leyniþjón-
ustan hefði komist á snoðir um að
andsovésk öfl væru að undirbúa
gagnbyltingu og því væri nauðsyn-
legt að stofna þegar í stað neyðar-
nefnd og setja neyðarlög.
Skipuð var átta manna neyðar-
nefnd, sem varaforsetinn, Gennadí
Janajev, fór fyrir. Hinir voru Vlad-
ímír Kijútsjkov, Dmítrí Jazov varn-
armálaráðherra, Valentín Pavlov
forsætisráðherra, Borís Púgo innan-
ríkisráðherra, Vasílíj Starodúbtsjev,
formaður bændasamtakanna, Oleg
Baklanov, varaformaður varnar-
málanefndarinnar, og Alexander
Tízjakov, formaður samtaka sov-
éskra ríkisfyrirtækja.
Janajev setti neyðarlögin kl. fjög-
ur aðfaranótt mánudags og um
hálfri klukkustund síðar skipaði
Jazov hernum að vera í viðbragðs-
stöðu. Öryggisviðbúnaður var hert-
ur víðs vegar um landið og þremur
herdeildum var skipað að fara á
mikilvæga staði í Moskvu. Þeim var
sagt að halda uppi lögum og reglu
en varast að beita valdi. Viðbrögð
hersveitanna einkenndust af fáti og
ráðaleysi. Herforingjar þurftu að
byija á því leita að vegakortum fyr-
ir ferðamenn til að geta áttað sig á
hvaða leiðir skriðdrekarnir ættu að
fara.
Timbraður forseti bíður
Kremlverjum birginn
Borís Jeltsín, forseti Rússlands,
var í Kazakhstan á laugardeginum