Morgunblaðið - 08.12.1991, Síða 23
morgunblaðið sunnudÁgurV DESEMBER 1991
Hermennirnir fengn ekki aðrar fyrirskipanir en þær að fara til Moskvu, svo þeir röbbuðu bara við fólkið.
þinghúeið til að veita upplýsingar
um ferðir hermanna. Þá komu flokk-
ar síðhærðra unglinga á vélhjólum
upp nokkurs konar leyniþjónustu í
þágu umbótaaflanna; þeystu á milli
borgarhluta til að svipast um eftir
hersveitum og brunuðu aftur til
þinghússins með nýjustu upplýs-
ingar.
Brátt tóku einnig að berast frétt-
ir af því að Gorbatsjov væri ekki
veikur eins og harðlínumennirnir
héldu fram. Vadím Bakatín og Jevg-
eníj Prímakov, tveir af dyggustu
stuðningsmönnum Sovétforsetans,
lýstu því yfir á þriðjudeginum að
Gorbatsjov væri heill heilsu, Ekki
er vitað hvernig þeir fengu þessar
upplýsingar en vestrænir leyniþjón-
ustumenn segja að erfitt hafi verið
að einangra sumarbústað forsetans
þar sem hann sé búinn ýmsum fjar-
skiptatækjum sem ein af stjórn-
stöðvum hersins. Talið er að Gorb-
atsjov hafi allan tímann haft sím-
samband um gervihnött við Moskvu.
íhuguðu loftárás á Kreml
Eitt af því sem umbótasinnamir
Míkhaíl Gorbatsjov var þreytulegur og valdalítill þegar hann kom
aftur til Moskvu.
að reyna að semja við forseta lýð-
veldisins, Nursultan Nazarbajev,
sem er ekki með samningaliprustu
mönnum. Að fundinum loknum sátu
þeir að sumbli fram eftir nóttu en
Jeltsín hélt til sveitaseturs síns í
grennd við Moskvu í morgunsárið.
Þar var hann á sunnudeginum að
reyna að losna við timburmennina
á meðan valdaræningjamir réðu
ráðum sínum í Kreml. Hann var
úrillur og þreyttur klukkan 5 að
morgni þessa mæðusama mánu-
dags, þegar hann vaknaði við sím-
hringingar bandamanna sinna, sem
höfðu haft spurnir af valdaráninu.
Um klukkustund síðar sátu flest-
ir í forystusveit rússneskra umbóta-
sinna á rökstólum í sveitasetri
rússneska forsetans. Jeltsín klæddi
sig í skothelt vesti og lagði til að
lýðræðisöflin blésu til gagnsóknar,
fordæmdu valdaránið og hvettu
Rússa til að veita mótspyrnu án
vopna.
Rússnesku umbótasinnarnir
komu sér samán um að bjóða Kreml-
veijum birginn og virtust allsendis
óhræddir við illræmd kúgunartæki
Sovétríkjanna, Rauða herinn og
KGB. Samt höfðu þeir aðeins örfáa
léttvopnaða lífverði og gátu ekki
reitt sig á önnur fjarskiptatæki en
síma, sem auðvelt var að hlera og
loka. Valdaræningjarnir létu þá óá-
reitta en hringt var frá Rússlands-
deild KGB og skýrt frá því að fyrir-
skipun hefði verið gefin um að Jelts-
ín skyldi handtekinn.
Örfáir handteknir
Jeltsín vildi ekki fara í felur, því
hann taldi að KGB yrði ekki lengi
að fínna hann. Forsetinn og banda-
menn hans ákváðu þess í stað að
fara í Hvíta húsið, eins og rússneska
þinghúsið er kallað, í von um að
lýðræðissinnaðir Moskvu-búar
myndu fylkja liði til að veija það.
Bílalest þeirra fór fram hjá bryn-
drekum hersins á leiðinni í Hvíta
húsið og þótt rússneskir fánar væru
á bílunum voru þeir ekki stöðvaðir.
Um hálfri klukkustund eftir að þeir
héldu frá sveitasetrinu réðust liðs-
menn KGB inn í það til að handtaka
rússneska forsetann.
Á meðan forystusveit rússneskra
umbótasinna undirbjó gagnaðgerðir
ræddi Jazov varnarmálaráðherra við
æðstu herforingja landsins í ráðu-
neyti sínu skammt frá Kreml. Hann
lagði ríkt á við þá að valdi yrði
ekki beitt og engin fjöldamorð
skyldu framin.
Fyrstu hersveitirnar voru komnar
að mikilvægustu byggingunum í
Moskvu um níuleytið. Skriðdrekar
birtust við Hvíta húsið og ollu strax
miklu uppnámi á meðal stuðnings-
manna Jeltsíns. Síðar kom í ljós að
hermönnunum hafði verið skipað að
taka sér stöðu við bygginguna en
þeir fengu ekki önnur fyrirmæli.
Þeir sátu því aðeins á skriðdrekun-
um og röbbuðu við borgarbúa, sem
höfðu safnast þar saman.
Foringjar KGB og hersins hafa
hingað til verið þekktir fyrir annað
en linkind og það þykir með ólíkind-
um að þeim skuli ekki hafa tekist
að handtaka eða þagga niður í
helstu andstæðingum sínum. Yfir-
maður KGB fyrirskipaði að hand-
taka skyldi 69 rússneska stjórn-
málamenn en aðeins örfáir þeirra
náðust. Símanum á skrifborði Jelts-
íns var lokað en þá fór hann einfald-
lega í næstu skrifstofu og hringdi
þaðan. Rússneska deildin innan
KGB sneri aldrei baki við Jeltsín en
hélt samt áfram að starfa í höfuð-
stöðvum öryggislögreglunnar, Lúb-
janka. Valdaræningjarnir hefðu
auðveldlega getað farið að dæmi
kínverskra stjórnvalda í júní 1989
og rofið allt gervihnattasamband við
umheiminn en það gerðu þeir ekki.
Hamstrað í verslunum og
gnægð vínfanga
Nokkur þúsund manns voru við
þinghúsið fyrsta morguninn og
Jeltsín tók gífurlega áhættu þegar
hann gekk út til fólksins, steig upp
á skriðdreka og fordæmdi valdarán-
Borís Jeltsín stendur á skriðdreka og hvetur 3.000 Moskvubúa til
að veita sovéska hernum mótspyrnu.
ið. Þannig gaf hann hernum færi á
að handtaka sig og hann hefði hæg-
lega getað orðið fyrir skoti leyni-
skyttu. Margir af bandamönnum
Jeltsíns töldu þetta fífldjarft og
gagnslítið, því talið er að í mesta
lagi 3.000 manns hafi verið á staðn-
um og hlýtt á ræðu hans.
Jeltsín hvatti meðal annars til
þess að efnt yrði til allsheijarverk-
falls en því var ekki sinnt, enda
hafði hann ekki fólkið með sér fyrsta
daginn nema að takmörkuðu leyti.
í stað þess að fylkja liði við götuvíg-
in sýndu Moskvubúar eðlilega sjálfs-
bjargarviðleitni og flýttu sér í versl-
anirnar til að hamstra það litla sem
var á boðstólum. Svartamarkaðs-
brask blómstraði á götunum og fólk
seldi nýkeyptan varning á tífalt
hærra verði en það hafði keypt hann
á. Þá vakti það mikla hrifningu á
meðal margra borgarbúa að allt í
einu voru miklar birgðir af vodka
og koníaki í áfengisverslunum og
veitingahúsum. Valdaræningjamir
höfðu séð fyrir því og svo virðist
sem þetta hafi verið eina herbragð-
ið sem þeir hafi lært af lærimeist-
ara sínum, Jósef Stalín.
Rússneskir embættismenn voru á
hinn bóginn snöggir að gera upp
við sig hvort þeir ættu að styðja
harðlínumennina eða umbóta-
sinnana. Rannsóknir hafa leitt í ljós
að hartnær 70% þeirra ákváðu að
framfylgja neyðarlögunum.
Það var ekki fyrr en um kvöldið
sem fólkinu við Hvíta húsið fór að
fjölga verulega, eða í um 25.000
manns. Meira en helmingi færri
voru þar um nóttina, eða um 10.000
manns, og þótt mikil spenna væri í
loftinu var baráttugleðin mikil.
Síðhærðir iyósnarar á
þeysireið um borgina
Á meðan gátu stuðningsmenn
Jeltsíns hringt úr Hvíta húsinu í
fyrrverandi andófsmenn og lýðræð-
issinna til að hvetja þá til að veija
rússnesku stjórnina. Moskvubúar
voru einnig óragir við að hringja i
óttuðust mest var að herinn myndi
gera þyrluárás á þinghúsið. Þeir
settu því meðal annars upp loftbelg
til að veija það. Að sögn yfirmanna
úrvalssveitar KGB, sem einkum er
ætlað að kljást við hermdarverka-
menn, fékk hún fyrst skipun um að
ráðast á þinghúsið klukkan 3 að-
faranótt þriðjudagsins. Áætlað hafði
verið að sveitin gæti náð þinghúsinu
á sitt vald á hálfri klukkustund en
mannfallið yrði mikið. Yfirmennirnir
segja að þeir hafi neitað að hlýða
skipuninni af ótta við að borgara-
styijöld brytist út. Nokkrar hersveit-
ir neituðu einnig að ráðast á þing-
húsið, meðál annars úrvalssveit, sem
fór ekki lengra en að ytri hringveg-
inum umhverfis Moskvu.
Um það leyti sem KGB-sveitin
átti að ráðast á þinghúsið hringdi
Kijútsjkov, yfirmaður hennar,
óvænt í einn af bandamönnum Jelts-
íns og sagði glettnislega að þeir
gætu sofið rólega því ekki yrði gerð
árás um nóttina.
Yfirstjórn flughersins var á bandi
umbótasinna og Kijútsjkov hefði
örugglega ekki verið með neinar
spaugglettingar ef hann hefði vitað
um ráðagerðir hennar. Einn af yfir-
mönnunum flughersins, Shaposh-
níkov hershöfðingi, sem var síðar
skipaður vamarmálaráðherra, fyrir-
skipaði til að mynda undirmönnum
sínum að skjóta á allar þyrlur sem
stefndu að Hvíta húsinu. Hann var
jafnvel reiðubúinn að skipa flug-
mönnum sínum að varpa sprengjum
á Kreml, þar sem valdaræningjarnir
héldu sig, ef til bardaga kæmi í
borginni. Síðar íhugaði hann einnig
að láta hersveitir umkringja Kreml
ef ráðist yrði á þinghúsið.
Jazov varnarmálaráðherra komst
brátt að afstöðu Shaposhníkovs og
kallaði hann á sinn fund. Hershöfð-
inginn bjóst við að hann yrði hand-
tekinn og varð hissa þegar ráðherr-
ann heilsaði honum kurteislega og
innti hann eftir því hvað hann teldi
ráðlegast að gera. Shaposhníkov
svaraði að senda yrði hermennina
23
tafarlaust á brott frá Moskvu. I
þann mund komu samstarfsmenn
Jazovs inn um dyrnar og ráðherrann
varð allt einu kuldalegur í fram-
komu. „Þú mátt fara,” sagði hann.
„Vertu á varðbergi. Mig grunar að
nokkrir af foringjunum þínum hafi
verið hikandi. Þú verður að koma í
veg fyrir að fleiri hegði sér á sama
hátt.” Ekki er enn vitað hvers vegna
framkoma Jazovs breyttist svo
snögglega þegar mennirnir komu
inn og hvers vegna hann tók ekki
harðar á óhlýðni Shaposhníkovs og
fieiri hershöfðingja.
Bryndrekum var ekið að þinghús-
inu skömmu eftir miðnætti aðfara-
nótt miðvikudags og árásin, sem
allir höfðu óttast, virtist í uppsigl-
ingu. Flestir þeirra, sem urðu vitni
að atburðinum, telja hins vegar að
hermennirnir hafi einfaldlega villst
og aldrei ætlað að gera árás. Stuðn-
ingsmenn Jeltsíns voru ekki lengi
að stöðva þá, en atburðurinn kost-
aði þijá menn lífið.
Krjútsjkov gerist sáttfús og
Janajev finnst foráttudrukkmn
Eftir þennan atburð var orðið
nokkuð ljóst að hveiju stefndi. Jazov
hélt aftur fund með hershöfðingjun-
um kl. sjö að morgni miðvikudagsins
og missti stjóm á skapi sínu þegar
yfirstjórn flotans tók undir kröfu
Shaposhníkovs og annarra hers-
höfðingja flughersins um að her-
sveitirnar yrðu sendar frá Moskvu
og neyðarnefndin leyst upp. „Haldið
þið að ég sé eitthvert barn, sem er
sí og æ að skipta um skoðun!” hróp-
aði hann eldrauður í framan og rauk
út. Hershöfðingjamir samþykktu
síðan að gefa út fyrirskipun um að
hermennimir færu frá Moskvu kl.
3 eftir hádegi. Valdaránið hafði
mistekist.
Valdaræningjarnir komu saman
í Kreml og ákváðu að nokkrir þeirra
skyldu fara á fund við Gorbatsjov
til að reyna að semja við hann.
Kijútsjkov var skyndilega orðinn
sáttfýsin uppmáluð, hringdi í Jeltsín
og lagði til að þeir fæm saman til
Krímskaga. Þessu var hafnað.
Skömmu síðar hringdi Janajev
varaforseti í rússneskan embættis-
mann og reyndi að skella skuldinni
á Kijútsjkov. Hann var sagður
drukkinn og ráðvilltur og fannst
daginn eftir ofurölvi á skrifstofu
sinni.
Dulmálslyklarnir gleymast í
öllum asanum
Fjórir af valdaræningjunum kom-
ust um borð í flugvél áður en rúss-
neska þingið samþykkti fyrirskipun
um að þeir yrði handteknir. Þeirra
á meðal voru Jazov og Kijútsjkov.
Ferðin varð til þess að aðeins einn
maður var í nokkrar klukkustundir
með alla dulmálslyklana þijá, sem
þarf til að hefja kjarnorkuárás frá
sovéskum skotpöllum. Lyklarnir eru
svo margir til að koma í veg fyrir
að kjarnorkustríð geti hafist af
slysni eða af völdum eins manns og
þeir eiga að vera í vörslu varnar-
málaráðherrans og forseta sovéska
herráðsins, auk forseta landsins.
Valdaræningjamir höfðu hins vegar
í upphafi valdaránsins tekið dul-
málslykil Gorbatsjovs og flutt hann
í varnarmálaráðuneytið. Síðar kom
í ljós að asinn á Jazov vamarmála-
ráðherra var svo mikill þegar hann
fór á fund við Gorbatsjov að honum
láðist að taka dulmálslykil sinn og
forsetans með sér eins og honum
bar. Allir dulmálslyklarnir þrír voru
því í höndum forseta herráðsins,
harðlínumannsins Míkhaíls
Mojsejevs.
Ekki er þó ljóst hvort Mojsejev
hefði getað hafið kjarnorkuárás því
yfirmaður kjarnorkuheraflans er
sagður hafa gefið fyrirmæli um að
eldflaugarnar mættu ekki fara á
loft nema hann skipaði svo fyrir
sjálfur. Þetta er enn á huldu eins
og svo margt annað í sambandi við
þetta furðulega og klúðurslega
valdarán. En mikilvægasta spurn-
ingin er: stuðlaði Gorbatsjov að
klúðri harðlínumannanna eða voru
þeir einfaldlega ekki nógu harð-
skeyttir og miskunnarlausir til að
ræna völdunum - jafnvel meinlaus-
ir fylliraftar?