Morgunblaðið - 08.12.1991, Page 33

Morgunblaðið - 08.12.1991, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991 33 Bók eftir Yalborgu Sigurðardóttur ÚT ER komin á vegum mennta- málaráðuneytisins bókin Leikur og leikuppeldi eftir Valborgu Sigurðardóttur, fyrrv. skóla- stjóra Fósturskóla fslands. í formála segir m.a.: „Tilgangur þessa rits er að vekja athygli á leik sem eðlilegri lífstjáningu barna og mikilvægi leiks í uppeldi þeirra. Þessi viðhorf eru studd rökum í ljósi ýmissa viðurkenndra sálfræði- og mannfræðikenninga svo og nýrri rannsókna á leik barna. Fjallað er í upphafi um fyrir- bærið leik í ljósi sálkönnunar, vit- þroskakenningar Piaget, sové- skrar sálfræði og boðskiptakenn- ingar Batesons. I kaflanum Leikur og leikupp- eldi er fjallað um fijálsan og sjálf- sprottinn leik sem sjálfstjáningu barnsins og sjálfsnám. Þessa miklu þroskakosti leiksins ber að nýta sem uppeldistæki. Nýjar rannsóknir benda ótvír- ætt til þess að leikur barna, eink- um þykjustu- og hlutverkaleikur, hafi mikilvæg og jákvæð áhrif á málnotkun og málþroska barna. Þykjustu- og hlutverkaleikur hefur því verið kallaður leikur leikjanna og jafnvel krydd lífsins, því að leikur barnsins er fijóangi allrar listsköpunar. Myndabók um börn í leik er síð- asti hluti bókarinnar. Þar er eins Valborg Sigurðardóttir og nafnið bendir til leikjum barna lýst á lifandi og litríkan hátt í máli og myndum. Ritið er ætlað öllum sem unna börnum og áhrif hafa á uppeldi þeirra, einkum þó foreldrum, fóstr- um og kennurum,” segir í formála bókarinnar. Bókin er til sölu hjá Fósturfé- lagi íslands,- Námsgagnastofnun og Bóksölu stúdetna. Útvarp, geislaspilari, tvöfalt kassettutæki, tónjafnari. 200 watta magnari. 2 hátalarar. Fjarstýring. SértUboð: kr39.950,- Munalán Afborgunarskilmálar stgr. Vönduð verslun asuiKJSfl FÁKAFENI 11 - SÍMI 688005 Þú getur treyst okkur. Við lækkum kostnað í viðskiptaferðum. Menn úr viðskiptalífinu mega treysta því að Úrval- Útsýn finnur ávallt hagstæðustu ferðamöguleikana. í könnun ferðablaðs Morgunblaðsins hefiir komið berlega í ljós að sérfræðingar Úrvals-Útsýnar geta sparað kaupsýslumömium umtalsverðar fjárhæðir. Hafðu reynsluna að leiðarljósi. Láttu okkur skipuleggja næstu viðskiptaferð. Hafðu samband við söluskrifstofiir Úrvals-Útsýnar, íMjódd, sími 603060, ogvið Austurvöll, sími 26900. URVAL-UTSYN / Mj6dd:sími 6030 60; við Austurvöll: sfmi 2 69 00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.