Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 40
4Q. MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAJ^ WmDÞCÚW SfDESEMBER 1991 t Elskulegur eiginmaður minn, GUÐBJÖRN ÞORSTEINSSON, andaðist í Landspítalanum 6. desember sl. Fyrir hönd aðstandenda, Svanhildur Snæbjörnsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, fósturfaðir og afi, JÓN KR. ÍSFELD, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 10. desember nk. kl. 15.00. Auður H. ísfeld, Haukur ísfeld, Kristín G. ísfeld, Auður Björnsdóttir og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, afi og langafi GUÐMUNDUR TORFASON frá Kollsvík, til heimilis é Njálsgötu 36, Reykjavík, verður jarðsettur í Fossvogskirkju, þriðjudaginn 10. desember kl. 10.30. Þórhildur Jakobsdóttir frá Árbakka, Sigurlaug Guðmundsdóttir, Torfi Guðmundsson, Ellen Andersson, Jakob Guðmundsson, Helga Hermannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. + Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR GUNNARS MAGNÚSSONAR, Melabraut 11, Seltjarnarnesi, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. desember kl. 15.00. Erna Þorgeirsdóttir, Katrfn Magnúsdóttir, Guðmundur Kristjánsson, Guðrún Magnúsdóttir, Helgi Sigurðsson og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir og afi, ÁGÚSTGUÐLAUGSSON fyrrverandi skrifstofustjóri, Hringbraut 43, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 9. desember kl. 15.00. Júlíana Isebarn, Ágúst Ágústsson, Ruth Stefnisdóttir, Sveinn Agústsson, Herdfs Dröfn Baldvinsdóttir, systkini og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI VILMUNDARSON, Brekkuseli 32, verður jarðsunginn frá Garðakirkju þriðjudaginn 10. desember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Sigrfður Stefánsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Bragi Guðmundsson, Vilmundur Gfslason, Sigrún Oddsdóttir, Hafliði Stefán Gíslason, Guðný Gísladóttir. + Ástkær móðir okkar, HRAFNHILDUR ÁSTA JÓNSDÓTTIR, Ljósheimum 18, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 10. desember kl. 15.00. Einar Már Árnason, Vilhelm ÞórÁrnason, Jón Vignir Árnason, Ásgeir Árnason, og Margrét Eiríksdóttir, Kristrún Jónsdóttir, Brynhildur Bjarnadóttir, Sigrún Olgeirsdóttir barnabörn. Kjartan Steinbach loftskeytamaður Fæddur 4. nóvember 1909 Dáinn 30 nóvember 1991 Þegar síminn hringdi laugar- dagskvöldið 30. nóvember sl. og faðir minn sagði mér, að afi minn væri dáinn, greip mig mikil sorg. Hann afi Kjartan sem var svo fast- ur punktur í lífi mínu. Við vorum nýbúin að vera hjá afa og ömmu í afmælinu hans afa, ég sá hann svo ljóslifandi fyrir mér. Alltaf var hann rólegur og hægur, gekk um gólf með hendur fyrir aftan bak. Hann sagði skemmtilega frá hlutunum og hafði frá svo mörgu að segja. Ég kann ekki að segja frá lífi afa en hann giftist ömmu Sossu og þegar ég man fyrst eftir mér áttu þau heima á Birkimel. Þangað var alltaf gott að koma.. Afi og amma áttu 3 börn, Guð- mund, föður minn, Ragnhildi og Kjartan og voru þau öll fædd með 10 ára milii biii. Oft sagði amma, „og svo kom 4. barnið”, enþað var fyrsti bíilinn þeirra 10 árum seinna. Hann afi hugsaði vel um bílana sína sem og allt annað sem hann kom nálægt. Það var afa yndi að keyra bíl, geta farið allt á bílnum. Amma Sossa naut þess líka að láta afa keyra sig um bæinn, í heimsóknir og til þess að gæta barnabarnanna. Afi var svo lánsamur að geta keyrt fram til síðasta dags. Það lýsir afa vel að þegar árin færðust yfir og sjónin dapraðist þá hætti hann að keyra í myrkri og verri færð og fór ferða sinna í birtu. Fyrir 1 'h ári fluttu afi og amma af Birkimelnum í Hjallasel 47, lítið parhús í tengslum við Seljahlíð. Þar komu afi og amma sér vel fyrir og var afi fljótur að hengja myndir upp fyrir ömmu og koma sér þægilega fyrir í vinnuherbergi sínu. Ég held að fá hjón hafi verið samheldnari en þau afi og amma. Þar sem afi var þar var amma. Guð styrki elsku ömmu Sossu sem nú á um svo sárt að binda að sjá á eftir lífsförunauti sl. 64 ára, þau hafa gengið í gegnum súrt og sætt saman. Megi elsku afi minn hvíla í friði. Ditta Fyrir þér er einn dapr sem þúsund ár, og þúsund ár dagur, ei meir. (M. Joch.) Alltaf fínnst manni dauðinn ótímabær. Þó má með sanni segja, að gott sé að fá að kveðja þennan heim eins og hann Kjartan frændi minn fékk að kveðja, í engu farinn að glata ágætu andlegu atgerfi, heyrn, sjón og minni í lagi og var- kárni hans við bílaakstur af sömu nærfærni og öll önnur störf hans í lífinu. Kjartan Steinbach fæddist á Hanhóli í Bolungarvík, sonur afa- systur minnar, Karólínu Bárðar- dóttur, f. 19. janúar 1881, d. 22. apríl 1965, Bárðar Jónssonar, bónda á Hanhóli og konu hans Vaigerðar Jakobsdóttur. Faðir Kjartans var Óli Steinbach, tann- læknir á ísafirði, f. 12. desember 1868, d. 16. maí 1935, Stefáns Jónssonar, bónda, Grundarfirði og konu hans Jakobínu Steinbach Ámadóttur Thorsteinsson. Hálf- bróðir ' Kjartans er Baldur Steinbach, fyrrv. starfsmaður Gjaldheimtunnar í Reykjavík. Kjartan var þremur árum eldri en faðir minn, Guðmundur heitinn Jak- obsson, Bárðarsonar, svo hann mundi naumast þegar komið var með þann böggul á heimili ömmu hans og afa, en þar slitu þeir frænd- ur barnsskónum og ómetanlegt var að hlusta á þá bera saman bækurn- ar um hvað minnisstætt var frá þeim árum, hvort það voru soðkök- urnar eða kandísmolinn hennar ömmu þeirra eða samvistirnar við blíðlynda Bárð afa, ásamt öllu dag- lega amstrinu, þar var fljótlega lært að taka til hendi, en fyrir ferm- ingu fer Kjartan með móður sinni úr Syðridalnum til ísafjarðar, þar sem hún giftist ljúfmenninu Hall- dóri Jónssyni, frá Naustum í Skut- ulsfirði, fór vel á með þeim stjúp- feðgum, en Halldórs naut ekki lengi við, hann lést langt um aldur fram, en þá hafði Kjartan kynnst lífsföru- naut sínum. Já, elsku Sossa, við frændfólk Kjartans nefndum hann sjaldan í eintölu, það var ævinlega Sossa og Kjartan, Kjartan og Sossa. Þau voru ung þegar þau ákváðu að ganga saman ævibrautina, hann kvæntist Soffíu Loptsdóttur Gunn- arssonar, búfræðings og konu hans Ragnhildar Guðmundsdóttur, frá Æðey. Bar hjónaband þeirra eðli- lega góða ávexti, öll þeirra börn eru sérstakar ágætis manneskjur, sem eins og foreldrarnir vilja hvers manns vanda leysa. Börn þeirra eru: Guðmundur, verkfræðingur f. 5. júlí 1929, kona hans Kamilla Guðbrandsdóttir, stjúpdóttir hans Olga Hafberg, með fyrri konu sinni Auðbjörgu Guðbrandsdóttur á Guð- mundur dæturnar Ragnhildi og Auðbjörgu; Ragnhildur, tækni- teiknari, f. 11. febrúar 1939, henn- ar maður Hilmar Sigurðsson, verk- fræðingur, börn þeirra Soffía, Sveinn og Sigurður Kjartan; Kjart- an, tæknifræðingur, f. 16. desem- ber 1949, hans kona Marta Guð- mundsdóttir og börn þeirra Karó- lína og Brynjar. Barnabamabörnin eru orðin fimm og leyfi ég mér að fullyrða, að fáir afkomendur hafa notið eins mikils ástríkis og afkom- endur Sossu og Kjartans. Þetta var svo einstaklega samhent fjölskylda, þau fóru saman í frí og hver dagur gaf tilefni til ánægjustunda, það var heldur ekki talið eftir af þeim hjónum, að vakna fyrir allar aldir, aka af stað og mæta, ef möguleiki var að eitthvert barnið þyrfti gæslu eða aðstoð á einhvern máta. Enda hvar sem ber niður í minningabank- ann þá hafa þau hjón verið að gera eitthvað fyrir aðra. Soffía og Kjartan voru bæði einkabörn sinna mæðra og aldrei hvarflaði annað að þeim en halda hópinn, alltaf var á heimili þeirra þétt setinn bekkur, en aldrei þröngt, heimilið menningarlegt og fallegt. Þegar ég níu ára fékk að ferðast til Reykjavíkur og til þeirra á Berg- þórugötu 55, var líka pláss þar fyr- ir mig, en þar bjuggu þau með móður hans, foreldrum hennar og börnum sínum og segir það ekki lítið um skaphöfn þessa fólks, að aldrei bar þar skugga á, hver ein- staklingur var virtur. Ég man þegar þessi fallegi frændi minn tók mig og Aggí sér við hönd og fór með okkur í ísbúð við Barónsstíg. Við fengum heims- ins flottasta ís, vanilluís í stóru kökuformi með rauðgulum appels- ínuís í toppnum. Já, fallegi frændi minn, hann var svo sérlega fallegur maður hann Kjartan, svo einstak- lega prúður, en jafnframt hafði hann yfir sér einhvern sérstæðan heimsborgarablæ, fallega hárið hans liðaðist upp frá háu enninu, augun gáfuleg og einlæg og aldrei sást á fötum hans blettur eða hrukka. Ég heyri hann næstum fyrir mér núna: „Æ, frænka mín, því læturðu nú svona,” ekkert var honum fjær skapi en orðmælgi um hans framgangsmáta og persónu- leika, sem þó var svo einstakur. Ég man hveiju hann svaraði þeg- ar faðir minn var að biðja hann að skrifa nú niður minningarnar sem hann ætti frá því að vera á hafinu á stríðsárunum. „Það eru nú aldeil- is aðrir til þess betur fallnir,” var svarið. Faðir minn vissi betur, hann þekkti Kjartan, þeir voru í raun eins og bræður, en Kjartan aðeins eldri, pabbi vissi að þýðingarlaust var að nauða í Kjartani, þar vann Kjartan æfinlega, það atti honum enginn þangað sem hann ætlaði sér ekki. Kjartan lauk loftskeytaskólanum 1929 og réðst þá loftskeytamaður á bv. Gulltopp og var þar samfellt í 12 ár, en ábyrgur fjölskyldufaðir eins og hann gat ekki afsakað að sigla lengur á stríðstímum, svo 1941 fór hann í Iand og vann þá á fjarskiptum Morgunblaðsins og svo óslitið sem símritari og varðstjóri við ritsímann í Reykjavík frá 1943 til eftirlaunaaldurs 1977, það var ekki í hans eðli að hlaupa úr einu í annað og segir einnig sína sögu um færni hans í starfi, enda hann að állra sögn frábær loftskeytamað- ur, með sérstæða tungumálaþekk- ingu. Hann gat stoltur horft yfir farinn veg, öll hans börn og barna- börn eru langskólagengin og farsæl bæði í einkalífi og starfi, enda mat hann þau mikils og var þakklátur þeim og tilverunni og ekki síst elskulegri eiginkonu sinni. Held ég og ekki ofsagt að Kjartan hafi ver- ið hvers manns hugljúfi og ekki íþyngdi samvisku hans illt umtal um annað fólk og engan óvin tel ég hann hafa átt á langri lífsleið. Fyrir hönd fjölskyldu minnar flyt ég honum þakkir fyrir allt sem hann var okkur, jafnframt því að votta þeim sem honum þótti vænst um, Sossu og afkomendum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Valgerður Bára Guðmundsdóttir + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN P. GUÐMUNDSSON, VÍÐILUNDI 23, AKUREYRI, — andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 6. desember. Úrsula B. Guðmundsson og aðrir vandamenn. + Alúðarþakkir fyrir auðsýndan hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, GRÉTU (LÁRU MARGRÉTAR) SIGFÚSDÓTTUR, rithöfundar. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir mína hönd, barna hennar og annarra vandamanna, Jón Björnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.