Morgunblaðið - 08.12.1991, Page 53
I
(
<
þessa gæti ekki síður í lífeyrissjóða-
kerfinu.
Búnaðarbankinn hf. fullvirtur
Þegar viðskiptaráðherra hafði
lokið sinni ræðu varð hann að svara
< nokkrum spurningum frá þing-
manninum Guðna Agústsyni (F-Sl),
formanni bankaráðs Búnaðarbank-
< ans, m.a. um hveija hann teldi lík-
lega til að kaupa hlutabréf í Búnað-
arbankanum ef hann yrði seldur
4 eins og forsætisráðherra hefði haft
á orði fyrr um daginn? Hvort við-
skiptaráðherrann vildi afnema rík-
isábyrgð á sparifé almennings? Og
Guðni vildi einnig fá því svarað
hvort viðskiptaráðherra væri sam-
mála því sjónarmiði fjármálaráð-
herra að selja hlut Búnaðarbanka
íslands á hálfvirði?
Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra taldi sér ekki fært á þessum
stað og stundu til að svara því hveij-
ir gætu orðið kaupendur að svo
góðum banka sem Búnaðarbankinn
væri. „Á það iriun að sjálfsögðu
reyna á markaðnum.” Viðskipta-
ráðherra sagðist ekki hafa í huga
að afnema ríkisábyrgðina á sparifé
almennings. Jón Sigurðsson kvaðst
ekki vera hlynntur því sjónarmið
að selja hinn góða banka á hálf-
virði. „Ég vil fá sannvirði fyrir
Búnaðarbankann, því þannig og
aðeins þannig er hagsmuna al-
mennings gætt.”
Jón Sigurðsson
Sverrir Stormsker
Guðrúnar E. Ólafsdóttur sem mynd-
skreytti bókina.”
Bókin er 80 blaðsíður, framleidd
hjá G. Ben. Prentstofu.
Ný bók um
dulræna
reynslu
DÖGUN/PRENTVER hefur gefið
út bókina Þetta líf - og önnur líf
eftir Stellu Eyjólfsdóttur frá Gilla-
stöðum í Reykhólasveit.
í kynningu útgefanda segir:
„Stella segir frá dulrænni reynslu
sinni. Hún dvaldi í 28 ár í Bandaríkj-
unum, við nám og störf. Þar kynnt-
ist hún og vann með ýmsu fólki við
heilun og miðilsstörf. I bókinni segir
hún frá mörgu forvitnilegu, sem á
dagana hefur drifíð, bæði erlendis
og heima.”
Bókin er 125 bls.
loei HaiiMaaaa .h hödaciumhub qihajbmuoíiom
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991- 53
Er Seðlabankínn að leita að
sökudólg' fyrir háum vöxtum?
- spyr félagsmálaráðherra
„ÉG HÉLD að það sé alveg nauðsynlegt að ég og hæstvirtur viðskipta-
ráðherra köllum til fundar við okkur Jóhannes Nordal til þess að
fara yfir þessa stöðu. Fara yfir húsbréfakerfið og hvernig gangverkið
í þessu er, þegar bankastjóri Seðlabankans leyfir sér að setja fram
slíkar tölur, eins og hér er gert,” sagði Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra. Jóhanna telur sumt furðulegt í greinargerð frá Seðla-
banka íslands.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra svaraði ■ nokkrum
spurningum á fundi Alþingis í fyrri-
nótt í umræðum um frumvarp ríkis-
stjórnarinnar um ráðstafanir í rík-
isfjármálum á árinu 1992, m.a.
vegna ríkisábyrgðar á launum og
einnig útskýrði hún málefni Hús-
næðisstofnunar ríkisins. Ráðherra
sagði að nokkrir þingmenn hefðu
vikið að nýútkominni greinargerð
Seðlabanka íslands um þróun og
horfur í peningamálum og vitnað til
þess sem þar væri sagt um húsbréfa-
kerfið. Félagsmálaráðherra taldi
ástæðu til að fara um þetta nokkrum
orðum.
Jóhanna Sigurðardóttir lýsti furðu
sinni á þeim ummælum sem þar
kæmu fram. Það væri reyndar furðu-
legt að Seðlabankinn sendi frá sér
slík skrif sem fengu engan veginn
staðist. T.d. fullyrðingar um að hús-
bréfakerfíð hefði leitt til stökkbreyt-
ingar í lánsfjáröflun til íbúðabygg-
inga fýrir milligöngu ríkisins, og
hefði þetta hvort tveggja orðið til
þess að heildarlántökur ríkisins og
annarra opinberra aðila á innlendum
lánamarkaði stefndu í hærri tölu en
næmi öllum peningalegum sparnaði
landsmanna. Afleiðingamar hefðu
komið fram í mikilli umframeftir-
spum og hækkandi vöxtum á verð-
bréfamarkaði þar sem húsbréfa-
markaðurinn hefði verið . leiðandi
varðandi vaxtastigið. Jóhanna sagði
að hér væri mjög hallað máli. Það
væri einkennilegt að virðuleg stofn-
un sem „ætti að vera hægt að tre-
ysta”, skyldi setja slíkt fram og ekki
gera minnstu tilraun til að gera sam-
anburð á því hvað það hefði dregið
úr lántökum íbúðarkaupenda og
húsbyggjenda í bankakerfínu og hjá
lífeyrissjóðum.
Einnig vitnaði félagsmálaráð-
herra til þess að í greinargerð Seðla-
bankans væri það sett fram að heild-
arskuldir á lánamarkaði hefðu auk-
ist 90 milljarða á 12 mánuðum. Síð-
ar í skýrslunni kæmi fram að um
helmingurinn af þessu hefði verið lán
til heimila sem hefðu aukist um
27,7% Og síðan kæmi: „Þessi gífur-
lega skuldasöfnun einstaklinga átti
að langmestu leyti rót sína að rekja
til húsbréfa og annarra lána hins
opinbera íbúðalánakerfís. Líkur
benda til þess að ekki meira en helm-
ingur lánsfjárnotkunar einstaklinga
hafi gengið til fjárfestinga í nýju
húsnæði.” Síðan væri vikið að því
enginn vafí væri á því að mikill mik-
illar neyslu og innflutnings á árinu
mætti rekja til þessarar miklu lánsf-
járnotkunar heimilanna.
Félagsmálaráðherra fullyrti að
þetta væri rangt og fengi engan
veginn staðist. Þegar útgáfa hús-
Jóhanna Sigurðardóttir
bréfa á þessu ári væru ekki nema
12-13 milljarðar króna. — Og þótt
bætt væri við því sem færi til Bygg-
ingarsjóðs ríkisins og Byggingar-
sjóðs verkamanna, í heild um 20
niilljarðar það sem af væri þessu
ári. — Ef helmingurinn af húsbréf-
unum hefði farið í þessa neyslu,
væri það þó ekki nema um 6,5 millj,-
arðar. Sem auðvitað stæðist ekki því
innri fjármögnun vegna notaðra
íbúða væri um 48% af þessum 13
milljörðum.
„Þetta dæmi gengur engan veginn
upp,” sagði félagsmálaráðherra.
„Maður spyr sig til hvers er þetta
sett fram í slíkri skýrslu? Er Seðla-
bankinn að draga athyglina frá þeim
vöxtum sem eru í bönkunum? Er
verið að leita að einhveijum söku-
dólgi sem sé leiðandi um vaxtastigið
í landinu, til að draga athyglina frá
háu vaxtastigi í bönkunum? Mér
dettur í hug að svo hljóti að vera.”
Þriggja manna tal
Jóhanna Sigurðardóttir taldi al-
varlegt þegar Seðlabankinn setti
slíkt fram: „Ég héld að það sé alveg
nauðsynlegt að ég og hæstvirtur
viðskiptaráðherra köllum til fundar
við okkur Jóhannes Nordal til þess
að fara yfír þessa stöðu. Fara yfir
húsbréfakerfíð og hvernig gang-
verkið í þessu er, þegar bankastjóri
Seðlabankans leyfir sér að setja fram
slíkar tölur, eins og hér er gert.”
Félagsmálaráðherra greindi einn-
ig frá því að hún hefði fyrr um dag-
inn fengið í hendur aðra skýrslu,
úttekt á húsbréfakerfínu og reynslu
af því síðustu tvö árin. Bæri henni
lögum samkvæmt að leggja hana
fram fyrir Alþingi. „Og þar kemur
heldur betur fram allt annað en það
sem hér er sett fram af Seðabankan-
um.” Ráðherra vænti þess að Alþing-
ismenn fengju skýrsluna fljótlega í
hendur en þar væri talað um að jafn-
vægi væri á húsbréfakerfínu. Nefnd-
in sem samið hefði skýrsluna kæm-
ist meira að segja að þeirri niður-
stöðu, sem hún væri reyndar ekki
sammála, að þær breytingar sem
gerðar hefðu verið nýlega á húsbréf-
akerfinu hefðu verið óþarfí vegna
þess að jafnvægi væri á húsbréfa-
kerfínu.
í lok sinnar ræðu ítrekaði Jóhanna
Sigurðardóttir þá skoðun sína að
Seðlabankinn væri að setja fram
þessar villandi upplýsingar til að
draga athyglina frá háum vöxtum 5
bankanum og reyna að finna ein-
hvern sökudólg.
1
Góðar oa sérlega
ódýrar vorur!!
T O /~\T er eitt stærsta fyrirtæki sinnar
_ % | \ || j tegundar í Englandi.
80 síðna litprentaður bæklingur til sýnis á staðnum.
^OOORCLOT^
luinvoi
Einkaumboð,
heildsöludreifing
BERGMANN
BERGMANN M.
Ssl
Nýbýlavegi 4, 202 Kópavogi, sími 91-45800
□
□
Q
□
□
□
□
Dæmi um verð í smásölu
□ Kuldaúlpur frá.... kr. 6.900,
□ Snjósleðagallar.. kr. 12.490,
□ Skyrtur frá..... kr. 1.290,
□ Húfurfrá.........kr.
□ Waxúlpur frá....kr.
□ Peysur frá......kr.
□ Bakpokar frá....kr.
□ Gallabuxurfrá.... kr.
490,-
6.900,-
1.990, -
1.090,-
2.990, -
Umboðsmenn úti á landi,
Sportver, Glerárgötu 28, Akureyri, sími (96) 11445.
Sportbær, Selfossi, simi (98) 21660.
Verslunin Hvammur, Höfn í Hornafirði, sími (97) 81503.
Verslunin Sparta, Sauðárkróki, sími (95) 35802.
Verslunin Vik, Neskaupstað, sími (97) 71900.
Verslunin Skógar, Egilsstöðum, sími (97) 11230.
Siglósport, Siglufirði, sími (96) 71866.