Morgunblaðið - 18.12.1991, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991
Athafnasaga sainvinnnnianns
__________Bækur_______________
Bjöm Bjarnason
Staðið í ströngu — Æviminningar
Erlendar Einarssonar, fyrrver-
andi forstjóra SÍS. Höfundur:
Kjartan Stefánsson. Útgefandi:
Fróði hf., 1991. 384 bls., ljós-
myndir og nafnaskrá.
í dagblaðinu Tímanum laugar-
daginn 14. desember síðastliðinn
birtist viðtal við Steingrím Her-
mannsson, formann Framsóknar-
flokksins, í tilefni þess að hinn 16.
desember varð Framsóknarflokkur-
inn 75 ára. í viðtalinu er stiklað á
stóru og formaðurinn beðinn um
að geta helstu'einkenna flokks síns.
Sérstaka athygli hlýtur að vekja,
að hann minnist þar hvergi á sam-
vinnuhugsjónina, samvinnustefn-
una eða samvinnuhreyfinguna, sem
þó hefur verið burðarás í stefnu-
mörkun og störfum Framsóknar-
flokksins. Hlýtur sú spurning að
vakna, hvort þessi pólitíska hugsjón
sé að verða álíka mikið vandræða-
barn fyrir framsóknarmenn eins og
sósíalismi og kommúnismi fyrir Al-
þýðubandalagsmenn. Með þessu er
alls ekki verið að líkja þessum hug-
sjónum saman heldur minna á þá
sögulegu staðreynd, að báðar eiga
undir högg að sækja hér á landi.
Ástæða er til að benda á þetta
í upphafi umsagnar um ævisögu
Erlendar Einarssonar, sem var for-
stjóri Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga (SÍS) í um hálfan fjórða
áratug. í bókinni minnist Erlendur
oftar en einu sinni á hið nána sam-
starf, sem var á milli Framsóknar-
flokksins og SÍS. Hann var til dæm-
is kjörinn í miðstjórn Framsóknar-
flokksins, þegar hann varð forstjóri
Sambandsins og segir, að flokkur-
inn og samvinnuhreyfingin hafi
byggt á sömu hugsjónum auk þess
sem SÍS studdi Framsóknarflokk-
inn fjárhagslega og einnig Tímann
„með því að láta blaðið fá auglýs-
ingar fram yfir það sem telja mátti
eðlilegt út frá viðskiptalegu sjón-
armiði“, eins og það er orðað í bók-
inni með þessum rökstuðningi:
„Tíminn átti það skilið því hann var
eina dagblaðið sem studdi Sam-
bandið í hinni hörðu umræðu sem
oft fór fram í fjölmiðlum um starf-
semi samvinnuhreyfmgarinnar.“
Það urðu mikil viðbrigði fyrir
Sambandið, þegar framsóknarmenn
fóru úr ríkisstjóm 1959 og við tók
samstjórn Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðuflokks, viðreisnarstjórnin.
Ræðir Erlendur af hreinskilni um
þessa breytingu og segir meðal
annars: „Andstreymið varð til þess
að herða okkur. Eg lét þau orð falla
eitt sinn að það hefði verið hollt
fyrir Sámbandið að vera úti í kuld-
anum þennan áratug. Við urðum
að leysa hvern vanda upp á eigin
spýtur og við lögðum harðar að
okkur en fyrr við að laga reksturinn
innan frá, þegar eitthvað bjátaði á,
í stað þess að fara á fund stjórn-
málamanna til þess að fá þægilegar
lausnir." Þegar þessi yfírlýsing er
lesin með það í huga, hvemig staða
Sambandsins er nú eftir að Fram-
sóknarflokkurinn hefur verið 20 ár
í stjórn, vaknar sú spurning, hvort
félaginu hefði ekki vegnað betur
að starfa áfram við skilyrði við-
reisnarstjórnarinnar.
Erlendi Einarssyni var ungum
sýnt mikið traust af Vilhjálmi Þór
og öðmm forystumönnum Sam-
bandsins. Ævisaga hans sýnir, að
hann var traustsins verður. Þegar
saga Sambandsins verður skráð, er
víst að nafn Erlendar tengist blóma-
tíma þess. Hann var ekki aðeins
góður málsvari Sambandsins á inn-
lendum vettvangi heldur einnig er-
lendis og er verulegu rými í bókinni
varið til að segja frá þátttöku Er-
lendar í alþjóðlegu samstarfi sam-
vinnumanna. Einnig þar var honum
sýndur mikill trúnaður. Saga Er-
lendar ber með sér, að mikið hvílir
á eiginkonu þess, sem valinn er til
forystustarfa í viðskiptalífinu.
Margrét Helgadóttir hefur ekki
síður en Erlendur, maður hennar,
verið glæsilegur fulltrúi Sambands-
ins en í bókinni kemur fram, að
lengst af hafi komið hátt í fjögur
hundruð gestir á heimili þeirra
hjóna og í sumarbústað þeirra í
Hraunbúðum á ári hveiju í tengsl-
um við starf Erlendar hjá Samband-
inu.
Bókin er greinargóð heimild um
fjölskyldu og störf Erlendar. Þar
er einnig með skipulegum hætti
sagt frá því, sem Erlendur telur
bera hæst í sögu Sambandsins á
hinum langa starfsferli hans þar.
Kjartan Stefánsson, sem skráir
bókina, lætur Erlend tala í fyrstu
persónu og kemur höfundur aldrei
sjálfur við sögu. Er textinn skýr
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Hjörtur Gíslason
Trillukarlar
Líf og Saga 1991, 213 bls.
I þessari bók birtast viðtöl við
níu „trillukarla" eða smábátafiski-
menn ef menn vilja nota fínna orða-
lag. Þeir sem viðtölum stýra eru
fleiri en einn. Ritstjórinn, Hjörtur
Gíslason, ræðir við fjóra: Bergstein
Garðarsson á Akureyri, Sigurgeir
Bjarnason í Ólafsvík, Jón Sveinsson
á Höfn í Hornafirði og Ingva Árna-
son á Akureyri. Þá ræðir Jóhannes
Siguijónsson við Jóstein Finnboga-
son á Húsavík, Sigurður Jónsson
við Hauk Jónsson á Eyrarbakka,
Grímur Gíslason við Hilmar „Nín-
on“ Sigurbjörnsson í Vestmanna-
eyjum, Smári Geirsson við Hjört
Amfinnsson í Neskaupstað og Úlfar
Ágústsson við Per Sulubust í Bol-
ungarvík.
Að loknum viðtölunum eru tvær
stuttar ritgerðir. Arthur Bogason
ritar yfirlitsgrein um Smábátaút-
gerð á íslandi fyrr og nú og Örn
Pálsson er með ritgerðina Smábá-
taútgerðin. Landssamband smá-
bátaeigenda.
Erlendur Einarsson
og auðlesinn og frá öllu sagt með
þeim hætti, að lesandi fær góða
yfirsýn.
Ævisaga Erlendar ber þess ekki
merki, að hann telji sig beinlínis
þurfa að hefna harma. Bókina er
því ekki unnt að flokka með þeim
einhliða málsvarnarritum, sem gef-
in hafa verið út nú í vetur og nokk-
ur undanfarin haust. Að sjálfsögðu
hefur Erlendur Einarsson ekki verið
sammála öllum, sem hann nefnir
til sögunnar. Einna fastast kveður
hann að orði um samskipti sín við
forystumenn í Alþýðuorlofi, en
Sambandið vildi á árinu 1973 stofna
til samstarfs við þá um rekstur
ferðaskrifstofu. Alþýðuorlof keypti
hins vegar ferðaskrifstofuna Land-
sýn hf. og frétti Erlendur það fyrst
Kjartan Stefánsson
í útvarpsfréttum. í bókinni segir
síðan: „Ég hafði aldrei kynnst
slíkum óheilindum. í viðskiptum er
það gróft siðferðisbrot að slíta með
þessum hætti viðræðum á lokastigi
um stofnun fyrirtækis.“
Vegna hins pólitíska yfirbragðs
sem hefur verið á Sambandinu og
tengsla þess við Framsóknarflokk-
inn hefur auðvitað oft verið vegið
að því á öðrum forsendum en við-
skiptalegum og tekist á við það sem
fjöldahreyfingu. Erlendur vill að lit-
ið sé á opinberar rannsóknir á fjár-
málasviptingum innan Sambands-
ins eða fyrirtækja tengdu því í þessu
ljósi. Hann segir til dæmis eftir að
hafa fjallað um kaffimálið svo-
nefnda: „Ég er ekki í nokkrum vafa
að kaffimálið var aðför að Sam-
bandinu. Það var engin tilviljun að
það kom upp og það var engin til-
viljun að það var rekið af svona
miklu offorsi. Það, sem stendur upp
úr í þessu máli, er, að mínu mati,
vanhæfni ákæruvaldsins og undir-
réttar til að fjalla um flókin, við-
skiptaleg efni.“ Hér er fast að orði
kveðið og bornar fram alvarlegar
ásakanir á embættismenn.
Áður hefur verið sagt, að nafn
Erlendar Einarssonar verði tengt
blómatíma í sögu SÍS. Hann á þó
einnig eftir að vera nefndur til sög-
unnar, þegar lagt verður mat á
erfiðleikana sem að Sambandinu
hafa steðjað á síðustu árum og
næstum riðið því að fullu. Erlendur
lét af forstjór.astörfum 1. september
1986 og segir, að síðustu ár sín
hafi reksturinn verið sérstaklega
erfiður, ekki síst hafi raunvaxta-
stefnan komið illa við Sambandið.
Undir lok bókarinnar segir Erlendur
frá sviptingunum sem urðu innan
Sambandsins við val á eftirmanni
hans og samskiptum sínum við
Guðjón B. Ólafsson. Kemur þar enn
í ljós, að slík mál eru síður en svo
auðveld viðfangs.
Þegar ævisaga Erlendar Einars-
sonar er lesin sækir á hugann, að
þar sé sagt frá kafla í atvinnu- og
viðskiptasögunni, sem sé lokið.
Aðstæður séu allt aðrar nú en fyrir
10 árum hvað þá heldur 40, þegar
Erlendur vann að því að stofna
Samvinnutryggingar. Spurning er,
hvort við höfum gert okkur nægi-
lega glögga grein fyrir því, að það
hafa orðið kaflaskipti. Enn beiti of
margir úreltum aðferðum við nýjar
aðstæður. Á undanförnum árum
hefur hrikt í undirstöðum Sam-
bands íslenskra samvinnufélaga.
Við vitum ekki, hvort saga Erlendar
Einarssonar sé jafnframt upphafið
að lokakaflanum í sögu Sambands-
ins.
Hjörtur Gíslason
sýnir þetta svo ekki verður um
villst. Tvímælalaust er þó að þeir
koma með besta og verðmætasta
fiskinn að landi, kosta minnstu til
og fara öðrum betur með fiskimið-
in. Af þessu á að vera hægt að
draga lærdóma.
Samantekt þessara viðtala er að
mínu viti þarft verk og nauðsynlegt
innlegg í þá umræðu sem nú fer
fram. Fyrir mig var bókin ánægju-
legur og gagnlegur lestur. Þó verð
ég að nöldra svolítið i lokin. Prent-
viilur eru í sumum viðtölunum
óheyrilega margar og leiðinlegar.
Skilaboð frá trilliikörlum
Trillukarlamir eru úr öllum fjörð- En að hinu leytinu eru þetta
ungum landsins og athafnasvið fremur dapurlegar frásagnir. Það
þeirra er því vítt og ættu frásagn- er dapurlegt, og líklega einnig af-
irnar að gefa nokkuð trúverðuga drifaríkt, hversu lítt hin gífurlega
mynd af því hvemig háttar til um reynsluþekking þessara manna hef-
þessa atvinnugrein hérlendis. Flest- ur verið notuð af þeim sem fisk-
ir eiga þessir menn Ianga sjómanns- veiðimálum stjóma. Þeir búa yfir
sögu að baki. Þeir eru því svo sann- ómetanlegri vitneskju um fiski-
arlega gamalreyndir og öllum hnút- göngur, hrygningarstöðvar, skilyrði
um kunnugir. Þeir lýsa í þessum og aðstæður á uppeldisstöðvum
viðtölum margháttaðri reynslu sinni fisks, að hveiju ber að gæta og
og ferli og síðast en ekki síst kem- hvað að varast. Og síðast en ekki
ur fram yfirgripsmikil þekking síst kemur stundum fram undra-
þeirra og einarðleg viðhorf. verður skilningur á hinu marghátt-
Að öðmm þræði eru þessi viðtöl aða samspili í lífríki sjávar. Mér
skemmtilestur. Karlarnir eru lífs- fannst stundum þegar þessir menn
glaðir og hressir, hertir í glímu við voru að tala um fiskinn að i huga
Ægi og kunna jafnframt að njóta þeirra væri hann eins konar heimil-
dýrlegra stunda í víðfeðmu ríki isdýr, svo vel þekkj’a þeir alla hætti
hans. Þeir hafa sitt eigið tungutak, hans og venjur. Ándinn í þessum
bölva mikið, komast oft hressilega viðtölum er raunveruleg umhyggja
að orði og hika ekki við að nefna fyrir verndun og ræktun fisks, rétt
hlutina réttum nöfnum. Þeir 'eru nýting auðlindarinnar. Það er dap-
stórar náttúrusálir, góðir vinum sín- urlegt hyersu lítið hefur verið hlust-
um og elska kerlur sínar heitt. Frá að á þessu ágætu menn og hversu
mörgu bitastæðu og eftirminnilegu lítið tillit hefur verið tekið til skoð-
hafa þeir að segja, því að frásagnar- ana þeirra. En vonandi opnast augu
listin er mörgum þeirra tungutæk einhverra við lestur þessarar bókar.
eins og títt er um sjómenn. Það er líka dapurlegt, og ég hygg
Vinnugarpar eru þetta miklir einnig fávíslegt, hversu gengið hef-
sem mæla ekki starf sitt í klukku- ur verið á hlut trillukarla og þeim
stundum og sýta ekki þó að þeir gert örðugt um vik að stunda at-
heimti ekki ætíð daglaun að kvöldi. vinnu sína. Yfirlit Arnar Pálssonar
:*-*?%**•**&
Yeldu gjöf sem skilar arði
fyrir land og þjóð!
1 i
lil ‘
I SKÓGRÆKTARFÉLAG ÍSLANDS
SKÓG
RS.KTAR
bókin