Morgunblaðið - 18.12.1991, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991
63
HANDKNATTLEIKUR
Eyjamenn hafa sent inn kæru
vegna leiksins gegn Fram
- segja aukakastið sem Fram skoraði sigurmarkið úr, hafi ekki verið framkvæmt á réttum
stað. Framarar afar óhressir með framkomu Eyjamanna eftir leikinn, en þá brutust út slagsmál
VESTMANNEYINGAR hafa
sent inn kæru til dómsstóls
HSÍ vegna framkvæmdar á
aukakasti Framara í leik
þeirra í Eyjum 13. desember,
en leikurinn var mjög söguleg-
ur. Mikil ólæti brutust út eftir
leikinn þegar margir Eyja-
menn gerðu aðsúg að þjálf-
ara, liðsstjóra og leikmönnum
Framliðsins.
Kæra Eyjamanna er byggð á
því að dómarar leiksins,
Gunnar Kjartansson og Hákon
Siguijónsson, hafi ekki látið au-
kakastið fara fram á þeim stað
sem brotið var á Karli Karlssyni.
Gunnar Andrésson skoraði sigur-
mark Fram, 31:32, úr aukakastinu
- þegar 5 sek. voru til leiksloka.
Eyjamenn mótmæltu í ieiknum
þar sem þeir töldu að Framarar
hafa verið fyrir innan punktalínu
þegar aukakastið var tekið. Eftir
leikinn sáu þeir á myndbandsupp-
töku að Framarar voru ekki fyrir
innan línuna. Þeir ákváðu þá að
senda inn kæru um að aukakastið
hafí verið tekið tveimur metrum
frá þeim stað sem brotið var á
leikmanni Fram.
„Við erum búnir að senda inn
kæru. Ég vil ekki ræða nánar um
þetta,“ sagði Haraldur Óskarsson,
formaður handknattleiksdeildar
ÍBV karla.
„Við munum að sjálfsögðu taka
þessa kæru fyrir að fullri aivöru,
eins og öllum málum sem við tök-
um fyrir,“ sagði Valgarður
Sigurðsson, formaður dómsstóls
HSI. „Kæran er komin, en það á
eftir að skoða öll gögn i sambandi
við málið. Eins og leikskýslu dóm-
ara og annað.“
Valgarður sagði að árangur
dómara í leikvelli væri yfírleit ekki
til skoðunar hjá dómstólnum. „Það
er ekki okkar að breyta gangi
mála á keppnisvelli.“
„Hvað segirðu - ertu ekki að
gera grín. Eru þeir búnir að senda
inn kæru?“ spurði Lúðvík Hall-
dórsson, formaður handknattleiks-
deildar Fram, þegar Morgunblað-
ið, bað um álit hans á kæru Eyja-
manna. „Það er mitt álit í þessu
sambandi að Eyjamenn séu búnir
að tapa vitinu."
Atli Hilmarsson, þjálfari Fram,
sagði hegðun Eyjamanna eftir
leikinn hefði ekki verið til fyrir-
myndar. „Áhorfendaskari geystist
að leikmönnum mínum. Það urðu
slagsmál. Hver ástæðan var, viss-
um við ekki. Við áttum fótum
okkar fjör að launa,“ sagði Atli.
„Það er alvarlegt ef ekki er
sagt frá þannig framkomu og sér-
staklega þar sem þetta kom einn-
ig fyrir þegar Eyjamenn töpuðu
gegn Val í bikarkeppninni á dög-
unum. Gæslan er ekki nægilega
góð í Eyjum. Handknattleikssam-
bandið ætti að kanna hvað er að
gerast. Það er óþolandi ef leik-
menn og dómarar eru í hættu.
Þegar svona kom upp þegar ég lék
með Granollers á Spáni, þurftum
við að leika einn heimaleik úti og
félagið fékk sekt. Það þarf að fara
að taka hart á svona uppákomum
hér á landi,“ sagði Atli.
KNATTSPYRNA
Guðni Bergsson og Paul Gascoigne á góðri stundu. Morgunblaöið/Börkur
HANDKNATTLEIKUR
Andreas Hansen á
förum frá Fram
Færeyingurinn Anndreas Hansen, sem hefur leikið með 1. deildarliði
Fram, er á förum aftur til Færeyija. Framarar eru að reyna að fá
Hansen, sem er mjög sterkur varnarleikmaður, til að leika tvo fyrstu
leiki þeirra eftir jólafrí - gegn HK og Gróttu. Ástæðan fyrir því að
Hansen er á förum, er að hann hefur verið kallaður til vinnu. Hansen
fékk eins árs frí frá vinnu, en þegar annar starfsmaður hjá fyrirtækinu
hætti á dögunum, vildu vinnuveitendur Hansens fá hann aftur sem fyrst.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Langþráður
sigur Þórsara
ÞÓRSARAR nældu sér ítvö
mikilvæg stig íbotnbaráttunni
í Japísdeildinni er þeir unnu
Skallagrím, 115:95, á Akureyri
í gærkvöldi og eru liðin jöfn á
botninum með 4 stig. Það var
fyrst og fremst stórleikur Konr-
áðs Óskarssonar sem skóp
þenna sigur, en hann átti frá-
bæran leik.
Það voru annars gestirnir sem
hófu leikinn mun betur og
náðu fljólega 10 stiga forskoti og
átti Sovétmaðurinn
Krúpatsjev mjög
góðan leik hjá þeim
í fyrri hálfleik.
Heimamenn gengu
mám saman á lagið og náðu að
omast yfir og höfðu 9 stiga for-
énton
Benjamínsson
skrifar
skot í leikhléi. í síðari hálfleik óx
þessi munur jafnt og þétt og náðu
Borgnesingar aldrei að höggva í
þetta forskot Þórsara sem sigruðu
nokkuð auðveldlega.
Eins og áður segir var Konráð
mjög góður í liði Þórs og einnig
léku þeir Helgi Jóhannesson og
Guðmundur Björnsson vel. Joe
Harge á að geta meira en hann
sýndi í gærkvöldi.
Hjá Borgnesingum átti Maxím
Krúpatsjev mjög góðan leik og var
sterkur í fráköstum, auk þess sem
hann skoraði grimmt. Hann varð
síðan að fara af velli með 5 villur,
eins og reyndar fleiri, þegar fimm
mínútur voru eftir. Birgir Mikaels-
son átti mjög góðan í síðari hálfleik
og Sigurður Þórólfsson var dijúgur
í lokin.
Gascoigne
hælir Guðna
PAUL Gascoigne hefur mikið
álit á Guðna Bergssyni, fyrrum
samherja sínum hjá Tottenham,
sem knattspyrnumanni. Þetta
kemur fram í árbók Gascoignes,
sem er nýkominn út og spannar
knattspyrnutímabil enska
landsliðsmannsins frá 4. júií
1990 tii 18. maf 1991.
Gazza segir í bók sinni að fyrr-
nefndur tími hafi verið há-
punktur ferilsins, en vinur sinn
Guðni Bergsson, sem var keyptur
til Spurs skömmu á eftir sér, hafi
aðra sögu að segja. Hann [Guðni]
hafi byijað vel með aðalliðinu, en
síðan verið settur út í kuldann.
Gazza segir að það sé athyglisvert
að Guðni hafi ávallt sagt að fríheija-
staðan (sweeper) ætti best við sig
og þar hafi hann lög að mæla. „Ég
vona bara að hann fái tækifæri,
annaðhvort með Spurs eða öðru liði,
til að sýna hvernig frábær leikmað-
ur, sem myndi sóma sér vel á meg-
inlandinu, skilar þessari stöðu á
árangursríkan hátt.“
Gazza segir að Guðni hafi mikla
hæfileika og því hafi síðasta keppn-
istímabil oliið honum miklum von-
brigðum. „En hann er ekki leikmað-
ur, sem verður haldið lengi niðri —
nýtt tímabil þýðir ný áskorun fyrir
hann.“
Þekktir knattspyrnumenn tjá sig
um Gazza í bókinni og er Guðni þar
á meðal. Hann segir að almenningur
geri sér ekki grein fyrir álaginu, sem
hefur verið á Gazza, en hann hafi
ráðið við það og standi sterkari eft-
ir. „Það getur komið Paul að gagni
að leika erlendis, en knattspyrnan í
Englandi á eftir að líða fyrir það,“
segir Guðni um fyrrum samheija
sinn, sem hefur verið seldur til ít-
alska liðsins Lazio, en vegna
meiðsla, er enn allt í óvissu með
félagaskiptin.
„Stjömuviðtöl11
Gazza reyndist sannspár um
Guðna. Hann hefur ^verið einn af
lykilmönnum Spurs í vörn á þessu
tímabili og skilað stöðu sinni með
prýði. Með skömmu millibili hafa
verið „stjörnuviðtöl" við hann í leik-
skrá Tottenham. Þar kemur fram
að hraði hans nýtist vel í bakvarðar-
stöðunni, en Guðni segist kunna
best við sig í miðvarðarstöðunni. í
síðustu leikskrá er bréf frá stuðn-
ingsmanni Spurs, sem segir að tími
sé kominn'til fyrir aðra stuðnings-
menn liðsins að styðja vel við bakið
á Guðna. Hann hafi skilað miðvarð-
arstöðunni mjög vel í vetur og eigi
stóran þátt í bættum varnarleik liðs-
ins.
Guðni gerði eitt mark í fyrra fyr-
ir Spurs og bætti öðru við í haust.
Hann segist ekki fá mörg marktæki-
færi, en nauðsynlegt sé að hafa
augun ávallt opin og hann vonast
til að skora fleiri í vetur.
„En það er mikilvægara fyrir mig
að koma í veg fyrir að móthetjarnir
skori en að skora sjálfur."
Rússar
leika
fyrir
norðan
Rússneska landsliðið í hand-tÞ
knattleik, sem kemur hingað
til lands 26. desember, mun leika
tvo fyrstu leiki sína fyrir norðan -
á Akureyri 27. desember og á Húsa-
vík 28. desember. Miklar líkur eru
á að þriðji leikurinn fari fram á
Selfossi 29. desember.
ÚRSLIT
Körfuknattieikur
Þór - Skallagr. 115:95
íþróttahöllin á Akureyri, íslandsmótið í
körfuknattleik - Japísdeildin, þriðjudaginn
17. desember 1991.
Gangur leiksins: 6:13, 12:20, 25:28, 35:34,
44:36, 50:41, 59:49, 65:52, 78:65, 91:77,
106:85, 115:95.
Stig Þórs: Konráð Óskarsson 30, Joe Harge
24, Helgi Jóhannesson 19, Guðmundur
Björnsson 18, Jóhann Sigurðsson 9, Björn
Sveinsson 6, Högni Friðriksson 4, Birgir
Birgisson 3 og Árni Þór Jónsson 2.
Stig Skallagríms: Maxím Krúpatsjev 34,
Birgir Mikaelsson 34, Sigurður Elvar Þó-
rólfsson 17, Þórður Helgason 6 og Jón
Bender 4.
Dómarar: Kristján Möller og Kristinn Ósk-
arsson. Dæmdu ágætlega.
Áhorfendur: 150.
NBA-DEILDIN
Leikir á mánudag:
DetroitPistons-DenverNuggets...l03: 89 £
Portland - Minnesota.....119:104
Knattspyrna
England
Deildarbikarinn, 4. umferð:
Swindon - Crystal Palace....0:1
- Andy Gray
Southampton - Nott. Forest..0:1
- Scot Gemmill
Frakkland
1. deild:
P.S.G. - Marseille...........0:0
EM U-21 árs:
Aachen:
Þýskaland - Lúxemborg........3:0
Poschner (30.), Fuchs (62.), Herrlich (83.).
Lokastaðan:
Þýskalandi...4 4 0 0 12: 1 8
Belgía........4 2 0 2 5: 6 4
Lúxemborg.....4 0 0 4 0: 10 0
Skíði
Heimsbikarinn
Madonna di Campiglio, Ítalíu:
Svig karla:
Finn Christian Jagge (Noregi)
........... 1:28.41 (43.03/45.38)
Alberto Tomba (Italíu)
............ 1:28.50 (43.34/45.16)
Tomas Fogdoe (Svíþjóð)
............ 1:28.97 (43.65/45.32)
Ole Christian Furuseth (Noregi)
............ 1:29.33 (43.49/45.84)
Paul Accola (Sviss)
............ 1:30.19 (44.07/46.12)
Marc Girardelli (Lúxemborg)
............ 1:30.23 (44.40/45.83)
Michael Tritscher (Austurríki)
............r: 1:30.42 (44.02/46.40)
Fabio de Crignis (Italíu)
............ 1:30.50 (44.17/46.33)
Staðan
—v..........................stig
Alberto Tomba...............640
Paul Accola.................581
Marc Girardelli.............319
ERKIFJENDUR I VIKINNI
VÍKIHGUR
I KVOLD KL. 20
Bæði liðin
lofa hörkuleik