Morgunblaðið - 18.12.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.12.1991, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991 47 stjóra dagsettu 1. ágúst 1990 og fór fram á að verk hans og kenning- ar yrðu metnar af til þess hæfum aðilum. Búnaðarfélag Islands varð við þeirri beiðni Þorvaldar þó svo að félagið bæri fyllsta traust til hans. í ljósi fyrri afskipta Halldórs Gunnarssonar af þessum málum var honum gefinn kostur á að standa að úttektinni með Búnaðarfélaginu sem hann þáði. Búnaðarfélag íslands og Halldór Gunnarsson fóru fram á það við Háskóla íslands með bréfi dagsettu 6. nóvember 1990 að Háskólinn til- nefndi hæfa fræðimenn til nefndrar úttektar. Við því var orðið og lauk úttektarnefndin störfum nú í júní- mánuði. Frá nefndarálitinu hefur verið greint opinberlega. Þó var lít- il áhersla lögð á kynningu þessara jákvæðu niðurstöðu fyrir nútíma vinnubrögð í hrossarækt í flölmiðl- um. Fyrst og fremst af tillitssemi Búnaðarfélagsins við fyrrverandi starfsmann sinn Gunnar Bjarnason en með nefndarálitinu var staðfest að í þessu máli hafði þeim feðgum skjátlast algerlega. Álit þeirra þriggja sérfræðinga sem úttektina unnu er allt á jákvæða lund hvað notkun BLUP-aðferðarinnar í hrossarækt og stöðu Þorvaldar Árn- asonar varðar. Einnig koma fram í áliti þeirra margar þarfar ábend- ingar sem tillit verður tekið til við þróun þessa starfs í heild. Að ýms- um úrbótum var þegar unnið er upphlaupið varð eins og þegar hefur komið fram í greininni. Undirrót illindanna Það liggur í augum uppi að um- mæli Halldórs Gunnarssonar á fundi Hrossaræktarnefndar 18. apríl voru einungis dropinn sem fyllti mælinn. Allt frá því að Þor- valdur Árnason fór að beita sér fyrir notkun nútíma búfjárkynbóta- fræði í íslenskri hrossarækt hefur hann legið undir mjög ósvífnum og jafnvel persónulegum árásum frá Gunnari Bjarnasyni. Nú er liðin hálf öld síðan Gunnar lauk háskóla- prófi og svo sem fram hefur komið í grein þessari hefur nútíma búfjár- kynbótafræði nánast verið byggð upp frá grunni á þessum tíma. Ljós- lega kemur fram í málflutningi Gunnars Bjarnasonar að hann hefur ekki viijað eða getað fylgst með þessari þekkingarbyltingu, heldur hefur hann reynt að kasta rýrð á þessa vísindagrein og hefur í mál- flutningi sínum fremur reynt að höfða til tilfinninga fólks en skyn- semi. Halldór hefur enga menntun í búfjárrækt en hann ætti sem há- skólamenntaður maður að sýna þá dómgreind að hlíta niðurstöðum vísindamanna á þessu fræðisviði. Á meðan á vinnu sérfræðinga- nefndarinnar stóð samþykktu ís- lenskir hrossaræktendur á aðal- fundi Hrossaræktarsambands ís- lands og á ársþingi Landssambands hestamannafélaga árið 1990 ein- arðar traustsyfirlýsingar á rann- sóknarstörfum Þorvaldar Árnason- ar og nú í ár 15. nóvember sam- GUCCI Frábær úr útlit og gæði GUCCI úrin fcerðu aðeins hjá Garðari Ólafssyni úrsmið, Lækjartorgi. þykkti aðalfundur Félags hrossa- bænda ályktun sem er efnislega samhljóða samþykktum HÍ og LH frá í fyrra. Þar sem Félag hrossa- bænda lýsir yfir trausti á störfum Þorvaldar Árnasonar fyrir íslenska hrossarækt og tekur undir þá. stefn- umótun sem Búnaðarfélag íslands hefur frá upphafi haft í sambandi við túlkun niðurstaða, hvort sem er, af kynbótasýningum eða á kyn- bótaspám. Lokaorð Af framansögðu má ljóst vera að Búnaðarfélag íslands sinnti í hvívetna eðlilegu samráði þegar þessar nýju aðferðir voru teknar upp í leiðbeiningastarfi félagsins í hrossarækt. Búnaðarfélagið fór sér ekki óðslega við að taka BLUP-kyn- bótamatið upp. Það liðu rúm_ þrjú ár frá því að kerfi Þorvaldar Árna- Dnar var fullbúið þar til það var rkið í notkun í leiðbeiningastarfi ilagsins og tæp átta ár liðu þar til kerfið var loks notað sem grunn- ur að dómi stóðhesta með afkvæm- um. Þrátt fyrir að hér sé um kjörað- ferð að ræða til þeirra hluta. Nær væri að gagnrýna okkur hjá Búnað- aðarfélagi íslands fyrir að fara of hægt í þessu máli. Halldór Gunnarsson fullyrðir í grein sinni að Búnaðarfélag Islands hafi keypt þjónustu af fyrirtæki Þorvaldar „dýru verði“. Svo sem fram kemur í reikningum Búnaðar- félags íslands hefur félagið greitt Þoi-valdi Árnasyni í heild u.þ.b. kr. 680.000 fyrir alla þjónustu hans. Það er útreikningur kynbótamats í þijú ár og uppsetning mikilla reikni- forrita í tölvu Búnaðarfélagsins þegar félagið tók sjálft við útreikn- ingunum. Þetta er ekki mikill kostn- aður við slíka fagvinnu. Það sem réttlætir að ólar séu eltar við Halldór Gunnarsson um þessi mál er að á einum stað í áliti fyrrnefndrar sérfræðinganefndar segir: „Þetta styrkir þá skoðun að andmælin séu sprotin af skorti á skilvirku kynningaratarfi.“. Vel má vera að þetta sé raunin þrátt fyrir allt það sém gert hefur verið til að kynna þessar nýju kynbótaaðferðir í hrossarækt á undanförnum árum. Kynningar geta þó verið gagnslitlar fyrir þá sem eru haldnir fordómum og eru fyrirfram ákveðnir í að sitja við sinn keip. Það er heldur ekkert við því að segja þó að eldri menn þurfi tíma til að átta sig á nýjum hlutum og þeir vilji halda fram því sem best taldist á þeirra mann- dómsárum. Hins vegar má það aldr- ei verða til þess að harnla árangurs- ríku kynbótastarfi. Ýmsar fullyrðingar sem koma fyrir í grein Halldórs Gunnarssonar í Mcrgunblaðinu verða gerðar að umræðuefni síðar. Höfundur er hrossuræktarrúðu- nautur hjá Búnaðarfélagj íslands. M HJÁ Máli og menningu er komin út bókin Martin og Viktor- ía eftir danska skáldið Klaus Lynggaard. í kynningu frá útgef- anda segir: „Sagan gerist í ná- grenni Kaupmannahafnar og sögu- maður er Martin, 16 ára. Hann færir lesendur tæp tuttugu ár aftur í tímann í heillandi frásögn um þessa daga þegar allt gat gerst — jafnvel það að síðhærður hljóm- sveitartöffari yrði yfir sig ástfang: inn af saklausri yfirstéttarpíu. í bakgrunni dynur músíkin, og litrík- ur vinahópurinn og litlaus skólinn mynda eftirminnilega umgjörð um samband tveggja ólíkra einstakl- inga.“ Hilmar Hilmarsson þýddi bókina sem er 260 bls. Guðjón Ket- ilsson hannaði kápu. G. Ben prent- stofa hf. prentaði. Gódan daginn! SLAN DSDÆTU R Svipmyndir ur lífi íslenskra kvenna 1850 - 1950 Éii jöKumwon / Rjgnhildur \ igíuvdiifúr DSDÆTURi ntlir úr lífi íslcndira kvenna 1850 1950 'Kv&uto&ófóa l wi ÓRN OG ÖRLYGUR Síöumúli 11, 108 Reykjavík 684866 lykilhlutverki" „Þessi bók, þessar svipmyndir úr sögu íslensks samfélags og þáttar kvenna í mótun þess samfélags er ekki aðeins fróðleg, heldur einnig mjög vel gerð og vel skrifuð. Eins og segir í upphafi er myndasafnið vandlega valið og allur frágangur eins og best verður á kosið. Höfundar texta, myndritstjóri og útgefandinn eiga þakkir skilið og er verkið verðug viðbót við það safn þjóðhátta- og samfélagslýsinga sem forlagið Öm og Örlygur hefur gefið út undanfarin ár." Siglaugw Brynleifsson, Tíminn í desember 1991. „Islandsdætur gegndu þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.