Morgunblaðið - 18.12.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.12.1991, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991 33 Útgefandi Frámkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. EB og EES Stjórnmálamenn hér hafa komizt í óþarflega mik- ið uppnám vegna þeirrar niðurstöðu dómstóls Evr- ópubandalagsins, að ákveðnir þættir í samkomu- laginu um EES samræmist ekki Rómarsáttmálanum. Það uppnám, sem varð með- al stjórnmálamanna vegna þessa máls, var of mikið m.a. vegna þess, að við höf- um nú öðlast nokkra reynslu af samskiptum við þetta bandalag. Reynsla okkar og annarra sýnir, að það er ótrúlega erfitt að eiga eðli- leg samskipti við Evrópu- bandalagið en jafnframt, að á lokastigi tekst að koma málum í höfn. Innbyrðis samskipti EB- ríkjanna hafa verið með þessu marki brennd alla tíð. Á árum áður bárust hvað eftir annað fréttir um, að allt væri á öðrum endanum innan bandalagsins, allt í upplausn, ekkert samkomu- lag og fræg voru þau tilvik, þegar klukkan var stoppuð til þe§s að samningamenn aðildarríkjanna gætu haldið áfram samningum um ákveðin málefni, eftir að þeim átti að vera lokið. Síðustu vikurnar fyrir leiðtogafund EB-ríkjanna, sem haldinn var fyrir skömmu, voru gífurlegar sviptingar á bak við tjöldin, bæði í Brussel og milli ein- stakra aðildarríkja banda- lagsins. Menn veltu því fyrir sér, hvort forsætisráðherra Breta mundi fara frá þeim fundi sem sigurvegari eða hvort hann mundi missa þá pólitísku vígstöðu, sem hann hefur haft heima fyrir, vegna framvindu mála á leiðtogafundinum. Þrátt fyrir allar þessar sviptingar og stöðugar deilur náðist samkomulag á þeim fundi. Enn er í fersku minni það uppnám, sem varð hér vegna þess, að ekki tókst að ljúka EES-samningunum áður en embættismannaliðið í Brussel fór í sumarfrí sl. sumar. Þá greip um sig mikil svartsýni um fram- haldið. Nú hefur það sama gerzt. Stjórnmálamenn tala út og suður, sumir um nauð- syn á tvíhliða viðræðum og þá helzt þeir, sem áður voru á móti slíkum viðræðum (!), aðrir tala um inngöngu í EB, sem skásta kost af mörgum slæmum og þá ekki sízt þeir, sem hafa ekki tal- ið þann möguleika koma til greina hingað til. Þetta er ótímabært upp- nám. Með því er ekki gert lítið úr alvöru málsins. En þetta er vandamál innan Evrópubandalagsins. Þetta er málefni milli fram- kvæmdastjórnarinnar og dómstólsins. Þetta er ekki vandamál EFTA-ríkjanna. Ef EB-ríkin óska eftir við- ræðum við EFTA-ríkin til þess að leysa málið er aug- ljóst, að vígstaða EFTA- ríkjanna er sterk. Þau hafa ekki brugðizt á nokkurn hátt. Þau hafa ekki gengið gegn gerðum samningum. Fyrst verður að sjá, hver niðurstaðan verður áður en farið er að ræða um aðra möguleika. Það er ástæðu- laust að hlaupa upp til handa og fóta um leið og fyrstu fréttir berast frá Brussel um ný vandamál varðandi EEIS-samninginn. Fleiri slíkar fréttir eiga áreiðanlega eftir að berast áður en upp er staðið. Það er einfaldlega eðli Evrópu- bandalagsins. í samtali við Morgunblað- ið í gær sagði Davíð Odds- son, forsætisráðherra, m.a.: „Við lítum náttúrlega fyrst og fremst þannig á, að þetta opinberi erfiðleika Evrópu- bandalagsins á því að standa við þá samninga, sem samningamenn og ráð- herranefnd gerir fyrir hönd bandalagsins. Þetta sýnir mikinn innri veikleika að okkar mati og við teljum að frumkvæði að næsta skrefi hljóti að vera hjá Evrópu- bandalaginu því það stendur ekki á öðrum aðilum að uppfylla samninginn að sínu leyti til. Það hlýtur því að hafa ríkar skyldur til þess að reyna að ná málinu í það horf að það geti hugnast EFTA-ríkjum.“ Þetta er kjarni málsins. Þess vegna eiga menn að spara sér stóru orðin og miklar yfirlýsingar um aðra kosti þangað til betur skýr- ist hvernig Evrópubanda- lagið tekur á málinu. Skólagjöld við HÍ 40-50 þúsund á nemanda á ári - ef skólinn ætti að bæta sér upp fjár- vöntun með hækkun skólagjalda GERA má ráð fyrir að skólagjöld við Háskóla íslands þyrftu að vera á bilinu 40 til 50 þúsund á hvern nemanda á næsta ári ef þau ættu að koma í stað þeirra fjármuna sem háskólaráð telur að vanti á fjárlögum til reksturs skólans, að því er fram kom í samtali við Sveinbjörn Björnsson, háskólarektor. í ályktun háskólaráðs kemur fram að fjárveiting á fjárlögum næsta árs sé 253 milljónum lægri en hún þyrfti að vera til að standa undir óbreyttri þjónustu við áætlaðan nemendafjölda. í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að 90 milljóna verði aflað með skólagjöldum, auk þess sem heimilt er að skila 36 milljónum til baka til skólans af þeim niðurskurði sem áætlaður er á launum og rekstrar- gjöldum. Eftir stæðu 127 milljónir og skólagjöldin þyi-ftu að hækka sem því næmi og yrðu því samtals að upphæð 217 milljónir að viðbættum níu milljónum eða 2 þúsund krónum af hvetjum nemanda sem skólinn hefði innheimt undanfarin ár. Nem- endur í skólanum væru nú 5.200, en í áætlunum hefði verið gert ráð fyr- ir fimm þúsund. Skólagjöldin yrðu því á bilinu 40-50 þúsund, en erfitt væri að áætla þau með nákvæmi þar sem svona há skólagjöld yrðu vænt- anlega til að fækka nemendum. Þó rekstrakostnaður myndi lækka vegna færri nemenda, þá yrði það ekki í hlutfalli við fækkun nemenda og því myndu þeir sem eftir væru líklega þurfa að greiða eitthvað hærri skólagjöld. „Það er ekkert óhugsandi að mönnum detti í hug þessi leið, en þá er einmitt að staðfestast sá ótti okkar, sem er ástæðan fyrir því að við höfum talið hættulegt að fara inn á þá braut að taka skólagjöld, að menn myndu freistast til að hækka þau þegar illa áraði og lækka fjár- veitingar á móti, þannig að þau myndu fljótlega síga upp á við,“ sagði Sveinbjörn. Hann benti á að það væri þá ekki einu sinni á fyrsta árinu sem staðið væri við fyrstu hugmynd um töku skólagjalda til að brúa bilið, heldur væru þau strax aukin til þess að ná endum saman. „Ef skólagjöldin fara að skipta nemandann einhveiju ijár- hagslegu máli erum við komnir í þá stöðu að velja nemendur inn í skól- ann eftir efnahag en ekki eftir náms- getu og okkar stefna er sú að við eigum frekar að reyna að bæta sam- ræmi á stúdentsprófi, þannig að ef við þurfum að velja milli nemenda getum við gert það eftir árangri á stúdentsprófi," sagði Sveinbjörn ennfremur. Háskóli íslands. Frá slysstað á Suðurlandsvegi. Morgunblaðið/Júlíus Fjórir slösuðust á Suðurlandsvegi FJÓRIR slösuðust í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi, skammt frá Litlu kaffistofunni í hádeginu í gær. Ökumaður sendibíls á leið aust- ur yfír fjall missti vald á bíl sínum sem rann yfir á öfugan vegarheim- ing og hafnaði á fólksbíl á leið til Reykjavíkur. Fernt var flutt á slysasdeild, ýmist með sjúkrabíl eða lögreglu- bíl, en meiðsli voru ekki talin lífs- hættuleg, að sögn lögreglu. Alþýðusamband Islands: Skattleysismörk lækka að raungildi um áramót Alþýðusamband íslands gagnrýnir að persónuafsláttur, og þar með skattleysismörk, eigi ekki að hækka um áramótin í takt við 3,4% hækkun lánskjaravísitölu siðustu sex mánuði ársins. Samkvæmt þeirri viðmiðun ætti persónuafslátturinn að hækka um 813 krónur um ára- mótin, og skattleysismörkin úr 60.121 krónu á mánuði í 62.164 krón- ur. I stjórnarfrumvarpi um tekju- og eignarskatt er gert ráð fyrir að upphæð persónuafsláttar sé óbreytt. „Ef skattafrádrátturinn hefði hækkað eins og venjulega um ára- mótin samkvæmt lánskjaravísitöku myndi skattbyrðin lækka við það. Og þetta skýtur skökku við eftir alla þá umræðu sem átt hefur sér stað um skattleysismörkin á þessu ári. Þar hafa verið í gangi ýmis boð og yfirboð, ekki síst hjá núverandi stjórnarflokkum, en þeir lofuðu því fyrir kosningar að hækka skattleys- ismörkin. Nú eru þau mörk hins vegar lækkuð að raungildi um rúm- lega 2.000 krónur miðað við núgild- andi verðlag,“ sagði Gylfí Arn- björnsson hagfræðingur hjá Alþýðu- sambandi íslands. Vinnuveitendur vara við skatt- lagningu arðgreiðslna af hlutafé FRAMKVÆMDASTJÓRN Vinnuveitendasambands íslands varar í ályktun, sem hún samþykkti síðastliðinn mánudag, alvarlega við ákvæð- um frumvarps til laga um tekju- og eignaskatt, sem miðar að sér- stakri skattlagningu arðgreiðslna af hlutafé. Telur stjórnin að sam- þykkt þessara ákvæða yrði hörmuleg mistök, sem fæli í sér grófa aðför að atvinnurekstri og þeim þúsundum einstaklinga, sem á liðnum árum hafa fest fé í fyrirtækjum. Vinnuveitendur segja, að í athuga- semdum með frumvarpinu sé látið að því liggja, að um sé að ræða sam- ræmingu skattlagningar við það sem tíðkist í öðrum löndum. Vinnuveit- Við sama vandamálið að etja alls staðar í skólakerfinu - segir Olafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, um ályktun háskólaráðs vegna fjárveitinga til skólans „Mér þykir náttúrlega heldur verra að fá svona ályktun frá háskólar- áði rétt fyrir lokaafgreiðslu fjárlaga. Þetta er ekkert sem hefur átt að koma háskólamönnum á óvart,“ sagði Ólafur G. Einarsson, menntamála- ráðherra, aðspurður um ályktun háskólaráðs, þar sem kemur fram að ef svo fari sem horfi varðandi fjárveitingar verði ekki hægt að taka nýnemendur inn í skólann á hausti komanda. „Það er öllum ljóst og ekki síst mér að það er mjög ijarri því að það hafi verið hægt að verða við óskum Háskólans um íjárframlög og mér er jafnljóst að þetta setur þá í mikinn vanda. Án þess að það bæti nokkuð stöðu skólans þá hlýt ég að segja að það er við sama vandamálið að etja alls staðar í skólakerfínu og við höfum ekki í menntamálaráðuneytinu frem- ur en þeir í Háskólanum séð fyrir endann á því hvemig við leysum vand- amál hvort heldur er grunnskólans eða framhaldsskólans miðað við þann niðurskurð sem okkur er ætlaður við lokaafgreiðslu fjárlaga, en þar höfum við fengið viðbótarniðurskurð," sagði Ólafur. Hann sagðist auðvitað vonast tit þess að það þyrfti ekki að koma til þess sem háskólaráð teldi einu leiðina að loka á inntöku nýrra stúdenta. Það væri auðvitað mjög alvarlegt og hann hlyti að treysta á að það fyndust Alþingi tryggi fjárveitingar til HI MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi ályktun frá BHMR: „Framkvæmdastjórn Bandalags háskólamanna lýsir þungum áhyggj- um vegna tillagna í fjárlagafrum- varpi um fjárveitingar til Háskóla Islands. Fari svo að fjárveitingar til skólans verði svo naumar að ekki verði hægt að taka inn nýnema næsta haust er um að ræða slys sem ekki á að geta átt sér stað í siðmennt- uðu samfélagi og allra síst þegar blásiö- er til harðnandi samkeppni um menntað vinnuafl í ríkjasam- steypum í Evrópu. Á undanförnum árum hafa ijárveitingar til Háskóla Islands lækkað að raungildi á hvern nemanda og eru mun lægri en í nágrannalöndum okkar. Framkvæmdastjórn Bandalags háskólamanna krefst þess að Alþingi tryggi Háskóla íslands fjárveitingar sem nægja til þess að skólinn geti valdið því hlutverki sem honum er ætlað samkvæmt lögum.“ aðrar leiðir. Hann gæti ekki svarað því nú hvort við lokaafgreiðslu Ijár- laga fengist fé til viðbótar, en nú ynnu fulltrúar menntamálaráðuneytis og Háskólans að því að fara yfir þær tölur sem um væri að ræða, því þar hefði ekki verið samræmi. Hann myndi í framhaldi af því ræða við fjármálaráðherra og fjárlaganefnd sérstaklega. „Með takmörkuð fjárráð stöndum við frammi fyrir þeim vanda að raða hlutum í forgangsröð og þó við gerum það er hvergi hægt að verða við öllum óskum,“ sagði Ólafur. Þess væri hins vegar að gæta að Háskólinn hefði hagrætt í rekstri og þeir tekið við mikilli fjölgun nemenda án þess að fá hækkun á fjárframlögum í sam- ræmi við það. Hann hlyti að ætla að þeir geti fundið leiðir og skólagjöld væru ein af þeim, sem gert væri ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Talsmenn Háskólans hefðu hins vegar lýst því yfir að þeir myndu ekki fara þá leið nema tilneyddir og hann gerði ráð fyrir að sú staða væri uppi núna. Hann bætti því við að þó fyrri fjár- málaráðherra hefði gert tilraun til að fjármagna rekstur skólans af happ- drættisfé hans, þá væri hann ekki með tillögur um það. Fé happdrættis- ins ætti að standa undir stofnkostnað- arframkvæmdum og sér sýndist það fullt viðfangsefni fyrir happadrættið. endasambandið sé því mjög fylgjandi að skattlagning atvinnurekstrar hér sé samræmd því sem algengast sé í Evrópu, en kveðst vera mótfallið samræmingu, sem aðeins felist í íþyngjandi atriðum. Sérstaða skatt- kerfisins hér sé ekki að arðgreiðslur séu að ákveðnu marki undanþegnar skatti heldur því, að Ijármagnstekjur almennt séu það. Skattahlutföll hér- lendis séu einnig hærri en víðast gerist. Það þekkist heldur ekki, að arður af hlutafé sé skattlagður þyngra en vaxtatekjur. í ályktun VSÍ segir: „Nú bregður svo við, að ný ríkisstjórn leggur til, að þessi takmarkaða heimild til að telja arðgreiðslur af hlutafé til rekstrargjalda verði felld niður með öllu. Með þeim hætti væri hlutafé enn sett skör lægra en lánsfé, því arðgreiðslur skattleggðust því í raun sem skatthlutfall fyrirtækja, 45% meðan vextir af lánsfé eru me'ð öllu skattfijálsir. Lánsfé verður þannig ódýrari kostur en hlutafé og áhugi fyrirtækja á þessari ijármögnunar- leið hlýtur að dofna verulega.“ Þá segir í ályktuninni: „Loks er til þess að líta, að 45% skattlagning arðs af fyrirtækjum án samsvarandi skattlagningar vaxta, leiðir til þess, að stofnanafjárfestar á borð við líf- eyrissjóði, munu hér eftir algerlega sneiða hjá ijárfestingum í hlutabréf- um, því ávöxtun þeirra getur að þess- ari breytingu gerðri aldrei staðist samanburð við skattlausar vaxta- tekjur. Von manna um vaxandi þátt- töku lífeyrissjóða í fjármögnun at- vinnurekstrarins væri þannig að engu gerð. Að öllu samanlögðu telur fram- kvæmdastjórnin umrædda tiliögu hættulega aðför að tilraun undan- genginna ára til að þróa hér eigin- ijármögnun hlutafélaga á almennum markaði og undarlegt framlag til hugmynda ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu opinbers rekstrar í hlutafélagsformi. Raunar má full- yrða, að samþykkt tillögunnar geti upprætt þessa möguleika, ef allt fer á versta veg. Sú aðgerð til skattlagn- ingar arðs í fyrirtækjum leiðir auk þess til margsköttunar arðsins þegar um milligöngu hlutabréfasjóða er að ræða og gæti í þeim tilvikum leitt til þess að allur arðurinn lendi hjá ríkissjóði. Lokaorð ályktunar VSÍ eru svo- hljóðandi: „Vinnuveitendasambandið varar því alvarlega við samþykkt þessarar tillögu og lítur á hana sem ógrundaða atlögu að atvinnurekstri — mistök sem ekki megi eiga sér stað.“ Orkusáttmáli Evrópu undirritaður í gær: Mun auðvelda útflutn- ing raforku frá Islandi - sagði Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra JÓN Sigurðsson iðnaðarráðherra ritaði í gær undir yfirlýsingu um Orkusáttmála Evrópu ásamt fulltrúum 45 ríkja og ríkjasamtaka, þar á meðal öll 15 lýðveldin sem áður mynduðu Sovétríkin, önnur ríki Austur-Evrópu, Astalía, Norður-Ameríka, Japan og Kanada. Sáttmál- anuin er ætlað að auka stöðugleika á orkumörkuðum heims, og til að mynda mótvægi við OPEC olíusöluríkin, þar sem stjórnmálaástand er víða ótryggt. í frétt frá iðnaðarráðuneytinu kemur fram, að meginmarkmiðin með gerð sáttmálans eru að efla öryggi í framboði orku, bæta nýtni í vinnslu, flutningi, dreifingu og notkun orku, jafnframt sem dregið verði sem mest úr umhverfisvanda. Á grundveili fullveldis ríkja og full- veldisréttar þeirra yfir orkulindum sínum og í anda samvinnu, takist þeir sem undirrita samninginn á hendur að stuðla að því að skilvirkur orkumarkaður geti þróast um alla Evrópu. Samstarfið sé byggt á jafn- ræði, verðmyndun á markaðsgrund- velli og umhyggju fyrir umhverfinu. Aðildarríkin muni halda því grund- vallarskipulagi í sínum orkubúskap sem þau kjósi innan ramma sáttmál- í yfirlýsingu, sem Jón Sigurðsson gaf fyrir hönd ríkisstjórnar íslands, við undirritun orkusáttmálans í Haag í Hollandi í gær, lagði hann áherslu á að fullveldi ríkja og fullveldisréttur þeirra yfir eigin orkulindum væri grundvöllur hvers konar samvinnu milli landa á sviði orkumála. Þá lagði hann einnig áherslu á að bestukjara- meðferð skuli gilda í samskiptum aðildarríkjanna. Jón sagði að þessi tvö meginatriði væru mjög mikilvæg fyrir Islendinga vegna smæðar hag- kerfisins og vegna þess að þeir hefðu aðeins nýtt lítinn hluta orkulindanna. Og samþykkt sáttmálans myndi auð- velda beinan útflutning raforku frá Islandi til meginlands Evrópu í fram- tíðinni, en af slíkum útflutningi gæti verið hagur, bæði ijárhagslega og til umhverfisbóta. í athugasemd frá ijármálaráðu- neytinu af þessu tilefni kemur fram, að samkvæmt forsendum ijárlaga- frumvarpsins héfði verið gengið út frá þeirri meginviðmiðun að skatt- byrði tekjuskatts héldist óbreytt milli áranna 1991 og 1992, þ.e. að skattleysismörkin hækkuðu jafnm- ikið og laun milli áranna. Þetta markmið náist með því að halda persónuafslættinum óbreyttum nú um áramótin en þessi afsláttur hafi hækkað um 4,8% í júlí sl. og hækki síðan sjálfvirkt aftur um 1,2% um mitt næsta ár, miðað við spá um verðlagsþróun. Samkvæmt þessu sé talið að skattleysismörkin hækki um tæplega 3% miili áranna 1991 og 1992, heldur meira en laun sam- kvæmt forsendum íjárlaga.- Samkvæmt núgildandi lögum hækka upphæðir nokkurra afslátt- arliða eins og persónuafsláttar, bamabóta og húsnæðisbóta í takt við lánskjaravísitölu um mitt árið en ákvörðun fyrir fyrri hluta hvers árs sé tekin í tengslum við fjárlaga- frumvarp í samræmi við skattvísi- tölu. Þessar upphæðir hafa samt sem áður oftast hækkað um áramót að hækka nú um 3,4%. í takt við lánskjaravísitölu en í nokk- ur skipti hefur staðgreiðsluskattpró- sentan verið hækkuð um leið. BSRB mót- mælir lækk- un skatt- leysismarka BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja mótmælir því að skattleysis- mörk skuli Iækkuð að raungildi um áramót. Segir bandalagið að þetta stríði gegn loforðum um hið gagnstæða. í frétt frá bandalaginu segir, að ef verði af ákvörðun stjórnvalda að hækka ekki persónuafslátt hinn 1. janúar næstkomandi í samræmi við hækkun lánskjaravísitölu, muni það fela í sér lækkun skattleysismarka og þar með skattahækkun. Persónu- afsláttur hefur verið hækkaður tvi- svar á ári og hafa samtök launafólks jafnan lagt áherslu á, að lágmarks- krafa sé að hann hækki í samræmi við verðlag. Samkvæmt hækkun lán- skjaravísitölu ætti persónuafsláttur Félag íslenskra náttúrufræðinga: Allsheijaratkvæða- greiðsla um verkföll FELAGSFUNDUR Félags ís- lenskra náttúrufræðinga hefur veitt sljórn félagsins hcimild til allshcrjaratkvæðagreiðslu um tímabundin verkföll í janúar og febrúar á næsta ári. Guðrún Sverrisdóttir, formaður kjara- ráðs FIN, kvaðst fullviss af und- irtektum fundarins að dæma að félagsmenn kysu að fara í verk- föll. Félag íslenskra náttúrufræðinga er fyrsta stéttarfélagið innan BHMR sem boðar til allsherjaratkvæða- greiðslu um verkfallsaðgerðir. Heim- ildin var samþykkt með miklum meirihluta á félagsfundi FÍN síðastl- iðinn mánudag. Guðrún sagði að undirbúningur fyrir atkvæðagreiðsl- una hæfist nú þegar og niðurstöður myndu liggja fyrir einhvern tíma upp úr áramótum. „Skammtímaverkföll gera ekki mikið annað en að vekja athygli á að okkur er alvara. Þau skapa ekki alvarlegan þrýsting, til þess þurfa verkföll að vera lengri. Við vonum að þetta dugi tii þess að það verði farið að tala við okkur,“ sagði Guðrún. Verkföll náttúrufræðinga munu koma niður á fjölmörgum stofnunum ríkisins, eins og t.a.m. á sjúkrahús- um, Hafrannsóknarstofnun og Orku- stofnun. Guðrún sagði að ætlunin væri að fara út í stigmagnandi að- gerðir. Hún sagði að hinar ýmsu aðgerðir hefðu verið ræddar á fundum FÍN, einkum sem miðuðu að því að staðið yrði við þann samning sem kann að verða gerður. Á fundinum á mánu- dag var fjallað um árangur verkfalla og sagði Guðrún að menn hefðu bitra reynslu af þeirn. „í rauninni hafa menn verri reynsiu af því hvort stað- ið er við gerða samninga en við erum sammála um að verkföll gefi í sjálfu sér talsvert. Hins vegar gefa þau ekkert í aðra hönd ef þau eru tekin af á eftir. Við höfum mestar áhyggj- ur af því að viðsemjandinn skuli ekki virða gerða samninga. Við trú- um því ekki að þetta verði regla og treystum því að það verði undantekn- ing,“ sagði Guðrún. -♦-♦.♦■ Rólegt í verk- fallsvörslu VERKFALL Dagsbrúnarmanna sem vinna við losun og lestun og í pakkhúsum skipafélaganna hef- ur gengið vel fyrir sig, að sögn Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns Dagsbrúnar: „Við vor- um með marga í vörslunni í morg- un en fækkuðum þeim fljótt. Þetta hefur gengið rólega fyrir sig,“ sagði hann. Frá skipaútgerðunum er sömu sögu að segja. Hjá Eimskipafélaginu, Samskipum og Ríkisskipum hefur verkfallið verið haldið, og viðskipta- vinir almennt orðið fyrir litlum skakkaföllum því tekist hafði að af- greiða síðustu ferðir fyrir jól áður en verkfallið hófst og flestir hefðu þegar fengið vörurnar í hús. Að sögn Guðmundar komu upp nokkur tilfelli hjá Samskipum í morgun, en þau hafi öll verið á mis- skilningi byggð. Öllum hafi verið synjað um aðgang að vöruhúsum, og það hafi verið virt. Hvað varðar mjólkurverkfailið sem aflýst var í fyrradag kvaðst Guðmundur vongóður um að samn- ingar við ófaglærða, sem sums stað- ar er ólokið, verði leiddir til lykta innan skamms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.