Morgunblaðið - 18.12.1991, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 18.12.1991, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991 ^ ^ ) MITSUBISHI / \ SJÓNVARPSTÆKI 25" Mono - m/textavarpi (ísl. stafir), fjarstýring. SÉRTILBOÐ: 49.950,- stgr. Munalán Afborgunarskilmálar myndlampi Vönduð verslun HUéMCO FÁKAFENI 11 - SÍMI 688005 BIAIKs Clairol Classic Setter er sett með 20 hár-hiíarúllum fyrir þœr sem viija tolla tískurini. Jólaverð aðc'ins 3.400,- eða 3.100,-stgr. Clairol Crimp and Wave er vandað fjölnota hárkrupmu og -liðajárn. Jólaverð aðetns 3.800,- eða 3.400,- stgr. Clairol Massage er vandað líkamsnuddtœki með 2 hraðastillum og 4 skiptanlegum nuddhausum. Jólaverð aðeins 2.900,- eða 2.600,- stgr. SKIPHOLT119 SÍMI29800 Clairol Curl Control er sett með 20 hár-hitarúllum sem eru með nýju lagi sem auðveldar enn tneira hárgreiðsluna. fólaverð aðeins 4.300,- eða 3.900,-stgr. Clairol Silver Sliot er Vandaður 1200W hárblásari með tveimur blásturshausum: Venjulegum haus og svo sérstökum haus sem dreifir blœstrinum og lyftir hárinu um leið. Jólaverð aðeins 2.700,- eða 2.400,- stgr. Hagræðing í heilbrigðis- kerfinu eftirÞorvald Veigar Guðmundsson Árferði er erfitt og það verður að spara og draga saman á flestum sviðum. Alþingi og ráðherrar þurfa því að taka margar erfiðar og óvin- sælar ákvarðanir þessa dagana. Ein þera er að ákveða 5% sparnað á sjúkrahúsum hér í Reykjavík, en það mun þýða um 300 milljóna króna niðurskurð á Ríkisspítölum. Við höfum setið á fundum undanf- arna daga og rætt um hagræðingu og sparnað og það mun bera nokk- urn árangur, en hvergi nærri 300 milljónum. Því marki verður ekki náð nema að draga verulega úr þjónustu. Augljóst er að fleiri þeirra sem koma bráðveikir inn á spítalann verða vistaðir á göngum, það verð- ur að fækka hjartaaðgerðum, fækka bæklunaraðgerðum og bið- listar munu lengjast og það verður að loka hjúkrunarrúmum og rúmum fyrir aldraða. En það er fleira að gerast í sjúkrahúsmálum. Fyrr á árinu fengu Ríkisspítalar stórt erlend ráð- gjafarfyrirtæki til að gera áætlun um uppbyggingu um framtíðarþró- un Landspítalans. Fyrirtækið heitir Ernst & Young það hefur hundruð manna í vinnu, sem ’/inna að ráðg- jöf um hagræðingu á sjúkrahúsum og heilbrigðismáium víða um heim. Starfsmenn Ernst & Young fengu ýmsar upplýsingar um Landspítalann, en þeir töldu það ekki nægja, þeir vildu fá að vita í hvaða umhverfi spítalinn starfaði og fengu því ýmis gögn um ísland, íslenska heilbrigðiskerfið og þar á meðal ársskýrslur Borgarspítala og Landakots. Ráðgjafarfyrirtækið skilaði skýrslu í september sl., sem gekk út á nokkuð annað en búist var við. Þeir sögðu: ... í litlu samfé- Íagi eins og ykkar er ekki rétt að hugsa um hagræðingu innan eins spítala, það á að hugsa um upp- byggmgu alls heilbrigðiskerfisins og með því næst mest hagkvæmni. Þeir litu á alla þá valkosti sem mögulegir eru um sameiningu spít- alanna þriggja í Reykjavík. Talið var t.d. að lítið ynnist við samein- ingu Landakotssþítala og Landspít- ala, en aftur á móti töldu þeir að hagkvæmasti kosturinn væri, að sameina Landspítáiann og Borgar- spítalann og það gæfi einnig mögu- leika á mestri sérhæfingu og bestu þjónustunni. Langóhagkvæmast töldu þeir að sameina Landakots- spítala og Borgarspítala og búa þannig til tvo svipað stóra spítala sem myndu vera í stöðugri sam- keppni á þessum litla markaði og lokaráðgjöf þeirra var: „Látið þið kanna hagkvæmni á sameiningu Borgarspítala og Landspítala." Þessari skýrslu var skilað í sept- ember, henni hefur verið stungið undir stól. í október var sett upp önnur nefnd, sem í voru stjórnendur Borg- arspítala og ráðuneytisfólk. Vitað var að sumir nefndarmanna voru mjög ákveðnir í því að vinna að sameiningu þessara tveggja spítala. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á föstudaginn var. Samkvæmt skýrslu nefndarinnar var hlutverk hennar „að kanna möguleika á, með hvaða hætti mætti ná fram þeim sparnaði sem fjárlagafrumvarp næsta árs gerir ráð fyrir í rekstri Borgarspítala og Landakotsspít- ala“. Því kemur niðurstaða nefndar- innar svo sannarlega á óvart, hún leggur ekki til sparnað, heldur auk- in útgjöld. Hún leggur til að Borgar- spítali og St. Jósefsspítali, Landa- koti verði sameinaðir í einn spítala. Þorvald Veigar Guðmundsson „Á sama tíma liggur fyrir álit frá einu virt- asta ráðgjafarfyrirtæki um hagræðingu í heil- brigðismálum, að sá kostur sem verið er að velja sé sá óhagkvæm- asti sem við getum val- ið. Ekki hafa heldur verið færð nein rök fyr- ir því að það liggi mjög mikið á að taka ákvörð- un í þessu máli.“ Til þess að það sé unnt er lagt til að á árinu 1992 verði teknar 400 milljónir óg lagðar í uppbyggingu, og 445 milljónir á árinu 1993. Rök- in fyrir þessu eru þó ekki sterk, því í skýrslunni segir: „Nefndin telur mögulegt að sameina rekstur Borg- arspítala og St. Jósefsspítala undir eina stjóm og líklegt að það leiði til spamaðar ef til lengri tíma er litið, og aukinnar skilvirkni í þjón- ustu.“ Málið stendur því þannig, að það á að spara í þjónustu í sjúkrahúsunum í Reykjavík, sem kemur niður á mjög mörgum, og leggja það fé í uppbyggingu til þess að sameina Borgarspítalann og Landakotsspítala, sem „líklega get- ur leitt til sparnaðar" eftir nokkur ár. Nefndin hefur ekki litið á aðra möguleika, því í skýrslu segir: „Nefndin hefur í starfi sínu ein- göngu lagt áherslu á aukna sam- vinnu eða sameiningu 'Borgarspít- ala og St. Jósefsspítala Landakoti, en ekki kannað hugsanlega sam- vinnu eða hugsanleg verkaskipti á milli annarra spítala á höfuðborgar- svæðinu." Á sama tíma liggur fyrir álit frá einu virtasta ráðgjafarfyrir- tæki um hagræðingu í heilbrigðis- málum, að sá kostur sem verið er að velja sé sá óhagkvæmasti sem við getum valið. Ekki hafa heldur verið færð nein rök fyrir því að það liggi mjög mikið á að taka ákvörðun í þessu máli. Það er augljóst að Alþingi ber að vinna að hagræðingu í heilbrigð- ismálum. Til að komast að skyn- samlegri niðurstöðu í þessu máli þarf tíma. Það er eðlilegt að málinu verði frestað í eitt ár og Alþingi fái aðila sem það treystir til að kanna hagkvæmni af mismunandi valkost- um sem liggja fyir í þessu máli. Höfundur er dósent í meinefnafræði við Iláskóhi íslands og formaður Læknar&ðs Landspítalans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.