Morgunblaðið - 18.12.1991, Blaðsíða 64
VÁTRYGGING
SEM BRÚAR
BILIÐ
SJOVA
RISC SYSTEM/6000
KEYRIR UNIX
FRAMTÍÐARINNAR:
IBM AIX
MORGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, FAX 691181, PÓSTIIÓLF 1565 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Þjóðhagsstofnun:
Fjárlaga-
•halliiin 4-5
milljarðar
FJÁRMÁlÆrÁÐUNEYTIÐ telur
í endanlegri tekjuáætlun vegna
fjárlagafrumvarpsins að enn
vanti 1.048 millj. kr. upp á að
tekjumarkmið frumvarpsins ná-
ist. Þjóðhagsstofnun telur áætlun
ráðuneytisins of bjartsýna og að
reikna megi með um 500 millj.
króna tekjutapi til viðbótar vegna
samdráttar í veltu á næsta ári,
að sögn Þórðar Friðjónssonar.
Fjármálaráðherra telur að enn
takist að standa við að halli ríkis-
■tu - sjóðs á næsta ári verði ekki meiri
en 4 milljarðar en skv. mati Þjóð-
hagsstofnunar er fjárlagavandinn
á bilinu 4-5 milljarðar.
Breyttar efnahagsaðstæður frá í
oktbóber leiða að mati fjármálaráðu-
neytisins til þess að áætlaðar tekjur
ríkissjóðs dragist saman um 1,7
milljarða frá því sem gert var ráð
fyrir í frumvarpinu vegna breyttra
þjóðhagshorfa á næsta ári og um
298 millj. vegna endurmats á inn-
heimtu virðisaukaskatts sem hefur
^dregist verulega saman á síðustu
^mánuðum. Á móti kemur sérstök
tekjuöflun, sem ríkisstjórnin hefur
samþykkt og er nú til meðferðar í
fjárlaganefnd Alþingis, að upphæð
950 millj. kr.
Helstu breytingar sem orðið hafa
á tekjuáætlun ijármálaráðuneytisins
fyrir næsta ár eru m.a. að tekju-
skattar einstaklinga aukist um 1.215
millj. frá því sem áætlað var í fjár-
lagafrumvarpinu í haust. Þá er gert
ráð fyrir að óbeinir skattar ríkisins
verði 76.040 milij. eða 2.232 millj.
kr. minni en gert var ráð fyrir þegar
ríkisstjórnin afgreiddi frumvarpið í
október. Þar munar mest um inn-
heimtu virðisaukaskatts, sem fjár-
málaráðuneytið gerir ráð fyrir að
'^i»‘skili 40.450 millj., sem er samdrátt-
ur upp á 2.520 millj. Hins vegar er
áætlað að innflutningsgjöld muni
aukast um 334 millj. og trygginga-
gjald um 250 millj. Áætlun um tekj-
ur af sölu ríkiseigna að upphæð um
1,3 milljarðar kr. er óbreytt frá fyrri
áætlun en skv. upplýsingum fjár-
málaráðherra er enn ófrágengið
hvernig að henni verður staðið og
því er sú áætlun háð óvissu.
Ein af rúðunum sem brotin var í Laugardalshöll í gærkvöldi.
Morgunblaðið/Þorkell
Ólæti eftir
að tónleik-
um var aflýst
NOKKUR ólæti urðu við Laugar-
dalshöll í gærkvöldi, eftir að tón-
leikum kanadíska tónlistarmanns-
ins Bryans Adams var aflýst vegna
tæknilegra örðugleika, en rafmagn
fór af Höllinni fyrr um daginn.
Tónleikunum var aflýst laust eftir
klukkan 22 í gærkvöldi, en þá höfðu
rúmlega 4.000 ungmenni beðið í allt
að þijá klukkutíma eftir að þeir hæf-
ust. Nokkrir unglinganna létu reiði
sína bitna á rúðum og gæslumönnum,
og um tíma var óttast að ólætin
breiddust út, en upp úr klukkan 23
hafði ró komist á og fólk fór til síns
heima. Að sögn lögreglu voru 4 stór-
ar rúður brotnar í Laugardalshöli og
einn var tekinn til yfirheyrslu vegna
rúðubrotanna.
Aðrir tónleikar eru fyrirhugaðir
með Bryan Adams í kvöld, og hafa
forsvarsmenn tónleikanna ákveðið að
miðarnir frá í gærkvöldi gildi einnig
á tónleikana í kvöld, en einnig er
hægt að fá þá endurgreidda eftir
helgina.
Tillögur heilbrigdisráðherra í málum Landakots og Borgarspítala:
Tlafiiar verði nýjar viðræður
nni sameiningu spítalanna
Samkomulag um rekstrarhagræðingu og hækkun framlags til St. Jósefsspítala í Hafnarfirði
SAMKOMULAG náðist í gær milli Sighvats Björgvinssonar heilbrigðis-
ráðherra og stjórnenda St. Jósefsspítala í Hafnarfirði um rekstur
spítalans á næsta ári. Þá hefur ráðherra lagt fram nýjar tillögur, sem
miða að sameiningu Landakots- og Borgarspítala á næsta ári. Hann
segist telja að þessi mál séu nú leyst, og unnið hafi verið að tillögunum
í samráði við alla hlutaðeigandi aðila.
„Samkomulagið við St. Jósefsspít-
ala gerir ráð fyrir að um verulega
hagræðingu verði að ræða, en fjár-
veiting til spítalans verði hækkuð frá
því, sem fjárlagafrumvarpið gerði
ráð fyrir, um 60 milljónir, sem er
nálega helmingur af því, sem áform-
að var að lækka útgjöld spítalans
um. „Um þetta er fulit samkomu-
lag,“ sagði Sighvatur í samtali við
Morgunblaðið. Hann sagði að hag-
ræðingin fælist í því að tekið yrði
upp nýtt rekstrarform, svokallaðar
fímm daga deildir. Þá yrði lögð auk-
in áherzla á að auka sértekjur spítal-
ans.
Sighvatur sagðist eiga von á að
í dag myndu stjórnendur og læknar
á Landakoti gefa viljayfirlýsingu um
að þeir vildu á ný hefja samstarf
við heilbrigðisráðuneytið og Borgar-
spítalann um viðræður, sem hefðu
sameiningu spítalanna að markmiði.
„Þeir hafa endurskoðað sína af-
stöðu,“ sagði Sighvatur. Um þetta
sagði Sigurður Björnsson, læknir á
Landakoti, í samtali við Morgunblað-
ið, að uppkast að viljayfirlýsingu
hefði verið rætt í gærkvöldi í hópi
fáeinna manna. Læknar á Landa-
koti væru áfram ósáttir við álit þeirr-
ar nefndar, sem fjallaði um hugsan-
lega sameiningu spítalanna, en
spurningin væri hvort hægt væri að
hefja nýjar viðræður.
Heilbrigðisráðherra segir að til-
lögur þær, sem hann hefur lagt fyr-
ir fjárlaganefnd Alþingis, geri ráð
fyrir að horfið verði frá því að Landa-
Hagræðing í mjólkuriðnaði rædd í sjömannanefnd:
-Verðmiðlun verði afnumin og
misjafnt greitt fyrir mjólkina
kotsspítali og Borgarspítali fái fé á
sama fjárlagalið, eins og gert er ráð
fyrir í fjárlagafrumvarpinu. „Þetta
miðast við að rekstarumsvif Borgar-
spítalans verði óbreytt frá því sem
var á yfirstandandi ári og ekki verði
um niðurskurð að ræða. Þar verði
um að ræða eðlilegt viðhaldsfé til
meiriháttar tækjakaupa. Það verður
hins vegar verulegur samdráttur á
framlögum til Landakotsspítala, sem
myndi að öllu óbreyttu hafa í för
með sér verulegar breytingar á
rekstri þess spítala," sagði ráðherra.
Hann sagði að 200 milljónir frá rík-
inu og 30 milljónir frá Reykjavíkur-
borg yrðu settar til hliðar, sem vænt-
anlegt framkvæmdafé, sem hann
myndi ráðstafa eftir því hvernig nið-
urstöður úr viðræðum um samruna
spítalanna yrðu. Auk þess yrði sett
í 6. grein fjárlaga ákvæði þar sem
íjármálaráðherra væri heimilt, í
samráði við heilbrigðisráðherra, að
ganga til samninga um stofnun nýs,
sameinaðs spítala. Sighvatur sagðist
eiga von á að viðræður myndu halda
áfram eftir dálítið hlé.
Ætti að leiða til lægra vöruverðs til neytenda
RÓTTÆKAR tillögur varðandi hagræðingu í mjólkuriðnaði eru nú til
umfjöllunar í sjömannanefnd, en samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins gera þær ráð fyrir að verðmiðlunarkerfi í mjólkurframleiðslu
verði afnumið og mjólkursamlögin kaupi mjólk á misjöfnu verði eftir
því í hvaða framleiðsluþætti hún fer. Gert er ráð fyrir að þetta leiði
til fækkunar mjólkursamlaga í landinu og aukinnar hagræðingar hjá
^heim sem eftir verða, en það ætti síðan að leiða til lægra vöruverðs
til neytenda.
Núverandi verðmiðlunarkerfi
tryggir öllum framleiðendum sama
verð fyrir vöru sína burt séð frá því
hvar þeir búa á landinu, en jafnað
er úr sameiginlegum verðmiðlunar-
sjóði svo að mismunandi kostnaður
við vinnslu og dreifingu komi ekki
niður á framleiðendum. Þetta fyrir-
komulag þykir hafa leitt til stöðnun-
ar í mjólkuriðnaðinum, en í skýrslu
nefndar um hagræðingu og skipulag
í mjólkuriðnaði, sem kynnt var síð-
asliðið vor, var afkastageta greinar-
innar sögð vera langt umfram þarf-
ir, og fækkun mjólkurbúa og aukin
verkaskipting milli þeirra taiin for-
senda þess að ná megi fram sparn-
aði í greininni.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er gert ráð fyrir því í þeim
tillögum sem nú eru til umijöllunar
í sjömannanefnd að mjólkursamlögin
kaupi mjólk úr sameiginlegum potti,
en á misjöfnu verði eftir því í hvaða
vöruframleiðslu hún yrði notuð. Með
þessum hætti yrði það látið ráðast
hvaða mjólkursamlög gætu stundað
framleiðslu mjólkurafurða með hag-
kvæmum hætti. Þannig yrði hvert
og eitt hinna 15 mjólkurbúa í land-
inu að meta hvort það gæti staðið
undir því verði sem greiða þyrfti
fyrir mjólkina, og þá myndi reyna á
það hvort hægt væri að auka hag-
ræðingu innan búsins eða auka sér-
hæfingu í framleiðslunni, eða hvort
skynsamlegt væri að sameinast
næsta mjólkursamlagi. í því sam-
bandi eru þó ýmsar spurningar sem
eftir á að leysa varðandi eignarhald
á mjólkurbúunum.
í tillögunum er gert ráð fyrir því
að kúabændur fengju greitt meðal-
verð fyrir mjólkina, sem ákveðið
yrði af nefnd sem samanstæði af
fulltrúum framleiðenda, afurða-
stöðva og neytenda. Talið er að þetta
fyrirkomulag myndi leiða til ein-
hverrar lækkunar á verði mjólkuraf-
urða, auk þess sem svigrúm gæfist
til að haga verðinu liverju sinni að
einhveiju leyti eftir eftirspurn á
markaðinum.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins eru líkur á því að sjömanna-
nefnd, sem skipuð er fulltrúum laun-
þega, atvinnurekenda, bænda og
stjórnvalda, skili tillögum sínum
varðandi hagræðingu í mjólkuriðn-
aðinum í byrjun næsta árs.