Morgunblaðið - 18.12.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.12.1991, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991 40 Bók um manng*erða hella Árni Hjartarson, Hallgerður Gísladóttir og Guðmundur J. Guðmunds- son. BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út ritið Manngerðir hellar á Islandi eftir Árna Hjart- arson, Guðmund J. Guðmundsson og Hallgerði Gísladóttur. Langflestir umræddra hella eru á Suðurlandi, í Árnes-, Rangár- valla- og Vestur-Skaftafellssýslum, en einnig nokkrir á Norðurlandi. Höfundar fjalla um hellana eftir sýslum og síðan hreppum, en auk meginefnis eru í bókinni myndir og uppdrættir svo og skrár um heimild- ir og heiti staða, manna og vætta. Utgefandi kynnir ritið þannig á kápu: „Blæja dulúðar hvílir yfir manngerðu sandsteinshellunum, sem víða er að finna um Suður- landsundirlendið, allt frá Ölfusi að Mýrdalssandi. Hellagerð hefur verið stunduð á íslandi frá fyrstu öldum byggðar og getið um hana í fornritum. Oft- ast eru hellarnir höggnir í sand- steinshóla og gil nálægt bæjum og töluvert er um þá í móbergi og jafn- vel harðari bergtegundum. Skoðanir hafa verið skiptar um, hvort hellarnir séu allir manngerð- ir, eða hvort sumir þeirra séu nátt- úrulegir að miklu eða öllu leyti. Á veggjum hella er að finna fang- amörk, ártöl og búmerki frá fyrri öldum auk kross galdrastafa og annarra dularfullra tákna og áletr- ana. Umdeildar kenningar hafa verið settar fram um aldur hellanna og tengsl við dvöl papa í landinu fyrir norrænt landnám. Vitað er um á annað hundrað hella sem enn standa, auk margra sem nú eru fallnir. Meðal þeirra eru elstu og sérstæðustu húsakynni á íslandi. Hér birta höfundar niðurstöður rannsókna sinna, sem hófust 1982. Auk þess er safnað saman á einn stað flestum þeim þjóðsögum, sem myndast hafa um hellana og nokkr- ar þeirra eru hér prentaðar í fyrsta sinn. í Manngerðum hellum á íslandi er fjöldi mynda og uppdrátta og þar tengjast jarðfræði, menningar- saga og arkitektúr á skemmtilegan hátt.“ Manngerðir hellar á íslandi eru 332 bls. Bókin er unnin í Prent- smiðjunni Odda. Kápu gerði Mar- grét E. Laxness, en kápúmynd er af Rútshelli undir Eyjafjöllum. ■ ÚT ER komin hjá Skálholts- útgáfunni barnabókin Þrastar- unginn Efraím eftir Lars Áke Lundberg. Höfundurinn er prest- ur í Stokkhólmi. Sr. Karl Sigur- björnsson þýddi bókjna. í bókinni eru teikningar eftir Ásdísi Sigur: þórsdóttur myndlistarmann. í kynningu útgefanda segir: „Þrast- arunginn Efraím uppgötvar heim- inn eins og barn - á óvæntan og skemmtilegan hátt. Það kemur í ljós að hann á margt ólært um heiminn og lífið; hann þarf að læra að fljúga, hann kynnist sumr- inu, jólum og páskum, hann kynn- ist því hvernig það er að vera blind- ur og hvað. það er að vera gam- all. Hann lærir líka um skírnina og um dauðann og hvernig það er þegar einhver heldur að maður sé strokleður.“ í lok hvers kafla um Efraím og systur hans, Efem- íu, er lítið minnisvers úr Biblíunni og bænarprð. Þrastarunginn Efra- ím er 64 bls. að stærð. Skerpa sá um hönnun, umbrot og filmu- vinnu, prentsmiðja DV prentaði en Félagsbókbandið Bókfell annaðist bókband. íslensk bóka- dreifing sér um dreifingu bókar- innar. ■ KOMIN er út hjá Fjölva ný bók um Dolla Dropa og kallast Jóna Axfjörð hún Dolli Dropi prílar á pýr- amídum. Jóna Axfjörð á Akur- eyri er bæði höfundur og mynd- skreytir. í kynningu Fjölva segir: „Dolli býr í Skýjaborg, en skrepp- ur í heimsóknir hingað og þangað. í fyrra heimsótti hann Reykjavík, en nú skreppur hann með flug- dreka til Egyptalands til að príla á pýramídum líkt og krakkarnir renna sér í rennibraut." Bókin um Dolla Dropa er í flokki alíslenskra ævintýrabóka sem Fjölvi gefur út í stóru broti og er litprentuð í Prentsmiðjunni Odda. ^ fBORGARSPÍTALIWW Geðdeild Staða deildarstjóra á deild 35, Arnarholti, er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. janúar 1992 eða síðar eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Guðný Anna Arn- þórsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 696355. Staða hjúkrunarfræðings á dag- og göngu- deild geðdeildar í Templarahöll er laus til umsóknar. Starfshlutfall samkomulagsatriði. Nánari upplýsingar veitir Rudolf Adolfsson, deildarstjóri, í síma 13744. Skóladagheimilið Seltjarnarnesi Matráðskona óskast um áramótin í 50% starf fyrir hádegi. Upplýsingar í síma 612340. Forstöðumaður. Aðalbókari Hér með er starf aðalbókara við embætti sýslumanns Vestur-Skaftfellinga (aðsetur Vík í Mýrdal) auglýst laust til umsóknar. Laun skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Ráðið verður í stöðuna frá 15. jan. nk. Umsóknarfrestur er til 8. janúar nk. Allar upplýsingar veitir undirritaður. SýslumaðurVestur-Skaftafellssýslu, Sigurður Gunnarsson, settur. Handflökun Óskum eftir að ráða handflakara strax. Næg vinna. Upplýsingar veittar í síma 92-16954. Eitillhf., Höfnum. HÚSNÆÐIIBOÐI Tvær íbúðir til leigu Tvær góðar, nýstandsettar búðir til leigu: 82 fm, 2ja herbergja á kr. 42.000 á mánuði. Einnig 82 fm stúdíó-íbúð á kr. 38.000 á mánuði. íbúðirnar eru á rólegum og góðum stað í Hafnafirði og afhendast í janúar 1992. Aðeins regjusamt og ábyggilegt fólk kemur til greina. Árs fyrirframgreiðsla. Möguleiki á langtímaleigu. Umsókir sendist til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „íbúð - 11079.“ íbúðtilleigu Til leigu ca 135 fm sérhæð í toppstandi á besta stað í Hlíðunum. 3 svefnherbergi, 2 stofur. Leigutími til að byrja með 1 ár. Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 23. desember merktar: „Leigutilboð - 12924“. FJÚLBRAUTASKÚLINN BREIBHOUl Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Skólaslit vérða í Fella- og Hólakirkju, Hóla- bergi 88, föstudaginn 20. desember 1991, kl. 14.00. Allir nemendur dagskóla og kvöldskóla, er lokið hafa prófum á þriggja og fjögurra ára brautum, eiga að koma þá og taka á móti prófskírteinum. Um er að ræða nemendur, er lokið hafa áföngum sjúkraliða, snyrtifræðinga, burtfararprófi tæknisviðs, sérhæfðu verslunarprófi og stúdentsprófi. Foreldrar, aðrir ættingjar, svo og velunnarar skólans, eru velkomnir á skólaslitin. Önnur prófskírteini verða afhent á skrifstofu skólans, laugardaginn 21. desember nk. kl. 10.00-12.00. Skólameistari. TIL SÖLU Ný rafstöð Til sölu Caterpillar rafstöð, 448 kW. Upplýsingar í símum 92-37421 og 92-37780. Sandgrasvöllur Breiðabliks Fyrirtæki, félög, stofnanir og starfshópar: Nýtt leigutímabil hefst 15. janúar. Athugið að panta strax. Mikil aðsókn. Tekið á móti pöntunum í síma 641990. Þingmenn Suðurlandskjördæmis Sjómannafélagið Jötunn, Vestmannaeyjum, hafnar öllum hugmyndum ríkisstjórnarinnar um skerðingu á sjómannaafslætti til þeirra manna, sem hafa atvinnutekjur sínar af sjó- mennsku. Þingmenn Suðurlandskjördæmis; við skorum á ykkur að koma í veg fyrir að tillögurnar um skerðingu á sjómannaafslætti nái fram að ganga! Við mótmælum allir! Sjómannafélagið Jötunn, Vestmannaeyjum. ATVINNA Rafverktakar Vanur rafvirki óskar eftir vinnu. Getur strax hafið störf. Upplýsingar f síma 814122. I.O.O.F. 9 = 17312188>/2 = Jv. □ GLITNIR 599112187-JÓLAF. I.O.O.F. 7= 17312188'A =J.V. Seltjarnarneskirkja Jólasamkoma í kvöld á vegum Seltjarnarneskirkju og söng- hópsins Án skilyrða. Séra Hall- dór Gröndal predikar. Bobby Arrington syngur. Jólasöngvar og fyrirbænir. RF.CLA MILSTLRISKIDDARA RMHekla 18.12. VS JM Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma ( kvöld kl. 20.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.