Morgunblaðið - 18.12.1991, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991
40
Bók um manng*erða hella
Árni Hjartarson, Hallgerður Gísladóttir og Guðmundur J. Guðmunds-
son.
BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs
hefur gefið út ritið Manngerðir
hellar á Islandi eftir Árna Hjart-
arson, Guðmund J. Guðmundsson
og Hallgerði Gísladóttur.
Langflestir umræddra hella eru
á Suðurlandi, í Árnes-, Rangár-
valla- og Vestur-Skaftafellssýslum,
en einnig nokkrir á Norðurlandi.
Höfundar fjalla um hellana eftir
sýslum og síðan hreppum, en auk
meginefnis eru í bókinni myndir og
uppdrættir svo og skrár um heimild-
ir og heiti staða, manna og vætta.
Utgefandi kynnir ritið þannig á
kápu: „Blæja dulúðar hvílir yfir
manngerðu sandsteinshellunum,
sem víða er að finna um Suður-
landsundirlendið, allt frá Ölfusi að
Mýrdalssandi.
Hellagerð hefur verið stunduð á
íslandi frá fyrstu öldum byggðar
og getið um hana í fornritum. Oft-
ast eru hellarnir höggnir í sand-
steinshóla og gil nálægt bæjum og
töluvert er um þá í móbergi og jafn-
vel harðari bergtegundum.
Skoðanir hafa verið skiptar um,
hvort hellarnir séu allir manngerð-
ir, eða hvort sumir þeirra séu nátt-
úrulegir að miklu eða öllu leyti.
Á veggjum hella er að finna fang-
amörk, ártöl og búmerki frá fyrri
öldum auk kross galdrastafa og
annarra dularfullra tákna og áletr-
ana.
Umdeildar kenningar hafa verið
settar fram um aldur hellanna og
tengsl við dvöl papa í landinu fyrir
norrænt landnám.
Vitað er um á annað hundrað
hella sem enn standa, auk margra
sem nú eru fallnir. Meðal þeirra eru
elstu og sérstæðustu húsakynni á
íslandi.
Hér birta höfundar niðurstöður
rannsókna sinna, sem hófust 1982.
Auk þess er safnað saman á einn
stað flestum þeim þjóðsögum, sem
myndast hafa um hellana og nokkr-
ar þeirra eru hér prentaðar í fyrsta
sinn.
í Manngerðum hellum á íslandi
er fjöldi mynda og uppdrátta og
þar tengjast jarðfræði, menningar-
saga og arkitektúr á skemmtilegan
hátt.“
Manngerðir hellar á íslandi eru
332 bls. Bókin er unnin í Prent-
smiðjunni Odda. Kápu gerði Mar-
grét E. Laxness, en kápúmynd er
af Rútshelli undir Eyjafjöllum.
■ ÚT ER komin hjá Skálholts-
útgáfunni barnabókin Þrastar-
unginn Efraím eftir Lars Áke
Lundberg. Höfundurinn er prest-
ur í Stokkhólmi. Sr. Karl Sigur-
björnsson þýddi bókjna. í bókinni
eru teikningar eftir Ásdísi Sigur:
þórsdóttur myndlistarmann. í
kynningu útgefanda segir: „Þrast-
arunginn Efraím uppgötvar heim-
inn eins og barn - á óvæntan og
skemmtilegan hátt. Það kemur í
ljós að hann á margt ólært um
heiminn og lífið; hann þarf að
læra að fljúga, hann kynnist sumr-
inu, jólum og páskum, hann kynn-
ist því hvernig það er að vera blind-
ur og hvað. það er að vera gam-
all. Hann lærir líka um skírnina
og um dauðann og hvernig það
er þegar einhver heldur að maður
sé strokleður.“ í lok hvers kafla
um Efraím og systur hans, Efem-
íu, er lítið minnisvers úr Biblíunni
og bænarprð. Þrastarunginn Efra-
ím er 64 bls. að stærð. Skerpa
sá um hönnun, umbrot og filmu-
vinnu, prentsmiðja DV prentaði
en Félagsbókbandið Bókfell
annaðist bókband. íslensk bóka-
dreifing sér um dreifingu bókar-
innar.
■ KOMIN er út hjá Fjölva ný
bók um Dolla Dropa og kallast
Jóna Axfjörð
hún Dolli Dropi prílar á pýr-
amídum. Jóna Axfjörð á Akur-
eyri er bæði höfundur og mynd-
skreytir. í kynningu Fjölva segir:
„Dolli býr í Skýjaborg, en skrepp-
ur í heimsóknir hingað og þangað.
í fyrra heimsótti hann Reykjavík,
en nú skreppur hann með flug-
dreka til Egyptalands til að príla
á pýramídum líkt og krakkarnir
renna sér í rennibraut." Bókin um
Dolla Dropa er í flokki alíslenskra
ævintýrabóka sem Fjölvi gefur út
í stóru broti og er litprentuð í
Prentsmiðjunni Odda. ^
fBORGARSPÍTALIWW
Geðdeild
Staða deildarstjóra á deild 35, Arnarholti,
er laus til umsóknar. Staðan veitist frá
1. janúar 1992 eða síðar eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar veitir Guðný Anna Arn-
þórsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í
síma 696355.
Staða hjúkrunarfræðings á dag- og göngu-
deild geðdeildar í Templarahöll er laus til
umsóknar. Starfshlutfall samkomulagsatriði.
Nánari upplýsingar veitir Rudolf Adolfsson,
deildarstjóri, í síma 13744.
Skóladagheimilið
Seltjarnarnesi
Matráðskona óskast um áramótin í 50%
starf fyrir hádegi.
Upplýsingar í síma 612340.
Forstöðumaður.
Aðalbókari
Hér með er starf aðalbókara við embætti
sýslumanns Vestur-Skaftfellinga (aðsetur Vík
í Mýrdal) auglýst laust til umsóknar. Laun
skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Ráðið verður í stöðuna frá 15. jan. nk.
Umsóknarfrestur er til 8. janúar nk.
Allar upplýsingar veitir undirritaður.
SýslumaðurVestur-Skaftafellssýslu,
Sigurður Gunnarsson, settur.
Handflökun
Óskum eftir að ráða handflakara strax.
Næg vinna.
Upplýsingar veittar í síma 92-16954.
Eitillhf.,
Höfnum.
HÚSNÆÐIIBOÐI
Tvær íbúðir til leigu
Tvær góðar, nýstandsettar búðir til leigu:
82 fm, 2ja herbergja á kr. 42.000 á mánuði.
Einnig 82 fm stúdíó-íbúð á kr. 38.000 á
mánuði. íbúðirnar eru á rólegum og góðum
stað í Hafnafirði og afhendast í janúar 1992.
Aðeins regjusamt og ábyggilegt fólk kemur
til greina. Árs fyrirframgreiðsla.
Möguleiki á langtímaleigu.
Umsókir sendist til auglýsingadeildar Mbl.
merktar: „íbúð - 11079.“
íbúðtilleigu
Til leigu ca 135 fm sérhæð í toppstandi á
besta stað í Hlíðunum. 3 svefnherbergi,
2 stofur. Leigutími til að byrja með 1 ár.
Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl.
fyrir 23. desember merktar:
„Leigutilboð - 12924“.
FJÚLBRAUTASKÚLINN
BREIBHOUl
Frá Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti
Skólaslit vérða í Fella- og Hólakirkju, Hóla-
bergi 88, föstudaginn 20. desember 1991,
kl. 14.00.
Allir nemendur dagskóla og kvöldskóla, er
lokið hafa prófum á þriggja og fjögurra ára
brautum, eiga að koma þá og taka á móti
prófskírteinum.
Um er að ræða nemendur, er lokið hafa
áföngum
sjúkraliða,
snyrtifræðinga,
burtfararprófi tæknisviðs,
sérhæfðu verslunarprófi og
stúdentsprófi.
Foreldrar, aðrir ættingjar, svo og velunnarar
skólans, eru velkomnir á skólaslitin.
Önnur prófskírteini verða afhent á skrifstofu
skólans, laugardaginn 21. desember nk.
kl. 10.00-12.00.
Skólameistari.
TIL SÖLU
Ný rafstöð
Til sölu Caterpillar rafstöð, 448 kW.
Upplýsingar í símum 92-37421 og 92-37780.
Sandgrasvöllur
Breiðabliks
Fyrirtæki, félög, stofnanir og starfshópar:
Nýtt leigutímabil hefst 15. janúar.
Athugið að panta strax. Mikil aðsókn.
Tekið á móti pöntunum í síma 641990.
Þingmenn
Suðurlandskjördæmis
Sjómannafélagið Jötunn, Vestmannaeyjum,
hafnar öllum hugmyndum ríkisstjórnarinnar
um skerðingu á sjómannaafslætti til þeirra
manna, sem hafa atvinnutekjur sínar af sjó-
mennsku.
Þingmenn Suðurlandskjördæmis; við skorum
á ykkur að koma í veg fyrir að tillögurnar um
skerðingu á sjómannaafslætti nái fram að
ganga! Við mótmælum allir!
Sjómannafélagið Jötunn,
Vestmannaeyjum.
ATVINNA
Rafverktakar
Vanur rafvirki óskar eftir vinnu.
Getur strax hafið störf.
Upplýsingar f síma 814122.
I.O.O.F. 9 = 17312188>/2 = Jv.
□ GLITNIR 599112187-JÓLAF.
I.O.O.F. 7= 17312188'A =J.V.
Seltjarnarneskirkja
Jólasamkoma í kvöld á vegum
Seltjarnarneskirkju og söng-
hópsins Án skilyrða. Séra Hall-
dór Gröndal predikar. Bobby
Arrington syngur. Jólasöngvar
og fyrirbænir.
RF.CLA MILSTLRISKIDDARA
RMHekla
18.12. VS JM
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma ( kvöld
kl. 20.00.