Morgunblaðið - 18.12.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.12.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991 Jöfnunargj aldið verði framlengt — Nauðsyn brýtur lög segir utanríkisráðherra Frumvarp um framlengingu á jöfnunargjaidi var til umræðu í gær. Gjaldið hefur verið lagt siðan 1978 á innfluttar vörur til að jafna upp aðstöðumun og óhagræði sem innlendir framleiðendur urðu að þola vegna mismunar á álagningu söluskatts og virðisauka- skatts. Þetta gjald hefur verið mjög umdeilt, sérstaklega eftir að virðisaukaskattur var upptekinn í ársbyrjun 1990. Það er ekki ann- að að heyra í umræðum í gær en að þingmenn hafi tekið nokkrum sinnaskiptum. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði að nauðsyn bryti lög. Olafur Ragnar Grímsson (Ab-Rn) og fyrrum fjár- málaráðherra var einna helst á því að álagning þessa gjalds orkaði nokkuð tvímælis. Friðrik Sophusson núverandi fjármálaráðherra hefur barist gegn þessu gjaldi utan þings og innan. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra mælti fyrir frumvarpinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að framlengja jöfnunargjaldið fram á mitt næsta ár. Þessu gjaldi er ætl- að að afla ríkissjóði. 350 milljóna króna tekna. Friðrik hafði ekki mörg orð um þetta frumvarp, hann lagði til að þessu máli sem væri einfalt og auðskilið yrði vísað til efnahags- og viðskiptanefndar. Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýndu mjög hvernig ríkis- stjórn stæði að afgreiðslu ijárlaga og meðfylgjandi tekjufrumvarpa. Ríkisstjómin virtist ekki hafa talað við nokkurn mann um nokkurn hlut. Halldóri Ásgrímssyni (F-Al) var ljóst að fjárlagavandinn væri mikil en ríkisstjórnin gæti aldrei leyst hann nema í bærilegu sam- komulagi m.a. við aðila vinnu- markaðarins. En nú virtust allir koma af fjöllum og mótmæla harð- lega. Halldór greindi t.a.m. frá því að fulltrúar Vinnuveitendasam- bands íslands hefðu haft uppi stór orð á fundi með efnahags- og við- skiptanefnd um morguninn, s.s. að enginn stæðist slíka skatt- heimtu nema eiturlyfjasalar. Einn- ig var minnt á það að Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands hefur ritað Stuttar' þingfréttir: y; efnahags- og viðskiptanefnd bréf og væri þar hótað málaferlum. Stjórnarandstæðingar minntu á það að Sjálfstæðismenn hefðu mjög barist gegn þessu gjaldi í tíð fyrri ríkisstjórnar. Olafur Ragnar Grímsson (Ab-Rn) sagði Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráð- herra hafa verið mjög andstæðan þessu jöfnunargjaldi og fært fyrir því nokkur rök að gjaldið bryti í bága við alþjóðasamninga og skuldbyndingar. Ólafi þótti mjög á skorta að orð skyldu standa. Það kom einnig fram í orðræðu Ólafs Ragnars að hann hefði alltaf verið fylgjandi jöfnunargjaldi en hann hefði tekið Jón Baldvin Hannibals- son alvarlega áður en hann gæti tekið afstöðu til þessa máls núna yrði hann að fá skýringar frá utan- ríkisráðherra. Væru orð hans markleysa? Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) taldi að aðstæður sem réttlættu þetta gjald væru ekki lengur til staðar. Jóni Baldvini Hannibalssyni utanríkisráðherra sýndist líðan Ólafs Ragnars Grímssonar fyiTum fjármálaráðherra vera svipuð líðan gamanleikara sem horfði nú uppá það að annar hefði stolið frá honum rullunni. Ráðherrann sagði að Ólafur Ragnar og Halldór Ás- grímsson fyrrum sjávarútvegsráð- herra hefðu verið einlægir og ódeigir baráttumenn fyrir jöfnun- argjaldinu á fyrri tíð. Utanríkisráð- herra var engin launung á því að honum væri ekkert fagnaðarefni að verða una þessu gjaldi lengri lífdaga, en nauðsyn bryti lög. Það væri nauðsynlegt að skila trúverð- ugu ijárlagafrumvarpi. Nýr fjárlagavandi? Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-Rn) hvatti ríkisstjórnina til að taka sér hlé og skoða stöðu sinna mála, sérstaklega fjármálin, m.a. taka upp fjárlagafrumvarpið. Þjóð- hagsspáin sem núna væri að koma sýndi stórkostlegt tekjutap miðað við forsendur fjárlaga, innheimtu- tölur fyrir virðisaukaskattinn í nóv- embermánuði sýndu einn milljarð í mínus frá upphaflegri áætlun. Eins og fjárlagafrumvarpið stæði núna fyrir 3. umræðu miðað við endurskoðaða tekjuspá, í ljósi nýrra upplýsinga frá Þjóðhags- stofnun og fjármálaráðuneyti, og miðað við það sem væri að gerast á þeirri hliðinni sem sneri að út- gjöldum; væri Ijóst að fjárlaga- frumvarpið stefndi í 7-8 milljarða halla á nýjan leik. Nú væri sýnt af tekjuspá Þjóðhagsstofnun að tekjur ríkissjóð yrðu 1-2 milljörð- um lægri en ætlað hefði verið við 2. umræðu. Nú hefði frumvarpinu um skattlagningu innlánsstofnana verið frestað fram yfir áramót og líklegt væri að 100-200 milljónir myndu fara út úr tekjuöflunar- frumvörpunum. Gjaldamegin hefði það gerst að „Össur Skarphéðins- son og félagar" hrósuðu sigri í skólagjaldamálinu, sjúkrahúsmálin og heilbrigðismálin væru öll uppi í lofti. Ólafi Ragnari reiknaðist að þótt einungis væri miðað við þegar teknar ákvarðanir væri ljóst að vantaði 500-1.000 milljónir. Fjár- lagavandi ríkisstjórnarinnar milli 2. og 3. umræðu væri um^3.500 milljónir. Friðrik Sophusson Steingrímur J. Sigfússyni (Ab-Ne) sagði að efnisleg rök fyrir álagningu þessa gjalds hefðu farið dvínandi á síðustu árum en hins vegar væri fullkomlega réttlætan- legt að huga að sértækari jöfnunargjöldum á innfluttar vörur sem nytu styrkja og niðurgreiðslna í framleiðslulandi. Það var á Hall- dóri Ásgrímssyni (F-Al) að skilja' að innlendir framleiðendur byggju við margháttað óhagræði og fjár- hagstjón vegna skattastefnu ríkis- stjórnarinnar og væru ýmsir skatt- ar verri en jöfnunargjaldið. Halldór taldi íhugunarefni hvort ekki ætti að halda þessu gjaldi út árið 1992. í lok þessarar umræðu í gær þakkaði Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra víðtækan stuðning við þetta jöfnunargjald. En ráð- herra lét þess getið í leiðinni að hann yrði að hryggja áköfustu stuðningsmennina með þeirri áminningu að það yrði ekki lagt lengur á en næstu sex mánuði. Margir stuðningsmenn ríkisstjórn- arinnar væru áhugamenn um að leggja þetta gjald niður. Máli þessu var vísað til annarrar umræðu og efnahags- og við- skiptanefndar. MMAQ Síldarverksmiðjur ríkisins hf. Utanríkisráðherra í umræðum um EES: • Stuttar þirigfréttir: Lög frá Alþingi Síðastliðinn laugardag sam- þykkti Alþingi með 38 samhljóða atkvæðum sem lög fnimvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna aðskilnaðar dómsvalds og um- boðsvalds í héraði. Einnig var samþykkt sem lög frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar. 46. einstaklingar munu öðlast íslenskan ríkisborgararétt þegar forseti ís- lands hefur staðfest lögin. Enn- fremur var samþykkt sem ályktun Aþingis heimild handa ríkisstjórn- inni að fullgilda fyrir íslands hönd saming um hefðbundinn herafla í Evrópu. Samningurinn er um takmörkun vígbúnaðar á sviði hefð- bundinna vopna og var undirritaður í París 19. nóvember 1990. Síðastliðinn föstudag voru sam- þykkt sem lög frumvarp um nauð- ungarsölu og frumvarp um sér- stakan skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. í gær var laga- frumvarp samþykkt um Verðjöfn- unarsjóð sjávarútvegsins, nú er í lög fest að inngreiðslur í sjóðinn verða ekki á tímabilinu 1. janúar 1992 til 31. ágúst 1992. Fyrstu lögin sem Alþingi afgreiddi á þessu ári voru fjáraukalög fyrir árið 1991 en þau voru samþykkt 2. desember. Vaxtabætur Vaxtabætur verða óbreyttar á næsta ári. Samkomulag varð í ríkis- stjórninni að draga nokkuð úr vaxtabótum en það getur ekki orðið fyrr en eftir næsta ár, þar sem ástæða er til að athuga og gaum- gæfa breytt fyrirkomulag betur og bíða með löggjöf þar til síðar. 25% hækkun á vörugjaldi Ráð hefur verið fyrir því gert samkvæmt fjárlagafrumvarpi að afla Hafnabótasjóði 125 milljóna króna tekna m_eð hækkunum á hafnargjöldum. í gær var nánari útfærsla á þessum hugmyndum kynnt í efnahags- og viðskipta- nefnd. Ráð mun vera fyrir því gert að leggja 25% álag ofan á vöru- gjaldið. Aflagjaldið er því undan- þegið. Bæði þingmenn úr stuðingsliði stjómar sem og stjórnaandstöðu létu í ljós ugg og ótta við uppsöfn- unaráhrif af gjaldtöku þessari sem yki dýrtíðina. Lagt hefur verið fram stjórnar- frumvarp um stofnun hlutafélags um Sildarverksmiðjur ríkisins. Frumvarpið gerir m.a. ráð fyrir því að fastráðnir starfsmenn Síldar- verksmiðja ríkisins skulu hafa rétt til starfa hjá hinu nýja hlutafélagi við stofnun þess og skuli þeim boð- in sambærileg staða hjá félaginu og þeir gegndu áður hjá verksmiðj- unum. í athugasemdum með frumvarp- inu segir m.a. að telja verði eðlilegt að fyrirtæki eins og Síldarverk- smiðjur ríkisins sem starfi á sam- keppnismarkaði, búi við sama rekstrarfonn og samkeppnisaðil- amir. Ýmis önnur rök eru einnig tíunduð s.s. að reksturinn verði sveigjanlegri. Vilji stjóm fyrirtækis- ins ráðast í fjárfrekar framkvæmd- ir og ríkið vilji ekki ieggja fram aukið hlutafé, verði unnt að leita að nýju fjármagni með hlutafjár- aukningu og nýjum hluthöfum. „Lifi byltingin" Jón Kristjánsson (F-Al) var tmfl- aður í sínum ræðuflutningi þegar þingmaðurinn var að tala um frum- varp til fjárlaga fyrir árið 1992 síð- astliðinn fímmtudag. Um kl. 13.45 heyrðist, hátt og hvellt frá áheyr- endapöllum: „Lifi byltingin." Var þar ungur maður sem virtist vera undir annarlegum áhrifum, sum- part af völdum lyfja og sumpart af völdum áfengis. . Manninum gafst ekki færi á því að útlista nánar þau pólitísku áhrif sem hann var undir. Þingverðir fjar- lægðu snarlega þennan ræðumann af pöllunum. Tvíhliöa viðræður við EB koma ekki til greina að svo stöddu JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði í utandagskrár- umræðu um Evrópska efnahagssvæðið á Alþingi í gær að hann teldi ekki koma til greina að hverfa frá áformum um aðild að EES og taka í staðinn upp tvíhliða viðræður við Evrópubandalag- ið um útvíkkaðan viðskiptasamning. Fulltrúar stjórnarandstöðunn- ar Iýstu sig hins vegar fylgjandi því að gefa EES upp á bátinn vegna synjunar Evrópudómstólsins á samningnum og taka upp tvíhliða viðræður. Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkis- málanefndar þingsins, lýsti sig einnig fylgjandi tvíhliða viðræðum. Jón Baldvin Hannibalsson sagði, í svari við fyrirspurn Hjörleifs Gutt- ormssonar, Alþýðubandalagi, að EES-samningurinn væri hagstæður íslenzkum þjóðarhagsmunum. ís- lendingar hefðu þá sérstöðu innan Fríverzlunarbandalagsins (EFTA) að hafa langtímahagsmuni að sjón- armiði með gerð EES-samningsins. Hann sagði að ærin tvíhliða sam- skipti hefðu farið og færu fram milli íslands og EB, en ótímabært væri að hætta samfloti með EFTA- ríkjunum og fara í tvíhliða viðræður um viðskiptasamning fyrr en í ljós kæmi hvort EB gæti efnt EES- samninginn. Utanríkisráðherra svaraði því einnig hver væri staða í tvíhliða samningum við EB um sjávarút- vegsmál. Hann sagði að efnislega væri samningurinn því sem næst tilbúinn, en hann teldi þó að vegna dráttar á staðfestingu EES-samn- ingsins myndi lúkning þessa samn- ings einnig frestast. Ráðherra sagð- ist telja það fullkomlega samrýman- legt að taka að sér formennsku í EFTA um næstu áramót og gæta um leið íslenzkra hagsmuna, af því að það samrýmdist fyllilega íslenzk- um hagsmunum að ná EES-samn- ingi, sem væri EFTA í heild hag- stæður. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, taldi ólíklegt að fram næðist endurskoð- un á EES-samningnum, sem Evr- ópudómstóllinn gæti sætt sig við. Hann hafnaði jafnframt þeim kosti að ganga í Evrópubandalagið. Hins vegar sagðist þingmaðurinn ekki vilja útiloka þann kost að halda samskiptunum við EB óbreyttum Jón Baldvin Hannibalsson og auka hér í staðinn frelsi á ýms- um sviðum, til dæmis í fjármagns- pg þjónustuviðskiptum. Sá kostur íslendinga, sem Steingrímur sagð- ist helzt mæla með, var meiri áherzla á sérstakan samning við Evrópubandalagið, sem tryggði meðal annars betri stöðu íslenzks sjávarútvegs. Kristín Einarsdóttir, Kvenna- lista, sagði að komið væri í óefni í EES-samningunum og hætta bæri samflotinu við hin EFTA-ríkin, leita þess í stað eftir tvíhliða viðræðum við EB um endurbætur á fríverzlun- arsamningnum frá 1972. Hjörleifur Guttormsson, Alþýðubandalagi, sagði að tími væri kominn til að kistuleggja áformin um EES og fara í tvíhliða samninga. Eyjólfur Konráð Jónsson, Sjálf- stæðisflokki, formaður utanríkis- málanefndar, sagðist alltaf hafa bent á að enginn EES-samningur væri í höfn, aðeins væru til drög og þau léleg. Eyjólfur Konráð sagð- ist vilja tvíhliða viðræður fljótlega, en samt ekki að EES-málinu yrði lokað. „ Björn Bjarnason, Sjálfstæðis- flokki, tók undir með utanríkisráð- herra um að sú staða, sem komin væri upp í EES-samningunum, væri alfarið innra mál EB. Hann sagðist sammála því, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þingmaður Kvennalista, hefði sagt; að ef EES- samningurinn færi út um þúfur ykist þrýstingur á EB-aðild íslend- inga. Bjöm hafnaði tvíhliða viðræð- um við EB að svo stöddu og sagði að ekki ætti að hverfa frá EES- samningnum fyrr en í fulla hnefana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.