Morgunblaðið - 18.12.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991
31
Lockerbie-málið:
„Pan Am-þotan brot-
lenti af völdrnn veðurs“
- segir Gaddafi Líbýuleiðtogi
Rómaborg. Reuter.
MUAMMAR Gaddafi Líbýuleiðtogi sagði í gær að breiðþota banda-
ríska flugfélagsins Pan American hefði ekki verið sprengd í tætl-
ur á flugi yfir Lockerbie í Skotlandi í desember 1988, heldur
hefðu veðurfræðilegar aðstæður leitt til brotlendingarinnar.
„Skýrslur um tæknilegar orsak-
ir brotlendingar flugs Pan Americ-
an númer 103 sýna að það var
ekki sprengja sem grandaði flug-
vélinni heldur veðurfræðilegir
þættir,“ sagði Gaddafí í viðtali við
ítalska sjónvarpsstöð.
Hann sagði að skýrslur ótil-
greindra aðila sýndu að Boeing
breiðþotan hefði hrapað á bensín-
stöð í Lockerbie og þá fyrst
sprungið í tætlur. „Þrátt fyrir
þessa niðurstöðu gáfu rannsóknar-
nefndir sér þá niðurstöðu að þotan
hefði sprungið á flugi,“ sagði
Gaddafi.
Allir sem voru um borð í þot-
unni fórust og 11 manns í Loc-
kerbie að auki eða alls 270 manns.
Var hún í 31.000 feta hæð á leið
til New York er hún splundraðist
á flugi um hálfri stundu eftir flug-
tak á Heathrow-flugvellinum í
London. Bresk og bandarísk yfir-
völd gáfu nýlega út ákæru á hend-
ur tveimur líbýskum leyniþjón-
ustumönnum, Abdel Baset Ali
Mohamed al-Megrahi og al-Amin
Khalifa Fhimah, sem sagðir voru
bera ábyrgð á tilræðinu. Rannsókn
hefði leitt í ljós að þeim hefði tek-
ist að lauma sprengjunni, sem
grandaði þotunni, með farangri
sem sendur var til móts við Pan
Am þotuna frá Möltu. í sjónvarps-
viðtalinu vísaði Gaddafi þeirri nið-
urstöðu á bug. Líbýsk yfirvöld
hafa neitað því að framselja menn-
ina en segjast hafa hneppt þá í
stofufangelsi.
Muammar Gaddafi
Módelskóli íKína
Reuter
Hafín er starfsemi fyrsta ríkisrekna skólans fyrir tískusýningarstúlkur
í Kína. Á myndinni má sjá verðandi sýningarstúlkur læra rétta fram-
komu.
EB-ríkin viðurkenna sjálfstæði
Króatíu osr Slóveníu 15. janúar
Belgrad, Dresden, Lundúnum. Reuter.
SERBAR gagnrýndu í gær ákvörðun Evrópubandalagsins (EB) um
að viðurkenna sjálfstæði Króatíu og Slóveníu 15. janúar að því til-
skildu að lýðveldin uppfylli ákveðin skilyrði um lýðréttindi. Þýska
sljórnin kvaðst ætla að boða viðurkenningu á sjálfstæði lýðveldanna
á morgun, en hún tæki ekki gildi fyrr en 15. janúar.
„Evrópubandalagið hefur færst fyrir lausn þeirra,“ sagði Dobrosav
of mikið í fang því það ætti að veita
okkur aðstoð við að leysa vandamál
okkar í stað þess að setja skilyrði
Reuter
„Frelsið föðurlands-
vininn Honecker“
Mótmælendur úr röðum sovéskra kommúnista með rauða fána og
borða fyrir utan sendiráð Chile í Moskvu á mánudagskvöld. Á borðan-
um stendur: „Frelsið and-fasistann og föðurlandsvininn Honecker“.
Erich Honecker, fyrrverandi leiðtogi Þýska alþýðulýðveldisins sáluga,
er enn í sendiráðinu og hundsar fyrirmæli Rússlandsstjórnar um að
hafa sig úr landi. Chile neitar að taka við honum en þangað vill hann
gjarnan fara. Norður-Kórea hefur boðið honum landvist en talið er
að ósamkomulag sé um málið í rússnesku stjóminni. Þjóðveijar krefj-
ast framsals Honeckers sem gaf á sínum tíma skipun um að skotið yrði
á þá sem reyndu að flýja frá Austur-Þýskalandi.
Veizovic, aðstoðarutanríkisráðherra
Serbíu, um ákvörðun bandalagsins.
Serbar vilja halda júgóslavnesku
lýðveldunum saman í sambandsríki.
Branko Salaj, upplýsingamála-
ráðherra Króatíu, kvaðst hafa orðið
fyrir vonbrigðum með að Evrópu-
bandalagið skyldi ekki ákveða taf-
arlausa viðurkenningu. Hann bætti
þó við að betra væri að EB-ríkin
viðurkenndu sjálfstæði lýðveldanna
í sameiningu fremur en að einstök
ríki gerðu það.
Utanríkisráðherlar EB-ríkjanna
komust í fyrrinótt að samkomulagi
um að viðurkenna sjálfstæði þeirra
júgóslavnesku lýðvelda, sem þess
óskuðu og lofuðu að tryggja mann-
réttindi, réttindi þjóðemisminni-
hluta og lýðræði. Þýska stjórnin
hafði beitt sér fyrir tafarlausri við-
urkenningu og um tíma virtist sem
klofningur væri í uppsiglingu innan
bandalagsins vegna þessa máls.
Utanríkisráðherrarnir náðu þó mál-
amiðlunarsamkomulagi og Hans-
Dietrich Genscher, utanríkisráð-
herra Þýskalands, sagði að þýska
stjórnin myndi boða viðurkenningu
á morgun, fimmtudag, en liún tæki
ekki gildi fyrr en 15. janúar. Helm-
ut Kohl, kanslari Þýskalands, sagði
í gær að niðurstaða ráðherrafund-
arins væri mikill sigur fyrir þýsku
stjórnina.
Carrington lávarður, sem hefur
reynt að miðla málum í Júgóslavíu
á vegum Evrópubandalagsins,
kvaðst telja að Króatar myndu upp-
fylla skilyrði bandalagsins en efaðist
um að ákvörðun ráðherranna myndi
stuðla að friði í Króatíu. Margir
stjórnarerindrekar í Júgóslavíu ótt-
ast að viðurkenning á sjálfstæði
Króatíu og Slóveníu kalli á hörð
viðbrögð Serba; leiða til enn harðari
bardaga í Króatíu og skapa hættu
á stríði í nágrannalýðveldinu Bos-
níu-Herzegovínu.
Serbar gerðu í gær stórskotaliðs-
árás á bæinn Osijek í austurhluta
Króatíu og króatískir þjóðvarðliðar
réðust á nágrannabæinn Borovo
Selo í fyrrinótt.
Rainbow Warrior-málið á Nýja-Sjálandi:
Fallið frá framsalskröfu
vegna fransks njósnara
Frakkar sagðir hafa beitt efnahagslegum þvingunum í málinu
Amsterdam^ Wellington. Reuter.
STJÓRNVÖLD á Nýja-Sjálandi
hafa látið undan þrýstingi frönsku
stjórnarinnar og fallið frá kröfu
um framsal franska leyniþjónustu-
mannsins Gerald Andries sem
bendlaður er við Rainbow Warri-
or-málið svonefnda. Árið 1985
sökktu franskir leyniþjónustu-
menn Rainbow Warrior, skipi Gre-
enpeace-samtakanna, í höfninni i
Wellingtón á Nýja-Sjálandi og
fórst þá einn skipveija. Greenpe-
ace hafði staðið fyrir mótmælum
gegn kjarnorkuvopnatilraunum
Austur-Evrópuríki fá auka-
aðild að Evrópubandalaginu
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgrinblaðsins.
Forsætisráðherrar Póllands, Ungveijalands og Tékkóslóvakíu
undirrituðu á mánudag svokallaða aukaaðildarsamninga við Evr-
ópubandalagið (EB) I Brussel. Af hálfu EB undirrituðu forseti
ráðherraráðsins og forseti framkvæmdastjórnarinnar samningana.
Viðræður um samningana hafa staðið í þrjú ár og taka þeir gildi
þegar þjóðþing allra aðila hafa samþykkt þá.
Jacques Delors, forseti fram- um. Delors sagði jafnframt að með
kvæmdatsjórnar EB, hafði sér-
staklega orð á því hversu vel
samningarnir hefðu gengið og
þakkaði það fyrst og fremst sam-
stilltum pólitískum vilja allra þátt-
tökuþjóðanna. Hann sagðist vilja
leggja áherslu á mikilvægi þess
að í samningnum væri gert ráð
fyrir samvinnu í menningarmál-
samnmgnum væn ítrekaður sá
ásetningur EB að styðja við bakið
á ríkjunum í Austur- og Mið-Evr-
ópu í viðleitni þeirra til að efla
lýðræði og endurskipuleggja efna-
hagslífið. Hann sagði að aðildar-
ríkjum EB væri ljóst að öll ríkin
þijú vildu gerast aðilar að banda-
laginu sem fyrst og kvaðst hann
telja að merkum áfanga á þeirri
leið hefði verið náð með undir-
skrift samninganna.
I fíeuters-fr&tt segir að Marian
Calfa, forsætisráðherra Tékkósló-
vakíu, hafi fagnað samkomulaginu
með þeim orðum að um væri að
ræða sögulegan gjörning sem eng-
inn gæti gert að engu. „Þessi rót-
tæku og einstæðu tímamót munu
gera nauðsynlegt að grípa til hark-
alegra aðgerða er bera munu
árangur“. Miklvægt atriði í samn-
ingunum er að gert er ráð fyrir
að ríkin þijú fái greiðari aðgang
að mörkuðum EB.
Frakka á Kyrrahafi.
Tveir aðrir leyniþjónustumenn
Frakka, þau Alain Mafart og Dom-
inique Prieur, voru handtekin og
dæmd í tíu ára fangelsi fyrir verkn-
aðinn. Aðspurður viðurkenndi Doug
Graham, dómsmálaráðherra Nýja-
Sjálands, að . viðskiptasjónarmið
hefðu átt þátt í ákvörðuninni í gær.
„Mér var sagt að við gætum búist
við gagnaðgerðum á viðskiptasvið-
inu. Það er ljóst að pólitísk sjónar-
mið komu við sögu“. Nýsjálendingar
flytja einkum út landbúnaðarafurðir
til Evrópulanda og 1986 hótuðu
Frakkar að beita sér gegn þeim ef
áðurnefndir tveir njósnarar fengju
ekki að afplána dómana á franskri
Kyrrahafseyju og dómarnir yrðu
styttir. Frakkar brutu fljótlega sam-
komulagið og leyfðu njósnurunum
að halda heim til Frakklands.
Talsmenn Greenpeace á Nýja-Sjá-
landi fordæmdu ákvörðun stjórn-
valda. „Maðurinn er eftirlýstur fyrir
morð. Með þessu er verið að gefa til
kynna að sé um hryðjuverkamann á
vegum ríkisstjórnar að ræða geti við-
komandi komist upp með morð í
þessu landi,“ sagði Bunny
McDiarmid, er var meðal skipveija á
Rainbow Warrior. Alþjóðlegur
stjórnandi Greenpeace í Amsterdam,
Steve Sawyer, sagði að samtökin
myndu reyna að fá ákvörðuninni
breytt. Sawyer sagði Graham dóms-
málaráðherra reyna að afsaka sig
með því að telja að náðst hafi heið-
ursmannasátt um að láta málið kyrrt
liggja en hvorug stjórnin héldi heiðri
sínum. „Þetta er misþyrming á rétt-
lætinu og mér þætti forvitnilegt að
heyra hann útskýra þetta fyrir börn-
um Femando Pereira [mannsins sem
fórst með Rainbow Warrior]“.
Graham hefur viðurkennt að sann-
anir um aðild Andries séu fyllilega
jafn traustar og þær sem notaðar
voru gegn hinum njósnurunum
tveim. Hann áleit að með nokkrum
rétti mætti segja að Frakkar hefðu
komist upp með að fremja glæpinn.
„En eftir sem áður stendur að um-
heimurinn fordæmir Frakkland,"
sagði ráðherrann. Graham minnti á
heimsókn þáverandi forsætisráð-
herra Frakka, Michels Rocards, til
Nýja-Sjálands á sl. ári og sagði að
þá hefði verið náðst sátt í málinu;
Rocard baðst afsökunar á verknaðin-
um fyrir hönd Frakka. Einnig hafði
Graham eftir lögfræðingum að Ný-
Sjálendingum myndi ekki takast að
fá Andries framseldan, til þess dygðu
sannanirnar ekki.