Morgunblaðið - 18.12.1991, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.12.1991, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) ** Taktu þátt í félagslífi í dag og forðastu að lenda í þrætum við vin þinn út af peningum. Þú færð góðar ráðleggingar sem varða starf þitt. Naut (20. apríl - 20. maí) Leitaðu álits annarra á fjárfest- ingaráformum þínum. Þú átt í harðri samkeppni núna, en skil- ar góðu dagsverki. Það er um að gera að gefast ekki upp. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Reyndu að halda góðu sam- komulagi við samverkamann þinn og viðhafðu fyllstu vand- virkni í starfi þínu. Þið hjónin eruð á sömu bylgjulengd um þessar mundir. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þið hjónin hafið áhyggjur af eyðsluvenjum barnsins ykkar. Þú blómstrar í starfi og vekur aðdáun þeirra sem til þekkja. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Ef þér verður á að móðga vin þinn skaltu bregðast fljótt við og biðjast afsökunar. Þú gætir til dæmis boðið honum út að borða. Þú bætir árangur þinn í starfinu. Meyja (23. ágúst - 22. september) Það er ekki líkt þér að láta þér sjást yfir smáatriðin, en í dag gæti það hent þig. Óþolinmæði þín dregur úr starfshæfni þinni. Vog (23. sept. - 22. október) Láttu peningamál ekki spila góðu kvöldi sem þú gætir átt með gömlum vini. Þú átt auð- velt með að vinna skoðunum þínum fylgi. Sköpunargleði þín er mikil um þessar mundir. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þér gæti orðið á að svara nán- um ættingja eða vini í styttingi í dag. í dag er tilvalið fyrir þig að kaupa inn. Heimilið gengur fyrir öllu öðru hjá þér í dag. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) m Þú getur ekki hugsað rökrétt í dag ef þú lætur reiðina ná tökum á þér. Skapandi verkefni er á dagskrá hjá þér núna og þú ferð í skoðunarferð um ná- grenni þitt. Þú ert ákaflega sannfærandi um miðjan dag- inn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Þú ert ósammála vini þínum í fjármálum. Hafðu persónuleg mál þín út af fyrir þig núna. Gotf næði örvar afköst þín og bætir einbeitinguna. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú verður að sýna samstarfs- mönnum þínum tillitssemi í dag. Taktu það ekki persónu- lega til þín þó að einhver sé afundinn í tilsvörum. Þú tekur þátt í félagslífi eftir vinnu. Fiskar (19. febrúar 20. mars) Mikilvægt mál kemur þér úr jafnvægi í dag. Það sem gerist á bak við tjöldin er þér í hag í starfi þínu. Láttu langtíma- sjónarmið ráða gerðum þínum núna. Stjörnuspána á að tesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staúreynda. DÝRAGLENS GRETTIR TOMMI OG JENNI FERDINAND SMÁFÓLK LUCY 5AIP IF I NEEP TUJENTY-FIVE D0LLAR5 TO BUY PE66Y JEAN A CURI5TMA5 PRE5ENT, I 5HOULP 5ELL MY P06... Gunna sagði, að ef mig vantaði tutt- ugu og fimm dali til að kaupa jóla- gjöf handa Pálu Jóns gæti ég selt hundinn minn. TMAt'5 TME FIR5T TIME l'VE EVER 5EEN MIM 5PILL MI5 WATER PI5H.. í C 12, (Ir-^A 'b U.1^ r ^ r Tf^nr 1 lí •dS Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé hann hella niður úr vatnsdallinum sínum. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sannir tvímenningshaukar skammast sín ekkert fyrir að tapa spilum eins og þessum: Suður gefur; AV á hættu. Vestur ♦ 109542 V- ♦ G9654 + ÁD9 Norður ♦ ÁKDG76 VK54 ♦ Á ♦ G62 Austur ♦ 8 V10876 ♦ KD10832 ♦ 107 Suður ♦ 3 V ÁDG932 ♦ 7 ♦ K8543 Spilið kom upp í tvímennings- keppni í LA Café sl. laugardag, sem ungir spilarar, Bernódus Kristinsson og Árni Loftsson, unnu. Flest pörin í NS sögðu slemmu í hjarta og töpuðu henni. Þeir sem fengu pörin í NS sögðu slemmu í hjarta og töpuðu henni. Þeir sem fengu út spaða stóðu frammi fyrir erfiðri ákvörðun: Áttu þeir að spila upp á 13 slagi eða trompa lítinn spaða til að tryggja samninginn í 5-1-leg- unni? Sverrir Ármannsson kærði sig ekki um að fá botn fyrir 980 þegar allir aðrir státuðu af 1010 og fór niður með heiðri og sóma. Fleiri hugsuðu á sömu nótum. Slemman tapast í reynd með tígli út, en á einu borðinu gáfu sagnir AV sagnhafa færi á fal- legri vinningsleið: Vestur Norður Austur Suður — — — 1 hjarta Pass 2 spaðar Pass 3 hjörtu Pass 4 tíglar Dobl 4 hjörtu Pass 6 hjörtu Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Dobl vesturs í lokin er sterk vísbending um að spilið liggi illa. Ef sagnhafi gerir ráð fyrir að vestur sé með ÁD í laufi og fímmlit í spaða, getur hann unn- ið samninginn með því að spila öllum hjörtunum og henda spaða úr blindum. Þegar síðasta trompinu er spilað neyðist vestur til að fara niður á Iaufás blank- an, en þá getur sagnhafi sótt úrslitaslaginn á lauf. Þessi spila- mennska fannst þó ekki við borðið. SKAK Umsjón Margeir Pétursson í þýsku Bundesligunni í vetur kom þessi staða upp í viðureign þeirra Gerstner (2.385), Sindel- fingen og stórmeistarans Rainer Knakk (2.535), Porz, sem hafði svart og átti leik. 32. - Ha2! og hvítur gafst upp, því eftir 33. Dxa2 - Rxe3+ fellur hvíta drottningin. Röð efstu liða í Bundesligunni er nú þessi: 1. SG Köln-Porz 12 stig (3116 v.), 2. Bayem Múnchen 11 stig (35 v.) 3. SC Múnchen 36 10 stig (30'/2 v.) 4. Solingen SG 9 stig (29 v.) 5. Erfurt 8 stig (23 v.) 6. Dortmund 7 stig (2716 v.) 7. Hamburger SK 6 stig (26'6 v.). Það eru stig sem ráða úrslitum í Bundesligunni, rétt eins og í knattspyrnu og handknattleik, en ekki vinningar eins og t.d. í ís- iensku deildakeppninni. Það dugir því líklega fátt annað fyrir meist- arana Bayern Múnchen en sigur í innbyrðis viðureign þeirrra við Porz. Evrópumeistarar Solingen eru hins vegar ekki lfklegir til afreka nú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.