Morgunblaðið - 18.12.1991, Síða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl) **
Taktu þátt í félagslífi í dag og
forðastu að lenda í þrætum við
vin þinn út af peningum. Þú
færð góðar ráðleggingar sem
varða starf þitt.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Leitaðu álits annarra á fjárfest-
ingaráformum þínum. Þú átt í
harðri samkeppni núna, en skil-
ar góðu dagsverki. Það er um
að gera að gefast ekki upp.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Reyndu að halda góðu sam-
komulagi við samverkamann
þinn og viðhafðu fyllstu vand-
virkni í starfi þínu. Þið hjónin
eruð á sömu bylgjulengd um
þessar mundir.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þið hjónin hafið áhyggjur af
eyðsluvenjum barnsins ykkar.
Þú blómstrar í starfi og vekur
aðdáun þeirra sem til þekkja.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ef þér verður á að móðga vin
þinn skaltu bregðast fljótt við
og biðjast afsökunar. Þú gætir
til dæmis boðið honum út að
borða. Þú bætir árangur þinn
í starfinu.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Það er ekki líkt þér að láta þér
sjást yfir smáatriðin, en í dag
gæti það hent þig. Óþolinmæði
þín dregur úr starfshæfni þinni.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Láttu peningamál ekki spila
góðu kvöldi sem þú gætir átt
með gömlum vini. Þú átt auð-
velt með að vinna skoðunum
þínum fylgi. Sköpunargleði þín
er mikil um þessar mundir.
Sþorðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þér gæti orðið á að svara nán-
um ættingja eða vini í styttingi
í dag. í dag er tilvalið fyrir þig
að kaupa inn. Heimilið gengur
fyrir öllu öðru hjá þér í dag.
Bogmadur
(22. nóv. - 21. desember) m
Þú getur ekki hugsað rökrétt
í dag ef þú lætur reiðina ná
tökum á þér. Skapandi verkefni
er á dagskrá hjá þér núna og
þú ferð í skoðunarferð um ná-
grenni þitt. Þú ert ákaflega
sannfærandi um miðjan dag-
inn.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar) &
Þú ert ósammála vini þínum í
fjármálum. Hafðu persónuleg
mál þín út af fyrir þig núna.
Gotf næði örvar afköst þín og
bætir einbeitinguna.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Þú verður að sýna samstarfs-
mönnum þínum tillitssemi í
dag. Taktu það ekki persónu-
lega til þín þó að einhver sé
afundinn í tilsvörum. Þú tekur
þátt í félagslífi eftir vinnu.
Fiskar
(19. febrúar
20. mars)
Mikilvægt mál kemur þér úr
jafnvægi í dag. Það sem gerist
á bak við tjöldin er þér í hag
í starfi þínu. Láttu langtíma-
sjónarmið ráða gerðum þínum
núna.
Stjörnuspána á að tesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staúreynda.
DÝRAGLENS
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
FERDINAND
SMÁFÓLK
LUCY 5AIP IF I NEEP
TUJENTY-FIVE D0LLAR5 TO BUY
PE66Y JEAN A CURI5TMA5 PRE5ENT,
I 5HOULP 5ELL MY P06...
Gunna sagði, að ef mig vantaði tutt-
ugu og fimm dali til að kaupa jóla-
gjöf handa Pálu Jóns gæti ég selt
hundinn minn.
TMAt'5 TME FIR5T TIME l'VE EVER 5EEN MIM 5PILL MI5 WATER PI5H..
í C 12, (Ir-^A 'b U.1^ r ^ r Tf^nr 1 lí •dS
Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé
hann hella niður úr vatnsdallinum
sínum.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Sannir tvímenningshaukar
skammast sín ekkert fyrir að
tapa spilum eins og þessum:
Suður gefur; AV á hættu.
Vestur
♦ 109542
V-
♦ G9654
+ ÁD9
Norður
♦ ÁKDG76
VK54
♦ Á
♦ G62
Austur
♦ 8
V10876
♦ KD10832
♦ 107
Suður
♦ 3
V ÁDG932
♦ 7
♦ K8543
Spilið kom upp í tvímennings-
keppni í LA Café sl. laugardag,
sem ungir spilarar, Bernódus
Kristinsson og Árni Loftsson,
unnu. Flest pörin í NS sögðu
slemmu í hjarta og töpuðu henni.
Þeir sem fengu pörin í NS sögðu
slemmu í hjarta og töpuðu henni.
Þeir sem fengu út spaða stóðu
frammi fyrir erfiðri ákvörðun:
Áttu þeir að spila upp á 13 slagi
eða trompa lítinn spaða til að
tryggja samninginn í 5-1-leg-
unni? Sverrir Ármannsson kærði
sig ekki um að fá botn fyrir 980
þegar allir aðrir státuðu af 1010
og fór niður með heiðri og sóma.
Fleiri hugsuðu á sömu nótum.
Slemman tapast í reynd með
tígli út, en á einu borðinu gáfu
sagnir AV sagnhafa færi á fal-
legri vinningsleið:
Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 hjarta
Pass 2 spaðar Pass 3 hjörtu
Pass 4 tíglar Dobl 4 hjörtu
Pass 6 hjörtu Pass Pass
Dobl Pass Pass Pass
Dobl vesturs í lokin er sterk
vísbending um að spilið liggi illa.
Ef sagnhafi gerir ráð fyrir að
vestur sé með ÁD í laufi og
fímmlit í spaða, getur hann unn-
ið samninginn með því að spila
öllum hjörtunum og henda spaða
úr blindum. Þegar síðasta
trompinu er spilað neyðist vestur
til að fara niður á Iaufás blank-
an, en þá getur sagnhafi sótt
úrslitaslaginn á lauf. Þessi spila-
mennska fannst þó ekki við
borðið.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
í þýsku Bundesligunni í vetur
kom þessi staða upp í viðureign
þeirra Gerstner (2.385), Sindel-
fingen og stórmeistarans Rainer
Knakk (2.535), Porz, sem hafði
svart og átti leik.
32. - Ha2! og hvítur gafst upp,
því eftir 33. Dxa2 - Rxe3+ fellur
hvíta drottningin.
Röð efstu liða í Bundesligunni
er nú þessi: 1. SG Köln-Porz 12
stig (3116 v.), 2. Bayem Múnchen
11 stig (35 v.) 3. SC Múnchen
36 10 stig (30'/2 v.) 4. Solingen
SG 9 stig (29 v.) 5. Erfurt 8 stig
(23 v.) 6. Dortmund 7 stig (2716
v.) 7. Hamburger SK 6 stig (26'6
v.).
Það eru stig sem ráða úrslitum
í Bundesligunni, rétt eins og í
knattspyrnu og handknattleik, en
ekki vinningar eins og t.d. í ís-
iensku deildakeppninni. Það dugir
því líklega fátt annað fyrir meist-
arana Bayern Múnchen en sigur
í innbyrðis viðureign þeirrra við
Porz. Evrópumeistarar Solingen
eru hins vegar ekki lfklegir til
afreka nú.