Morgunblaðið - 18.12.1991, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÐESEMBER 1991
Repúblikanaflokkurínn í Georgíu:
Hafna þátttöku Dukes í
forkosningum flokksins
Manchester, New Hampshire. Atlanta. Dí
LEIÐTOGAR repúblikanaflokks-
ins í Georgíuríki hafa hafnað þátt-
töku Davids Duke í forkosningum
sem fram fara í ríkinu 3. mars
næstkomandi vegna vals á fram-
bjóðanda flokksins við bandarísku
forsetakosningar í nóvember að
ári. Astæðan er sögð vafasöm póli-
tísk fortíð Dukes en hann er fyrr-
um leiðtogi Ku Klux Klan-samtak-
anna og var frammámaður í sam-
tökum nýnasista á háskólaárum
sínum.
Forkosnin'gar repúblikana í
Georgíuríki eru hinar fyrstu í suður-
ríkjum Bandaríkjanna en þar var
helst talið að Duke gæti búist við
verulegu fylgi. Dul^e lýsti yfir þátt-
töku í forkosningum repúblikana-
flokksins eftir að hann tapaði kosn-
ingu til ríkisstjóra Louisiana-ríkis um
miðjan síðasta mánuð. George Bush,
Bandaríkjaforseti, lagðist gegn kjöri
Dukes og lýsti yfir stuðningi við
frambjóðanda demókrataflokksins.
Eini mótframbjóðandi Bush í Georgíu
Telegraph. Reuter.
David Duke
verður því Pat Buchanan, hægrisinn-
aður dálkahöfundur og sjónvarps-
þáttagerðamaður.
Fyrstu forkosningarnar fara fram
í New Hampshire á austurströnd
Bandaríkjanna 18. febrúar nk. Þar
þykja menn íhaldssamir í skoðunum.
Buchanan hefur óhikað lofað al-
mennum skattalækkunum og hefur
það fallið í kramið hjá íbúum New
Hampshire sem ekki eru búnir að
gleyma kosningaloforði Bush um að
hann myndi ekki auka skattheimtu.
Fyrir síðustu kosningar sagði Bush
að ef menn vildu kynnast viðhorfum
íhaldsmanna þyrftu þeir að lesa sjálf-
sævisögu Buchanans, „Hægrimaður
alla tíð“. Nú segja gárungarnir að
líklegast óski forsetinn þess nú að
hafa aldrei lýst þessu yfir.
Úrslitanna í New Hampshire er
beðið með eftirvæntingu, einkum
hversu mikið fylgi Buchanan hlýtur.
Innan við 15% fylgi verður til marks
um ósigur en 30% eða meira fylgi
verður flokkað sem stórsigur fyrir
hann. Fyrstu skoðanakannanir benda
til þess að Buchanan njóti um 17%
fylgis í New Hampshire en það segir
ekki alla söguna því einungis fimmt-
ungur repúblikana kveðst ákveðinn
í að kjósa Bush. Þykir það benda til
þess að Buchanan gæti velgt forset-
anum undir uggum í nokkrum ríkjum
eða a.m.k. fram eftir vori.
NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ
Leiðintil
M.ScottPeck '
.
Dþessari bók fjallar bandaríski geölceknirinn M. Scott Peck um
þaö hvernig hœgt er aö yfirvinna vandamál og erfiöleika í lífinu,
og hann styðst við reynslu sína af lœkningum á fjölmörgum
sjúklingum sínum og nefnir dœmi.
Þegar menn forðast að takast á við vandamál sín hœttir
ceim til aö staðna í staö þess að lœra og þroskast andlega af því aö
mœta vandamálunum. Peck sýnir okkur leiðir til þess að takast á við
erfiðleikana og hvernig við öðlumst um leið betri skilning á sjálfum
okkur. Hann rœðir eöli kœrleiksríkra sambanda milli fólks; sýnir hvernig
greina má muninn á ást og því aö vera háöur; hvernig
maöur getur oröiö sjálfs síns herra, og hvernig hcegt er aö verða betra
foreldri.
Þessi bók sýnir hvernig unnt er að horfast í augu við raunveruleikann
og um leiö öðlast rósemi og aukna lífsfyllingu. Þetta er gagnleg bók,
sem á erindi til allra.
SKUGGSJÁ
Bókabúð Olivers Steins sf
NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ
Reuter
Nýr varaformaður CDU
Þriggja daga flokksþingi Kristilegra demókrata (CDU) í Þýskalandi
lauk í gær og samþykkt var áætlun um að draga úr útgjöldum ríkis-
ins til vesturhluta landsins til að hægt verði að auka fjárveitingarn-
ar til austurhlutans og draga úr lífskjaramuninum. Ennfremur var
valinn nýr varaformaður flokksins. Einungis einn var í framboði,
Angela Merkel, sem Helmut Kohl, kanslari og formaður flokksins
hafði tilnefnt. Merkel er austur-þýsk og hefur frami hennar í stjórn-
málum verið mjög skjótur. Hún gekk í flokkinn í ágúst 1990 skömmu
fyrir sameiningu Þýskalands og varð fljótlega aðsoðarmaður Lot-
hars de Maizieres, forsætisráðherra Austur-Þýskalands. De Maiziere
varð seinna varaformaður CDU en sagði af sér fyrr á þessu ári
vegna grunsemda um að hann hefði unnið fyrir Stasi, austur-þýsku
öryggislögregluna.
Maxwell-málið:
Sonunum stefnt á
fund þingnefndar
Lundúnum. Reuter.
Félagsmálanefnd breska
þingsins nýtti sér í gær rétt sinn
til að stefna sonum fjölmiðlajöf-
ursins Roberts Maxwells, Kevin
og Ian, á sinn fund 13. janúar
næstkomandi. Áður höfðu lög-
fræðingar þeirra sent nefndinni
þau skilaboð að þeir gætu ekki
mætt á fund nefndarinnar, sem
halda átti með þeim í gær, þar
■ WASHINGTON - Vinsæld-
ir George Bush Bandaríkjafor-
seta hafa aldrei verið jafn litlar
frá því hann var kjörinn í embætt-
ið, samkvæmt nýrri könnun á veg-
um ABC-sjónvarpsins og dag-
blaðsins Washington Post. Fylgi
hans er nú 47%, 12 prósentustig-
um minna en fyrir tveimur mánuð-
um og 43 stigum minna en
skömmu eftir sigur bandamanna
í stríðinu fyrir botni Persaflóa.
Marlin Fitzwater, talsmaður
Bush, sagði í gær að niðurstaða
könnunarinnar væri áhyggjuefni
og viðurkenndi að efnahagslegur
samdráttur í landinu kynni að
valda minnkandi fylgi forsetans.
sem þeir væru „uppteknir við
annað“.
Nefndin hyggst inna bræðurna
eftir því hvað þeir hafi vitað um
örvæntingarfullar tilraunir föður
þeirra til að koma í veg fyrir hrun
fjölmiðlaveldis síns vikurnar áður
en hann lést í sjónum við Kanarí-
eyjar 5. nóvember. Hann hefur
meðal annars verið sakaður um
að hafa sölsað undir sig fé úr líf-
eyrissjóðum starfsmanna sinna.
Stærsta fyrirtækið undir stjórn
fjölmiðlajöfursins, Maxwell
Communication Corporation
(MCC), óskaði óvænt eftir greiðsl-
ustöðvun í Bandaríkjunum í fyrra-
kvöld og talið er að Mirror-blaða-
samsteypan (MGN) verði seld á
næstunni. Maxwell átti 400 einka-
fyrirtæki og breskur dómstóll hef-
ur skipað fjárhaldsmann til að
annast rekstur þeirra. Skuldir allra
fyrirtækjanna nema fimm millj-
örðum dala (290 milljörðum ÍSK).
Breskar þingnefndir hafa rétt
til að stefna mönnum á sinn fund
og þeir sem hlýða ekki stefnunni
eiga yfir höfði sér fangelsisdóm.
Er morðingi Wall-
enbergs fundinn?
Lundúnum. The Daily Telegraph.
SÆNSK-sovésk rannsóknarnefnd hefur komist að þeirri niður-
stöðu að sænski stjórnarerindrekinn Raoul Wallenberg hafi
verið skotinn til bana árið 1947 í Lúbjanka, fangelsi sovésku
leyniþjónustunnar KGB í Moskvu, og telur sig vita hver hafi
fyrirskipað morðið.
Wallenberg hafði bjargað tug-
þúsundum gyðinga frá útrým-
ingarbúðum nasista er sovéski
herinn handtók hann í Ungveija-
landi 17. janúar 1947 og sakaði
hann um njósnir. Sovésk stjórn-
völd hafa haldið því fram að
hann hafi látist af hjartaáfalli.
Sænska-sovéska nefndin hef-
ur rannsakað gögn, sem fundist
hafa um málið, og kveðst hafa
komist að því að Wallenberg
hafí verið fluttur í fangelsið ill-
ræmda skömmu eftir handtök-
una. Þar hafi honum verið haldið
í einangrun og hann hafi að
minnsta kosti tvisvar verið tek-
inn til yfirheyrslu. Talið er lík-
legt að hann hafi verið pyntaður
í bæði skiptin. Nefndin komst
ennfremur að þeirrí niðurstöðu
að Wallenberg hefði verið skot-
inn til bana 16. júlí 1947, 35 ára
að aldri.
Nefndin telur sig vita hvaða
KGB-foringi fyrirskipaði morðið
en getur ekki skýrt frá nafni
hans sem stendur af lagalegum
ástæðum. Maðurinn lifír enn og
talið er að greint verði frá nafn-
inu innan nokkurra vikna.