Morgunblaðið - 18.12.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.12.1991, Blaðsíða 20
AUK / SÍA k95-68 20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991 / smnepssosu í tómatsósu f karrýsósu. í$*í»í w/a'.*afísí NIÐURSUÐUVERKSMIÐJAN ORA HF. Ferðapistlar og frá- sögubrot Þórðar Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Þórður Kárason: Hálfan fór um hnöttinn kring. Frásagnir og ferðapistlar Útg 1991 Það er ekki ýkja mörg ár síðan hérlendis komu fáar ferðabækur út á ári en nú hefur það breyst á skömmum tíma. Bók Þórðar Kára- sonar er þó meira samantekt úr því sem hann hefur skrifað um dagana og flokkast strangt til tek- ið ekki allt undir ferðalög. Meðal kafla í bókinni er til dæmis „Ferð um Austurvöll 30. mars 1949“ og „Byssumaður handtekinn“ þar sem segir frá því þegar fregnir bárust af því að byssumaður fyrir austan fjall ógnaði fólki á bænum með riffli og hafði fólkið flúið til næsta býlis. En svo er líka sagt frá Gambíuferð sem Þórður og kona hans fóru frá Kanaríeyjum þar sem þau voru í sólarferð. Og löng ferð um Norður-Ameríku er í bókinni og síðast en ekki síst er svo endurprentað það sem Þórður skrifaði áður fyrr um Baltíkuferð- ina frægu 1966. Ýmsir fleiri kaflar eru í bók- inni, sagt frá boðsferð lögreglu- manna til Scotland Yard og rímur og kveðskapur eftir höfundinn er þarna líka. Þórður segir í formála um bókina sína: „Þessar greinar um ferðalög og frásagnir sem sumar eru orðnar nokkuð gamlar og jafnvel týndar um tíma hefur nú verið ákveðið að setja á prent. Stór hluti var þó skilinn eftir í bili en sér ef til vill dagsins ljós síðar. Er það efni að sjálfsögðu bæði gaman og alvara en þó öllu meira úr sjálfu lögreglustarfinu. Þungt, létt og bundið. Þar koma margir merkir samtímamenn við sögu. Það má ef til vill kalla þessa ferðapistla minningar, skýrslur eða ævisögubrot. En eins og mað- urinn sagði „verkið lítur (innsk. á ekki að vera ý hér?) nú sínum eig- in lögmálum." Það er svo mörg vitleysan prentuð nú á dögum. Og þar ratast Þórði auðvitað rétt orð á munn. Það er án efa fróðlegt fyrir vini og samferða- menn Þórðar að rilja upp skrif hans hvort sem það er kallað ferðapistlar eða ævisögubrot. Og er ekkert vitlausara að gefa það út en ýmislegt annað. Þórður skrif- ar af áhuga á því sem hann er að gera eða skoða hveiju sinni. Hann er maður glöggur og já- kvæður og blandar inn í frásögn- Þórður Kárason ina fróðleik af ýmsu tagi misjafn- lega áhugaverðum. Þórður gefur í skyn að hann ætli að senda frá sér fleiri bækur þessarar gerðar og væri þá kannski ráð að reyna að fá ein- hvern til að lesa handritið yfir áður af nokkurri gagnrýni svo að samfella yrði í frásögnum. Einnig mætti hann vera gagnrýnni á skrif sín, þó mörg vitleysa sé gefin út nú um stundir sakar ekki að menn staldri við og skeri niður. Það er nú einu sftini svo að fáir eru svo orðhagir og fijóir í andanum að allt skuli á þrykk út ganga sem hrýtur úr penna þeirra. MARGT BÝR í STEININUM Bókmenntir Sigrún Klara Hannesdóttir Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son: Dvergasteinn. Myndir gerði Erla Sigurðardóttir. Almenna bókafélagið, 1991. Ugla kemur í heimsókn til Ka- róh'nu, ömmu sinnar í Dverga- steini, en húsið dregur nafn af stór- um steini í garði ömmu. Ugla fínn- ur í fórum ömmu sinnar gljástein sem hefur þá náttúru að menn verða ósýnilegir beri þeir steininn, en um leið opnast hulduheimar dverganna. Gljásteinar eru aflgjaf- ar dverganna og þeir geyma þá í ósýnilegum orkuþræði um hálsinn. Að baki þessa sérstaka steins er mikil saga um dverginn Gaum sem varð ástfanginn af mennskri stúlku og týndi steininum sínum. Hann er að visna og deyja og er ekki hugað líf nema Uglu og vini henn- ar Orra takist að finna hann og koma til hans gljásteininum góða. Sagan er skrifuð á góðu máli og persónurnar eðlilegar. Ugla og Orri verða vinir og hjálpast að því að leysa dvergagátuna. Ég kann því vel að Karólína amma er höfð ósköp venjuleg gömul kona sem hefur haldið í sínar venjur og höf- undur gerir hana ekki afkáralega þótt Ugla sé að prófa gljásteininn á henni. Blikkbalinn (ég held að efnið hafi verið blikk frekar en járn) var sjálfsagður fylginautur þvottadaganna hér áður fyrr. Áreiðanlega þekkir höfundur þetta umhverfi vel. Myndir Erlu eru fín- gerðar teikningar en mér finnst vanta svolítið líf í þær. Jafnvel myndin á síðu 15 af Orra með grímu óg tréhnífinn á lofti er alveg tilfínningalaus. Ævintýrið um Dvergastein er dálítið spennandi saga einkum sá kafli þar sem börnin fara að leita Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson að Gaum. Efnið er nærtækt því þeir eru margir dvergasteinarnir um land allt og auðvelt að láta sig dreyma um að finna gljástein sem geti gert rriann ósýnilegan. Margbreytileg Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Guðjón Sveinsson: Með eitur í blóðinu. (111 bls.) Bókaforlag Odds Björnssonar 1991. Þessi fyrsta ljóðabók Guðjóns Sveinssonar, barnabókahöfundar, er býsna þétt. Hún geymir hátt í 70 ljóð. Megintónninn er þungur og oft þunglyndislegur. Haust, nótt, kuldi, myrkur eru dæmigerð orð sem koma títt fyrir. Þrátt fyrir þetta anda ljóðin frá sér mismunandi yfirbragði. Þau eru t.d. ýmist háttbundin eða hátt- laus. Það er augljóst að Guðjóni eru helstu skáld okkar hugstæð, ljóðin hans endurspegla slíkt. Freistandi er að nefna Einar Bene- diktsson, Davíð Stefánsson og jafnvel Bólu-Hjálmar í þessu sam- bandi. Það má raunar teljast lofs- vert að skáld skuli læða inn broti úr bókmenntasögunni í skrif sín með þessum hætti. Hann slæst t.a.m. í för með Steini í ljóðinu Ég gekk...: Ég gekk um strætin grá af ryki gul af sól. /.../ Óþarfi er að efast um að þessi bók er endastöð á ákveðnum þján- ingarvegi. Hitt má deila um hvort ljóðin sjálf komi sárum tilfinning- um til skila. Stundum ofkeyrir lík- ingamálið merkinguna, sérstak- lega þegar grípið er til staðlaðs myndmáls. Beinskeyttust fundust mér Ijóð- in sem eru hefðbundin að forminu til. Ávarp endar svo: Finndu mig norðanvindur nálgastu mig í nótt. Er norðurljós bláhvelin braga bylgjast í dansi hljótt. /.../ Finndu mig norðanvindur. Ferð þín vekur hjá mér Guðjón Sveinsson óljósa, hrollkalda útþrá ég ætla í nótt með þér. Finndu mig norðanvindur. - aðeins mig. Önnur eftirminnileg ljóð af hefð- bundnu tagi eru t.d. Vetur, Handan dægra og Kvölin og vonin. Hér gengur formið svo eðlilega og af- slappað í takt við yrkisefnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.