Morgunblaðið - 18.12.1991, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991
$
eftir Hjálmar H.
Ragnarsson
í viðtali í síðasta tölublaði tíma-
ritsins Mannlífs lýsir Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra að-
draganda þess að hann stofnaði til
embættis menningarfulltrúa við
sendiráðið í London. Jón segir í við-
talinu að frumkvæðið í þessu máli
hafi komið frá forystumönnum
Bandalags íslenskra listamanna, og
að þeir hafí þá haft uppi þann rökst-
uðning að markaðssetning á ís-
lenskri menningu væri betur komið
hjá ráðuneyti utanríkisviðskipta en
hjá menntamálaráðuneytinu. Orð-
rétt segir Jón í viðtalinu: „Þetta
mál átti sér langan aðdraganda.
Upphaf þess var að stjórn Banda-
lags íslenskra listamanna sam-
þykkti ályktun, þar sem skorað er
á utanríkisráðuneytið að taka að
sér kynningu og markaðssetningu
á íslenskum menningarafurðum er-
lendis. Forystumenn bandalagsins
komu á minn fund. Þeir rökstuddu
óskir sínar með því, að þeir hefðu
ekki nægilega góða reynslu af
menntamálaráðuneytinu og töldu
að kynning og sérstaklega mark-
aðssetning á íslenskri menningu —
tónlist, plötur, sjónvarpsefni, kvik-
myndir, sýningar og jafnvel bók-
menntir — ætti betur heima hjá
ráðuneyti utanríkisviðskipta en
menntamálaráðuneytinu. Þessi mál
voru tekin upp og rædd í fyrri ríkis-
stjórn. Niðurstaðan varð sú, að ég
ákvað að gera tilraun, senda mann
sem ég hafði tröllatrú á með starfs-
samning til tveggja ára til Lond-
on.“ í tilefni þessara ummæla. tel
ég rétt að eftirfarandi komi fram:
í byijun vetrar 1989 fór þau
Brynja Benediktsdóttir, þáverandi
forseti Bandalags íslenskra lista-
manna, og Guðbrandur Gíslason,
þáverandi framkvæmdastjóri Kvik-
myndasjóðs, á fund utanríkisráð-
herra. Tilefni fundarins var að
kanna hug ráðherra til þess að ráð-
inn yrði maður í ráðuneyti utan-
ríkisviðskipta, sem hefði það eina
starf að styrkja og koma á við-
skiptasamböndum milli íslenskra
listamanna og þeirra aðila erlendis
sem versla með list. Ráðherra tók
málaleitan þeirra Brynju og Guð-
brands vel og í kjölfar fundarins
skrifuðu þau honum bréf þar sem
hugmyndirnar að baki erindi þeirra
voru nánar útfærðar. í bréfi þessu,
sem Brynja bar undir stjórn Banda-
lagsins, er þess getið að sala og
dreifíng á íslenskri list til útlanda
hafi verið alltof tilviljunarkennd og
að mikið hafi skorí á að íslendingar
hefðu sjálfir haft frumkvæði að
markaðssetningu á þessu sviði.
Varðandi kynningarstarf mennta-
málaráðuneytisins er þess sérstak-
lega getið að hinn nýi starfsmaður
utanríkisráðuneytisins ætti á engan
hátt að fara inn á verksvið þeirra
í menntamálaráðuneytinu sem
störfuðu að kynningu á íslenskri
list erlendis. í bréfínu stendur orð-
rétt um þetta: „Sala og dreifing á
íslenskri list til útlanda hefur hing-
að til verið að mestu óskipulögð,
tilviljunarkennd, einstaklingsbund-
in, eða í besta falli bundin einstöku
listgreinum að hluta til. Markaðs-
setning að eigin frumkvæði, óháð
sýningum og menningarstefnum
ýmis konar eriendis, hefur varla
þekkst. Þegar efnt hefur verið til
kynninga á íslenskri listsköpun er-
Iendis, t.a.m. á „Scandinavia
Today“, hefur skort samræmt átak
til að ganga á lagið og nýta það
umtal sem slíkar kynningar vekja
í viðkomandi löndum til þess að
koma á viðskiptasamböndum. Þrátt
fyrir augljósa kosti þess að kynna
list um leið og aðrar útfltítningsvör-
ur á eriendri grund, hefur næstum
ekkert verið í því gert. Úr þessu
gæti virkur starfsmaður i utanríkis-
ráðuneyti bætt. Hlutverk hans yrði
margþætt, en myndi þó í engu ska-
rast við það starf sem unnið er í
menntamálaráðuneyti til kynningar
á íslenskri list erlendis." í fram-
haldi af þessu er í bréfinu sérstak-
lega rætt um að hinn nýi viðskipta-
fulltrúi utanríkisráðuneytisins þurfi
að hafa undir höndum fjölbreytt
kynningarefni ef sókn hans eftir
viðskiptasamböndum eigi að takast,
og einnig eru sóknarmið hans þar
sérstaklega skilgreind:
1. Að sækja almennar, og/eða
sérhæfðar kaupstefnur.
2. Að kynna einstakar listgreinar
og verk einstakra listamanna öflug-
um kaupahéðnum í heimaborgum
þeirra, eða stuðla að komu þeirra
hingað til lands.
3. Að koma á samböndum við
umboðsaðila.
4. Að stuðla að samvinnu við
aðra útflytjendur.
Af þessu ætti öllum að vera ljóst,
að þær hugmyndir sem stjórn Band-
alagsins hafði um starf viðskipta-
fulltrúa á sviði menningar og lista
í utanríkisráðuneytinu eru allt ann-
ars eðlis en þær sem utanríkisráð-
herra hrinti í framkvæmd með því
að stofna embætti menningarfull-
trúa við sendiráð í London.
í viðtali við Mannlíf er Jón Bald-
vin spurður sérstaklega um ástæður
þess að hann réð Jakob Magnússon
tónlistarmann í starf menningar-
fulltrúa ráðuneytisins í London.
Hjálmar H. Ragnarsson
„ Af þessu ætti öllum að
vera ljóst, að þær hug-
myndir sem stjórn
Bandalagsins hafði um
starf viðskiptafulltrúa
á sviði menningar og
lista í utanríkisráðu-
neytinu eru allt annars
eðlis en þær sem utan-
ríkisráðherra hrinti í
framkvæmd með því að
stofna embætti menn-
ingarfulltrúa við sendi-
ráð í London.“
Svar Jóns er eftirfarandi: „Ég valdi
hann til verksins vegna þess að
mælt var með honum af flestum
þeim sem standa að umtalsverðri
framleiðslu á „menningarafurðum “.
Hann gengur inn í starf manns
númer tvö við sendiráðið í London,
þannig að alls ekki tjölgaði þar.
Athuganir mínar leiddu í Ijós að
enginn af starfsmönnum ráðuneyt-
isins hafði þá reynslu sem tilskilin
var. Því vísa ég á bug allri hneyksl-
un út af þessu máli. Enda segir
mér svo hugur um, að Jakob eigi
eftir að sýna ótvíræðan árangur í
verki. “ Það er ekki innan verksviðs
stjómar Bandalags íslenskra lista-
manna að fella að svo komnu máli
dóm um þá ákvörðun utanríkisráð-
hería að ráða Jakob í umrætt emb-
ætti, en til að fyrirbyggja hugsan-
legan misskilning skal það tekið
fram að forystumenn Bandalagsins
voru ekki í þeim hópi manna sem
ráðherra segist hafa leitað ráða hjá
áður en hann tók ákvörðun um
ráðninguna. Forystumenn Banda-
lagsins hafa hins vegar haft
ákveðnar skoðanir á því hvað þeir
menn þurfa að hafa tii brunns að
bera, sem ráðnir eru til þess að
kynna og selja íslenskt menningar-
efni erlendis. Ég vitna aftur í bréf-
ið frá þeim Brynju Benediktsdóttur
og Guðbrandi Gíslasyni frá 1989,
þar sem ráðherra er hvattur til þess
að ráða viðskiptafulltrúa á sviði
menningar og lista við ráðuneytið:
„Samstarfsmaður þessi þyrfti að
hafa haldgóða sögulega og nútíma-
lega yfirsýn yfir íslenska Iistsköp-
un. Hafa ber í huga að listkaup-
menn eriendis ráða yfir mikilli sér-
þekkingu hver á sínu sviði og þeir
þola illa flón. Kynning og sölu-
mennska af því tagi sem hér um
ræðir byggir fyrst og fremst á
traustri upplýsingamiðlun, færni í
að rýna verk, staðetja þau í sögu-
legu, persónulegu og stefnulegu
samhengi og vekja þannig áhuga
kaupenda og miðlara. Alþjóðleg
listmiðlun er tiltölulega þéttriðinn
heimurþar sem þekking er forsenda
allra viðskipta. Fátt myndi fyrrrýra
álit á starfsmanninum en þekking-
arieysi. Saumavélasölutrix eða önn-
ur viðlíka lágkúra gætu orðið til
að spilla til langframa fyrir þeim
markmiðum sem unnið er að.“
í lokin skal þess svo getið, að
svar hefur ekki borist til stjórnar
Bandalagsins við umræddu bréfi og
hefur hún ekki síðan haft aðrar
fregnir af þessu máli en þær sem
birst hafa í fjölmiðlum.
Höfundur er forseti Bandalags
íslenskra listamanna.
MEÐAL ANNARRA ORÐA:
Að berja sér á brjóst
eftir Njörð P.
Njarðvík
Sögnin að beija kemur fyrir í
ýmislegum myndhverfum sam-
böndum. Þannig merkir t.d. að
berja sér að kvarta og bera sig
aumlega, en að beija sér á brjóst
aftur á móti að vera rogginn með
sig, bera sig mannalega og þykj-
ast fær í flestan sjó. Hvort tveggja
má í raun telja foman íslenskan
sið, og er það kannski ein af
mörgum þversögnum sem grípa
þarf til að Iýsa þjóðareinkennum
okkar. Við höfum nefnilega lengi
verið skjót til að barma okkur
sárlega ef eitthvað bjátar á, eink-
um og sér í lagi ef ekki er neitt
stórvægilegt á ferð. Og jafn lagið
er okkur að sýna ótrúlega kok-
hreysti fyrirfram þegar átök eða
keppni er framundan. Þá erum
við ærið oft búin að sigra áður
en keppnin hefst. Það er svo aftur
annað, hvað sagt er að keppni
lokinni. Þá eru dregnar fram ótal
afsakanir til skýringar á því
hvemig fór. Þetta minnir dálítið
á það sem haft er eftir Churcili
um stjórnmál. Hann sagði víst
eitthvað á þá leið, að stjórnmál
væru fólgin í því að segja fólki
hvað gera þyrfti, og útskýra svo
síðar hvers vegna það var ekki
hægt. Og kannski þurfum við
ekki að leita til Bretlands til að
sjá viðlíka tilhneigingu stjórnmál-
amanna.
Það er þess vegna fjarri því að
vera fráleitt sem hermt er eftir
menningarfulltrúa sendiráðs okk-
ar í Lundúnum, að skrokkabankið
margfræga sem flutt var í breska
sjónvarpinu við nokkuð misjafna
hrifningu landans, væri í raun
forn þjóðarsiður íslenskur. Því að
þar gerðu menn sannarlega hvort
tveggja í senn: að beij.a sér og
að beija sér á brjóst — og kváðu
við, svo að ýmist glitraði á sáran
kvörtunartón eða djarflega kok-
hreysti. Hitt er svo annað mál, að
í þessu tilviki má segja að mynd-
hverf orðtök hafí verið skilin
nokkuð áþreifanlegum og líkam-
legum skilningi.
Eins konar réttlæting
Þessi frumlega tjáning (ég finn
ekki betra orð) var flutt í nafni
landkynningar, eða réttara sagt í
nafni menningarkynningar. Svo
er að sjá sem utanríkisráðuneytið
hafí komist að raun um, að nokkra
nauðsyn beri til að kynna íslenska
menningu erlendis. Tii þess hlut-
verks hefur valist þekktur popp-
tónlistarmaður, svo sem kunnugt
er. Þar er ef til vill að finna skýr-
inguna á svo óvenjulegri uppá-
komu. Popptónlistarmenn eru
ekki vanir að biðjast afsökunar á
sjálfum sér. Þeir hafa tamið sér
örugga og snaggaralega sviðs-
framkomu. Tónlist þeirra er að
mínu mati yfirborðsleg og skilur
lítið eftir, og stundum jafnvel
beinlínis einfeldningsleg. Hún
sýnist því byggjast fremur á skyn-
diáhrifum en djúpri og varanlegri
skynjun. Ekki ósvipað auglýsing-
um sem leitast við að sannfæra
með snöggri áreitni.
En sýndarmennska auglýs-
ingabrellunnar kemur að litlu
haldi við menningarkynningu. Það
stafar af því að alvarleg iist er
jafnan íhugul og felur í sér djúp-
skoðun sem ekki verður kynnt í
skyndingu. Hún kynnir sig best
sjálf, milliliðalaust. Það er lítill
vandi að vekja stundarathygli í
fjölmiðlum nútímans með ein-
hveijum skringilegheitum. En slík
athygli gleymist jafnfljótt og hún
birtist, — og skilur ekkert eftir.
Sem betur fer, má stundum bæta
við.
Landkynning er eins konar
réttlæting. Arngrímur lærði hóf
að rita landkynningarbækur á 16.
öld til varnar gegn „mörgum last-
askriftum" sem birst höfðu um
Island í erlendum ritum, og í for-
mála fyrir Crymogæu segist hann
rekja sögu „eyjarinnar íslands,
sem öldum saman hefur verið
ókunn og fyrirlitin meðal flestra“.
Þetta minnir á eftirmála Land-
námu þar sem rætt er um nauð-
syn þess að „svara kunna útlend-
um mönnum, þá er þeir bregða
oss því, að vér séum komnir af
þrælum og illmennum“. Minni-
máttarkenndin er þess vegna ekki
ný af nálinni. Okkur hefur lengi
verið umhugað um ímynd okkar
í augum umheimsins. Spurningin
er hins vegar um hvað þeir hafa
sannfærst, sem sáu hið tilþrifa-
mikla skrokkbank. Höfum samt
ekki of miklar áhyggjur af því.
Það er tæpast svo merkilegt að
taki að hneykslast á því. Það
flokkast einna helst undir hver
önnur kjánalæti.
Eins og okkur er eðlilegt
Sú menningarkynning er best
og skilar ein árangri að flytja
öðrum þjóðum menningu okkar
eins og hún er. Ekki með því að
setja okkur í einhveijar afkáraleg-
ar stellingar, heldur með því að
vera blátt áfram eins og okkur
er eðlilegt. Með því að flytja öðr-
um þjóðum eitthvað það sem þeim
finnst einhvers virði. Fáir kynna
þjóð okkar betur um þessar mund-
ir en forseti íslands, Vígdís Finn-
bogadóttir. Má vera að framan
af hafi það vakið forvitni að hún
var fyrsta konan sem kosin var
þjóðhöfðingi á lýðræðislegan hátt.
En slík f'orvitni endist ekki lengi.
Vigdís er eftirsótt um heim allan
af því að hún hefur eitthvað fram
að færa sem aðrar þjóðir vilja
hlusta á og vekur þær til umhugs-
unar. Svo einfalt er það.
Mig langar að taka dæmi af
tveimur listaverkum sem nýlega
hafa komið fyrir almenningssjónir
hér á íslandi og eru um leið ósjálf-
rátt og af sjálfu sér kynning á
menningu okkar hvar sem þau
kunna að birtast.
Fyrra dæmið er ljósmyndabók
Páls Stefánssonar: ísland. Margar
fagrar Ijósmyndabækur hafa
komið út er sýna stórbrotna nátt-
úru landsins okkar. Það gerir bók
Páls einnig. En hún er líka annað
og meira. Hún er sjálf listaverk.
Ljósmyndir Páls ná þeim sjald-
gæfu áhrifum að veita sýn inn í
fegurð sköpunarverksins eins og
hún birtist í landslagi. Hversdags-
legt, blátt áfram landslag, sem
ekki þarf í sjálfu sér að vera
dramatískt, umbreytist í annað
og meira, kallar fram fögnuð í
augum skoðandans sem nálgast
að vera trúarlegur. Þessar myndir
sýna okkur óskilgreindan heilag-
leika tilverunnar. Skynjun Páls á
formgerð myndar og áhrifamátt
birtunnar breyta myndum hans í
eins konar ljóð. Slíkur er galdur
listar hans.
Síðara dæmið er sjónvarpsleik-
rit Matthíasar Johannessens um
utangarðsfólkið í Vesturbænum í
Reykjavík. Þar náðist á svipaðan
hátt að upphefja hversdagsleik-
ann, að nýta hið hversdagslega
andartak til að veita sýn inn í
hyldjúpan harmleik manneskjunn-
ar. Þarna tókst sjónvarpi Ríkisút-
varpsins það sem ég hélt að það
væri löngu hætt að reyna: að
færa okkur heilsteypt listaverk,
það sem allir þættir unnu saman
án þess að skugga bæri á: hand-
rit, leikstjórn, leikur, leikmynd,
tónlist. Sjaldan hafa þessir leikar-
ar leikið betur, og túlkun Gunnars
Eyjólfssonar á örlögum sjómanns-
ins verður einfaldlega ógleyman-
leg.
Þessi verk eru sönn kynning
þjóðar.
llöfundur er rithöfuudur og
dóscnt'í íslenskuin bókmenntum
við Iláskóla Islands.