Morgunblaðið - 18.12.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991
27
Tannheílsa á
markaðstorgi
eftir Ólaf
Höskuldsson
í 17. grein frumvarps ríkisstjórn-
ar íslands um efnahagsaðgerðir
sem nú liggur fyrir Alþingi segir
meðal annars:
„Fyrir tannlæknaþjónustu, aðra
en tannréttingar, greiða sjúkra-
tryggingar sem hér segir: 1. Fyrir
börn og unglinga 15 ára og yngri
90% kostnaðar við tannlækningar,
aðrar en gullfyllingar, krónu- og
brúargerð. Sjúkratryggingar skulu
þó aldrei greiða tannlæknakostnað
hjá almennum tannlæknum vegna
barna og unglinga 6-15 ára á svæð-
um þar sem skólatannlækningaj-
eru skipulagðar og starfræktar. Á
svæðum þar sem tannlæknaþjón-
usta hefur verið boðin út skulu
sjúkratryggingar þó aldrei greiða
tannlæknakostnað barna og ungl-
inga 15 ára og yngri hjá öðrum
tannlæknum en þeim sem aðilar eru
að samningum sem leiða af útboði."
Lofsvert er að nú skuli loksins'
ráðgert að veita öllum tryggðum
börnum sömu endurgreiðslu.
Félag íslenskra barnatannlækna
átelur þó harðlega þá aðför ríkis-
stjórnarinnar að þeim rétti íslenskra
barna að geta útlátalaust leitað
tannlæknis að eigin eða foreldra
vali.
í lok janúar 1990 var sáttmáli
Sameinuðu þjóðanna um réttindi
barnsins frá 1989 undirritaður af
íslands hálfu. í lauslegri þýðingu
segir í 3. grein þess samnings að
við allar aðgerðir stjórnvalda og
löggjafa er varði börn skuli fyrst
og fremst tekið tillit til velferðar
barnsins. í 2. grein samningsins
segir að með jöllum viðeigandi
Oskabrunn-
ar Lions-
manna í Tý
LIONSKLÚBBURINN Týr í
Reykjavík hefur um árabil styrkt
fatlaða íþróttamenn. Nú hafa
Týsmenn látið gera „óska-
brunna“, sem eru söfnunarbauk-
ar, sem settir hafa verið upp víða
í verzlunum í Reykjavík. Allt
söfnunarfé rennur til styrktar
olympíuliði fatlaðra íþrótta-
manna.
Þrír stærstu óskabrunnarnir eru
í afgreiðslu Flugleiða á Reykjavík-
urflugvelli, í Miklagarði og Kaup-
stað í Mjódd. Söfnunarfé fer í að
standa undir kostnaði við þátttöku
íþróttafólksins í Paralympicsleikun-
um, sem haldnir verða í Barcelona
í kjölfar Olympíuleikanna þar 1992.
Leikarnir verða bæði fyrir hreyfi-
hamlaða.og þroskahefta.
-----♦ » ♦-----
Jólasöngva-
kvöld að-
ventista
MEÐ JÓLIN í huga verður efnt
til ,jóla-söngva-söngs“ föstu-
dagskvöldið 20. desember nk. kl.
20.00, í Aðventistakirkjunni,
Reykjavík, Ingólfsstræti 19. Þar
verða fegurstu og kærustu jóla-
sálmarnir í almennum söng.
Allir eru velkomnir til að nema
staðar um stund, gleðjast og hvílast
frá ofurönnum við þessa fögru
söngva hátíðanna, sem eru raun-
verulega alltof sjaldan sungnir —
einu sinni á ári — og með því syngja
inn jólin.
(Frcttatilkynning)
ráðum skuli firra börn sérhverri
mismunun er kunni að leiða af
stöðu foreldra þeirra eða forráð-
amanna.
Nái fyrrgreind áform ríkisstjórn-
arinnar fram að ganga verða börn
efnaminni foreldra neydd til þess
við sjötta afmælisdaginn að yfirgefa
tannlækni fjölskyldunnar og leita
til einhvers tannlæknis sem ríkis-
valdið lætur þeim í té. Hér heggur
sá er hlífa skyldi.
Jafn illa grunduð er sú breyting-
artillaga við frumvarpið sem hvetur
Ólafur Höskuldsson
„ Jafn illa grunduð er
sú breytingartillaga við
frumvarpið sem hvetur
til þess að foreldrar
þeyti börnum sínum
milli skólatannlæknis
og heimilistannlæknis.“
til þess að foreldrar þeyti börnum
sínum milli skólatannlæknis og
heimilistannlæknis allt eftir því
hverrar þjónustu er þörf. Þegar
fleiri en einn bera ábyrgð ber hana
enginn.
Einnig segir í 17. grein frum-
varpsins: „Greiðslur sjúkratrygg-
inga samkvæmt þessari grein skulu
vera í samræmi við samninga sem
Tryggingastofnun gerir eða sam-
kvæmt samningum sem leiða af
útboði.“
Félag íslenskra barnatannlækna
harmar mjög það skeytingarleysi
sem ríkisstjórn okkar sýnir tann-
heilsu íslenskra barna með þeim
áformum sínum að bjóða út gæslu
hennar á markaðstorgi.
Hvati þessara hugmynda ríkis-
stjórnarinnar mun vera sú virðing-
arverða viðleitni hennar að spara
almannafé. Hinsvegar verður ekki
séð að sá verði árangur þessara
aðgerða. Þvert á móti má ráða af
ýmsum upplýsingum frá ráðuneyti
heilbrigðismála, Tryggingastofnun
ríkisins og Skólatannlækningum
Reykjavíkurborgar að umtalsverður
kostnaðarauki muni af hljótast.
Félag íslenskra barnatannlækna
hvetur alla þá er láta sig þessi mál
varða til að ræða þau við þingmenn
sína.
Höfundur er formaður Félags
íslenskra barnatannlækna.
Á.AÁÁÁA
JQlMl
Yeljir þú íslenskt jólatré
gróðursetjum við þrjátíu ný í staðinn!
Gefðu íslandi skóg í jólagjöf.
Með því að kaupa íslenskt jólatré leggur þú íslenskri skógrækt lið.
Fyrir hvert selt jólatré fær Skógræktin fé til að gróðursetja
þrjátíu ný í staðinn. íslensk jólatré eru í langílestum tilvikum ódýrari en
þau erlendu, en framleiðsla og sala íslensku jólatrjánna er þó mikilvæg
íjáröílunarleið fyrir skógrækt í landinu. íslensk jólatré fást á helstu
sölustöðum. Við þökkum stuðninginn við íslenska skógrækt og bjóðum ykkur
velkomin í skóglendi okkar til að njóta þar útivistar í fögru umhverfi.
SKOGRÆKT
RÍKISINS